Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 23 VIÐ athöfn þar sem blandað var saman evrópskum hefðum og hefð- um indjána tók Jóhannes Páll páfi fyrsta indjánann í tölu dýrlinga rómversk-kaþólsku kirkjunnar á miðvikudaginn. Sagði páfi að hinn nýi dýrlingur, Juan Diego, hefði gegnt lykilhlutverki við að koma á kristni í Ameríku. Athöfnin fór fram í Mexíkóborg, sem var einn af viðkomustöðum páfa á ferð hans um Norður- og Suður-Ameríku, og hvatti páfi alla Mexíkóa til að hjálpa indjánum að losna úr klóm fátækt- ar og niðurlægingar. Juan Diego fæddist áður en Evr- ópumenn komu til nýja heimsins. Sagan segir að mærin í Guada- loupe, sem er nú eitt ástsælasta trúartákn í Mexíkó, hafi birst hon- um 1531, skilið eftir mynd sína á hempu hans og hjálpað til við að snúa milljónum indjána bæði í N- og S-Ameríku til kristni. Undan- farna mánuði hafa miklar deilur risið um Juan Diego, og segja sum- ir að hann hafi aldrei verið til. Nokkrir mexíkóskir prestar reyndu án árangurs að fá Vatíkanið til að fresta því að Diego yrði tekinn í dýrlingatölu vegna efasemdanna um tilvist hans. Páfi, sem þjáist m.a. af Parkin- sonsveiki, virtist þreyttur í gær, á síðasta degi 11 daga ferðar sinnar til þriggja Ameríkuríkja, Kanada, Gvatemala og Mexíkó, en frétta- menn segja hann þó hafa talað skýrar í gær en dagana á undan. Hann hélt aftur til Rómar í gær. Málverk af mexíkóska indíánanum Juan Diego var borið upp að alt- arinu eftir að Jóhannes Páll páfi hafði tekið hann í tölu dýrlinga. Fyrsti indján- inn tekinn í tölu dýrlinga Mexíkóborg. AP. AP ALÞJÓÐA gjaldeyrissjóðurinn (IMF) útilokar ekki að ný lán verði veitt til Úrúgvæ til þess að hjálpa stjórnvöldum þar að bregðast við snarversnandi efnahagskreppu, og til greina kemur að útborgunum á lánum sem þegar hefur verið sam- þykkt að veita landinu verði flýtt. Talsmaður IMF, Thomas Dawson, greindi frá þessu í gær. Stjórnvöld í Úrúgvæ lokuðu öllum bönkum í landinu á miðvikudaginn, og hefur lokunin verið framlengd fram yfir helgi til þess að koma í veg fyrir að sparifjáreigendur tæmi reikninga sína og enn frekar gangi á varabirgðir seðlabankans. Haft var eftir embættismönnum í gær, að Úrúgvæ myndi fá 1,5 millj- arða dollara lán frá IMF í næstu viku, og hafi þrýstingur frá banda- ríska fjármálaráðuneytinu ráðið þar úrslitum. En Dawson sagði fregnir af væntanlegum lánagreiðslum vera „fljótfærnislegar“. IMF og Úrúgvæ Útiloka ekki nýj- ar lánveitingar Washington. AFP. Í GÆR, 1. ágúst, hafði vopnahlé verið í gildi á Sri Lanka í 160 daga en leiðtogar stríðandi fylkinga í landinu skrifuðu undir vopnahlés- samninga 22. febrúar sl. fyrir milli- göngu Norðmanna. Verkefni friðargæslusveitanna á Sri Lanka er að hafa eftirlit með því að farið sé eftir skilmálum vopnahléssamkomulagsins milli stjórnvalda og tamíl-tígranna svo- nefndu, skæruliðahreyfingar sem berst fyrir sjálfstæðu ríki tamíla í norður- og austurhluta Sri Lanka. Stefnt hafði verið að því að vopna- hléssamningnum yrði fylgt eftir með formlegu friðarsamkomulagi en töf hefur orðið á því að deil- endur setjist niður við samninga- borðið. Teitur Þorkelsson, sem starfar sem upplýsingafulltrúi eft- irlitssveitarinnar, segir vonir hins vegar standa til að af þessu geti orðið í ágúst. „Enn er ekki komin föst dagsetning en okkur finnst vera komið samningahljóð í menn,“ segir hann. Teitur hélt utan 1. júní sl. ásamt Karli Sæberg afbrotafræðingi en þeir eru báðir á viðbragðslista Ís- lensku friðargæslunnar. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskir frið- argæsluliðar eru sendir til starfa á vegum utanríkisráðuneytisins utan Evrópu en þeir Teitur og Karl eru hluti af tæplega fimmtíu manna eft- irlitssveit Norðmanna á Sri Lanka. Er þar um samnorræna sendi- nefnd að ræða og segir Teitur það mat manna, að það gefi góða raun að friðargæsluliðarnir komi allir af sama menningarsvæði. Menn séu á sömu bylgjulengd og hafi sama hugarfar til vinnunnar. Starfar Teitur í svokölluðu einka- starfsliði Norðmannsins Trond Furuhovde, sem fer fyrir norrænu sendinefndinni, í höfuðborginni Colombo. Karl er hins vegar bú- settur í Ampara, litlum bæ á Aust- urströndinni, en þar ráða tamílar ríkjum. Fólk þyrstir í frið Tæplega 20 milljónir manna búa á Sri Lanka en landið var áður ein af nýlendum Breta. Tamílar, sem eru hindúatrúar og um 18% þjóð- arinnar, nutu velvildar bresku ný- lendustjórnarinnar en þegar Bretar yfirgáfu landið 1948 tók meirihlut- inn, Sinhalar, sem eru búddatrúar og um 74% þjóðarinnar, völdin. Voru samskipti þessara tveggja stærstu þjóðarbrota í landinu erfið næstu áratugina og síðan fór allt í bál og brand árið 1983. Höfðu tamíl-tígrar þá myrt nokkra hermenn og stjórnarherinn í landinu svaraði með grimmilegri árás á tamíla. Má segja að borg- arastyrjöld hafi þá byrjað fyrir al- vöru. Teitur segir áður hafa náðst vopnahlé í þessum átökum. Of snemmt sé því að slá því föstu að friður sé í höfn. Til þess ríki of mik- ið vantraust milli leiðtoga stríðandi fylkinga. Menn eru hins vegar bjartsýnni en áður, að sögn Teits, enda hafi vopnahlé aldrei haldist eins lengi og það sem nú er í gildi. „Það eru allir búnir að fá sig full- sadda af þessu stríði. Það er ekki króna eftir í ríkiskassanum og á svæðum skæruliðanna er beinlínis allt í rúst. Menn eru hættir að blekkja sjálfa sig og vita sem er, að það er ekki hægt að vinna þetta stríð.“ Teitur segir að smám saman sé lífið að komast í eðlilegt horf. Vegir hafi verið opnaðir og þó að fólk leyfi sér varla að trúa því að friður sé í höfn hafi líf þess þegar tekið stakkaskiptum. „Menn gleyma því þó ekki að bara síðasta haust voru stríðandi fylkingar enn að beita fólk pyntingum. Hér viðgekkst al- veg ótrúlegur hryllingur,“ segir hann. „Vopnahléð hefur haldið að mestu, þó að a.m.k. tveir tugir manna hafi týnt lífi í ýmsum „at- burðum“ tengdum stríðandi fylk- ingum beint og óbeint. Liðsmenn norrænu eftirlitssveitarinnar [SLMM] hafa svo lent í ýmsu. Fyr- ir um mánuði sprakk handsprengja nokkra metra frá tveimur frið- argæsluliðum SLMM, sem voru að reyna að koma í veg fyrir að óeirðir brytust út. Þeim viðskiptum lauk með því að ellefu heimamenn lágu í valnum, u.þ.b. 30 særðust og eitt verslunarhverfi brann til kaldra kola. Kollegar okkar sluppu ómeiddir, enda inni í bíl, en þetta var óskemmtileg reynsla engu að síður,“ segir Teitur. „Þrettánda júlí sl. voru svo tveir af félögum okkar Karls teknir í gíslingu af sjótígrum [eins konar sjóher skæruliðanna] og haldið þangað til sjótígrarnir höfðu komist undan skipum sjóhersins. Tígrarnir beittu fantabrögðum og þetta var mjög alvarlegt mál enda meirihátt- ar trúnaðarbrot milli skæruliðanna og okkar.“ Barnsrán algeng Teitur segir rán á börnum eitt af erfiðari viðfangsefnum, sem inn á borð eftirlitssveitanna komi. Um það er að ræða að skæruliðarnir ræni börnum í stórum stíl og ali upp sem hermenn, þrátt fyrir fyr- irheit um að láta af þessum sið. Þá sé skattheimta, þ.e. fjárkúgun, tígr- anna vandamál á mörgum svæðum, einkum þar sem múslimar, sinhalar og tamílar búi saman. „Stjórnar- herinn og öryggissveitir yfirvalda hafa ekki fullkomlega hreinan skjöld en hafa þó staðið sig töluvert betur en skæruliðarnir í því að uppfylla skilyrði vopnahléssamn- ingsins,“ segir Teitur. Sri Lanka-búar afar brosmildir Teitur lætur vel af dvöl sinni í Colombo. Þar sé nóg við að vera. Öllu rólegra sé í Ampara, þar sem Karl Sæberg sé við störf. „Þetta er mjög spennandi líf. Að fara með herþyrlu upp í aðal- bækistöðvar tígranna í Kilinochchi þegar yfirmaður eftirlitssveitanna [Furuhovde] fer á fund með Tamil- selvan, pólitískum leiðtoga tígr- anna, er til dæmis töluvert öðruvísi ferð en með SVR-fjarkanum, Mjódd – Hagar. Allt frá því maður stígur upp í þyrluna og þangað til maður stígur út úr henni daginn eftir fyllast öll skynfæri af nýjum og ótrúlegum upplýsingum. Það er allt í rúst þarna uppfrá [á yf- irráðasvæðum tígranna] eftir 19 ára borgarastyrjöld. Brunnir skrið- drekar, niðurgrafin virki úr þykk- um stofnum pálmatrjánna og odd- hvassar sprengigildrur [e. booby-traps] utanvegar. Jarð- sprengjur alls staðar og enginn fer út fyrir veginn á stórum svæðum. Tígrarnir eru byrjaðir að stofna þarna eigið ríki með lögregluliði, skattheimtu og heilbrigðisþjónustu. Hvarvetna ber fyrir sjónir fólk sem á vantar útlimi og alls staðar má sjá húsarústir. Við fyrstu sýn virð- ist þetta fólk ekki eiga neina fram- tíð.“ Og þó segir Teitur að hvarvetna mæti hann brosandi fólki. Íbúar Sri Lanka séu afar vingjarnlegir í við- kynningu og taki hlutunum með jafnaðargeði. „Ég held ég hafi hvergi séð breiðari bros,“ sagði Teitur Þorkelsson. „Hef hvergi séð breiðari bros“ Ljósmynd/Teitur Þorkelsson Íbúar Sri Lanka hafa friðarblik í augum þessa dagana. Teitur Þorkelsson hefur undanfarið starfað við friðargæslu á Sri Lanka á vegum utanríkisráðu- neytisins. Hann segir í samtali við Davíð Loga Sigurðsson að ekki hafi áður gefist jafn gott tækifæri og nú til að binda enda á blóðugt borgarastríð í landinu. david@mbl.is Teitur Þorkelsson ræðir við lögreglumenn á Sri Lanka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.