Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ BENEDIKT Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Talnakönnunar, og Friðrik Pálsson og Dögg Pálsdótt- ir, stofnfjáreigendur í SPRON, hafa velt upp leiðum til þess að ná sáttum í þeim átökum sem staðið hafa um SPRON. Friðrik segir að Benedikt hafi leitað til sín og Daggar um úrlausn málsins. „Það var leitað til okkar og at- hugað hvort við vildum gefa kost á okkur í nýja stjórn ef vantraust yrði samþykkt á núverandi stjórn,“ segir Friðrik. „Við hug- leiddum því hvert yrði verkefni okkar í nýrri stjórn umfram það sem núverandi stjórn SPRON hef- ur á sinni könnu. Niðurstaða okkar varð sú að það bæri fyrst og fremst að tryggja hagsmuni stofnjáreig- enda jafnframt hagsmunum SPRON. Kveikjan að þessu var þegar starfsmannafélag SPRON fetaði í fótspor stofnfjáreigend- anna fimm, þ.e. að safna loforðum frá stofnfjáreigendum um að selja bréf sín, augljóslega með vitund og vilja stjórnenda og stjórnar SPRON. Okkur varð þá ljóst að bæði stofnfjáreigendurnir fimm og starfsmannafélagið höfðu sama markmið, að tryggja að stofnfjár- eigendur fengju að selja bréf sín fyrir einhvers konar markaðsvirði. Þess vegna veltum við því fyrir okkur hvers vegna þessi sjónarmið gætu ekki náð saman. Ef 70–80% stofnfjáreigenda eru þeirrar skoð- unar að það eigi að fá að selja bréf- in, þá hlýtur stjórnin sem starfar í umboði stofnfjáreiganda að þurfa að taka mið af þessu sjónarmiði. Við höfum þess vegna átt samtöl við fulltrúa þessara svokölluðu stríðandi fylkinga og teljum ástæðu til að ætla að hægt verði að ná saman um niðurstöðu sem þarf ekki að kljúfa stofnfjáreigendur í andstæðar fylkingar til frambúð- ar. SPRON er gamalgróið og gott fyrirtæki og flestir stofnfjáreig- endur leggja augljóslega áherslu á að félagið fái að vaxa og dafna áfram, burtséð frá því hverjir eru eigendur þess á hverjum tíma,“ segir Friðrik. Unnið að sáttum innan SPRON SIGURBJÖRN Hjaltason, bóndi á Kiðafelli í Kjós, hefur gert kröfu um að útgreiðsla úr séreignarsjóði Mjólkursamsölunnar verði hækk- uð. Mjólkursamsalan greiddi hon- um úr séreignarsjóði eftir að hann hætti mjólkurframleiðslu, en hann telur sig eiga rétt á hærri greiðslu. Mjólkursamsalan samþykkti á aðalfundi sínum hinn 8. mars í vet- ur að breyta 11. grein samþykkta félagsins á þann veg að greiða skyldi bændum sem hættir eru mjólkurframleiðslu að fullu hlut- deild þeirra í séreignarsjóði ásamt vöxtum í árslok, eigi síðar en 1. júlí 2002, eins og hlutdeild fram- leiðandans stóð í árslokauppgjöri 31. desember 2001. Lögmannsstof- an Legalis hefur nú til meðferðar mál Sigurbjörns Hjaltasonar sem fékk í júní síðastliðnum bréf frá Mjólkursamsölunni þess efnis að ákveðið hefði verið að greiða hon- um hlutdeild hans í séreignarsjóði félagsins og fylgdi bréfinu ávísun að fjárhæð 227.725 krónur. Telur Sigurbjörn að hann eigi kröfu á mun hærri útborgun með vísan til bráðabirgðaákvæðis laga nr. 22/ 1991 um að endurmeta séreign- arhluti félagsaðila. Í bréfi lögmanns Sigurbjörns kemur fram að hann telji að 11. grein samþykkta félagsins hafi verið breytt án þess að gæta að skilyrðum laga nr. 22/1991 um samvinnufélög og sé breytingin af þeim sökum marklaus. Í öðru lagi geri hann athugasemd við það að stjórn Mjólkursamsölunnar geti einhliða tekið ákvörðun um að víkja einstökum félögum úr Mjólk- ursamsölunni án nokkurra athuga- semda eða tilkynninga þannig að viðkomandi geti gætt lögvarinna hagsmuna sinna. Telji Sigurbjörn að hér sé um að ræða ólögmæta úthýsingu hans úr félaginu. Í bréfi lögmannsins kemur einnig fram að breytingar á 11. grein samþykkt- anna hafi ekki verið tilkynntar til samvinnufélagaskrár þrátt fyrir skýra lagaskyldu þar um og hafi breytingin því enn ekki öðlast gildi enda fullnægi hún ekki ströngum skilyrðum 70. og 71. greinar lag- anna. Mjólkursamsalan á miklar eignir Bent er á að eignir Mjólkursam- sölunnar séu umtalsverðar og sýni efnahagsreikningur ársins 2000 að eigið fé Mjólkursamsölunnar sé tæpir 4 milljarðar. Er vísað sér- staklega til höfuðstóls séreignar- sjóðs upp á tæpar 95 milljónir og endurmatsreiknings, sem stofnað- ur var til að endurmeta séreign- arhluta félagsaðila samvinnu- félags, en á þessum reikningi hafi verið rúmir 2,5 milljarðar árið 2000. Ástæðan fyrir stofnun þessa reiknings hafi verið að gera sam- vinnufélagi kleift að leggja við- skiptalegt mat á fyrirtækið, þann- ig að ársreikningar félagsins gæfu rétta mynd af eignastöðu þess og þar af leiðandi af fjárhagslegri að- ild félagsmanna. Í þessu sambandi þurfi að líta til heimildar Mjólk- ursamsölunnar í bráðabirgða- ákvæði með lögum nr. 22/1991 um að endurmeta séreignarhluti fé- lagsaðila. Að teknu tilliti til þessa sé það afstaða Sigurbjörns að hann eigi kröfu á mun hærri út- borgun en fram komi í bréfi Mjólkursamsölunnar. Jafnframt segir í bréfinu að ákvörðun Mjólkursamsölunnar veki furðu þegar litið sé til þeirrar heimildar sem hún byggi á, en ákvörðunin virðist ekki eiga sér fullnægjandi stoð í samþykktum félagsins, burtséð frá því hvort breytingar á samþykktum Mjólk- ursamsölunnar séu lögmætar eða ekki. Þannig sé mælt fyrir um í 3. málsgrein 11. greinar samþykkt- anna að „séreign hvers mjólkur- framleiðanda falli til útborgunar er hann hættir mjólkurframleiðslu, en hún sé að öðru leyti ekki kræf“. Þetta orðalag beri með sér að það sé mjólkurframleiðandans að krefjast þess að fá hlutdeild sína greidda út. Sigurbjörn hafi ekki krafist þess að fá greidda hlutdeild sína í séreignarsjóði félagsins og því sé erfitt að sjá hvaða ástæður búi að baki því að Mjólkursam- salan greiði honum út inneign hans hjá félaginu. Mjólkursamsalan greiðir út hlutdeild í séreignarsjóði til fyrrverandi framleiðanda Telur sig eiga rétt á mun hærri útborgun MARGIR komu með Herjólfi til Vestmannaeyja í gær. Þessi mynd var tekin í síðustu ferð ferjunnar í gær og var fjölmenni á bryggjunni meðan fólk nálgaðist farangur sinn. Ekki voru allir klæddir í hefðbund- inn útivistarklæðnað heldur lögðu sumir sig fram um að klæðast frum- legum fatnaði. Í gær var haldið svo- kallað húkkaraball og eru líkur á að fjörið aukist enn í dag og á morgun. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Fólk flykkist til Eyja EIGANDI Vídeómarkaðarins við Bæjarlind í Kópavogi skarst á hendi þegar innbrotsþjófur sló til hans með litlu kúbeini í fyrrinótt. Eigandinn hafði ásamt mági sín- um og starfsmanni vídeóleigunn- ar vaktað húsnæðið og gátu þeir stöðvað tvo innbrotsþjófa sem höfðu brotið sér leið inn um úti- dyrahurð. Grunur vaknaði um að innbrot væri í uppsiglingu þegar starfsmaður varð þess var að límt hafði verið yfir hreyfiskynjara sem eru tengdir við þjófavarnar- kerfi. Sömu aðferð var beitt við innbrot í vídeóleiguna fyrir hálfu ári. Innbrotsþjófarnir, sem voru handteknir, eru um tvítugt. Þeir voru yfirheyrðir síðdegis í gær og sleppt að loknum yfirheyrslum. Jafn- framt var reynt að hafa uppi á bíl- stjóra sem ók bifreið þeirra. Sauma þurfti nokkur spor í úlnlið og hönd Guðlaugs Kristjánssonar, eiganda Vídeómarkaðarins, eftir átökin. Hann segist vera feginn að ekki fór verr en hann segist hvorki hafa búist við innbroti né átökum við innbrotsþjófa. Fyrir hálfu ári var brotist inn í Víd- eómarkaðinn, en þá höfðu þjófarnir átt við hreyfiskynjara sem eru tengd- ir við þjófavarnakerfið og því fór það ekki í gang við innbrotið. Í fyrrakvöld tók starfsmaður vídeóleigunnar eftir því að búið var að líma yfir hreyfi- skynjara og vöknuðu þá grun- semdir um að innbrot væri í uppsiglingu. Lögreglunni í Kópavogi var gert viðvart og eftir lokun fylgdust Guðlaugur, mágur hans og starfsmaður vídeóleigunnar með húsnæðinu úr bifreið sem þeir lögðu gegnt vídeóleigunni. Um eittleytið renndi bíll upp að húsinu og út úr honum stigu tveir menn sem fóru þegar að eiga við útidyra- hurðina en bílstjórinn beið í bílnum. Guðlaugur og félagar hringdu í lögreglu en óku síðan upp að húsinu í þeim tilgangi að hefta för innbrotsþjófanna. Guðlaugur segir að annar þeirra hafi haft sig lítið í frammi en hinn réðst þegar að þeim og reiddi upp lítið en oddhvasst kúbein. „Hann reyndi að slá til mágs míns en ég náði að grípa í höndina á honum og koma í veg fyrir það. Hann sló þá til mín með kúbeininu en við náðum að losa það úr höndum hans og snúa hann niður,“ segir Guðlaugur. Innbrotsþjófur sló til eigandans með kúbeini Guðlaugur Kristjánsson verslunareigandi. Morgunblaðið/Arnaldur FYLGI Samfylkingarinnar mældist í símakönnun Gallup í júlí rúm 26% og hefur aukist jafnt og þétt frá í jan- úar þegar það mældist 20%. Er fylg- ið því orðið nánast það sama og í al- þingiskosningunum 1999. Frá júní til júlí bætir Samfylkingin við sig einu prósentustigi en Sjálfstæðisflokkur- inn tapar einu prósentustigi á sama tímabili og er fylgið nú 41%, var 42% í júní. Svo litlar breytingar milli mánaða eru ekki tölfræðilega mark- tækar. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur lítið breyst síðustu átta mán- uði, var 42% í nóvember 2001. Hefur flokkurinn nánast sama fylgi nú og í kosningunum 1999. Stuðningur við ríkisstjórnina er nokkurn veginn sá sami og í júní, er nú 61% en var 62% í júní. Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð stendur í stað milli júní og júlí og mælist með 12,5% fylgi en var með 17% fylgi í maí. Í kosningunum fékk flokkurinn tæplega 27% fylgi. Þá bætir Framsóknarflokkur við sig einu prósentustigi frá því í júní, mælist nú með 18% fylgi, það sama og flokkurinn fékk í síðustu kosning- um. Frjálslyndi flokkurinn mælist nú með 2% fylgi og hefur staðið í stað síðan í apríl þegar flokkurinn mæld- ist með 3% fylgi en hann var með 4% fylgi í síðustu alþingiskosningum. Könnunin var gerð dagana 27. júní–29. júlí 2002. Úrtak var 3.096 manns á aldrinum 18 til 75 ára og svarhlutfall 70%. Samfylkingin hefur bætt við sig fylgi Óbreytt verð hjá Skeljungi og Olís SKELJUNGUR og Olís gerðu eng- ar breytingar á verðskrá sinni um þessi mánaðamót. Eins og kom fram í blaðinu í gær gerði ESSO heldur engar breytingar á bensínverði. Verð á 95 oktana bensíni er 97 krón- ur lítrinn hjá öllum olíufélögunum þremur. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, segir að bensínverð á mörkuðum hafi heldur farið hækk- andi í júlí. Það hafi hins vegar óneit- anlega hjálpað hvað gengismálin hafa verið hagfelld. „Hækkunarþörf- in er einhvers staðar á bilinu 50 aur- ar til einnar krónu en við ætlum að láta það á móti okkur.“ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.