Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 1
179. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 2. ÁGÚST 2002 PALESTÍNUMENN höfnuðu í gær þeirri niðurstöðu nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna að ekki hefðu verið framin fjöldamorð á Palestínu- mönnum í flóttamannabúðum í Jenín á Vesturbakkanum meðan á hernámi Ísraelshers stóð í apríl. Ísraelar sögðust hins vegar vera ánægðir með niðurstöður skýrslunnar. Í skýrslunni er fjallað um átök í flóttamannabúðunum 2.–12. apríl. Palestínskir embættismenn sökuðu Ísraelsher um að hafa orðið um 500 manns að bana en Ísraelar sögðu að 52 Palestínumenn hefðu fallið, auk 23 ísraelskra hermanna. Höfundar skýrslunnar segja að enginn fótur sé fyrir ásökunum Palestínumanna og staðfesta að 52 Palestínumenn hafi fallið, þar af hafi helmingurinn verið óbreyttir borgarar. Á sama tíma hafi rúmlega 100 ísraelskir borgarar týnt lífi, flestir þeirra fórnarlömb sjálfs- morðsárása Palestínumanna. Þótt skýrsluhöfundarnir hafni fullyrðingum Palestínumanna um fjöldamorð gagnrýna þeir Ísraela fyrir að hafa beitt „þungavopnum á svæðum óbreyttra palestínskra borgara“ og meinað starfsmönnum hjálparstofnana að fara þangað til að koma nauðstöddu fólki til hjálpar. Í nokkrum tilvikum hafi ísraelskir hermenn „ekki virt hlutleysi hjúkr- unarfólks og starfsmanna mannúð- arsamtaka og ráðist á sjúkrabíla“. Báðir aðilar stefndu lífi saklausra borgara í hættu Í skýrslunni eru Palestínumenn jafnt sem Ísraelar gagnrýndir fyrir að hafa stefnt lífi óbreyttra borgara í hættu. Vopnaðar palestínskar hreyf- ingar, sem aðgerðir Ísraelshers beindust að, hefðu komið „liðs- mönnum sínum og búnaði fyrir með- al óbreyttra borgara“. Talsmaður utanríkisráðuneytis Ísraels sagði að í skýrslunni væri heimastjórn Palestínumanna kennt um átökin þar sem hún hefði leyft vopnuðum hópum að starfa á yfir- ráðasvæðum hennar, auk þess sem fullyrðingarnar um fjöldamorð hefðu verið hraktar. Palestínskir embættismenn sögð- ust standa við ásakanirnar um fjöldamorð. „Sameinuðu þjóðirnar hefðu átt að nota orðin „fjöldamorð“ og „stríðsglæpi“, einkum vegna þess að búðirnar voru undir stjórn sam- takanna,“ sagði Saeb Erakat, aðal- samningamaður Palestínumanna. Palestínskir embættismenn gagn- rýndu það að sendimenn Sameinuðu þjóðanna skyldu ekki hafa fengið að fara inn í flóttamannabúðirnar eftir að átökunum lauk. Skýrslan byggist á upplýsingum frá starfsmönnum SÞ, Palestínu- mönnum, fimm erlendum ríkjum, hjálparsamtökum og skjölum sem Ísraelsstjórn hafði gert opinber, en hún neitaði að aðstoða við rannsókn- ina. Ákveðið var að semja skýrsluna eftir að stjórn Ísraels neitaði að hleypa þriggja manna sendinefnd frá SÞ inn í Jenín. Fullyrðingum um fjöldamorð í flóttamannabúðum í Jenín hafnað í skýrslu SÞ Palestínumenn hafna niðurstöðu skýrslunnar Sameinuðu þjóðunum. AP, AFP. AFGANSKUR hermaður bíður eftir útborgun á launum í herskóla í Kabúl. Ríkisstjórnir Frakklands og Banda- ríkjanna greiða laun 300 Afgana sem vestrænir her- menn eru að þjálfa til að gegna herþjónustu í nýjum stjórnarher Afgana. Hver hermaður fær greidda um þrjátíu Bandaríkjadali, eða um 2.500 krónur, á mánuði. Reuters Beðið eftir hýrunni BANDARÍSKUR alríkislögreglu- maður leiðir David Myers (t.v.), fyrrverandi fjármálastjóra hjá fjarskiptafyrirtækinu WorldCom, í handjárnum inn í réttarsal í New York í gær þar sem Myers og Scott Sullivan, fyrrverandi yfir- fjármálastjóra fyrirtækisins, voru birtar ákærur fyrir sviksemi í tengslum við 3,8 milljarða dollara bókhaldssvindl fyrirtækisins. Þeir eiga yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsi, verði þeir fundnir sekir. Nokkrir vegfarendur fyrir utan skrifstofur alríkislögreglunnar á Manhattan klöppuðu þegar Myers og Sullivan voru leiddir í hand- járnum út úr byggingunni, settir upp í lögreglubíla og þeim ekið spottakorn að dómshúsinu. Sullivan og Myers voru reknir frá WorldCom í lok júní þegar fyrirtækið gerði uppskátt um að það hefði vantalið 3,8 milljarða dollara og hefði því í raun ekki skilað neinum hagnaði 2001. Fór fyrirtækið síðan fram á greiðslu- stöðvun sem gerir því kleift að halda starfsemi áfram. Lögfræðingar Myers og Sulliv- ans hafa undanfarnar vikur rætt við saksóknara og hefur getum verið að því leitt, að reynt hafi verið að ná samkomulagi um að mennirnir beri vitni gegn öðrum yfirmönnum WorldCom. Reuters Yfirmenn hjá World- Com handteknir VINSTRIFLOKKARNIR í Þýska- landi eiga nú undir högg að sækja vegna frétta þýska blaðsins Bild um að þingmenn hafi notað frípunkta, sem þeir fengu vegna flugferða í op- inberum erindagerðum, til að fá ókeypis ferðir í einkaerindum. Þýski Jafnaðarmannaflokkurinn sakar Bild um hafa birt nöfn vinstrisinn- aðra þingmanna, sem hafa misnotað frípunktana, til að koma höggi á vinstriflokkana en hlíft hægrimönn- um af ásettu ráði til að auka sigur- líkur þeirra í þingkosningun- um 22. septem- ber. Greinar Bild um hneykslismál- ið hafa valdið miklum titringi í þýskum stjórn- málum. Einn af vinsælustu stjórnmálamönnum Þýskalands, Gregor Gysi, leiðtogi Lýðræðislega sósíalistaflokksins, flokks fyrrverandi kommúnista í Austur-Þýskalandi, sagði sig úr fylkisstjórn Berlínar í fyrradag eftir að hafa játað að hafa misnotað frí- punkta til að fá ókeypis farmiða til Kúbu fyrir sig, eiginkonu sína og dóttur þeirra þegar hann átti sæti á þýska þinginu. Þetta er brot á þýsk- um lögum sem kveða á um að þing- mönnum beri að afhenda ferðaskrif- stofu þingsins alla frípunkta sem þeir fá vegna ferða í opinberum erindagerðum. Græningi lætur af þingmennsku Cem Oezdemir, einn af atkvæða- mestu þingmönnum Græningja, hefur dregið sig í hlé sem talsmaður flokksins í innanríkismálum vegna misnotkunar á frípunktum og hætt við að gefa kost á sér til endurkjörs í komandi kosningum. Á meðal þeirra, sem Bild hefur sakað um að hafa misnotað frípunkta, er græn- inginn Jürgen Trittin umhverfisráð- herra, en hann ber af sér allar ásakanir. Aðeins einn þingmaður hægri- flokkanna hefur verið bendlaður við hneykslismálið. Günter Nooke, varaformaður þingflokks kristilegu flokkanna, hefur viðurkennt að hafa misnotað ferðapunkta „aðeins einu sinni“ til að komast í veislu vinar síns í Frankfurt. Kosningabaráttan í Þýskalandi Vinstrimenn í vörn vegna nýs hneykslis Þingmenn sagðir misnota frípunkta til að ferðast ókeypis í einkaerindum Berlín. AFP, AP. Gregor Gysi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.