Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.08.2002, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í RÓTGRÓNU hverfi í Vesturbæn- um, nánar tiltekið við Hjarðarhaga 24, hefur Björn H. Jónsson, fyrrver- andi sóknarprestur á Húsavík, selt bækur og tímarit í á sjöunda ár. Björn hefur haft aðstöðu í sam- eign á neðstu hæð hússins þar sem bækur, blöð og tímarit teygja sig upp til lofts og meðfram veggjum og mynda völundarhús á svæði sem hæglega er á stærð við rúmgóða íbúð. Sú breyting verður á á næstunni að Björn færir út kvíarnar og flytur starfsemina að hluta yfir í minna húsnæði í næsta stigagangi, Hjarð- arhaga 26. Við það grynnkar eitt- hvað á stórum lager sem hann hefur komið sér upp frá því hann hóf söfn- un fyrir tæpum fjörutíu árum og ekki vanþörf á, að sögn Björns, sem ætlar að veita góðan afslátt af völd- um bókum þegar að því kemur, eftir viku til hálfan mánuð. „Ég byrjaði að safna tímaritum þegar ég kom til Húsavíkur árið 1964,“ segir Björn þar sem við tök- um okkur stöðu í miðju völundarhús- inu og undirstrikar að hann hafi strax frá upphafi verið alæta á blöð og tímarit og skipti þá ekki máli hvort þau væru heil. Þegar Björn hóf að selja bækur á Hjarðarhaganum hætti hann, svo að segja, að safna bókum og tímaritum og nú kaupir hann aðeins það sem fólk óskar eftir að komast yfir. „Ég sá að ég átti orðið það mikið af bókum og tímaritum að ég varð að reyna að losa mig við þetta,“ segir hann og bendir á að börnin hans hafi ekki sýnt sama áhuga á bókasöfnun og hann eða þeim bókum og blöðum sem í safninu er að finna. Aðspurður hvaða tímarit sé að finna í hillum safnsins nefnir hann undir eins gersemar á borð við tíma- ritið Skírni. Litli Skírnir kom út á ár- unum 1827–55, mið-Skírnir 1856– 1903 og nýi Skírnir hefur komið út frá árinu 1905 og fram á þennan dag. Forvera hans, Íslensk sagnablöð, á hann raunar ekki en gott úrval er af Skírni. Fjallkonuna og Þjóðólf er að finna í hillunum hjá Birni, Sunnan- fara, sem kom út í 13 ár, og Óðin sem kom út í 32 ár, að hans sögn, en hvort tveggja er tímarit með ættfræðifróð- leik sem án efa höfðar til margra safnara. Ómældur tími fer í að flokka Björn segist ætíð hafa haldið mik- ið upp á Lesarkasafn Jóns Ófeigs- sonar sem var gefið út í mörgum flokkum og inniheldur meðal annars gömul og þekkt ævintýri. Í safninu hans má finna hin ólík- legustu tímarit sem sum hver eru ekki nema nokkurra ára gömul. Þar má jafnvel finna tímarit á borð við Samúel. Björn brosir út í annað og bendir á að hann hafi aldrei sett fyrir sig efni tímaritanna, jafnvel þótt þau væru ljósblá. Alla virka morgna um hálfátta- leytið er Björn mættur á Hjarðar- hagann þar sem hann tekur á móti fólki og veitir viðtöl en einnig fer ómældur tími í að reyna að flokka bækur og blöð. Klukkan 14 opnar hann dyrnar fyrir gestum og gang- andi sem vilja skoða úrvalið hjá hon- um eða kaupa sér efni. En hvað er það sem veldur því að menn fara út í það að safna bókum og blöðum eins og hann hefur gert um áratugaskeið? „Ætli það sé ekki fróðleiksfýsnin mikið til,“ segir Björn og bætir við að líklegast þurfi hann að fá lánaðar hjólbörur til að ferja bækurnar á milli sem gnæfa yfir okkur eins og fjöll í kjallaranum á Hjarðarhagan- um. Fornbókasali í Vesturbænum færir út kvíarnar eftir sjö ár í sameigninni á „númer 24“ Völundarhúsið á Hjarðarhaganum Morgunblaðið/Kristinn Björn H. Jónsson, fornbókasali í Vesturbænum, hefur safnað bókum og tímaritum í hartnær 40 ár. Hagar Völundarhúsið hjá Birni teygir anga sína í hvern krók og kima á neðstu hæðinni í rúmgóðri sameigninni í stigaganginum. Fyrstu viðbrögð þeirra sem líta í heimsókn gætu hæglega verið: „Hvernig rata ég út?“ Allir bókaskápar hjá Birni eru fyrir löngu fullir. Aðspurður segist hann vita með nokkurri vissu hvar megnið af titlunum er að finna. Bóksalan er staðsett í sameign á Hjarðarhaga 24. Innan skamms mun Björn einnig fá afnot af húsnæði á „númer 26“ undir safnið sitt. ALLS úthlutaði Reykjavíkurborg 504 lóðum frá 1. nóvember 2000 til 1. nóvember 2001 samanborið 647 lóðir sömu 12 mánuði þar á undan, að því er fram kemur í Árbók Reykjavíkur 2001. Í Grafarholti var samtals úthlutað 472 lóðum í fyrra, þar 357 undir fjöl- býli, 70 undir einbýli og 45 undir rað- húsabyggingar. Á Kjalarnesi var samtals úthlutað 21 lóð en 11 lóðum annars staðar á höfuðborgarsvæð- inu. Árið á undan voru langflestar lóðaúthlutanir einnig í Grafarholti, eða 662, 15 úthlutanir í Borgarholti en færri annars staðar. Líkt og í fyrra voru flestar úthlutanir í Graf- arholti árið 2000 undir fjölbýli, eða 396, og 163 úthlutanir undir raðhús, sem er mun meira en var í fyrra. Lóðaúthlutanir undir einbýli í Graf- arholti voru svipað margar í fyrra og árið á undan, eða í kringum 70. Lóðaúthlutanir 2001 Langmest úthlutað í Grafarholti Reykjavík SKIPULAGS- og bygginganefnd Reykjavíkur hefur lýst sig jákvæða gagnvart umsókn um byggingu átta hæða skrifstofubyggingar í Borgar- túni 31. Það er byggingafélag Gylfa og Gunnars sem hyggst reisa húsið en hönnuður þess er Guðni Pálsson arkitekt. Húsið verður steinsteypt og klætt með náttúrusteini en í greinargerð arkitektsins segir að vesturhlið þess verði klædd með gleri. Alls verður nýbyggingin rúmlega 7.100 fermetrar að stærð en fyrir er tæplega 2.400 fermetra bygging á sama byggingarreit. Gert er ráð fyr- ir að á fyrstu hæð hússins verði mót- taka og skrifstofur og að á 2.–7. hæð þess verði skrifstofur. Á áttundu og efstu hæðinni verður matsalur og fundaraðstaða. Í kjallara hússins verða geymslur og um 1.400 fermetra bílageymsla með stæðum fyrir 54 bíla en á lóðinni er gert ráð fyrir 203 bílastæðum þannig að samtals verða 257 stæði við húsið. Í greinargerðinni er bíla- stæðaþörfin fyrir Borgartún 31 talin 230 stæði. 7.100 fermetra nýbygging með 1.400 fermetra bílageymslu í Borgartúni 31 Teikning/Teiknistofa, Suðurlandsbraut 4 Vesturhlið byggingarinnar verður klædd með gleri. Teikning/Teiknistofa, Suðurlandsbraut 4 Austurhlið hússins. Á efstu hæð er matsalur og fundaraðstaða. Skrifstofubygging á átta hæðum í bígerð Tún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.