Morgunblaðið - 09.08.2002, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 2002 43
DAGBÓK
Í S L A N D S Æ K J U M fi A ‹ H E I M
Ferðamálaráð Íslands
býður til samstarfs
um auglýsingar á
íslenskri ferðaþjónustu
Ferðamálaráð Íslands hefur ákveðið að bjóða íslenskum
fyrirtækjum til samstarfs um gerð og birtingar auglýsinga
sem hvetja landsmenn til ferðalaga innanlands. Um er að
ræða framhald af herferðinni „Ísland – sækjum það
heim“ og er gert ráð fyrir að útlit og efnistök auglýsinga
taki mið af því sem gert hefur verið til þessa.
Ferðamálaráð hyggst verja tíu milljónum króna til
verkefnisins á tímabilinu 1. sept. 2002 til 15. maí 2003.
Hér með er auglýst eftir fyrirtækjum sem hafa áhuga á að
leggja fram fé á móti Ferðamálaráði og auglýsa þjónustu
sína á framangreindu tímabili. Skilyrði er að viðkomandi
fyrirtæki sé starfandi í ferðaþjónustugeiranum og
reiðubúið til að auglýsa í fjölmiðlum sem ná til allra
landsmanna.
Fjármunum Ferðamálaráðs er skipt í 16 hluta,
fjóra að fjárhæð 1.000.000 króna og tólf að fjárhæð
500.000 krónur. Lágmarksframlag þeirra sem vilja taka
þátt er jafnhá upphæð í hverjum hluta. Hver aðili getur
einungis boðið í einn hlut. Samstarfsaðilar verða valdir
með hliðsjón af fjárframlögum og fyrirhugðum
kynningarverkefnum hvers og eins.
Tekið er við skriflegum umsóknum um samstarf til
20. ágúst nk., á skrifstofu Ferðamálaráðs Íslands,
Strandgötu 29, 600 Akureyri.
Ég vil þakka innilega öllum þeim, sem glöddu
mig í tilefni af áttræðisafmæli mínu þann
22. júlí síðastliðinn.
Ebba Biering,
Bláhömrum 2, Reykjavík.
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
LJÓN
Afmælisbörn dagsins:
Nákvæmni og vandvirkni
eru eiginleikar sem þú hefur
haft að leiðarljósi. Þú ert
einnig sagður mannvinur
og vilt bæta samfélagið.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Ástin blómstrar og þér
hefur sjaldan liðið eins
vel og nú.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Hagnýtir hlutir skipta þig
máli nú. Þú ert staðráð-
in/n í að takast á við mál-
efni sem eru óleyst.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Nú er tækifærið að ná til
þeirra, sem hingað til
hafa ekki viljað hlusta á
skoðanir þínar.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þig langar til þess að
gera breytingar á heimili
þínu, en slíkt kann að
vera kostnaðarsamt.
Reyndu samt að lífga upp
á það með einhverjum
hætti.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Nú er tækifærið til þess
að láta þann sem þú elsk-
ar vita hvaða tilfinningar
bærast í brjósti þínu.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Keyptu listaverk til þess
að fegra heimilið eða eitt-
hvað fallegt handa sjálf-
um þér, hvort sem það
eru skartgripir eða skór.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Gríptu tækifærið, taktu
þér frí í vinnunni og
eyddu deginum með vin-
um þínum.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Deilur við vinnufélaga
gætu komist á hættulegt
stig, ekki síst ef þeim
finnst sér ógnað vegna
metnaðar sem þú sýnir í
starfi.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Dagurinn hentar vel til
þess að skemmta sér með
vinum eða til fundahalda
með vinnufélögum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú kemst í slæmt skap
vegna deilna við aðra.
Hættu að tuða því það
veldur enn meiri leiðind-
um.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú hefur sérstaklega mik-
inn áhuga á að þéna pen-
inga og eyða þeim í hluti
sem þig langar í.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Margir í þessu stjörnu-
merki hafa orðið fyrir
skakkaföllum í sambönd-
um sínum á síðustu
tveimur árum. Látið ekki
hugfallast því nú getið þið
farið ykkar eigin leiðir í
lífinu.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Árnað heilla
80 ÁRA afmæli. Þriðju-daginn 13. ágúst er
áttræð Ingibjörg Björns-
dóttir húsmóðir, Hólmgarði
4, Reykjavík. Hún tekur á
móti gestum í safnaðarheim-
ili Bústaðakirkju laugardag-
inn 10. ágúst kl. 14–18.
40ÁRA afmæli. Á morg-un, laugardaginn 10.
ágúst, er fertugur Þorgrím-
ur Ármann Þórgrímsson
sjómaður, Lísubergi 4, Þor-
lákshöfn. Ármann tekur á
móti gestum í Kívanishúsinu
Þorlákshöfn laugardaginn
10. ágúst frá kl. 18–22.
LJÓÐABROT
Vikivaki
Að ofan heiðkaldar stjörnur stara
með strendu sjáaldri úr ís
á funakoss milli kaldra vara,
svo kaldra að andi manns frýs.
En ég var feimin, með jörpum lokkum,
og ég var saklaus og fróm,
í brúnum upphlut, á bleikum sokkum
og blásteinslituðum skóm.
- - -
Guðmundur Kamban
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Be7 4.
Rgf3 Rf6 5. e5 Rfd7 6. Bd3
c5 7. c3 b6 8. De2 a5 9. c4 Bb7
10. cxd5 Bxd5 11. Be4 Bxe4
12. Dxe4 Ra6 13. d5 exd5 14.
Dxd5 Rb4 15. De4 Rf8 16. a3
Rd3+ 17. Ke2 Re6 18. Rc4
Rxc1+ 19. Haxc1 0-0 20.
Hhd1 Dc7 21. a4 Had8 22. g3
Kh8 23. Kf1 f5 24. exf6 Hxf6
25. Hxd8+ Dxd8
26. Rce5 c4 27.
Dxc4 Bc5
Staðan kom
upp í A-flokki
skákhátíðarinnar í
Biel í Sviss sem
lauk fyrir
skömmu. Ilya
Smirin (2.676)
hafði hvítt gegn
Yannick Pelletier
(2.571). 28. Dxe6!
og svartur gafst
upp enda verður
hann manni undir
eftir 28. ... Hxe6
29. Rf7+. Loka-
staða mótsins varð þessi: 1.
Ilya Smirin (2.676) 6 vinn-
inga af 10 mögulegum 2.–3.
Vladislav Tkachiev (2.625)
og Alexey Dreev (2.676) 5½
v. 4. Viktor Kortsnoj (2.626)
5 v. 5.–6. Yannick Pelletier
(2.571) og Francisco Vallejo
Pons (2.648) 4½ v. Boðsmót
Taflfélags Reykjavíkur fer
fram dagana 9.–11. ágúst.
Keppnin hefst í kvöld, 9.
ágúst, í húsakynnum félags-
ins, Faxafeni 12. Öllum er
heimil þátttaka.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik
GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 9. ágúst, eiga 50 ára
hjúskaparafmæli hjónin Ársól M. Árnadóttir og Björn Sig-
urðsson, Árskógum 6. Reykjavík. Þau eru að heiman.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 28. júlí sl. í Hall-
grímskirkju af sr. Jóni
Dalbú Hróbjartssyni þau
Ingibjörg Stella Haralds-
dóttir og Peter Jörgen Nils-
son. Þau eru búsett í Sví-
þjóð.
SÚ hefð hefur myndast á
Evrópumótum yngri spil-
ara að veita sérstök verð-
laun fyrir falleg spil – fyrir
besta úrspilið, bestu vörn-
ina og bestu sagnröðina. Í
þætti gærdagsins sáum við
verðlaunaspil Frakkans
Bessis, þar sem hann vann
fjóra spaða af öryggi. Í
dag er það vörnin, en það
var Tékkinn David Vorz-
abal sem vann til verð-
launa í þeim flokki. Vorz-
abal var í vestur:
Suður gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ KG104
♥ G8
♦ ÁG854
♣G3
Vestur Austur
♠ 532 ♠ 986
♥ K9 ♥ Á7653
♦ KD109 ♦ 76
♣K1082 ♣D97
Suður
♠ ÁD7
♥ D1042
♦ 32
♣Á654
Vestur Norður Austur Suður
– – – 1 grand
Pass 2 lauf Pass 2 hjörtu
Pass 2 spaðar Pass 2 grönd
Pass Pass Pass
Eftir 12–14 punkta
grandopnun og Stayman-
svar deyja sagnir réttilega
í tveimur gröndum.
Vorzabal hóf vörnina
með tígulkóngi, sem sagn-
hafi gaf. Vorzabal gerði
sér grein fyrir því að hlut-
laus vörn myndi engu skila
og skipti yfir í lauf. Sem er
í sjálfu sér engin snilld, en
hitt var vel gert hjá Vorz-
abal að velja laufkónginn!
Eins og spilið var hefði
lítið lauf dugað jafn vel, en
Vorzabal var að glíma við
þá stöðu að suður ætti
laufníuna með ásnum, til
dæmis Á9xx. Í því tilfelli
getur skipt sköpum að
makker taki laufgosann
með drottningunni og spili
síðan í gegnum níu sagn-
hafa.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 9. ágúst,
er fimmtugur Guðjón Reyn-
ir Jóhannesson, Barða-
strönd 19, Seltjarnarnesi.
Guðjón Reynir og eiginkona
hans Gyða Halldórsdóttir
taka á móti ættingjum og
vinum í Félagsheimili
Þróttar við gervigrasvöllinn
í Laugardal frá kl. 19 á af-
mælisdaginn.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynning-
ar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælistil-
kynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og síma-
númer. Fólk getur hringt í
síma 569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða sent á
netfangið ritstj @mbl.is.