Morgunblaðið - 15.08.2002, Síða 1

Morgunblaðið - 15.08.2002, Síða 1
TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 15. ÁGÚST 2002 RÍKISSAKSÓKNARI Ísraels höfð- aði í gær mál á hendur Marwan Barghouti, einum þekktasta leiðtoga Palestínumanna og þingmanni á pal- estínska þinginu, fyrir ætlaða þátt- töku hans í hryðjuverkum á hendur Ísraelskum borgurum. Saka ísraelsk stjórnvöld Barghouti um að hafa leitt Al-Aqsa herdeildirnar, einn hryðju- verkahóp Palestínumanna, og að hafa skipulagt tugi árása á ísraelsk skotmörk. Barghouti, sem verið hefur í haldi Ísraela frá því í byrjun aprílmánaðar, hefur neitað sakargiftum og neitaði í gær að viðurkenna lögsögu dóm- stólsins. Þegar hann var spurður hvernig honum liði svaraði Barghouti, sem var í brúnum fangabúningi, órakaður og illa tilhafður, „Baruch Hashem“ eða „dýrð sé Guði“. Þetta er hebreskt orðtak sem er mikið notað af strangtrúuðum gyðingum. „Hver einasti maður veit að ég er maður friðar,“ sagði hann við fréttamenn áður en réttarhöldin hófust. „Ég hef gert allt sem í mínu valdi stendur til að stuðla að friði milli þjóðanna tveggja og ég trúi því að eina leiðin til að ná því markmiði sé stofnun sjálf- stæðs ríkis Palestínumanna.“ Þegar hann var leiddur inn í réttarsalinn í gærmorgun kallaði Barghouti á hebresku: „Uppreisnin mun sigra!“ Einn lögmanna Barghoutis, Khadr Shkueirat, hélt því fram að dómstóll- inn hefði ekkert yfir Barghouti að segja þar sem hann nyti friðhelgi sem þingmaður. „Að vissu leyti er um sýndarréttarhöld að ræða,“ sagði annar lögmaður Barghoutis, Jawal Bolous. Dómarinn, Zvi Gorfinkel, frestaði málflutningi til fimmta sept- ember næstkomandi eftir að sak- sóknari las upp ákæruna á hendur Barghouti. Nokkrir stjórnmálaskýrendur segja Ísraelsstjórn taka nokkra áhættu með því að höfða málið á hendur Barghouti með jafnáberandi hætti og gert hefur verið. Segja þeir að Barghouti geti notfært sér rétt- arhöldin til að fordæma hernaðarað- gerðir Ísraela og vekja athygli á mál- stað sínum. Þá hafa sumir Ísraelar af því áhyggjur að vegur Barghoutis meðal Palestínumanna muni vaxa eftir því sem líður á réttarhöldin en hann er einn vinsælasti leiðtogi Pal- estínumanna og hefur verið nefndur sem hugsanlegur eftirmaður Yassers Arafat, forseta heimastjórnarinnar. Verði Barghouti fundinn sekur um hryðjuverk getur dómstóllinn dæmt hann í lífstíðarfangelsi. Sjálfsmorðsárásir eina vopnið Stór-múfti Egyptalands, Sheikh Mohammed Ahmed al-Tayeb, sagði í gær að sjálfsmorðsárásir væru eina vopn Palestínumanna í baráttu þeirra fyrir frelsi og því væri rangt að fordæma beitingu þeirra. „Annars vegar erum við með sterkan [ísr- aelskan] her og hins vegar mjög veik- burða þjóð,“ sagði al-Tayeb. „Þessi þjóð hefur ekki fundið aðra leið til að verjast...og því ættum við ekki að ætlast til þess að hún verði ekki far- in.“ Saka Ísraela um sýndarréttarhöld Marwan Barghouti segist vera maður friðarins Jerúsalem, Kaíró. AFP, AP. AP Marwan Barghouti, leiðtogi Fatah-hreyfingarinnar á Vest- urbakkanum, ræðir við frétta- menn í dómshúsinu í Tel Aviv.  Áfrýja/28 Reuters TVEIR menn ganga um götur bæj- arins Grimma, nærri Leipzig í aust- urhluta Þýskalands, í gær, en Grimma varð afar illa úti í flóð- unum sem leikið hafa Mið- og Aust- ur-Evrópubúa grátt undanfarna daga. Byrjað var að flytja um 2.000 sjúklinga af sjúkrahúsum í Dresden í gær með aðstoð þýska hersins. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, heimsótti hamfara- svæðið í gær og taldi hann að kostn- aður vegna flóðanna gæti numið milljörðum evra. Schröder sagði að flóðin hefðu valdið því að uppbygg- ing efnahagsins í austurhéruðunum hefði verið unnin fyrir gýg. „Tíu ára starf hefur verið eyðilagt á einni nóttu,“ sagði hann. „Ég mun aldrei geta gleymt því sem fyrir augu mín bar í Grimma.“ „Tíu ára starf eyðilagt “  Tékkar/26 HVÍT bændafjölskylda lokaði sig inni í húsi sínu í norðurhluta Zimbabve í gærmorgun þegar land- lausir blökkumenn reyndu að bera þau út af býlinu sem þau hafa átt undanfarin 27 ár. Bóndinn, Terry Hinde, er fyrsti bóndinn sem reynt hefur verið að bera út eftir að frestur sá er Robert Mugabe, for- seti landsins, gaf hvítum bændum til að yfirgefa jarðir sínar, rann út. Hinde-fjölskyldan beið ásamt tveimur blaða- mönnum eftir því að lögreglumenn kæmu til að fylgja þeim á brott, en sú bið reyndist tilgangs- laus. Fjölskyldan sagðist mundu reyna að yfirgefa býlið fyrir sólsetur af ótta við aðgerðir landtöku- manna. Samtök hvítra bænda segjast munu berj- ast gegn landtökum og útburði af þessu tagi fyrir dómstólum, en Mugabe sagðist á mánudag mundu fylgjast grannt með því sem færi fram á bænda- býlunum. „Ef hvítu mennirnir vilja annað stríð ættu þeir að hugsa sig tvisvar um meðan þeir hafa enn tíma til,“ sagði hann. Tilskipun forsetans tekur til um 2.900 hvítra bænda í landinu, en samtök þeirra segja ekki alla hafa hlýtt henni. Bændur, sem enn eigi eftir að skera upp eða eigi eftir að losa sig við búfé, sitji enn á jörðum sínum. Segja samtökin tilskipunina ekki einungis hafa áhrif á hvítu jarðeigendurna heldur einnig tugþúsundir svartra verkamanna sem starfa á býlunum. Boðið til Botsvana Samtök bænda í nágrannaríkinu Botsvana hvöttu í gær starfsbræður sína í Zimbabve, sem nú eru hraktir af jörðum sínum, til að flytjast til landsins. „Þetta fólk er nú á flótta og hefur ekki enn fundið land. Ég hvet það til að koma hingað og festa fé sitt,“ sagði talsmaður bændasamtakanna. „Það besta sem [bændurnir frá Zimbabve] gætu gert er að hefja samstarf við bændur hér á landi. Það yrði landbúnaði í Botsvana til hagsbóta.“ Ríkisstjórn Roberts Mugabes í Zimbabve þjarmar enn að hvítum Bændur verða bornir út Harare. AP, AFP. ÍTALSKA stjórnin ætlar í september að hefja sölu á um það bil 5.000 dýrum húsum í eigu ríkisins og á sölunni að verða lokið fyrir áramót. Um er að ræða fyrsta skrefið í víð- tækri sölu ríkiseigna og á að nota féð til umfangsmikilla framkvæmda á sviði sam- gangna og annarra innviða landsins. Ráðuneyti efnahags- mála gerir ráð fyrir að fá um sjö milljarða evra, nær 600 milljarða króna, fyrir um 50.000 eignir á næstu árum. Maria Teresa Armosino, að- stoðarráðherra efnahagsmála, sagði að gerð hefði verið eigna- könnun á um 50.000 mannvirkj- um sem öll yrðu seld á mark- aðsverði, núverandi notendur fengju forkaupsrétt. Ríkið myndi losa sig við íburðarmikl- ar byggingar og hallir strax en einnig yrðu seldir um 2.500 her- mannabraggar og 9.000 járn- brautarstöðvar í fyrstu lotu. Talsmenn stjórnarandstöð- unnar mótmæltu áformunum kröftuglega og sögðu hægri- stjórn Silvios Berlusconis for- sætisráðherra ætla að reyna að selja þjóðararfinn. Eitt af verk- efnunum sem fjármögnuð verða með sölunni er brú yfir Messínasund milli Sikileyjar og meginlands Ítalíu. Ríkis- eignir á uppboði Róm. AFP. RÁÐAMENN belgíska hersins eru nú að láta kanna hvort nokkrir hermenn hafi notað gervibyssur á hersýningu vegna sjálfstæðisdagsins 21. júlí. Fjölmiðlar sögðu í gær að sumir hermenn tækju gervi- vopnin fram yfir raunveruleg drápstól á hersýningum vegna þess að huga þyrfti mun betur að undirbúningi og öryggi þegar vopnin væru raunveruleg. Hættan væri hins vegar að skrefið yrði tekið til fulls og allur herinn búinn leikfangabyssum. Herinn notar stundum gervi- byssur á æfingum en ekki er gert ráð fyrir að þær séu not- aðar á hersýningum. Danny Pieters, þingmaður í stjórnar- andstöðu, hrósaði hermönnum fyrir framtakið og sagði að ein- vörðungu bæri að nota raun- veruleg vopn þegar hætta væri á ferðum. „Þetta er fremur merki um heilbrigða skynsemi en leti,“ sagði hann. „Bang, þú ert dauður!“ Brussel. AP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.