Morgunblaðið - 15.08.2002, Síða 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Shogi-mót á laugardaginn
Japönsk skák
tefld á Íslandi
JAPANSKA sendiráð-ið á Íslandi stendurfyrir Shogi-keppni
næstkomandi laugardag,
og einnig eru Shogi-kvöld
öll fimmtudagskvöld, þar á
meðal í kvöld milli klukkan
sex og tíu í húsnæði sendi-
ráðsins á Radisson SAS,
Hótel Sögu, nánar tiltekið í
norðausturenda hótelsins.
Kaoru Shimada, fyrsti
sendiráðsritari Japana hér
á landi, ræddi við Morgun-
blaðið um shogi, sögu þess,
leikaðferðir og tengsl við
vestræna skák, svo eitt-
hvað sé nefnt.
– Hvað er shogi og hver
er saga þess?
„Shogi er japönsk skák,
og á hún sér um 500 ára
sögu. Á þeim árum tryggði
Ohashi-Sokei sér titilinn snjallasti
shogi-snillingur sem uppi hefur
verið. Hann skrifaði bækur um
leikinn sem enn eru notaðar. Jap-
anski keisarinn útnefndi hann
stórmeistara og stofnaðir voru
shogi-skólar í Japan.“
– Er shogi líkt kínverskri skák?
„Það er talið að shogi hafi
þróast samhliða kínversku skák-
inni, en nú á dögum eru spilin
gjörólík. Einnig er shogi ólíkt öðr-
um tegundum skákspila, til dæmis
að því leyti að allir taflmennirnir
eru eins að lit, og þínir menn geta
verið notaðir af andstæðingi þín-
um eftir að hann hefur drepið þá.
Mörgum finnst þetta leikbragð
ruglandi í fyrstu og ógnvænlegt til
þess að hugsa að fallnir menn geti
snúið aftur. Vanir skákmenn hafa
fundið fyrir þreytu eftir shogi-leik
vegna þess álags sem endurkoma
leikmanna í lok skákarinnar veld-
ur. Ekki er nóg að horfa á skák-
borðið heldur er nauðsynlegt að
hugsa einnig um leikmennina sem
andstæðingurinn hefur náð af þér
og hvenær þeir muni mögulega
skjóta upp kollinum á ný. Shogi
býður upp á fjölda leikfléttna, sem
erfitt getur verið að sjá fyrir, og
eykur það til muna spennuna við
spilið. Þegar úrslitin virðast ráðin
er aldrei að vita nema leiftandi
gagnsókn hefjist að nýju.“
– Einhver tengsl eru þó á milli
shogi og vestrænnar skákar.
„Já, í shogi er kóngur, hrókur
og biskup, og spilið gengur út á að
máta kónginn. Hins vegar er
meira sem skilur að en sameinar.
Leikmenn eru ansi heftir og að-
eins tveir sóknarmenn. Allir skák-
áhugamenn eru hvattir til að
kynna sér fjölda handbóka um
shogi, þar sem reglur leiksins eru
kynntar ítarlega.“
– Hvernig líta taflmenn út?
„Taflmennirnir eru ljósgulir að
lit, með oddhvössum enda sem
vísar ávallt að andstæðingnum.
Þeir eru missterkir og geta farið
mismunandi leiðir um taflborðið,
líkt og í vestrænni skák. Beggja
vegna á hverjum manni er jap-
anskt tákn, sem tilgreinir tegund
hvers manns. Leikmenn þurfa
ekki að óttast táknin,
þau eru auðlærð, og
ekki ástæða til að not-
ast við einfaldar vest-
rænar myndir. Táknin
eru ekki þau sömu
beggja vegna, og þannig getur
leikmaður snúið taflmanninum við
og sýnt aðra hlið hans. Þannig fær
hann annað og meira hlutverk og
aukið vægi. Leikmenn geta gert
þetta um leið og þeir hafa farið
nógu langt inn á svæði andstæð-
ingsins, en taflborðið er svipað í
útliti og vestrænt skákborð, með
afmörkuðum reitum og ferhyrnt í
laginu.“
– Er shogi mikið spilað í Japan?
„Já, sannarlega. Það er mjög
vinsælt í Japan, og hefðin fyrir
spili þess er mjög sterk. Einir 150
shogimeistarar eru í Japan. Mörg
shogi-félög eru starfandi í land-
inu, og einnig hér á Vesturlönd-
um. Haldið er heimsmeistaramót í
Japan þar sem vinningshafar und-
ankeppna víða að keppa. Stofnuð
hafa verið shogi-félög til dæmis á
Norðurlöndum, og er von okkar
að í bráð verði hægt að stofna ís-
lenskt shogi-félag. Tímarit og
þættir um shogi koma einnig út
víða um Evrópu.“
– Hvernig hefur gengið að inn-
leiða shogi hér á Íslandi?
„Hér í japanska sendiráðinu er
haldið shogi-kvöld öll fimmtu-
dagskvöld, frá klukkan sex til tíu.
Fyrir utan sendiráðsstarfsfólkið
eru ekki mjög margir hérlendis
sem kunna shogi, enn sem komið
er, en allir eru velkomnir til þess
að kynna sér skákina og læra und-
irstöðuatriði, og við leiðbeinum
fúslega. Margir þeirra sem hafa
komið að tefla hér eru Íslendingar
sem dvalist hafa í Japan. Það er
afskaplega ánægjulegt að sjá
áhugann sem shogi hefur vakið.
Oft takast kynni með okkur og
það er einnig mjög ánægjulegt.“
– Nú stendur fyrir dyrum
shogi-mót, hvað kemur til?
„Ákveðið var að halda mótið til
þess að vekja athygli á skákinni
og finna fulltrúa Íslands á shogi-
mót í Tókýó í Japan í október.
Sendiráðið mælir með sigurvegar-
anum við Shogi-sambandið í Jap-
an sem hyggst bjóða viðkomandi
til Japan í október nk. þar sem
hann mun keppa fyrir
Íslands hönd í Tókýó.
Teflt verður fjórum til
fimm sinnum, og hver
skák stendur í um
klukkutíma. Eftir að
hálftíma umhugsunarfrestur, sem
hvor keppandi fær, er liðinn hefur
hvor leikmaður aðeins mínútu fyr-
ir hvern leik. Þeir sem áhuga hafa
á að taka þátt eru beðnir um að
hafa samband við sendiráðið.
Einnig eru allir áhugasamir vel-
komnir í heimsókn í sendiráðið
annaðhvort á fimmtudagskvöldi
eða á laugardaginn til að sjá
hvernig skákin er tefld.“
Kaoru Shimada
Kaoru Shimada er fæddur í
borginni Kamakura í Japan 21.
október 1953. Hann lagði stund á
almannatryggingafræði en
gegnir nú starfi fyrsta sendiráðs-
ritara hjá sendiráði Japans á Ís-
landi. Hingað til lands kom hann
eftir dvöl í Svíþjóð og Noregi.
Hann er kvæntur Kazuko Shim-
ada og eiga þau eina dóttur,
Kasumi, sem stundar háskóla-
nám í Tókýó.
Spennandi
fyrir skák-
áhugamenn
Það er mörg búmannsraunin, hæstvirtur landbúnaðarráðherra verður búinn að liggja
undir mörgum feldum áður en hann hleypir þessari hjörð inn í landið.
AFKASTAGETA í farsímakerfi
Tals, Íslandssíma og Símans GSM
stóðst ekki álagið sem skapaðist í
kerfunum sl. laugardag þegar tug-
þúsundir manna voru samankomnar
í miðbæ Reykjavíkur í skrúðgöngu í
tengslum við Hinsegin daga.
Öll símafyrirtækin gerðu ráðstaf-
anir til að mæta auknu álagi þennan
dag en álagið varð meira en nokkurn
grunaði með þeim afleiðingum að
farsímanotendur náðu ekki í gegn og
urðu fyrir svokölluðum frávísunum í
kerfinu. Símafyrirtækin hafa nú uppi
ráðstafanir til að mæta álagi sem bú-
ast má við í miðborginni á Menning-
arnótt í Reykjavík 17. ágúst.
Afkastagetan þrefölduð
fyrir Menningarnótt
Heiðrún Jónsdóttir, forstöðumað-
ur upplýsinga- og kynningarmála
Landssímans, segir að nokkurra
mínútna frávísun hafi orðið í kerfinu
þegar skrúðgangan fór niður Lauga-
veg með þeim afleiðingum að nokkr-
ar truflanir urðu, en þegar slysið á
Ingólfstorgi varð síðar um daginn
varð 17 mínútna frávísun í einni stöð-
inni, þó ekki þannig að kerfið lok-
aðist heldur náðu ekki allir í gegn á
17 mínútna tímabili.
Síminn GSM á tvo gáma með
tveimur færanlegum stöðvum í hvor-
um þeirra, sem settar eru upp þar
sem búast má við sérstaklega miklu
álagi eins og á Hinsegin dögum á
laugardaginn. Að þessu sinni tóku
ráðstafanir mið af þeirri umferð sem
var á hátíðinni í fyrra en þær dugðu
þó ekki fyllilega. Fyrir Menningar-
nótt verður gripið til aukinna ráð-
stafana til að koma í veg fyrir frá-
vísanir í kerfinu þótt ekki sé unnt að
tryggja að ekkert beri út af. „Fyrir
Menningarnótt munum við bæði
stækka þær stöðvar sem fyrir eru og
setja upp tvær færanlegar stöðvar í
miðbænum. Með þessum ráðstöfun-
um komum við til með að þrefalda af-
kastagetu í kerfinu,“ segir Heiðrún.
Nokkuð var sömuleiðis um frá-
vísanir í farsímakerfi Íslandssíma á
laugardaginn, ekki síst þegar margir
voru að hringja í kjölfar slyssins á
Ingólfstorgi. Á hálftíma tímabili var
mikið álag sem leiddi til þess að ekki
náðu allir símnotendur í gegn sam-
stundis. Pétur Pétursson, upplýs-
inga- og kynningarstjóri Íslands-
síma, segir að Íslandssími muni fyrir
Menningarnótt fjölga talrásum í
þeim sendum í miðbænum sem talin
er þörf á. „Við munum taka mið af
notkunarmynstri á Menningarnótt
síðasta árs og jafnframt taka tillit til
fjölgunar viðskiptavina okkar. Að
óbreyttu þarf því ekki að óttast trufl-
anir í farsímakerfi Íslandssíma á
Menningarnótt,“ segir Pétur.
Jóakim Reynisson, framkvæmda-
stjóri tæknisviðs Tals, hafði ekki
handbærar upplýsingar um frávís-
anir í kerfi Tals á laugardag en hann
segir erfitt að anna álagi sem verður
við þessar kringumstæður. „Það var
greinilega ekki nóg að gert og þarna
var umferðin meiri en við áttum von
á.“ Á Menningarnótt mun Tal því
reyna að auka sem mest afkastagetu
kerfisins í miðborginni. „Við reynum
að stækka sendana í miðbænum eins
mikið og við mögulega getum og
beitum síðan álagsdreifingu á milli
þeirra.“
Reynt að fyrirbyggja truflanir í
farsímakerfinu á Menningarnótt