Morgunblaðið - 15.08.2002, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 15.08.2002, Qupperneq 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ GUÐNI Ágústsson landbún- aðarráðherra segir um úrskurð Skipulagsstofnunar á mati á um- hverfisáhrifum Norðlingaöldu- veitu, að hann komi sér nokkuð á óvart. „Ekki síst sú ákvörðun að með ýmsum hliðaraðgerðum verði hægt að fara með lónið í 578 metra hæð yfir sjávarmáli. Ég verð að segja fyr- ir mig að þegar sá hefur talað sem hefur það lögum samkvæmt að at- vinnu sinni að verja bæði umhverfið og fuglalalífið, þá verð ég að fá tíma til að fara yfir þennan úrskurð og skoða hvað hann þýðir fyrir verndun Þjórsárveranna til framtíðar.“ Aðspurður segir Guðni að hann hafi sagt það áður að lítið eða ekkert megi gera sem eyðileggi Þjórs- árverin. Spurður hvort úrskurðurinn sé í samræmi við þá afstöðu segist hann ekkert vilja segja um það. „Ég verð fyrst og fremst að fá tíma. Ég trúi því illa að skipulagsstjóri sé að leggja til einhverja leið sem muni eyðileggja Þjórsárverin. Ég mun fara bæði yfir það sem ég hef sagt og gert í þessu, taka mér tíma til að lesa úrskurðinn yfir og ræða við hags- munaaðila, ekki síst heimamenn, sem hafa eins og ég miklar tilfinn- ingar til þessarar náttúru sem þarna er og vilja með engu móti að hún verði eyðilögð.“ Guðni Ágústsson Verð að fá tíma til að fara yfir úrskurðinn MARGRÉT Frímannsdóttir, vara- formaður Samfylkingarinnar, segir að úrskurður Skipulagsstofnunar á mati á umhverfis- áhrifum Norð- lingaölduveitu í Þjórsárverum komi sér mjög á óvart. „Ég er bú- in að lesa í gegn- um úrskurðinn,“ segir hún, „og ef ég hefði ekki vit- að niðurstöðuna fyrirfram hefði ég reiknað með að í úrskurðinum væri verið að rökstyðja aðra niðurstöðu, þ.e. þá niðurstöðu að það yrði ekki heimilt að skerða Þjórsárverin.“ Margrét segir að sér finnist sjálfri ekki koma til greina að skerða Þjórsárverin. Hún minnir á að Þjórsárverin séu svokallað Ramsar- svæði og að þau séu eitt mikilvæg- asta svæði hálendisins fyrir plöntu- og dýralíf. „Ég reikna með því að stóryrtar yfirlýsingar ráðherra Framsóknarflokksins, þ.e. landbún- aðarráðherra og umhverfisráðherra, verði til þess að ríkisstjórnin fari ekki að þessum úrskurði Skipulags- stofnunar,“ segir Margrét. „Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra hefur lýst því yfir að ekki verði fermetri skertur í Þjórs- árverum. Hann hlýtur sem stjórn- málamaður að vilja láta taka mark á sér. Ég reikna því fastlega með því að við verðum samstiga í að vernda Þjórsárverin og koma í veg fyrir að þau verði skert,“ segir hún. „Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra hefur talað í svipaða veru í fjöl- miðlum. Hún hefur tekið Þjórsárver sem sérstakt dæmi um náttúruperlu sem beri að vernda. Þetta er því hennar möguleiki á að verða trú- verðug sem umhverfisráðherra.“ Margrét Frímannsdóttir Kemur ekki til greina að skerða Þjórsárverin STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir úrskurð Skipulagsstofn- unar, á mati á umhverfisáhrif- um Norð- lingaölduveitu í Þjórsárverum, vera mikil von- brigði. „Í fyrsta lagi hef ég bund- ið miklar vonir við að Skipulags- stofnun teldi 20 ára gamla friðlýs- ingu Þjórsárvera vera eina og sér svo sterkt innlegg í málið að það þyrfti eitthvað mjög mikið að koma til, til að henni yrði raskað,“ segir hann. Steingrímur segir í öðru lagi að hann hefði talið að andstaða aðila, sem málinu tengjast, s.s. Þjórs- árveranefndar, Náttúruverndar ríkisins og sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps, hvetti Skipu- lagsstofnun til að hafna öllum framkvæmdum á umræddu svæði. Að auki hefði Skipulagsstofnun borist fjöldi athugasemda frá að- ilum sem hefðu lagst eindregið gegn framkvæmdunum. „Ég verð líka að segja að ég batt vonir við að staða umhverf- ismála á Íslandi í dag væri önnur en þessi úrskurður gefur til kynna, því ef svo heldur fram sem horfir missum við með þessu ann- að friðlýsta svæðið í röð undir virkjanir. Það var að vísu ekki við Skipulagsstofnun að sakast í fyrra tilvikinu, en það á þó við hér.“ Steingrímur segir að í ljósi þess að svæðið hefði verið friðlýst fyrir u.þ.b. 20 árum velti hann því fyrir sér hvort Íslendingum væri með úrskurði Skipulagsstofnunar að miða aftur á bak í umhverf- ismálum. Hann segir að í þeim efnum sé fyrst og fremst við rík- isstjórn Íslands að sakast, því hún hafi gefið út veiðileyfi á náttúru landsins, með því að hafa hér opið hús fyrir erlenda aðila sem vildu byggja og stækka stóriðjuver. „En ég trúi því og vona að þetta mál sé ekki búið,“ segir hann. Bar- áttan gegn Norðlingaölduveitu, sem Steingrímur telur þó réttara að kalla Þjórsárveravirkjun, haldi áfram. „Við [hjá Vinstrihreyfing- unni-grænu framboði] munum að minnsta kosti ekki draga af okkur í því að berjast gegn eyðileggingu Þjórsárvera til hinstu stundar.“ Hann segir að það sé algjörlega út í hött að halda öðru fram en að Norðlingaölduveita muni setja svæðið í stórfellda hættu. Heimatilbúin tímanauð Steingrímur vekur athygli á því að álvers- og virkjanafram- kvæmdir fyrir austan eigi að fara fram á svipuðum tíma og stækkun álversins á Grundartanga og stækkun álversins í Straumsvík. „Þessi ósköp öll eiga að gerast á nokkurra ára tímabili,“ segir hann. „Mér finnst merkilega lítil umræða hafa farið fram um það.“ Steingrímur gagnrýnir það einnig að málum sé gjarnan stillt upp á þann veg að Norðlingaöldu- veita sé forsenda stækkunar Norðuráls. „Það er ekki annað hægt en að gagnrýna hlut fjöl- miðla í því,“ segir hann. „Þessi ótrúlega uppstilling mála sást t.d. síðast í Fréttablaðinu í morgun [gærmorgun] en þar er sagt að Norðlingaölduveita sé forsenda stækkunar Norðuráls.“ Stein- grímur segir ekki rétt að halda því fram að ekki sé hægt að bræða álið á Grundartanga nema rafmagnið komi nákvæmlega úr Norðlingaölduveitu. „Þetta er heimatilbúin tímanauð Landsvirkj- unar og stjórnvalda til að réttlæta það að fara í þessa virkjun. Stað- reyndin er auðvitað sú að það á bara að segja við Norðurál: „Þið fáið rafmagn þegar það er tilbúið.“ Hvort það verði hálfu eða einu ári fyrr eða síðar eða svo á auðvitað ekki að ráða neinu. Ef menn vilja ekki ráðast í Norðlingaölduveitu, sem menn að sjálfsögðu eiga ekki að gera, á að skoða aðra virkj- unarkosti, sem eru nógir fyrir og miklu fýsilegri.“ Steingrímur segir, að hegðun ís- lenskra stjórnvalda og Landsvirkj- unar gagnvart erlendum viðsemj- endum sínum sýni fullkomna auðmýkt þeirra. Stjórnvöld og Landsvirkjun láti viðsemjendur sína gjörsamlega ráða ferðinni í einu og öllu. Biðji viðsemjendurnir um rafmagn á tilteknum tíma sé rokið til og ráðist í að virkja það sem hendi er næst. „Flatar geta menn nú ekki lagst með því að segja við þjóðina: Við verðum að fórna Þjórsárverum af því að Norðurál þarf að fá rafmagn á til- teknum tíma.“ Úrskurður- inn mikil vonbrigði Steingrímur J. Sigfússon SVERRIR Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist undr- andi á úrskurði Skipulagsstofnunar á mati á umhverfis- áhrifum Norð- lingaölduveitu, sem birtur var í fyrradag. „Ég varð nú líka undr- andi á úrskurð- inum á sínum tíma í Kára- hnjúkum,“ segir Sverrir og vísar til þess þegar Skipulagsstofnun hafn- aði Kárahnjúkavirkjun sl. sumar. Sverrir segist ekki vita hvaða mark hann eigi að taka á Skipulagsstofnun þegar hún dæmir Kárahnjúkavirkj- un ótæka en Norðlingaölduveitu, eitt frægasta fuglaland veraldar, færa, þótt það sé með skilyrðum. „Það er mín trú að þeim sé jafngott í Lands- virkjun að hætta við þessar hug- myndir, því þetta verður aldrei leyft.“ Aðspurður segir Sverrir að landsmenn muni rísa upp og mót- mæla virkjuninni. Síðan segir hann: „Það verður ekki allt metið til fjár. Og ekki þetta.“ Sverrir segir að hann ali þó þá hugmynd með sér að Landsvirkjun muni halda Norðlingaölduveitu frammi og nota hana síðan í skipti- mynt fyrir Kárahnjúkavirkjun. „Ég hef ekki sleppt þeirri hugmynd að Landsvirkjun muni gefa eftir í þessu máli og ná þá frekari sátt við um- hverfisverndarsinna um Kára- hnjúka,“ segir hann. „Það er ótækt að sökkva Þjórsárverum,“ bætir hann við. Sverrir Hermannsson Undrandi á úrskurðinum GRUNUR leikur á að selskópnum Núlla litla labbakúti hafi verið rænt úr dýragarðinum Slakka í Laug- arási í Biskupstungum. Eigandi dýragarðsins tilkynnti lögreglu á þriðjudag að Núlli litli, sem er nokkurra mánaða gamall, væri horfinn, en hans var leitað í ná- grenni dýragarðsins á mánudag. Að sögn lögreglu er óvíst hvað gerst hefur, en grunur leikur á að ein- hver hafi brotist inn í dýragarðinn í fyrrgreindum tilgangi. Helgi Sveinbjörnsson, einn eig- enda dýragarðsins, segir að búið sé að leita alls staðar að Núlla litla en engin för séu sjáanleg eftir hann. Þá séu afar litlir möguleikar á að hann hafi komist út úr garðinum af sjálfsdáðum. Leitarhundur var not- aður og rakti hann slóð niður að hliði við girðingu sem rifin hafði verið niður að hluta. Þar við bætist að nálæg vörubretti höfðu verið færð til. Núlli litli labbakútur er landsels- kópur sem fannst einn og yfirgefinn í Vík í Mýrdal í vor. Hann var sár- svangur og máttfarinn þegar hjón þar á ferð fundu hann en hresstist fljótt þegar þau tóku hann í fóstur. Síðar fékk hann heimili í dýragarð- inum Slakka og lærði fljótt að synda í félagsskap fimm bleikja í tjörn í garðinum. Kom þeim vel saman og ekki síður var samkomulagið gott í svefnskálanum þar sem hann dvaldi með nokkrum fuglum þegar hann var ekki að leika sér í tjörninni við bleikjurnar. Núlla litla er sárt sakn- að og segir Helgi að kópurinn hafi aldrei reynt að strjúka og að honum hafi liðið vel og étið 20 kg af síld vikulega. Segist hann ekki átta sig á ástæðum þess að einhver hafi viljað ræna honum. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Núlli litli labbakútur ásamt Heiðdísi Hafþórsdóttur í Slakka í sumar. Núlla litla sárt saknað Grunur um selsrán í dýragarði KATRÍN Fjeldsted, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að úr- skurður Skipulagsstofnunar á mati á umhverfis- áhrifum Norð- lingaölduveitu komi sér á óvart. „Ég varð fyrir von- brigðum með úr- skurðinn. Mér finnst eðlilegt að hann verði kærður, hvað sem það hefur síðan í för með sér.“ Katrín minnir á að það rafmagn sem ætlunin sé að sækja með Norðlingaölduveitu sé fyrst og fremst ætlað til stækkunar Norð- uráls á Grundartanga. „Samkvæmt upplýsingum sem umhverfisnefnd Alþingis fékk sl. sumar um Urr- iðafossvirkjun og Núpsvirkjun, þá liggur fyrir að hvor virkjun um sig er um 150 MW,“ segir Katrín. „Eftir þeim upplýsingum sem við höfðum í umhverfisnefndinni þarf stækkun Norðuráls úr 90 þúsund tonnum í 180 þúsund tonn um 150 MW, sem er eins og önnur þessara virkjana, og stækkun um 60 þús- und tonn í viðbót, þarf 100 MW, þannig að með virkjunum við Urr- iðafoss og Stóranúp, má fá þessa orku, sem þarf til að stækka Norð- Katrín Fjeldsted Litið verði til annarra virkjana- kosta urál,“ segir Katrín. „Ég skil ekki afhverju menn beina sjónum ekki frekar að þessum virkjanakostum. Um þá mun líkast til nást mun meiri samstaða og friður heldur en um það að skerða Þjórsárver.“ Katrín segir að hugsanlega sé ekki litið til þessara tveggja virkjana vegna þess að það gæti tekið lengri tíma að byggja þær; þ.e. vinna við þær sé ekki komin eins langt og vinna við Norðlingaöldu- veitu. „Mér finnst þetta, þ.e. Urr- iðafossvirkjun og Núpsvirkjun, hins vegar miklu æskilegri leið, vegna þess hve mikilvæg Þjórs- árver eru.“ Friðlandið verði stækkað Katrín minnir á að heimamenn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, hafi lengi lýst andstöðu sinni við að hróflað verði við Þjórsárverum. „Og margir telja eðlilegra að frið- landið þar verði stækkað verulega, fremur en skert. Þjórsárver eru dásamlegt náttúrufyrirbæri og eru vernduð skv. alþjóðasáttmálanum kenndum við Ramsar. Og það er ekki að ófyrirsynju. Umhverf- isnefnd þingsins fór þarna fyrir ári og þarna laukst upp fyrir manni veröld; frjósöm þykk gróðurþekja í eyðimörk. Það var ógleymanleg sjón.“ Katrín segir að á móti komi að það sé mikilvægt að nýta auðlindir þjóðarinnar. „Og auðvitað eru menn að setja þetta allt á vog- arskálarnar. En gallinn er sá að það þarf alltaf að hraða fram- kvæmdum. Og þeim er hraðað á kostnað vandvirkni og á kostnað þess að huga að framtíðinni; að óbornum kynslóðum.“ Katrín segir að stjórnvöld hugsi í kjörtímabilum en ekki í áratugum. Það sé miður. „Hálendið þarf á því að halda að menn hugsi lengra fram í tímann en að næstu kosningum.“ Katrín segir ennfremur að stjórnvöld sitji beggja vegna borðsins; stjórnvöld stuðli að lagasetningum á Alþingi um að heimila virkjanir og sömu stjórnvöld séu líka áhrifavaldar um það hvað Landsvirkjun hafist að. „Og á móti þessum sterku öflum koma umhverfissamtök. Þau mega sín lítils gagnvart slíku valdi. Þau hafa ekki fjármagn til að kynna málstað sinn á sama hátt og stjórnvöld geta,“ segir Katrín.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.