Morgunblaðið - 15.08.2002, Page 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
EKKI var haft nægilegt samráð við
landeigendur og aðra sem hagsmuna
eiga að gæta í Norðlingaholti við gerð
deiliskipulagsins þar. Þetta segir
Björn Bjarnason, oddviti minnihlut-
ans í borgarstjórn. Hann segir að svo
virðist sem hagsmunir byggingarað-
ilans, Rauðhóls ehf., hafi fyrst og
fremst ráðið ferðinni við gerð deili-
skipulagsins.
Björn segir sjálfstæðismenn and-
mæla þessum skipulagshugmyndum
og að þeir vilji halda í hugmyndir sem
kynntar voru árið 1993 í skipulags-
nefnd borgarinnar. „Þá var unnið
skipulag á þessu svæði sem tekur mið
af landgæðum og það var unnið í sam-
vinnu og samstarfi við landeigendur.
Þar er gert ráð fyrir 750 íbúðum á
svæðinu. Það skipulag sem nú er í
umræðu er unnið á allt öðrum for-
sendum. Það gerir ráð fyrir 1.100
íbúðum, þar af 80% í fjölbýli og aðeins
22 lóðum undir einbýlishús auk þess
sem ekki var haft haft nægilegt sam-
ráð við landeigendur og aðra sem
hagsmuna eiga að gæta á svæðinu.
Þeir draga í efa, að gætt hafi verið
lagaákvæða í því efni.“
Gengið of nærri vatninu
Hann segir gagnrýnivert hversu
þétt byggðin er sem nú er fyrirhugað
að reisa á svæðinu. „Við teljum frá-
leitt að reisa þarna háhýsi og hverfa
frá hefðbundnum hlutföllum milli
fjölbýlis og annarra húsagerða. Þá er
gengið of nærri vatninu. Í raun er
mjög undarlegt, svo að ekki sé meira
sagt, að þeir sem mótmæltu á sínum
tíma áformum Kópavogsbæjar á
Vatnsendasvæðinu, eins og R-listinn
gerði í nafni umhverfisverndar, skuli
nú standa að því að ganga enn nær
vatninu en fólst í þeim hugmyndum.
Þetta er sama Elliðavatnið og þess
vegna hlýtur að vera sömu hagsmuna
að gæta varðandi náttúruvernd og
umhverfismál.“
Í Morgunblaðinu í gær sagði Stein-
unn Valdís Óskarsdóttir, formaður
skipulags- og bygginganefndar
Reykjavíkur, að hin þétta byggð væri
í anda markmiða um sjálfbæra þróun
með tilliti til þess að íbúar hinnar
nýju byggðar gætu sótt nærþjónustu
á borð við skóla innan hverfisins.
Spurður um þetta segir Björn: „Sjálf-
bært í hvaða tilliti og hvaða sjónarmið
eru það sem ráða? Með þessi létt-
vægu rök að vopni á að traðka á rétti
þeirra sem eiga þarna land, þeirra
sem vilja vernda þetta svæði frá um-
hverfissjónarmiði og rétti nágranna
svæðisins í Seláshverfi. Steinunn Val-
dís er aðeins að breiða yfir þá stað-
reynd, að það eru hagsmunir þeirra
sem ætla að byggja á svæðinu,
þ.e.a.s. fyrirtækisins Rauðhóls ehf.,
sem ráða ferðinni. Þetta er ekki í
fyrsta sinn, sem R-listinn metur
hagsmuni byggingarverktaka meira
en nágranna, þetta er til dæmis einn-
ig að gerast á Alaskalóðinni svo-
nefndu í Breiðholti.“
Vilja lengja frest til
athugasemda
Hann segir að samningurinn sem
Reykjavíkurborg og Rauðhóll ehf.
gerðu staðfesti þetta. „Reykjavíkur-
borg skuldbindur sig gagnvart Rauð-
hóli að úthluta ekki lóðum annars
staðar ef það dregur úr líkum á því að
þetta fyrirtæki geti selt byggingar-
rétt á svæðinu.“ Hann segir samning-
inn einnig heimila að verði bygging-
arrétturinn boðinn út og Rauðhóll
telji sig ekki geta fengið viðunandi
verð þá megi bjóða hann út aftur. „Er
það ekki þetta sjálfbæra tillit sem
verið er að hugsa um frekar en nokk-
uð annað?“ segir hann.
En hvað vilja sjálfstæðismenn þá
gera í skólamálum á svæðinu? „Í 750
íbúða hverfinu var gert ráð fyrir
skóla og þeir starfa fyrir hverfi, sem
hafa milli 500 og 600 íbúðir. Að það
þurfi 1.100 íbúðir og þessa samsetn-
ingu af hverfi til að það standi undir
skóla, er einfaldlega ekki rétt.“
Að sögn Björns tóku sjálfstæðis-
menn málið upp í borgarráði síðast-
liðinn þriðjudag og óskuðu eftir að
frestur til að gera athugasemdir yrði
lengdur.
Steinunn Valdís segir að fresturinn
hafi verið lengdur um tvær vikur á
fundi skipulags- og byggingarnefnd-
ar í gær eða til 28. ágúst. „Þetta
skipulag hefur verið í kynningu í 6
vikur en það er lögbundið að kynna
það í 4 vikur. Það var farið fram á það
að kynningin yrði í 8 vikur og það var
ákveðið að koma til móts við þau sjón-
armið,“ leggur hún áherslu á.
Sjálfstæðismenn andmæla tillögum um nýtt deiliskipulag
Vilja halda í skipulags-
hugmyndir frá árinu 1993
Morgunblaðið/Jim Smart
Björn segir gagnrýnisvert hversu þétt byggðin er sem nú er fyrirhugað
að rísi í Norðlingaholti og telur fráleitt að reisa háhýsi á svæðinu.
Norðlingaholt
DRÁTTUR hefur orðið á því að
framkvæmdir hefðust við
Hamraborg 8, byggingu yfir
svokallaða gjá í Kópavogi eða
Hafnarfjarðarveginn, sem hefur
klofið miðbæinn hingað til. Í
bréfi byggingaraðila hússins til
bæjaryfirvalda segir að undir-
búningur vegna fram-
kvæmdanna hafi tekið lengri
tíma en ráðgert var.
Morgunblaðið greindi frá því í
maí síðastliðinn þegar fyrsta
skóflustungan var tekin að
mannvirkinu en um er að ræða
fyrsta hluta yfirbyggingar allrar
gjárinnar. Er gert ráð fyrir að í
byggingunni verði m.a. opinber
stofnun, verslanir, lyfjaverslun
og fleira.
Til stóð að framkvæmdir
hefðust um mánaðamótin maí/
júní en í bréfi Riss ehf., sem er
lóðarhafi og byggingaraðili
hússins, segir að nú sjái fyrir
endann á undirbúningsvinnu
vegna verksins. Gera megi ráð
fyrir að hafist verði handa í
þessari viku.
Í bréfinu er þó á það bent að
Vegagerð ríkisins hyggist innan
skamms hefja framkvæmdir við
breikkun Hafnarfjarðarvegar-
ins, m.a. í gegnum gjána. „Ljóst
er að þessar framkvæmdir geta
truflað nokkuð okkar fram-
kvæmdir a.m.k. á meðan undir-
stöður og burðarveggir eru
byggðir,“ segir í bréfinu.
Þórarinn Hjaltason bæjar-
verkfræðingur segir varðandi
þær tafir sem orðið hafa á fram-
kvæmdunum að samkvæmt
endurskoðuðum samningi frá
því í maí sl. sé gert ráð fyrir því
að framkvæmdir hefjist á árinu
2002 og að húsið verði tilbúið til
notkunar 1. desember 2003.
Aðspurður segir hann að
hann hafi átt fundi með Vega-
gerðinni varðandi hugsanlegar
tafir vegna breikkunar Hafnar-
fjarðarvegarins og á þeim fundi
hafi komið fram að útlit sé fyrir
að þær verði ekki verulegar ef
nokkrar.
Fram-
kvæmdir
við gjána
að hefjast
Kópavogur
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að
fjölga íbúðum í Þorláksgeisla 43–49 í
allt að 30 íbúðir. Að sögn Salvarar
Jónsdóttur, sviðsstjóra skipulags- og
byggingarsviðs Reykjavíkurborgar,
er um að ræða fjórar blokkir en þau
skilyrði eru sett að helmingur bíla-
stæða verði neðanjarðar til að halda
því svipmóti sem er á hverfinu. Í
tveimur húsanna verða leyfðar mest
átta íbúðir en sjö íbúðir í hinum
tveimur.Morgunblaðið/RAX
Íbúðum fjölgað
í Þorláksgeisla
Grafarholt
ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem sjá
má ellefu stráka og einn svolítið
stærri í loftköstum á einum og
sama staðnum. Þeir sem eiga leið
hjá hjólabrettastöðum Reykjavíkur
og nágrannabæja þessa dagana
eiga þó kannski von á slíkri sýn því
nú standa yfir hjólabrettanámskeið
á vegum Garðabæjar sem fram fara
víðs vegar um höfðuborgarsvæðið.
Að sögn Hilmars Ingimund-
arsonar, leiðbeinanda á námskeið-
inu og hjólabrettakappa til langs
tíma, er þetta í fyrsta sinn sem
Garðabær stendur fyrir slíkum
námskeiðum en Íþrótta- og tóm-
stundaráð Reykjavíkur hefur áður
haldið slík námskeið. Ellefu strákar
eru þátttakendur á námskeiðinu
sem stendur yfir þessa vikuna og
segist Hilmar ekki eiga von á stúlk-
um í hópinn. En hvað er gert á
svona námskeiði? „Þetta gengur út
á að renna sér með strákunum og
kenna þeim grundvallaratriðin.
Síðan er stór hluti námskeiðsins að
fara með þeim að skoða aðra
brettastaði en í Garðabæ. Við erum
t.d. búnir að fara á Ingólfstorg og
erum að fara í Vesturbæinn. Aðal-
atriðið er þó að reyna að vera sam-
an sem hópur og skemmta okkur.“
Að sögn Hilmars verður svo annað
námskeið haldið í næstu viku verði
næg þátttaka. Aðspurður segir
Hilmar lengi hafa verið viðloðandi
hjólabrettin þó að ekki hafi farið
mikið fyrir iðkuninni síðustu ár.
„Þetta er ótrúlega fjölmennt sport
miðað við hvað þessu er lítið sinnt
og það er ánægjulegt að sjá að það
eru alltaf jafn margir sem stunda
þetta,“ segir hann.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ellefu strákar í loftköstum
Garðabær
Nokkrir af strákunum ellefu sem læra grundvallaratriði hjólabrettaíþróttarinnar á námskeiðinu.
BORGARRÁÐ hefur sam-
þykkt að ganga til samninga
við S.Þ. verktaka ehf. um
fullnaðarfrágang á Klébergs-
skóla á Kjalarnesi án útboðs.
Samkvæmt fyrirliggjandi
samningsdrögum er heildar-
fjárhæð samnings við fyrir-
tækið 49,4 milljónir.
Í bréfi forstöðumanns
Fasteignastofu Reykjavíkur-
borgar kemur fram að í októ-
ber 2001 hafi verið samþykkt
í borgarráði að ganga að til-
boði annars fyrirtækis, Álfags
ehf., um frágang skólans ut-
anhúss og var upphæð þess
samnings 49,6 milljónir
króna. Í maí síðastliðnum hafi
verið ákveðið að ganga að til-
boði S.Þ. verktaka í stjórn-
unarhluta 1. hæðar Klébergs-
skóla, endurbætur á nýja
skólanum og fullnaðarfrá-
gang. Fjárhæð þess tilboðs
hafi verið 28,3 milljónir
króna.
Þá segir í bréfi forstöðu-
mannsins: „Komið hefur í ljós
að Álfagi ehf. gengur illa við
að framkvæma verkið og er
því talið að nauðsynlegt sé að
hluti verksins verði fenginn
öðrum.
Jafnframt er nauðsynlegt
að frá því verði gengið svo
fljótt sem auðið er svo að
skólahald geti hafist í Klé-
bergsskóla í lok ágústmánað-
ar með eðlilegum hætti.“
Er því lagt til að gengið
verði til samninga við S.Þ.
verktaka án útboðs og þeir
verði aðalverktakar við fulln-
aðarfrágang skólans og hefur
borgarráð sem fyrr segir
samþykkt það. Nemur samn-
ingsupphæð vegna verktöku
fyrirtækisins við skólann þá
49,4 milljónir króna. Kemur
fram í bréfi forstöðumannsins
að Álfag ehf. hafi samþykkt
að hluti verksins verði feng-
inn öðrum.
Samið á ný
um loka-
frágang
Klébergs-
skóla
Kjalarnes