Morgunblaðið - 15.08.2002, Qupperneq 24
NEYTENDUR
24 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
RÚMLEGA 60% munur reyndist
vera á hæsta og lægsta verði á sæl-
gæti í lausasölu eða svokölluðu
„blandi í poka“, samkvæmt nýrri
könnun Neytendasamtakanna sem
gerð var á nokkrum sölustöðum á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Lægst var verðið í Bónus þar sem
kílóið kostaði 950 krónur en dýrast
var kílóið, 1.550 krónur, á þremur
stöðum, í Bónusvídeói í Hafnarfirði,
Bónusvídeói í Garðabæ og Vídeóhöll-
inni í Lágmúla. Verðmerkingum var í
mörgum tilvikum ábótavant en þar
sem sælgæti er selt í lausasölu ber
kaupmönnum að gefa upp kílóverð
samkvæmt reglum Samkeppnis-
stofnunar. Þá voru vogir sem notaðar
eru til að vigta sælgætið ekki alltaf
aðgengilegar viðskiptavinum.
Afgreiðslufólk tók ábendingum
frá starfsmönnum Neytendasamtak-
anna vel og þar sem þess var þörf
var vigtin færð og verðmerkingar
bættar, að því er fram kemur í frétt
frá samtökunum.
Verðkönnun Neytendasamtakanna
Um 60% verðmunur
á „blandi í poka“
! "#
$$
%&! ' (
! %' $
##
&
)
&
!
* $ ! +!
#)
! )
,(#
!
BÓNUS
Gildir 15.–18. ágúst nú kr. áður kr. mælie.
Frosin svið ............................................ 299 499 299 kg
Frosin lambahjörtu ................................ 99 nýtt 99 kg
Ferskt svínagúllas .................................. 599 799 599 kg
Ferskt svínasnitsel ................................. 699 899 699 kg
Nýja kartöflur, 2 kg ................................ 179 nýtt 89 kg
Colgate tannkrem, 75 ml ....................... 129 159 129 kg
Skólajógúrt, 150 g................................. 45 52 300 l
ESSÓ-stöðvarnar
Tilboð í ágúst nú kr. áður kr. mælie.
Yankie Giant, 75 g ................................. 89 105 1.186 kg
Nóakropp, 150 g................................... 199 239 1.327 kg
Stjörnupopp, 90 g ................................. 109 125 1.211 kg
Stjörnuostapopp, 100 g......................... 115 130 1.150 kg
Paprikustjörnur, 90 g ............................. 179 195 1.989 kg
Ostastjörnur, 90 g.................................. 179 195 1.989 kg
Homeblest, 200 g ................................. 169 185 845 kg
Kók ½ l í dós og Kit Kat.......................... 179 200
11-11 búðirnar og Kjarval
Gildir 15.–21. ágúst nú kr. áður kr. mælie.
Vienetta ístertur, vanillu, súkkulaði, .........
mintu og karamellu, 600 ml ................... 549 669 910 l
KS skúffukökumuffins, 400 g.................. 289 349 720 kg
FJARÐARKAUP
Gildir 15.–17. ágúst nú kr. áður kr. mælie.
Lambahryggur frosinn ............................ 799 898 799 kg
Ódýrt súpukjöt....................................... 248 348 248 kg
Sauðahangilæri úrb. .............................. 1.278 1.598 1.278 kg
Brauðskinka.......................................... 599 998 599 kg
Coke, 2 l............................................... 175 198 88 l
Cheerios, 567 g .................................... 309 396 548 kg
Pillsbury hveiti, 2,26 kg.......................... 149 209 66 kg
Merrild kaffi nr.103................................ 298 359 596 kg
HAGKAUP
Gildir frá 15.–21. ágúst nú kr. áður kr.
KS Grand Crue lúxussteik ....................... 899 1.199 899 kg
Oetker pizzur, 3 tegundir......................... 389 449 1.110 kg
Ýsuflök frosin, roðlaus og beinlaus .......... 764 899 764 kg
Svínakótilettur með beini........................ 799 1.398 799 kg
Kelloggs bakpoki + morgunkorn .............. 999 nýtt
Betty Cr. amerískar pönnukökur, 500 g.... 189 259 378 kg
Kuchen Meister kökur, 11 tegundir.......... 134 179 330 kg
Kexsmiðjan, ostaslaufur, 280 g............... 219 259 780 kg
Kexsmiðjan, pizzasnúðar, 250 g.............. 219 259 876 kg
KRÓNAN
Gildir 15.–21. ágúst nú kr. áður kr. mælie.
Óskajógúrt, 180 g ................................. 47 54 260 l
SS Grand Orange helgarsteik.................. 996 1.328 996 kg
SS koníaksl. svínasteik .......................... 974 1.298 974 kg
Hob Nobs kex venjul., 250 g................... 89 128 250 kg
Hunt’s tómatsósa, 1,1 kg ....................... 199 212 180 kg
Blucare þvottaefni Color og Ultra, 1 kg .... 229 259 229 kg
NETTÓ-verslanir
Gildir á meðan birgðir endast nú kr. áður kr. mælie.
Kjötbankinn kótilettur, frosnar ................. 698 1.487 698 kg
Norðlenska ½ skrokkar .......................... 499 596 499 kg
Ísfugl ferskar, úrb. kjúklingabringur.......... 1.278 1.598 1.278 kg
Honey Nut Cheerios, 765 g .................... 539 569 705 kg
Sara Lee súkkulaðikaka, 340 g............... 349 399 1.026 kg
Emmess skafís 2 l, 3 teg. ....................... 527 659 264 l
Frón mjólkurkex ..................................... 99 135 248 kg
SAMKAUP/ÚRVAL
Gildir frá 15.–19. ágúst nú kr. áður kr. mælie.
Pågen kanelsnúðar, 260 g...................... 199 229 765 kg
Pågen súkkul.snúðar, 260 g ................... 199 229 765 kg
Pauly saltstangir, 250 g ......................... 99 119 396 kg
Pauly saltkringlur, 175 g......................... 99 129 566 kg
Tortelloni, 3 teg., 400 g.......................... 289 339 723 kg
Pastasósa, tómat/basil, 250 ml ............. 149 179 596 l
Pestósósa m/basil, 250 ml .................... 199 245 796 l
Queens hvítlauksbrauð, 175 g................ 99 115 566 kg
SELECT-verslanir
Tilboð í ágúst nú kr. áður mælie.
Lion Bar King Size.................................. 109 135
Kit kat Chunky King Size......................... 109 138
Rolo giant ............................................. 109 149
Bahlsen saltstengur, 150 g .................... 69 85 460 kg
Bahlsen saltkringlur, 200 g..................... 129 158 650 kg
Mónu krembrauð................................... 65 80
Maxi bón, 0,5 l...................................... 487 609 974 l
Maryland kex ........................................ 116 145
Húsavíkurjógúrt, 0,5 l ............................ 129 149 258 l
Pampers bleiur...................................... 1.085 1.198
Pampers þurrkur.................................... 15 195
SPARVERSLUN, Bæjarlind
Gildir til 19. ágúst nú kr. áður mælie.
Lambaskrokkur ½, frosinn...................... 538 nýtt 538 kg
Lambalæri, snyrt og grillsagað ................ 888 1.299 888 kg
Agúrkur ................................................. 98 219 98 kg
Tómatar ................................................ 98 189 98 kg
Súkkulaðisnúðar, 400 g, Kexsmiðj. ......... 199 255 497 kg
Sælusnúðar, 400 g, Kexsmiðjan ............. 199 258 497 kg
Sunlolly, 620 ml .................................... 179 239 288 l
UPPGRIP – verslanir OLÍS
Tilboð í ágúst nú kr. áður kr. mælie.
BKI kaffi, 500 g ..................................... 349 489 698 kg
Hersheys Cookie Bar/Cookies’n’Cream ... 79 119
Snúðar frá Frón, 400 g, allar tegundir...... 249 289 622 kg
Pringles kartöfluflögur, 200 g.................. 199 275 995 kg
ÞÍN VERSLUN
Gildir 15.–21. ágúst nú kr. áður kr. mælie.
Heimiliskrydduð helgarsteik.................... 898 998 898 kg
Sirloin-sneiðar ....................................... 798 988 798 kg
Agúrkur................................................. 199 235 199 kg
Tómatar ................................................ 199 249 199 kg
Hvítkál.................................................. 159 205 159 kg
Rófur .................................................... 199 234 199 kg
Heimaís, 2 l .......................................... 499 598 249 l
Crawfords vanillukremkex, 500 g............. 239 298 478 kg
Helgartilboð
Verðupplýsingar sendar frá verslunum
Kjúklingabringur og svínakjöt á tilboðsverði
VERÐLAGNING hjá þeim sem
bjóða upp á eyðingu geitungabúa
getur verið afar mismunandi og
nokkuð hefur borið á óvönduðum
vinnubrögðum hjá aðilum sem
bjóða upp á slíka þjónustu, að sögn
Erlings Ólafssonar skordýrafræð-
ings hjá Náttúrufræðistofnun Ís-
lands. „Full ástæða er til að hvetja
fólk til að kynna sér verð og starfs-
hætti áður en hafist er handa.“
Hann segist þekkja dæmi þess að
fólk hafi ekki spurt um verð fyr-
irfram, síðan fengið senda himinháa
reikninga eftirá og að árangur hafi
þá ekki endilega verið í samræmi
við verðlagningu.
Sumarið verið hagstætt geit-
ungum og hunangsflugum
Morgunblaðið hringdi til nokk-
urra aðila sem taka að sér að eyða
búum og kom í ljós að algengt verð
er 3.000–4.500 kr. Það getur hins
vegar verið nokkuð breytilegt og
fer eftir stærð búa og hvort erfitt er
að komast að þeim. Einnig er kunn-
ugt um mun hærri verðlagningu.
Erling telur að geitungar séu
fleiri nú en í fyrrasumar og er
ástæðan sennilega gott veður fyrri
hluta sumars. Sama er að segja um
hunangsflugur. „Veðrið fyrstu tvær
vikurnar í júní skiptir höfuðmáli því
þá eru drottningarnar einar um að
koma sér upp búi og ala lirfur og ef
þær lenda í slysi þá er úti um við-
komandi bú. Ekki þarf nema einn
hvassviðrisdag í júní og þá geta illa
staðsett bú fokið og eyðilagst.“
Foreldrar vari börn sín við
Nú fer sá tími í hönd þegar geit-
ungarnir verða viðkvæmir og telur
Erling ástæðu til að vara við þeim.
„Fólk má alls ekki leika sér að því
að styggja þá, það getur dregið dilk
á eftir sér. Ég vil eindregið hvetja
foreldra til að vara börn sín við, sér-
staklega unga kokhrausta ofurhuga
sem stundum vilja koma of nálægt
búunum og pota í þau og grýta.
Einnig tel ég mikilvægt að fólk hafi
skotheld flugnanet á barnavögnum
þar sem ungbörn eru látin sofa úti.“
Hann bendir á að í nágranna-
löndunum sé talið að um 3% fólks
séu með geitungaofnæmi sem geti
verið afar hættulegt. Ekki sé
ástæða til að ætla annað en hlut-
fallið sé svipað hérlendis. „Einkenni
bráðaofnæmis eru oftast heiftarleg,
t.d. ofsakláði, bjúgur, blóðþrýst-
ingsfall, hjartsláttartruflanir og
andnauð. Í slíkum tilfellum er afar
mikilvægt að komast með hraði á
sjúkrahús, en þar geta mínútur
skipt máli.“
Misjöfn vinnubrögð geitungabana
Hvetur fólk til
að kynna sér
verð og gæði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Um þetta leyti fara geitungar að
verða viðkvæmir fyrir áreiti.
TÆPLEGA helmingur 14 ára
stúlkna í Noregi fer í megrun og
meirihluti þeirra heldur því
áfram þegar þær eldast, að því er
fram kemur í netútgáfu Aften-
posten. Vísindamenn við fé-
lagsvísindadeild háskólans í
Tromsø fylgdu 250 stúlkum eftir
frá 14 ára aldri og þar til þær
voru orðnar 21 árs og kom þá í
ljós að 40% höfðu farið í megrun
14 ára og tvær af hverjum þremur
héldu áfram að fara í megrun til
21 árs aldurs.
Svipaða sögu er að segja af ís-
lenskum kynsystrum þeirra en í
könnun Rannsókna og grein-
ingar, Ungt fólk 2000, sem lögð
var fyrir nemendur í 8., 9. og 10.
bekk grunnskóla, kom í ljós að
rétt innan við helmingur stúlkna í
9. bekk hafði farið í megrun einu
sinni eða oftar síðasta árið og
rúmlega helmingur stúlkna í 10.
bekk. Þess má geta að tíundi hver
strákur í 9. bekk hafði farið í
megrun.
Megrunin heldur áfram þegar
komið er í framhaldsskóla því
samkvæmt upplýsingum frá land-
læknisembættinu höfðu 51% sex-
tán ára stúlkna farið í megrun
einu sinni eða oftar á 12 mánaða
tímabili í könnun Rannsókna og
greiningar sem gerð var á fram-
haldsskólanemum árið 2000. Hlut-
fallið var 54% hjá 19 ára stúlkum.
Langflestar í
megrun að óþörfu
Hjá landlæknisembættinu er nú
unnið að skýrslu sem m.a. er tekið
á þessu málefni en þar hafa menn
áhyggjur af þróuninni, að sögn
Sigurðar Guðmundssonar land-
læknis. „Hér er um að ræða lækn-
isfræðilegt og samfélagslegt
vandamál sem verður að bregðast
við. Rannsóknir sýna að megrun
að óþörfu getur haft skaðleg áhrif
á heilsufar og þarf hún ekki að
ganga svo langt að um átröskun
sé að ræða til að valda skaða.
Dæmi um afleiðingar geta verið
beinþynning og truflun á tíða-
hring kvenna.“ Hann segir að
sýnt hafi verið fram á að heilsu-
farsleg áhrif þess að vera of hor-
aður séu jafnslæm og þegar um of
feita einstaklinga er að ræða t.d.
hvað varðar langlífi. Hann bendir
á að um 14 ára aldur sé fólk á við-
kvæmu vaxtarskeiði og að ljóst sé
að mikill meirihluti þeirra sem
fara í megrun þurfi þess ekki. „Ís-
lensk rannsókn á 9 ára skólabörn-
um leiddi í ljós að 20% voru of
þung en 5% voru yfir þeim mörk-
um sem notuð eru til að skilgreina
offitu. Við getum því dregið þá
ályktun að langflestar unglings-
stúlkur séu í megrun að óþörfu
auk þess sem ekki er víst að þeir
einstaklingar sem eru of feitir séu
í þeim hópi sem megrar sig.“
Hann telur að vandamálið megi
fyrst og fremst rekja til óraun-
hæfra ímynda ungra stúlkna sem
víða sé að finna t.d. íauglýsingum
og nefnir hann þar sem dæmi
snyrtivöru- og tískuiðnaðinn.
„Þetta er í samræmi við þá þróun
sem við erum að sjá í fegrunar-
aðgerðum þar sem sífellt fleirum
finnst þær þurfa að gangast undir
til dæmis brjóstastækkun til að
falla betur að þeim ímyndum sem
eru í gangi. Ungt fólk er þarna að
fá skilaboð sem einfaldlega eru
röng og við þurfum að finna leiðir
til að takast á við það.“
Helmingur 14 ára
stúlkna í megrun
Morgunblaðið/Arnaldur
Þegar stúlkur byrja ungar að
megra sig er líklegt að þær haldi
því áfram þegar þær eldast.