Morgunblaðið - 15.08.2002, Síða 26
ERLENT
26 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
PERVES Musharraf, forseti
Pakistans, fordæmdi herskáa
múslíma í gær harkalega í ræðu
sem hann hélt í tilefni þess að 55
ár eru liðin frá því að Pakistan
hlaut sjálfstæði frá Bretum. For-
setinn sagði lítilsigldan minni-
hluta halda Pakistönum í gíslingu
með mistúlkunum sínum á íslam.
„Nýlegar árásir á bræður okkar,
kristna menn, eru skammarleg,
fyrirlitleg hryðjuverk,“ sagði
hann.
Ummæli Musharrafs í gær eru
þau hörðustu sem hann hefur lát-
ið frá sér fara um árásir á kristna
menn og útlenda í Pakistan und-
anfarna mánuði. Alls hafa 59
manns farist í þessum árásum en
í liðinni viku biðu fjórir bana þeg-
ar nokkrir menn köstuðu hand-
sprengjum að kapellu sjúkrahúss
sem rekið er af kristnum mönn-
um í Taxila, nálægt Islamabad.
Talið er að róttækir múslímar
hafi staðið fyrir þessum ódæð-
isverkum en þeir eru æfir vegna
stuðnings pakistanskra stjórn-
valda við hernaðaraðgerðir
Bandaríkjamanna í Afganistan,
þar sem ráðist var á vígi al-
Qaeda hryðjuverkasamtakanna
og stjórn talibana komið frá.
Ekki í samræmi
við reglur íslams
„Árásirnar hafa menn drýgt í
nafni íslam. Þessir afvegaleiddu
glæpamenn og hryðjuverkamenn,
að ekki sé talað um þá sem fá þá
til þessara verka, eru jafnvel svo
ófyrirleitnir að telja verk sín
tryggja þeim inngöngu í para-
dís,“ sagði Musharraf.
Sagði hann árásir á útlenda og
kristna menn í landinu skaða
ímynd Pakistana á alþjóðavett-
vangi og hann fór fram á það við
alla landsmenn að hjálpa til við
að „uppræta þá sem valda því að
skuggi fellur á trú okkar og sem
skaða ímynd Pakistans“. Forset-
inn sagði ódæðismennina hafa
gerst svo ómerkilega að bíða í
leyni til þess að geta myrt konur
og börn. „Er það í samræmi við
reglur íslams? Er þetta trúin sem
við erum öll svo stolt af? Hvar er
umburðarlyndið, göfuglyndið,
drenglyndið og hjartahlýjan sem
einkennir sanna múslíma?“
Sagði Musharraf að Pakistan
myndi gjalda fyrir verk hryðju-
verkamannanna. Bættur hagur
fátækra byggðist á því að laða
mætti erlent fjármagn til lands-
ins en útséð væri um það ef árás-
ir gegn útlendingum héldu áfram.
Musharraf notaði ræðu sína í
gær einnig til að gagnrýna fyr-
irhugaðar kosningar í indverska
hluta Kasmírs-héraðs. Sagði
hann þær hlægilegar þar sem
íbúum héraðsins væri ekki veitt
neitt raunverulegt val. Sagði
hann kosningarnar hafa það eina
hlutverk að reyna að réttlæta
ólöglegt hernám Indverja í
Jammu og Kasmír.
Musharraf harðorður í
garð herskárra múslima
Reuters
Pervez Musharraf, forseti Pak-
istans, ávarpar þjóð sína í gær.
Forseti Pakistans segir árásir
gegn kristnum mönnum
„skammarleg hryðjuverk“
Islamabad. AFP.
LEITIN að bresku stúlkunum tveim-
ur, sem saknað hefur verið í ellefu
daga, heldur enn áfram, en uppgröft-
ur í fyrrinótt leiddi í ljós að svæði
nokkuð, þar sem jörð hafði verið rask-
að, tengdist hvarfi stúlknanna á eng-
an hátt. Leggur lögreglan því enn
áherslu á að finna grænleita bifreið,
sem sást kvöldið sem stúlkurnar
hurfu og talið er að tengist hvarfinu.
Þær Jessica Chapman og Holly
Wells, báðar tíu ára gamlar, hurfu frá
heimilum sínum fjórða þessa mánað-
ar og hefur leit staðið yfir síðan.
Skokkari nokkur hafði bent lög-
reglu á tvö svæði í skóglendi nærri
heimili stúlknanna þar sem jörð virt-
ist nýlega hafa verið raskað. Rann-
sókn lögreglunnar á svæðunum hefur
hins vegar leitt í ljós að líklega sé um
verk villtra dýra, en ekki manna, að
ræða.
Ástæðan fyrir því að uppgröfturinn
tók jafnlangan tíma og raun varð er
sú að lögreglumennirnir þurftu að
gæta þess að spilla ekki hugsanlegum
sönnunargögnum.
Fjölskyldum stúlknanna hafði ver-
ið sagt að búa sig undir slæmar fréttir
og létti þeim því skiljanlega þegar
niðurstöður rannsóknarinnar voru
birtar. „Þetta var löng og sérstaklega
erfið nótt fyrir foreldra stúlknanna og
eiga þau samúð mína alla,“ sagði
Hebb. „Nú þurfum við að einbeita
okkur að því að finna þær Jessicu og
Holly og koma þeim heilum á húfi
heim til sín.“
Holly og Jessica
enn ófundnar
Jarðraskið
líklega eft-
ir villt dýr
London. AFP.
FLÓÐIN í Prag, höfuðborg Tékk-
lands, voru í rénun í gær en þau náðu
hámarki um hádegisbilið. Meira en
tvö hundruð þúsund manns hafa
þurft að yfirgefa heimili sín í Tékk-
landi vegna veðursins, flestir í Prag
og suðurhluta Bæheims, en elstu
menn muna ekki vatnsflaum í líkingu
við þann sem fylgt hefur miklum
rigningum undanfarna viku.
Vaclav Baca, vatnafræðingur í
Prag, sagði að vatnsmagn í Mold-
ánni, sem rennur í gegnum borgina,
ætti að haldast nokkuð stöðugt, en
um miðjan dag í gær var það þrefalt
meira en á venjulegum degi. Níu
manns hafa dáið í flóðunum í Tékk-
landi en heildartala látinna vegna
flóðanna, sem leikið hafa mörg lönd í
Mið- og Austur-Evrópu grátt, er 88.
Flestir hafa dáið í Rússlandi, 62, en
miklir vatnavextir voru á nokkrum
svæðum við Svartahafið.
Flóðin í Tékklandi hafa haft alvar-
leg áhrif á ferðamannaþjónustu í
landinu og valdið skemmdum á sögu-
frægum byggingum í miðborg Prag.
M.a. flæddi vatn inn í tékkneska
þjóðleikhúsið í gær en rýma hefur
þurft flest hús í gamla bænum og í
gyðingahverfinu svokallaða, sem er
eitt fallegasta hverfi borgarinnar.
Símasamband var víða mjög erfitt
og einungis í nokkrum hverfum var
hægt að fá gas til upphitunar. Sam-
göngur gengu erfiðlega, eða alls ekki
og aðeins ein brú yfir Moldá var opin
fyrir umferð.
Nokkrir íbúar dýragarðsins í Prag
höfðu drukknað í vatnavöxtunum,
þ.á m. fíll, sem leikið hefur í bíó-
myndum, skógarbjörn, nashyrning-
ur og ljón en ekki tókst að koma dýr-
unum í öruggt húsaskjól í tæka tíð.
Schröder til Saxlands
Í Þýskalandi hafa alls tólf manns
látist af völdum veðursins, þar af
átta í Saxlandi í austurhluta lands-
ins. Mældist yfirborð árinnar Sax-
elfar, sem rennur í gegnum höfuð-
staðinn Dresden, sex metrum hærra
í gær en eðlilegt getur talist.
Gerhard Schröder, kanslari
Þýskalands, sótti í gær heim þau
svæði sem verst höfðu orðið úti.
Hann hefur tilkynnt að 100 milljón-
um evra, eða um 8.500 milljónum ísl.
króna, verði varið til að veita því fólki
bráðahjálp sem misst hefur heimili
sín eða orðið fyrir öðrum skaða.
Hættuástand í Slóvakíu
Rigning og miklir vatnavextir
undanfarna daga hafa einnig leikið
hluta Austurríkis og Slóvakíu grátt.
Hættuástandi var í gær lýst yfir í
Bratislava, höfuðborg Slóvakíu, en
hinn gamli miðbær Vínar var ekki
talinn í hættu þótt bæir og þorp á
milli hennar og slóvakísku landa-
mæranna yrðu mörg illa úti.
ReutersSkiltið segir, að Vín sé skammt undan. Víða í Austurríki hefur ekki rignt meira í rúma öld.
Tékkar vongóðir um að
það versta sé yfirstaðið
Prag, Dresden. AFP.
TÉKKINN Ari Liebermann, sem
um árabil bjó á Íslandi, segir borg-
arsamfélagið í Prag lamað vegna
náttúruhamfaranna sem leikið hafa
borgarbúa grátt undanfarna daga.
Hann sagði hins vegar að flóðin
hefðu nú náð hámarki og ekki væri
gert ráð fyrir að yfirborð vatns í
Moldá, sem rennur um Prag, hækk-
aði frekar.
Ari bjó um árabil á Íslandi, fyrst á
Grundarfirði en síðan í Reykjavík.
Starfaði hann þá m.a. á Dagblaðinu
og sem fréttaritari Morgunblaðsins.
Meira en tíu ár eru hins vegar liðin
síðan hann sneri aftur heim til Prag.
„Veðurspáin er góð. Það rignir
ekki lengur og það er ekki gert ráð
fyrir rigningu næstu daga,“ sagði
Ari í samtali við Morgunblaðið, en
hann er nú aðstoðarborgarstjóri í
sjöunda hverfi Prag. Giskaði hann á
að það gætu liðið tvær til þrjár vikur
þar til yfirborð vatns í Moldá væri
komið í fyrra horf.
Hefði getað farið verr
Ari sagðist ekki hafa átt í erfið-
leikum með að komast í og úr vinnu
en hann starfar miðsvæðis í Prag,
ekki ýkja fjarri gamla miðbænum.
Hann sagði að nokkur þúsund
manns hefðu þó þurft að yfirgefa
heimili sín í sjöunda hverfinu.
„Umferð er engin í borginni, enda
er aðeins ein brú opin yfir ána,“ sagði
Ari um það hvernig hamfarirnar
snertu venjulega borgara. „Það er
skortur á mjólk og brauði því bílar
komast ekki að búðum með vörur.
Það er ekkert rafmagn að hafa og
fólk fer ekki í vinnuna.“
Ari sagði hins vegar að menn
hefðu undirbúið sig vel fyrir flóðin,
enda var búið að spá miklum vatna-
vöxtum. „Þannig að ástandið er ekki
eins slæmt og það ella hefði getað
orðið,“ sagði Ari Liebermann.
Ari Liebermann
býr í Prag
Samfélag-
ið lamað
♦ ♦ ♦