Morgunblaðið - 15.08.2002, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 15.08.2002, Qupperneq 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 33 VATNSVIRKINN ehf Ármúla 21 · Sími 533 2020 www.vatnsvirkinn.is ÞAKRENNUR Frábærar Plastmo þakrennur með 20 ára reynslu á Íslandi. Til í gráu, brúnu, hvítu og svörtu. Heildsala - Smásala Allir velkomnir Borgarfræðasetur Fyrirlestur Brunet-Jailly er fluttur á ensku og nefnist „Economic Integration and the Governance of Cross-Border Urban Regions: American Functional Regions and European Territorial Regions.“ Brunet-Jailly hefur á undanförnum árum unnið að rannsóknum á nýrri svæðislegri hagþróun í Ameríku og Evrópu, sem tengist framþróun nýrra atvinnuhátta og nýrra samstarfshátta í atvinnulífi. Þar er m.a. um að ræða að atvinnulífsþyrpingar myndast á einstöku svæðum, milli borga og héraða, þar sem samstarf og tengsl fyrirtækja verða virk og nýjar efnahagsheildir myndast. Þegar slíkar heildir skarast yfir landamæri og milli borga eða sveitarfélaga verða oft til ný skipulags- og stjórnunarvandamál sem taka þarf á. Mikil aukning slíkra þyrpinga í Ameríku og Evrópu á undanförnum árum, samhliða þróun nýja hagkefisins, gerir viðfangsefni Emmanuel Brunet-Jailly sérstaklega áhugaverð. Frá Borgarfræðasetri: Opinber fyrirlestur í Norræna húsinu föstudaginn 16. ágúst kl. 14:00 „Borgir og ný efnahagssvæði: Stjórnunarvandamál í nýja hagkerfinu“ Emmanuel Brunet-Jailly lektor við University of Victoria í Kanada Borgarfræðasetur Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar www.borg.hi.is SUNNUDAGUR rann upp á Kirkjubæjarklaustri með súld og sudda ofan í grámósku undanfarinna daga og kann að hafa verið meðverk- andi þáttur í liðsflótta þeim er blasti við á síðustu tónleikum kammerhátíð- arinnar kl. 15, þar sem mættu þriðj- ungi færri áheyrendur en kvöldið áð- ur. Signý Sæmundsdóttir og Edda Erlendsdóttir fluttu fyrst sex sönglög eftir Franz (Ferenc) Liszt. Sú tón- grein hefur löngum staðið í skugga bæði slaghörpuverka og stærri tón- smíða ungverska píanóljónsins og sennilega að ósekju, enda lögin í þessu úrvali merkilega fjölbreytt að gerð og mættu heyrast oftar af hér- lendum söngpalli. Þeim Signýju tókst víða vel upp, að mínu viti bezt í Freud- voll und leidvoll, hinu andrúmsríka Ihr Glocken von Marling og í litríka tónmálverkinu af töturunum þremur, Drei Zigeuner, fríhjólandi „hippum“ 19. aldar og skotspænir ástarhaturs (og öfundar) settlegra góðborgara. Hinn mikli píanókvartett Brahms í c-moll Op. 60 var þvínæst fluttur af ofangreindum strengjaleikurum með Richard Simm í leiðarasæti. Þvert á þá stefnu undirritaðs (a.m.k. um stundarsakir) að auka ekki eftir á út- breidda umfjöllunarleti tónleika- skrárritara um höfunda og verk, stenzt hann í þessu tilviki ekki alveg freistinguna – einkum úr því að ágæt nýleg ævisaga Jans Swafford (1997) um tónskáldið var með í för. Án þess að fara nánar ofan í saumana á löngu og njörvuðu kammerverki má geta þess til gamans að auknefni verksins – „Werther-kvartettinn“ (í höfuðið á ungum sjálfsmorðingja Goethes) – virðist aldrei þessu vant runnið frá Brahms sjálfum. Tónskáldið lagði nefnilega á efri árum ofurkapp á að dylja aðferðir sínar og tilfinningaleg- ar kringumstæður, m.a. með því að brenna miskunnarlaust uppköst, minnispunkta og „óviðeigandi“ sendi- bréf, ávallt meðvitaður um dóm sög- unar (og kannski einnig grúsk Notte- bohms vinar síns í skizzubókum Beethovens). Var engu líkara en að Brahms reyndi að ráðskast með framtíðina eftir sinn dag. Af einhverj- um sökum – nánari vitneskju tókst honum s.s. að uppræta – gaf hann ítrekað í skyn, m.a.s. við Simrock for- leggjara sinn, að Píanókvartettinn, hafinn um 1854 en fyrst lokið 20 árum síðar, hefði komið undir á barmi ör- væntingar og sjálfsförgunar. En, eins og Frakkar segja, Cherchez la femme! Enda mun lykilvísbendingin fólgin í (transpóneruðu) tónaröðinni í upphafi 1. þáttar – C H A Gís A [= „Clara“], frumi sem Robert Schu- mann notaði til að vísa á konu sína Clöru Wieck. Því er við að bæta, að þótt ekkjan héldist aðdáandi tón- verka Brahms allt til æviloka, líkaði Clöru af ókunnum ástæðum aldrei vel við þennan fyrsta þátt. Fjórmenningarnir léku margt vel í framan af drungalegu og ekki með öllu lýtalausu verki Brahms og ekki við öðru að búast þótt einkum stór- mótun þess væri ekki jafntilþrifamikil eftir viku samæfinga og hjá fastskip- uðum kammerhópum erlendis sem gera ekkert annað árið um kring. Í fremur þurri akústík Kirkjuhvols áttu sterkustu kaflar til að hljóma klesstir í strengjum og glamrandi í píanói, en við því var lítið að gera og kann m.a.s. að hafa verkað hemjandi á styrkand- stæður þegar mest lá við. Alltjent þótti manni í heild vanta meiri spennu og framdrift í túlkun þessara annars valinkunnu hljómlistarmanna. „Raddir þjóðar“ buðu upp á 3. og síðasta hátíðarskammt sinn fyrst eftir hlé, að þessu sinni í þrem samtengd- um köflum. Kenndi sem fyrr margra skemmtilegra grasa. Eftir umbreytta hljóðritun af kvæðamanni, fyrst á stafrænt herðandi, síðan slakandi hraða, og gamla konu að raula barna- gælu (eða öllu heldur barnafælu, grein sem svo einkennandi var fyrir hnípna þjóð í hlekkjum hugarfarsins) við litríkan en hófstilltan meðspuna á sax og slagverk var reifaður jörfnesk- ur danshrynur í lykkjusíbylju við þjóðlagið Móður mín í kví, kví, er fjar- aði út á ámáttlegu útburðarvæli bassaklarínettsins. Þau samtengsl voru hreint út sagt innblásin. Lang- ömmuraulið Hafðu ekki hátt um þig kom svo sem manandi eftirþanki í lok- in. Að fléttutónsmíð Péturs og Sigurð- ar afstaðinni birtist eftir argverska tangómeistarann Astor Piazzolla – sem reyndar, líkt og mun „virtari“ fagurtónskáld, nam hjá Nadiu Boul- anger – Soledad [Einsemd?] fyrir alt- sax, píanótríó og slagverk, með Eddu Erlendsdóttur við slaghörpuna sem vænta mátti. Hið hægferðugt vagg- andi tónverk var útsett af tónlistar- stjóra Þjóðleikhússins, Jóhanni G. Jó- hannssyni og bar sterkastan svip af líðandi undanfara tangósins, milonga, enda þótt innibyrgðar ástríður næðu að brjótast út áður en lauk. Loks flutti hópurinn Í lófa lagið eftir Jóhann. Heitið virtist að vísu ískyggilega nærri nafni á sembalverki eftir Þor- kel Sigurbjörnsson, en reyndist engu að síður ágætlega samin „cross over“ tónsmíð í dillandi sömbu- ef ekki rúmbutakti. Hún var sömuleiðis prýðilega flutt, kannski burtséð frá óhóflega sterkum blæstri á kraft- mestu stöðum og votti af streitu í strengjum á sveiflusynkópum, og setti fjörlegan endapunkt á vel heppnaðri kammertónlistahátíð. Barnafælur og duldar ástríður TÓNLIST Kirkjuhvoll Verk eftir Liszt, Brahms, Sigurð Flosason & Pétur Grétarsson [„Raddir þjóðar“], Piazzolla og Jóhann G. Jóhannsson. Signý Sæmundsdóttir sópran; Edda Er- lendsdóttir, Richard Simm, píanó; Sif Tul- inius, fiðla; Þórunn Ósk Marínósdóttir, víóla; Scott Ballantyne, selló; Sigurður Flosason, saxofónar & bassaklarínett; Pétur Grétarsson, slagverk & dragspil. Sunnudaginn 11. ágúst kl. 15. KAMMERTÓNLEIKAR Á KLAUSTRI Ríkarður Ö. Pálsson SÝNINGUM á óperunni Dido & Eneas í Borgarleikhúsinu fer fækkandi og eru þrjár sýningar eftir; í kvöld, annað kvöld og laugardagskvöld. Sýningar verða ekki fleiri því stjórnand- inn Edward Jones þarf að halda af landi brott til annarra starfa. Í helstu hlutverkum eru Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Hrólf- ur Sæmundsson, Valgerður Guðrún Guðnadóttir og Ás- gerður Júníusdóttir. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson. Sýningum á Dido og Eneasi að ljúka AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.