Morgunblaðið - 15.08.2002, Qupperneq 35
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 35
SUÐURLANDSBRAUT 54 (BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI
SUBWAY) SÍMI 533 3109
OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 12.00-18.00
LAUGARDAGA FRÁ KL. 10.00-16.00
Nú er tækifæri
til að gera góð
kaup
Í dag hækkum við
afsláttinn í
60%
af öllum skóm
í versluninni
Nýtt kortatímabil
SÆNSKA þjóðlagatríóið Draupn-
er og Anna Pálína Árnadóttir
söngkona halda tónleika í Nor-
ræna húsinu í kvöld, fimmtudags-
kvöld, kl. 20.30. Þau halda einnig
röð tónleika í Hljómskálanum á
menningarnótt, kl. 18, 20 og 22,
en þetta er í fyrsta sinn sem
Hljómskálinn er notaður sem tón-
leikasalur.
Þjóðlagatríóið Draupner skipa
Henning Andersson, fiðla, Görg-
en Antonsson, fiðla, og Tomas
Lindberg, gítar og mandola. Á
tónleikunum í Norræna húsinu
flytja þau m.a. íslenska sagna-
dansa í nýjum búningi, auk
sænskra þjóðlaga og norrænnar
vísnatónlistar.
Tríóið Draupner var stofnað
1994 og sigraði árið eftir í stórri
tónlistarsamkeppni í Svíþjóð.
Draupner hefur komið víða fram
á undanförnum árum, m.a. á 30
ára afmæli Norræna hússins
1998. Á efnisskrá hljómsveit-
arinnar er tónlist sem á rætur í
Helsingjalandi en einnig nýrri og
frumsamin tónlist í þjóðlagastíl.
Draupner sendi frá sér sam-
nefndan geisladisk árið 2001.
Á efnisskrá Önnu Pálínar er að
finna allt frá hefðbundinni nor-
rænni vísnatónlist yfir í íslensk
sönglög, þjóðlög, sálma og djass-
tónlist.
Draupner
og Anna
Pálína í
Norræna
húsinu
Morgunblaðið/Jim Smart
Anna Pálína Árnadóttir og þjóðlagatríóið Draupner fyrir utan Hljómskálann.