Morgunblaðið - 15.08.2002, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 37
ra og hve-
ostnað af
erkefni að
vilja taka
a vilja sín-
í að verk-
inum í Jó-
tarf þjóða
hlutum í
oalition of
með að
verði ekki
num sjálf-
r eftir að
lingu,
ika
sem erf-
öðu um á
rborg sé
ð að draga
um. Þetta
inna mik-
ggja fyrir
sett það
andsfram-
þróunar-
markmið
nar hefur
frá 1992
haldinn. Á
ar í þróun-
og fjár-
streymið til þeirra hefur því í reynd
aukist.
Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu
þjóðanna, hefur hvatt iðnríkin til að
tvöfalda framlög sín til þróunarað-
stoðar þannig að þau verði um 100
milljarðar dollara á ári. Alþjóða-
bankinn lýsti svipuðum viðhorfum í
skýrslu sem bankinn skilaði í janúar
á þessu ári. Þetta myndi þýða að
framlög til þróunaraðstoðar færu
upp í um 0,5% af landsframleiðslu
iðnríkjanna. Um þessi markmið er
hins vegar ekki samstaða.
Halldór Þorgeirsson sagði ljóst að
á fundinum í Jóhannesarborg yrði
ágreiningur um skuldbindingar iðn-
ríkjanna til þróunaraðstoðar.
Spurningin væri hvort það ætti að
endurskoða þetta 0,7% markmið eða
ítreka það. Eins væri deilt um hvort
fundurinn ætti að segja eitthvað um
það hvernig iðnríkin ættu að fara að
því að auka aðstoðina. Umræðan
væri einnig í auknum mæli farin að
snúast um skuldbindingar þróunar-
ríkjanna, þ.e. hvað þau gætu gert til
að þróunaraðstoð kæmi að enn
meira gagni. Hann benti á að í júní á
þessu ári samþykktu átta helstu iðn-
ríki heims yfirlýsingu um aðstoð við
Afríku, en aðstoðin væri bundin skil-
yrðum um bætta stjórnun, virðingu
fyrir mannréttindum og fleiru.
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, kom inn á þessi
sjónarmið í ræðu sem hann flutti í
júlí sl. á ráðstefnu þar sem fundur-
inn í Jóhannesarborg var til um-
ræðu. „Sjálfbær þróun verður að
hefjast á heimavelli með traustri
stefnumörkun og góðri stjórnun.
Opinber aðstoð og einkafjármagn
skila mestum árangri þegar það fer
til ríkisstjórna sem stjórna af sann-
girni, fjárfesta í sínu fólki og hvetja
til frjálsræðis í efnahagsmálum,“
sagði Powell.
„Bandaríkin ein og sér kaupa ár-
lega vörur fyrir 450 milljarða dollara
af þróunarríkjunum, sem er átta
sinnum meira en þessi sömu ríki fá í
þróunaraðstoð. Að draga að sér svo
mikið einkafjármagn er ekki auð-
velt. Einkafjármagn er huglaust,
það er eins og hræddur kjúklingur.
Það flýr spillingu og slæma stjórn-
un. Það vill ekki fara á staði þar sem
eru átök. Það vill ekki fara á staði
þar sem er spilling. Það vill ekki fara
á staði þar sem er óstöðugleiki.
Einkafjármagn heldur sig frá fá-
fræði, sjúkdómum og ólæsi og það
heldur sig sérstaklega frá stöðum
þar sem svo virðist sem ekkert sé
gert til að berjast gegn fáfræði,
sjúkdómum og ólæsi.“
Powell svaraði orðum þeirra sem
áhyggjur hafa af árangri ráðstefn-
unnar í Jóhannesarborg með því að
benda á að til að ná markmiðinu um
sjálfbæra þróun þyrftu menn að
haga sér eins og maraþonhlauparar
en ekki eins og spretthlauparar.
Enginn árangur
hefur náðst í Afríku
Þótt mikil fátækt sé víða í heim-
inum er það þó ekki þannig að eng-
inn árangur hafi náðst. Fyrir 10 ár-
um þurftu 29% íbúa heimsins að láta
sér nægja innan við einn dollar á dag
til framfærslu. Nú er þetta hlutfall
talið vera um 24%. Barnadauði hef-
ur minnkað um 10% og 20% færri
börn deyja yngri en fimm ára í dag
en fyrir 10 árum. Í Austur-Asíu hef-
ur þeim sem lifa við fátækt fækkað
úr 28% árið 1990 í 15% fyrir árið
1998 eða úr 418 milljónum í 267
milljónir. Verulegur árangur hefur
náðst í löndum eins og Kína, Ind-
landi, Úganda og Víetnam. Í Úg-
anda hefur þeim sem lifa við fátækt
fækkað um 40% og í Víetnam um
helming.
Ástandið hefur hins vegar ekkert
batnað í löndum Afríku sem liggja
sunnan Sahara. Árið 1990 er talið að
48% íbúa á þessu svæði hafi búið við
fátækt og þetta hlutfall var óbreytt
árið 1998. Fjöldi fólks á svæðinu sem
býr við fátækt hefur hins vegar auk-
ist á þessu tímabili eða úr 220 millj-
ónum í 300 milljónir árið 1998.
Ísland beitir sér í málefnum
hafsins og orkumálum
Að sögn Halldórs Þorgeirssonar
hafa fulltrúar Íslands mest beitt sér
í málefnum hafsins og orkumálum
við undirbúning ráðstefnunnar. „Við
erum sæmilega sátt við það hvernig
mál standa varðandi hafið. Það mál
komst mjög langt á síðasta undir-
búningsfundi sem var haldinn á Bali
í Indónesíu. Þar tókst m.a. að fylgja
eftir niðurstöðu ráðstefnu FAO um
sjálfbærar fiskveiðar í vistkerfi
hafsins sem haldin var í Reykjavík.
Við höfum einnig lagt áherslu á að
dregið verði úr mengun hafsins. Ís-
land átti frumkvæði að tillögu um að
gerð yrði úttekt á mengun hafsins
og hún fékk góðar viðtökur.
Hins vegar eru mál ekki eins
langt komin varðandi orkumálin.
Þar höfum við lagt áherslu á mik-
ilvægi endurnýjanlegrar orku og
mikilvægi þess að auka þátt hennar.
Við viljum að gripið verði til ráðstaf-
ana til að það gerist hraðar.“
Halldór sagði að allstór hópur
ríkja legðist gegn því að fundurinn
ályktaði um gildi endurnýjanlegrar
orku. Í þeim hópi væru Bandaríkin,
OPEC-ríkin og fleiri ríki.
Halldór sagðist vera sannfærður
um að fundurinn í Jóhannesarborg
ætti eftir að skila árangri. Líklegt
væri þó að árangurinn yrði ekki eins
mikill á sumum sviðum og vonast
hefði verið eftir. „Þegar horft verður
á málið í heild er kannski megin-
spurningin hvort fundurinn hefur
nægilega hvatningu í för með sér.
Bara það að beina athygli stjórn-
valda í heiminum að þessum alvar-
legu vandamálum er út af fyrir sig
mikill árangur.“
Halldór sagði að mjög mikið hefði
gerst frá fundinum í Ríó. Rekja
mætti loftslagssamning Sameinuðu
þjóðanna, sem kenndur er við
Kyoto, til Ríó-fundarins. „Það sem
skortir helst á er að ná árangri í út-
rýmingu á fátækt. Þar virðist viljann
til aðgerða vanta.“
Ný stefnumörkun Íslands um
sjálfbæra þróun verður kynnt í
þessari viku. Stefnumörkunin verð-
ur lögð fram á fundinum í Jóhann-
esarborg.
Fundinn í Jóhannesarborg sækja
af Íslands hálfu Davíð Oddsson for-
sætisráðherra og Siv Friðleifsdóttir
umhverfisráðherra, en auk þeirra
verða fulltrúar frá forsætisráðu-
neytinu, umhverfisráðuneytinu, ut-
anríkisráðuneytinu, iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytinu, Alþingi og
frjálsum félagasamtökum á fundin-
um.
þróun hefst í Jóhannesarborg 26. ágúst
Reuters
a 1,1 milljarður manna, hafa ekki aðgang að
óran þátt í því að 11 milljónir barna deyja ár-
ns og niðurgangspest; sjúkdómum sem hægt
t ef fólk byggi við eðlileg lífsskilyrði.
egol@mbl.is
afa innan
il fram-
mingur
við tvo
ærslu.
na á ekki
vatni.
arbúa
gjandi
nna ná-
lbrigðu
.
na eru
barna eru
undir
lega af
að verj-
eru með
sem vilja
afa ekki
Náttúruverndarráð hefurákveðið að leggja framósk um að Þjórsárververði friðlýst.“ Þannig
hófst frétt á baksíðu Morgunblaðs-
ins 29. maí 1969. Blaðið vitnaði í
Birgi Kjaran, formann ráðsins:
„Við teljum Þjórsárver ein mestu
náttúruverðmæti Íslands vegna
heiðagæsavarpsins sem þar er.
Heiðagæsin verpir aðeins á þremur
stöðum í heiminum, í Þjórsárver-
um, á Spitsbergen og á Grænlandi.
Varpið í Þjórsárverum er þeirra
langstærst. Við megum ekki til
þess hugsa að þessi náttúruverð-
mæti verði eyðilögð, t.d. með virkj-
unarframkvæmdum sem myndu
setja allt varpið undir vatn.“
Sennilega var þetta í fyrsta sinn
sem minnst var opinberlega á hug-
myndir um vatnsmiðlun við Norð-
lingaöldu, framkvæmd sem síðustu
ár hefur verið nefnd Norðlinga-
ölduveita.
Stórfelld náttúruspjöll
Tveimur dögum síðar, 31. maí
1969, birti Morgunblaðið langa
grein eftir Finn Guðmundsson
fuglafræðing um framtíð Þjórsár-
vera. Í upphafi greinarinnar sagði
Finnur að með Þjórsárverum væri
átt við samfellt gróðurlendi við suð-
austurjaðar Hofsjökuls, norðan
Fjórðungssands. „Þetta landsvæði
er svo einstakt um landslag, gróður
og dýralíf að frá fræðilegu og
menningarlegu sjónarmiði tel ég
höfuðnauðsyn á því að tryggt verði
með náttúruverndaraðgerðum að
þar verði engu raskað,“ sagði Finn-
ur. „Þjórsárverin eru ákaflega
gróðursæl og gróður er þar víða
með afbrigðum fagur.“
Finnur sagði að hugmyndir væru
um „að stífla Þjórsá á Fjórðungs-
sandi móts við Norðlingaöldu og
skapa þar gífurlega stórt uppi-
stöðulón. Yfirborð þessa fyrirhug-
aða vatns yrði í 582 metra hæð yfir
sjó og í vorflóðum yrði það senni-
lega 2–3 m hærra. Síðar væri hægt
að hækka þessa stíflu um 10–15 m“.
Hann sagði að sú tillaga myndi
„valda stórfelldari náttúruspjöllum
en dæmi eru til hér á landi“. Þótt
aðeins væri miðað við 582 metra
vatnshæð myndu allar helstu varp-
stöðvar heiðagæsarinnar fara í kaf
– og þar með þýðingarmestu varp-
stöðvar þessa fugls í heiminum.
„Slíkt væri alþjóðlegt hneyksli.“
Ómetanlegt undur
Peter Scott, hinn heimsþekkti
breski náttúruvísindamaður, kom
til Íslands um þetta leyti og flutti
fyrirlestur í Gamla bíói 2. júní 1969
um heiðagæsina. Einnig sýndi Pet-
er kvikmynd sem tekin var þegar
hann vann að merkingum heiða-
gæsar í Þjórsárverum 1951 og
1953.
„Dr. Scott lagði þunga áherslu á
hið sérstæða náttúrufyrirbæri sem
hér væri um að ræða og hann sagð-
ist vona í lengstu lög að Íslendingar
létu ekki eyðileggja þetta undur, er
stóryki náttúrufjölbreytni okkar
fagra lands,“ sagði Morgunblaðið.
„Hann benti á að vissulega væru
fjárhagsmál í þessu efni þung á
metunum og kílóvattstundir auð-
reiknaðar yfir í krónur. Hitt væri
erfiðara, að meta náttúruundur á
borð við Þjórsárver til fjár.“
Þess má geta að Peter Scott var
formaður stjórnar The World Wild
Life Fund, en úr þeim sjóði fékkst
styrkur til að festa kaup á Skafta-
felli árið 1966 og gera það að þjóð-
garði sem opnaður var vorið 1968.
Til að bæta og auðga
Sama dag og sjónarmið Peter
Scott voru kynnt, 3. júní 1969,
fjallaði Morgunblaðið um Þjórsár-
ver í ritstjórnargrein. „Eins og
fram hefur komið í fréttum kynni
ein af virkjunartilhögunum þeim
sem athugaðar hafa verið við
Þjórsá að leiða til þess að Þjórs-
árver færu í kaf og aðalvarpland
heiðagæsarinnar yrði þar með eyði-
lagt.“ Blaðið minnist í þessu sam-
bandi á hugmyndir um virkjun
Gullfoss í Hvítá, sem þá höfðu ný-
lega verið settar fram, en ekki væri
ástæða til að athuga nánar þar sem
slíkt myndi aldrei verða þolað. Síð-
an sagði: „Stórvirkjanir og stóriðja
er til þess gerð að bæta og auðga
landið en ekki til að firra það verð-
mætum og náttúruauðlegð. Þess
vegna verður að finna þá virkjunar-
tilhögun í Þjórsá, sem annars stað-
ar, sem minnstri röskun veldur.“
Gæsin yrði að flytja sig
Í Morgunblaðinu 15. júní 1969
var viðtal við Eirík Briem, fram-
kvæmdastjóra Landsvirkjunar.
Hann sagði að með miðlun við
Norðlingaöldu væri hægt að fá við-
bótarorku á mjög ódýran hátt en að
án miðlunar yrði orkan svo dýr „að
virkjanir á svæðinu kæmu vart til
greina. Það er því ofur eðlilegt að
allir þeir sem við þessi virkjunar-
mál hafa fengist hafi gert ráð fyrir
miðlun við Norðlingaöldu. Áður en
ráðist er í hana þarf hins vegar að
leita að sem bestri lausn á því
vandamáli er gæsavarpið hefur í
för með sér“.
Eiríkur sagði að Landsvirkjun
hefði haft frumkvæði að viðræðum
við Náttúruverndarráð, með bréfi
sem sent var í nóvember 1968. Á
fundi með ráðinu hefði verið „frá
því skýrt að á fyrsta virkjunarstigi
yrði að öllum líkindum aðeins stífl-
að upp í hæð 582. Við slíka stíflu
færi nokkurt graslendi í kaf, en þó
lítið. Aðalgæsavarpið er nú rétt
innan þess svæðis sem færi undir
vatn. Yrði gæsin í því tilfelli að
flytja varpstöðvar sínar um 2 km til
vesturs“. Í viðtalinu sagði fram-
kvæmdastjóri Landsvirkjunar að
„síðar yrði hins vegar að reikna
með að lónið yrði hækkað um eða
yfir 10 metra. Þá yrði að hefja
ræktun á svæðinu til að sjá gæsinni
fyrir nýjum beitilöndum og gera
aðrar þær ráðstafanir sem niður-
stöður rannsókna segðu fyrir um“.
Fuglinn sem fann Ísland
Enn voru Þjórsárver til umræðu
haustið 1970. Þá sagði Morgunblað-
ið að fulltrúi frá Orkustofnun hefði
sagt á ráðstefnu erlendis að Íslend-
ingar væru engan veginn reiðubún-
ir að hætta við framkvæmdir í
Þjórsárverum. Nóbelsskáldið sætti
sig ekki við þessa fullyrðingu og
ræddi um hana í víðfrægri grein
um hernaðinn gegn landinu, í
Morgunblaðinu á gamlársdag 1970.
„Nú vaða þeir menn uppi sem er
mest í mun að sökkva vin þeirri
sem vindurinn hefur skilið eftir í
hálendinu, Þjórsárverum, ríki ís-
lensku heiðagæsarinnar; það á að
flæma burt fugl þann sem fann Ís-
land löngu á undan manninum og
hefur búið hér í verunum um tugi
alda, þúsundum til samans,“ sagði
Halldór Laxness og gat þess að
náttúrufræðingar hvaðanæva hefðu
sárbeðið ríkisstjórn og Alþingi að
þyrma Þjórsárverum og boðist til
að kosta rannsóknir „á þessari
paradís Íslands þar sem tíu þúsund
heiðagæsahjón eru fulltrúar al-
mættisins í norðlægri túndru um-
luktri eyðimörk“.
Hvað er óhæfileg rýrnun?
Skemmst er frá því að segja að
einhvers konar sátt náðist um mál-
ið í desember 1981 þegar mennta-
málaráðherra staðfesti tillögu
Náttúruverndarráðs um friðlýs-
ingu Þjórsárvera. Þar var þó haldið
opnum þeim möguleika „að gera
uppistöðulón með stíflu við Norð-
lingaöldu í allt að 581 m y.s., enda
sýni rannsóknir að slík lónsmyndun
sé framkvæmanleg án þess að nátt-
úruverndargildi Þjórsárvera rýrni
óhæfilega að mati Náttúruverndar-
ráðs“. Friðlýsingin var endurnýjuð
í nóvember 1987, lítið breytt.
Í fyrradag birti Skipulagsstofn-
un úrskurð um mat á umhverfis-
áhrifum Norðlingaölduveitu og
féllst með skilyrðum á lón í 575 eða
578 metra hæð yfir sjávarmáli en
hafnaði lóni í 581 metra hæð. Sumir
hafa fagnað úrskurðinum, aðrir lýst
mikilli undrun sinni. Í ritstjórnar-
grein Morgunblaðsins í gær sagði:
„Tæpast verður um það deilt að við
erum komin a.m.k. að ystu mörkum
þess sem við getum leyft okkur í
framkvæmdum á hálendinu.“
Það er ljóst að enn sér ekki fyrir
endann á deilunum um verndun
Þjórsárvera.
Verndun Þjórsárvera
í rúma þrjá áratugi
Úrskurður Skipulags-
stofnunar um Norð-
lingaölduveitu hefur
vakið umræður um
verndun Þjórsárvera –
umræður sem staðið
hafa með hléum í meira
en þrjá áratugi. Jónas
Ragnarsson tók saman
nokkrar tilvitnanir úr
umræðu fyrri ára.
Höfundur hefur tekið saman efni í
Daga Íslands og fleiri bækur.
Morgunblaðið/RAX
Sumir hafa fagnað úrskurði Skipulagsstofnunar um Norðlingaölduveitu, aðrir lýst mikilli undrun sinni.