Morgunblaðið - 15.08.2002, Síða 42
UMRÆÐAN
42 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
UNDIR forystu for-
sætisráðuneytisins
hefur verið unnið að
því um nokkurt skeið
að flytja sem flest
ráðuneyti saman ofan
við Arnarhól. Til þess
þarf að byggja mikið
að skrifstofuhúsnæði á
svokölluðum stjórnar-
ráðsreit en það eru
lóðir við Sölvhólsgötu
11 (kennt við Land-
símann) og Sölvhóls-
götu 13 (kennt við
Landsmiðjuna) ásamt
fleiri lóðum. Forsætis-
ráðherra kynnti í sum-
ar úrslit í samkeppni
um hönnun skrifstofubygginga fyrir
heilbrigðisráðuneytið, dóms- og
kirkjumálaráðuneytið og umhverf-
isráðuneytið. Alls er gert ráð fyrir
byggingu 4.800 fermetra skrifstofu-
byggingar fyrir rúmlega 700 m.kr.
Að sumu leyti er það góður kostur
fyrir ráðuneytin og ef til vill hag-
kvæmur að safna ráðuneytunum
saman á einn blett nálægt miðbæ
Reykjavíkur. Í þessari grein er
þessi stefna hins vegar gagnrýnd,
annars vegar vegna kostnaðar og
hins vegar vegna miðbæjarins.
Stækkun ráðuneyta
Gert er ráð fyrir verulegri stækk-
un á húsnæði fyrir þessi ráðuneyti.
Öllum sem þekkja til er ljóst að
mjög þröngt er um starfsmenn
ráðuneytanna og full þörf að bæta
úr því. En það má gera
með ýmsum öðrum
hætti en að byggja yfir
ráðuneytin. Þannig má
hugsanlega rýmka um
starfsmenn með því að
fækka þeim en ekki
verður farið út í þá
sálma hér. Ríkið á
mjög mikið af húsnæði
vítt og breitt um
Reykjavík og um land
allt. Ef til vill er hægt
að nota það með öðr-
um hætti en nú er gert
og slepppa þannig við
að byggja nýjar skrif-
stofubyggingar. Til
stendur eftir því sem
best er vitað að flytja Rafmagns-
veitur ríkisins norður til Akureyrar.
Við það losnar mikið húsnæði við
Hlemm eða yfir 2.000 fermetrar, við
hliðina á heilbrigðisráðuneytinu.
Mun betra er að stækka heilbrigð-
isráðuneytið við Hlemm í stað þess
að færa það í heild sinni um nokkur
hundruð metra innan miðbæjarins.
Landlæknisembættið, sem einnig
er við Hlemm, gæti eflaust einnig
fengið hluta af húsnæði RR en frést
hefur að embættið sé í húsnæðisleit.
Við Hlemm yrðu þá áfram hlið við
hlið allar helstu stofnanir heilbrigð-
iskerfisins, heilbrigðisráðuneytið,
landlæknir og Tryggingastofnun
ríkisins. Mikil hagræðing er fólgin í
því að hafa þær í námunda hver við
aðra og mun meiri en að færa heil-
brigðisráðuneytið nær öðrum ráðu-
neytum. Samskipti þessara stofn-
ana innbyrðis eru eflaust meiri en
samskipti heilbrigðisráðuneytis við
önnur ráðuneyti. Með því að hætta
við 700 m.kr. stjórnarráðsbygging-
ar á Sölvhólsgötu má spara veru-
legt fé, bæði sjálfan byggingar-
kostnaðinn auk mikils kostnaðar við
flutning og aukinn rekstur vegna
stærra húsnæðis.
Veitingastaðir
Gagnrýna má ýmislegt í forsend-
um hönnunarsamkeppninnar út frá
kostnaði. Til dæmis er gert ráð fyr-
ir fjölgun starfsmanna ráðuneyt-
anna. Benda má á að gert er ráð
fyrir að langflestir starfsmenn hafi
einkaskrifstofur í stað þess að vinna
í opnu skrifstofurými sem mjög al-
gengt er hjá einkafyrirtækjum en
slíkt sparar pláss og þar með fé. Þá
er áætlað að mötuneyti upp á um
300 fermetra verði í skrifstofubygg-
ingunni og má áætla byggingar-
kostnað vegna þess upp á 45–50
m.kr. Í raun má segja að ríkið ætli
að byggja enn einn „veitingastað-
inn“ fyrir sína starfsmenn en eins
og allir vita eru fjölmargir veitinga-
staðir í næsta nágrenni við Arn-
arhvol. Fyrir um 10 árum voru uppi
hugmyndir um að ríkið hætti að
starfrækja mötuneyti en tæki þess í
stað upp „matarkort“ sem hægt
væri að framvísa í veitingahúsum
miðbæjarins. Með matarkortum er
starfsmönnum frjálst að versla við
þau veitingahús sem samningar
hafa verið gerðir við. Ekki þarf að
fjölyrða um að starfsmenn ættu
með því móti val á mjög fjölbreytt-
um matseðli á hverjum einasta
degi. Ríkið og veitingahúsin ættu að
geta náð góðum samningum en mál-
tíð í mötuneytum ríkisins í Arn-
arhvoli kostar um 700 kr. í dag. Auk
þess að spara kostnað vegna mötu-
neytisbygginga þá myndu fjölmarg-
ir ríkisstarfsmenn að snæða hádeg-
isverð í matartíma sínum lífga
verulega upp á miðbæinn allt árið
um kring, ekki síst yfir vetrartím-
ann.
Stjórnarráðsreitur
Hagstofan er í húsnæðisleit eftir
að Þjóðhagsstofnun var lögð niður
og hefur verið nefnt í fréttum að
hún sé jafnvel á leiðinni inn í Borg-
artún. Ef Hagstofan flytur úr
Skuggasundi (sem er milli Lindar-
götu og Sölvhólsgötu) losnar mikið
af tilbúnu skrifstofuhúsnæði rétt
við hliðina á dómsmálaráðuneytinu.
Þangað mætti hæglega flytja dóms-
málaráðuneytið og/eða umhverfis-
ráðuneytið, að hluta til eða í heild.
Annars getur Hagstofan verið nán-
ast hvar sem er á landinu m.t.t.
þeirra verkefna sem hún sinnir.
Þannig mætti hugsanlega flytja
hana til Akureyrar og gæti það
bæði styrkt Akureyri og Háskólann
á Akureyri því mikill fjöldi háskóla-
manna vinnur á Hagstofunni sem
gætu til að mynda sinnt kennslu,
rannsóknum eða öðrum störfum í
samvinnu við háskólann.
Mikið hefur verið talað um að
styrkja miðbæ Reykjavíkur, sér-
staklega var það áberandi í aðdrag-
anda borgarstjórnarkosninganna í
vor. Skrifstofubyggingar fyrir ráðu-
neytin á einu stóru svæði munu
ekki styrkja né fegra miðborgina.
Nær lagi væri að skipuleggja íbúð-
arbyggð á stjórnarráðsreitnum og
gæti hún verið mjög hentug fyrir
ungt fólk. Þannig gætu risið þarna í
bland hefðbundnar íbúðir og litlar
námsmannaíbúðir fyrir Iðnskólann
í Reykjavík, Listaháskóla Íslands
og Háskóla Íslands (allir skólarnir
eru í um 5 mínútna göngu- eða
strætófæri). Miklu meira líf fylgir
íbúðarbyggð, sérstaklega ungs
fólks og námsfólks heldur en skrif-
stofubyggingum sem standa tómar
eftir klukkan fimm á daginn og um
allar helgar. Íbúar myndu sækja
skóla og ef til vill vinnu í nágrennið,
börn væru á leikskólum og jafnvel
litlum grunnskóla auk þess að íbú-
arnir myndu kaupa flestar nauð-
synjar í miðbænum. Það munar um
nokkur hundruð eða þúsund íbúa í
miðbæinn en tilfærsla ráðuneyta
milli gatna í miðbænum skiptir
engu máli fyrir lífið í miðbænum.
Lifandi íbúðabyggð í stað dauðra
skrifstofubygginga rétt við hjarta
miðbæjarins er spennandi framtíð-
arsýn, of spennandi til að gefa
henni ekki gaum. Fyrir utan að
miðbærinn myndi eflast við þetta
gæti ríkið hagnast töluvert, annars
vegar með því að spara sér bygg-
ingarframkvæmdir og hins vegar
með því að selja þessar dýrmætu
lóðir. Vonandi er ekki orðið of seint
að vekja athygli á þessum málum.
„Ráðuneytisþorp“
eða líflegri miðbær
Sólmundur
Már Jónsson
Miðbærinn
Skrifstofubyggingar
fyrir ráðuneytin á einu
stóru svæði, segir
Sólmundur Már Jóns-
son, munu ekki styrkja
né fegra miðborgina.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
UNDANFARIÐ hefur Lands-
samband íslenskra útvegsmanna
(LÍÚ) gert harðar atlögur að smá-
bátamönnum, og reynt að telja
þjóðinni trú um að þeir taki af öðr-
um. Þorsteinn Már Baldvinsson,
forstjóri Samherja, er nú kominn á
kreik í Morgunblaðinu.
Afli smábáta hefur aukist á und-
anförnum árum. Þessi gleðilega
þróun hefur átt sér stað vegna þess
að fólk í fjölda strandbyggða um-
hverfis landið hefur byrjað útgerð,
oftar en ekki eftir að fyrirtæki á
borð við Samherja höfðu stungið af
með veiðiheimildirnar í fullkomnu
ábyrgðarleysi gagnvart þeim sið-
ferðislegu en óskrifuðu skyldum
sem fylgja því að þjóðin láni mönn-
um aflaheimildir sínar, þeim til af-
nota. Smábátar sem veiddu á hand-
færi og línu voru á góðri leið með að
skapa heimatilbúið ævintýri, bæði í
efnahags- og byggðamálum á Vest-
fjörðum í fyrra.
Málið er að svokallaður um-
framafli smábáta er ekki tekinn frá
neinum. Lög segja að þjóðin í þessu
landi eigi fiskinn í sjónum. Ekki út-
gerðarmenn verksmiðjutogara.
Ekki einu sinni Samherji þó að fyr-
irtæki undir stjórn Samherja hafi
fengið umboð frá þjóðinni til að nýta
ríflega tíu prósent af þeim aflaheim-
ildum landsmanna sem eru njörv-
aðar í fjötra kvótakerfisins. Þetta er
kerfi sem flestum á að vera ljóst í
dag að hvílir á algerum brauðfótum
þegar kemur að stofnstærðarmæl-
ingum og ákvörðunum um kvóta.
Skömmtunarkerfi sem í upphafi
byggðist á vitlausri og vafasamri
forgjöf.
Áleitnar spurningar
Sýnu alvarlegra er svo að menn á
borð við Þorstein hafa um árabil
notað vægast sagt vafasamar
Hafrótölur um meira eða minna
ímyndaðan fjölda fiska í sjó sem
gjaldeyri í lánafyrirgreiðslum,
brask með hlutabréf og það sem
þeir kalla hagræðingu.
Lokaniðurstaða slíkra
æfinga er yfirleitt að
sjávarbyggðir eru
meira eða minna drepn-
ar til dýrðar braski með
kvóta og verðbréf sem
aftur byggist á ímynd-
uðum fjölda fiska í sjón-
um.
Hver tók af hverjum?
Hver var það sem sagði
að Guggan yrði áfram
gul og hún yrði gerð út
frá Ísafirði? Hverjir
voru það sem hirtu
Básafellskvótann af
Vestfirðingum? Hverjir
hirtu lungann af kvóta
Sandgerðinga og fluttu upp á Akra-
nes? Hver er það sem nú heldur
Stöðfirðingum í heljargreipum ótta
eftir að hafa selt ísfisktogara þeirra
til 25 ára til Afríku, og um leið keypt
verksmiðjutogara sem efalítið verð-
ur gerður út frá Akureyri? Þor-
steinn ætti að svara þessum spurn-
ingum.
Hvað með skipstjórakvótann?
Síðan má minna á skipstjórakvót-
ann, sem setti lappirnar undir sam-
herja Þessi úthlutun, sem Arthúr
Bogason, formaður Landssam-
bands smábátaeigenda, gerði ágæt-
lega skil í Morgunblaðinu 23. júlí
síðastliðinn, rennur enn heil og
óskipt til Samherja. Þrátt fyrir þá
staðreynd að allar forsendur og rök
sem réttlættu þessa upphaflegu út-
hlutun séu á engan hátt til staðar
lengur. Samherji ekki
lengur viðkvæm smá-
útgerð ungra útgerð-
armanna og sjó-
manna, heldur
alþjóðlegt stórfyrir-
tæki sem þarf ekki
lengur stuðning ann-
arra útgerða. Fyrir-
tækið þarf sem sagt
ekki lengur að taka af
öðrum. Bæði skip-
stjóri og áhöfn, sem
þessum kvóta var út-
hlutað, eru löngu
horfnir frá Samherja.
Upphafleg afla-
reynsla Samherja
sem átti að mynda
grunn fyrir kvótaúthlutun togarans
Guðsteins var 673 tonn. Eftir að
skipstjórakvótanum hafði verið út-
hlutað var kvótinn kominn í 4.445
tonn. Frá hverjum hefur þetta verið
tekið nú bráðum í 20 ár? Reikni nú
hver sem vill verðmæti þessarar
gjafar á þessu tímabili. Það hlýtur
að vera sanngjörn krafa að þeir sem
öfluðu þeirra heimilda sem kvóta-
kerfið byggðist á, fái sinn upphaf-
lega kvóta og hætt verði að úthluta
skipstjórakvótanum.
Mjög samkeppnishæfir
Veiðiaukning smábátaflotans, og
sérstaklega bátanna í sóknardaga-
kerfinu, er mikið ánægjuefni. Það
væri langtum ríkari ástæða til gleði
ef þessir bátar hefðu verið látnir í
friði fyrir LÍÚ og sjávarútvegsráð-
herra. Hagkvæmnin er óumdeilan-
leg. Fjárfestingin er lítil, olíueyðsla
sömuleiðis. Á meðan eru verk-
smiðjuskip stórútgerðanna tæki
sem gleypa óhemju af olíu, glíma við
gríðarlega skuldabagga.
Útgerð smábátanna gefur af sér
fjölmörg störf í strandhéruðum
þessa lands. Smábátarnir krydda
mannlífið því kringum þá er stöð-
ugur erill. Reynsla okkar Vestfirð-
inga hefur fært okkur heim sanninn
um að rekstur þeirra getur gert
kraftaverk fyrir byggð í sjávar-
plássunum umhverfis landið.
Eftir að hafa verið sjómaður í
hálfa öld á smábátum og togurum,
tel ég mig vita ýmislegt þegar kem-
ur að veiðum og notkun veiðarfæra.
Að krókaveiðar eru vistvænar er
hafið yfir allan vafa. Það fer lítil olía
í þessar veiðar og mengun er því
óveruleg. Allur afli smábátanna
berst á land þar sem hann er nýttur
til hins ýtrasta. Ekki bara sjálft
fiskholdið, heldur einnig hausar,
hryggir og innvols.
Áskorun
Verksmiðjuskipin koma nánast
einungis með flök í land. Öðru er
hent í hafið. Ég skora hér með á
Þorstein Má Baldvinsson að upp-
lýsa þjóðina um hve miklu af haus-
um, hryggjum, innvolsi og öðru
fiskmeti skip Samherja henda í haf-
ið árlega. Hér er um að ræða tölu
sem hleypur á tugum þúsunda
tonna og miklu hærri en það sem
Þorsteinn sakar trillurnar um að
hafa tekið af aflamarksskipunum.
Þetta brottkast verksmiðjuskip-
anna er gersamlega óverjandi.
Verksmiðjuskipin og ísfisktogar-
arnir nota flot- og botnvörpur við
sínar veiðar. Allir sem notað hafa
þessi veiðarfæri vita að þau geta
gert mikinn skaða þegar skarkast
er með þau í lífríkinu. Þó hafa engar
rannsóknir verið stundaðar á þessu
hér á landi. Hvar er nú ábyrgð Sam-
herjaforstjórans í þessum efnum?
Smábátasjómenn þurfa ekkert að
skammast sín þótt verksmiðju-
skipaforstjórinn á Akureyri kjósi að
gera tilraun til að gera lifibrauð
þeirra vafasamt. Þeir geta horfst
hnarreistir í augu við þjóðina og
sagt með sanni að þeir hafi stundað
veiðar í sátt við náttúru og yfir-
gnæfandi meirihluta þjóðar þessa
lands. Þeir geta einnig horft björt-
um augum framan í framtíðina
vegna þeirra vistvænu veiða sem
vinna með náttúrinni, en ekki á móti
henni. Ég er ekki viss um að hið
sama megi segja um Samherjafor-
stjórann og marga af kollegum hans
innan LÍÚ.
Svar og áskorun til
Samherjaforstjórans
Guðmundur
Halldórsson
Kvótinn
Brottkast verksmiðju-
skipanna, segir Guð-
mundur Halldórsson, er
gersamlega óverjandi.
Höfundur er formaður Eldingar,
félags smábátaeigenda á
norðanverðumVestfjörðum.
Brúðargjafalistar
Mörkinni 3, s: 588 0640
Opið mánudag-föstudags 11-18.
Lokað á laugardögum í sumar
Hnífapör og matarstell frá
Trúlofunar- og giftingahringir
20% afsláttur
www.gunnimagg.is
Fullkomnaðu
verkið
með
þakrennukerfi
þakrennukerfi
BLIKKÁS EHF.
SKEMMUVEGUR 36
200 KÓPAVOGUR
SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111
Fagm
enns
ka
í
fyrir
rúmi
Söluaðilar um land allt