Morgunblaðið - 15.08.2002, Síða 46

Morgunblaðið - 15.08.2002, Síða 46
Til hluthafa Delta hf. Pharmaco hf. hefur tryggt sér yfir 50% hlutafjár í Delta hf. og er því félag- inu skylt að gera öðrum hluthöfum Delta yfirtökutilboð. Tilboðið er gert með vísan til V. kafla laga nr. 34/1998 um starfsemi kauphalla og skipulegra til- boðsmarkaða, sem og reglugerð nr. 432/1999 um yfirtökutilboð. Allir hluthafar, skv. hlutaskrá Delta í lok mánudagsins 12. ágúst 2002, fá sent tilboðsyfirlit og eyðublað til samþykkis tilboði. Gögnin liggja einnig frammi hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum, þriðju hæð Hafnarstræti 5, Reykjavík, auk þess sem nálgast má eyðublöð á vefsíðu Búnaðarbankans, www.bi.is. Tilboðsverð og greiðsluskilmálar Verð samkvæmt tilboði þessu miðast við gengið 77 fyrir hverja krónu nafn- verðs hlutabréfa í Delta. Bréfin verða greidd með afhendingu nýrra hluta í Pharmaco á genginu 73 að því gefnu að hluthafafundur Pharmaco hf., sem haldinn verður 22. ágúst veiti heimild fyrir hlutafjáraukningunni. Skiptigengi bréfa Pharmaco og Delta er því 1,054794521 kr. hlutafjár í Pharmaco á móti 1 kr. hlutafjár í Delta. Tilboðið svarar til hæsta verðs sem Pharmaco hefur greitt fyrir hlutabréf í Delta síðustu sex mánuði. Gildistími tilboðsins Tilboð þetta gildir til kl. 16.00 föstudaginn 18. október 2002. Samþykki tilboðs verður að hafa borist fyrir þann tíma, á þar til gerðum eyðublöðum, til Búnaðarbankans Verðbréfa. Umsjónaraðili Búnaðarbanki Íslands hf., kt. 490169-1219, Austurstræti 5, 155 Reykjavík. O D D I H F I6 92 9 Pharmaco Pharmaco hf. kt. 500269-7319 Hörgatúni 2 210 Garðabær DELTA Delta hf. kt. 500490-1799 Reykjavíkurvegi 78 220 Hafnarfjörður UMRÆÐAN 46 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ HELSTU þorsk- stofnar í Norður-Atl- antshafi hafa annað- hvort hrunið eða beðið afhroð án þess að við- hlítandi skýringar hafi fengist aðrar en of- veiði. Meðalþungi fiska hefur sífellt lækkað og eldri fiski fækkað og veiði hefur byggst í vaxandi mæli á ung- fiski; þungi miðað við aldur hefur lækkað smám saman með sveiflum. Hrunið í Kanada er mörgum kunnugt, en þar æxl- uðust mál þannig að veiðibann hefur nú verið í áratug og hefur það ekki náð að rétta við stofnana. Sjávarút- vegsráðuneytið DFO hefur birt (2001), að veiði á stærstu svæðunum (2J3KL) ásamt skráðu brottkasti nægi ekki til að skýra hrunið. Það hefur fallist á að þorskstofnar þar við land geti verið margir en fisk- urinn ekki einsleitur. Hliðstætt hefur orðið hér og veiði- stofn þorsks minnkað um meira en helming á fjórum áratugum og veið- ar eftir því. Höfundur þessa pistils er í hópi þeirra, sem talið hafa að skýringa sé að leita í erfðabreyt- ingum, sem smám sam- an hafi gerst með stærðarvali. Banda- rískir vísindamenn, D.O. Conover & S.B. Munch (C & M) við New York State Uni- versity, hafa birt niður- stöður tilrauna (Science, 5 July 2002, Vol.297, bls. 94–96) en í þeim var smáfiskurinn silfuræringi flokkaður (10% þeirra stærstu og 10% þeirra minnstu) og hóparnir látnir hrygna og afkvæmi valin á sama hátt eftir eldi. Eftir fjórar kynslóðir var stærðarmunur kynþroska fisks orðinn 6 á móti 1 en meðalþungi hópa 2 á móti 1 og upp- skera eftir því. Það var engin tilvilj- un að þessi dýra tilraun var gerð því mörgum hefur orðið starsýnt á minnkandi botnfiska og uppskeru án viðhlítandi skýringa, t.d. hrun í æti eða vistkerfisbreytingar. Ofveiði er viðkvæðið, en sú skýring nægir ekki ein sér til að skýra einkenni eins og sífellt smærri og yngri fiskur og vaxtarhraði minnkandi og lítið um stórfisk, lækkandi kynþroskaaldur og minnkandi afrakstur. Ef allt er með felldu getur lítill stofn með ungum og hraðvaxta kynslóðum beinlínis „sprungið út“ og vaxið mjög hratt þegar rýmkar um hann. C & M sögðu beinlínis, að viðvarandi fiskveiðilíkön og framkvæmd fisk- veiðistjórnunar hefði – „virt að vett- ugi (ignore) þróunarkenningu Darw- ins“ –. Skiptir stærð máli? Svo spyr Kristján Þórarinsson (KÞ) í Mbl. 19.7. sl. og segir sumt í skrifum höfundar um stærðarval veiðarfæra hæpið. Opinber nýting- arstefna hér byggist á stærðarvali fiska í afla, tilteknum möskvum í botnvörpum og dragnót svo og lág- markslengdum á veiddum þorski (55 cm) og flóknum hlutfallsreglum um undirmál; aflamarkskerfi er síðan notað til að stjórna útdeilingu og heildarmagni afla. Einmitt svona reglur eru viðfangsefni C & M. KÞ segir að stór fiskur geti verið gamall og að hraðvaxta fiskur sé sá sem er stór miðað við aldur. Rétt er það og sé rýnt í vaxtareinkenni þorsks við Ísland og tekin dæmi, sem byggjast annars vegar á hraðvaxta þorski a, sem nær 3 kílóum á 5 árum og hins vegar hægvaxta b, sem nær sama þunga á 7 árum, fæst eftirfarandi: 1: Lagnet í sjó eru með möskvum, sem veiða fisk sem er 3 kg og stærri og taka 25% af öllum veiðistofni á hverju ári (sbr. 25% aflareglan). Ef gengið er út frá því að jafnmargir nýliðar (3 ára) af a og b hafi orðið til (0,4–0,6 kg) og byrjað að veiðast sem 3 kg fiskar, hafa veiðst þrefalt fleiri a-fiskar en b-fiskar 4 árum seinna, en í sjó verða næstum tvöfalt fleiri b- fiskar eftir. Hraðvaxta a-fiskur hef- ur þá verið veiddur í 3 ár en b-fiskur í eitt. Gert er ráð fyrir að náttúru- legur dauði N sé 20% á ári fyrir fisk 0,4–3,0 kg, en heildardauði (N+F) 40% á ári eftir það. Ef gert er ráð fyrir að næsta kynslóð afkomenda a og b komi inn sem 3-ára nýliðar í sömu hlutföllum og foreldrar eru í sjó (ca. 1 á móti 2) heldur erfðarek, – “genetic drift“ – eins og C & M kalla það, áfram og hlutfall a-fiska af heild lækkar sífellt og um helming með hverri nýrri kynslóð. 2: Ef gert er ráð fyrir sömu for- sendum og 8 kg fiskur veiddur sér- staklega, má sjá að ca 3 faldar líkur eru á því að hann sé a-fiskur í fyrstu kynslóð og 7 faldar sem 10 kg. Eftir því sem kynslóðum fjölgar, aukast líkur á því að 8–10 kg fiskur verði b- fiskur. Erfðarek og hrygning Á meðan ástand er ekki orðið slæmt eru meiri líkur á því að stór fiskur sé hraðvaxta og þess vegna er, í samræmi við almannaróm, meiri vonarpeningur í stórum fiski en litlum til að gefa af sér hraðvaxta afkomendur, en ekkert er svart- hvítt í þessum efnum. Auk þess eru stór hrogn talin lífvænlegri en lítil. Í ljósi þessa er áhyggjuefni hversu lít- ið er nú um fisk sem er 7 ára og eldri, en sá sem er það er grunsamlega lít- ill. Áreiðanlegustu einkenni erfða- reks er að finna í stöðugt hækkandi kynþroskahlutfalli smáfisks, en nú er svo komið að 4 sinnum fleiri fiskar hafa hrygnt þegar hann er orðinn 3 kg miðað við ástand fyrir aldarfjórð- ungi; þannig til komin hrogn ung- fisks hljóta að geta brugðið til beggja vona. Botnvarpa og dragnót stærðar- velja á sama hátt en á stærðarbilinu á milli 0,5 og 1 kg í stað 3 kg og geta afleiðingar orðið svipaðar, en mörg torskilin einkenni eins og lotugangur í vexti og stærðum stofns geta átt uppruna á smáfiskastiginu. Varla er nokkur vafi á því að þorskur nærist að nokkru leyti á þorskseiðum, en á smáfiskastigi getur skipt sköpum hvort hraðvaxta fiskur nái yfirhönd- inni yfir lélegri meðbræðum; nú má sjá dæmi þessa við Vestfirði að þorskseiði frá í vor finnast í mögum auk botndýra, en ekki trönusíli eða loðna í sama mæli og áður. KÞ telur að hófleg sókn sé líkleg til að viðhalda fjölbreytni og stuðli að góðri nýliðun í fjölda og gæðum. Það má hafa verið rétt fyrir kannski 2–3 áratugum, en C & M telja alls óvíst, með hliðsjón af vondri reynslu í Kanada, hvernig gangi að snúa við uppsöfnun á hægvaxta fiski, en ljóst er að vaxtarhraði fiska samsvarar ekki bara b-fiski heldur einnig verri án þess að endir sé í sjónmáli. Höfundur er ósammála KÞ hvað varðar möguleika krókaveiða og tel- ur að með vali á krókum (reglur) og beitu megi stuðla að því að mest sé veitt af miðlungsfiski og líkur þannig auknar á því að erfðaefni hraðvaxta fiska „reki“ til nýliða og að sam- keppnisstaða þeirra sé betur tryggð með þannig veiðum en með sókn- arminnkun einni og óbreyttri notkun á netveiðarfærum; þannig eru höfð áhrif á samkeppnisstöðu hraðvaxta fisks. Afneitun þróunar- kenningar Darwins Jónas Bjarnason Fiskistofnar Þorskur, segir Jónas Bjarnason, nærist að nokkru leyti á þorskseiðum. Höfundur er efnaverkfræðingur. UNDANFARIÐ hefur æ oftar komið í huga mér hugmynd, sem Albert Guð- mundsson, fv. ráð- herra Sjálfstæðis- flokksins, ræddi við mig, þegar umræður um umboðsmann Al- þingis stóðu yfir. Al- bert vildi, að komið yrði á fót embætti um- boðsmanns fólksins, sem gæti tekið upp mál er vörðuðu hag fólksins í landinu. Í umræðum um SPRON-málið hefur ljóslega komið fram, að „nomenklatúran“ í Reykjavík tel- ur sig eiga SPRON. Hinir nýju kvótaeigendur hafa nú samþykkt, að sameinast um að þeir eigi SPRON. Í máli sparisjóðsstjóra SPRON hefur komið fram, að við breytingu á lögum um sparisjóði lögðu stofnfjárfestar inn í SPRON sem svarar til 15% af eignum sjóðs- ins. Hinn 85% hlutinn, sem orðið hefur til á sjötíu árum, á nú að verða eign þessa hóps. Þá er væntanlega þar á meðal talinn 2,8 milljarða króna menningar- og líknarsjóður SPRON. Raunin er hins vegar sú, að fólkið í Reykjavík á 85% hluta SPRON, sem kosnir fulltrúar okkar Reykvíkinga á Alþingi og í borgar- stjórn eiga að standa vörð um. Nú er spurningin, hvaða valdamaður er tilbúinn að verja rétt fólksins? Stofnfjárfestir, sem lánað hefur eina milljón til SPRON og fengið betri ávöxtun en nokkur venjulegur sparisjóðseigandi, á nú að fá 5,5 milljónir í sinn vasa. Hagnaður hans væri 4,5 milljónir, ,,nomenklatúran“ sér um sína. Tilboð starfs- mannafélags SPRON er brjálæðislega fynd- ið, þeir ætla að kaupa SPRON með fjármun- um SPRON, því félag- ið á ekkert. Fjármála- eftirlitið hlýtur að ganga eftir því hvaða fjármunir það eru, sem félagið ætlar að nota til greiðslu. Munu borg- arstjórinn í Reykjavík, oddviti stjórnarand- stöðunnar í Reykjavík, borgarlög- maður eða einn af borgarfulltrúum okkar eða alþingismönnum Reyk- víkinga standa á rétti fólksins í Reykjavík? Er græðgin e.t.v. búin að éta allan heiðarleika upp meðal valdamanna? Þetta mál er nú á borði Alþingis, borgarstjórnar og hjá Fjármálaeftirlitinu. Mun ein- hver í þessum röðum taka upp mál- stað fólksins eða hefur ,,nomenklat- úran“ þegar alla enda í sínum höndum. Eitt er ljóst, embætti um- boðsmanns fólksins er nauðsynlegt að stofna. Enginn þekkti betur en Albert Guðmundsson þörf þess, að óháður aðili tæki upp mál að eigin frumkvæði til varnar litla mannin- um, fólkinu í landinu. Hreggviður Jónsson Höfundur er fv. alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. SPRON Fólkið í Reykjavík, seg- ir Hreggviður Jónsson, á 85% hluta í SPRON. Umboðsmaður fólksins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.