Morgunblaðið - 15.08.2002, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN
48 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sigríður Brynj-ólfsdóttir fæddist
á Siglufirði 12. apríl
1932. Hún lést á
Landspítalanum 7.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Guðrún Vil-
mundardóttir, f. 3.
ágúst 1898, d. 21.
apríl 1996, og Brynj-
ólfur Jóhannsson, f.
16 október 1891, d.
7. október 1962.
Systur Sigríðar eru
Þorgerður, f. 12.
mars 1927, og Bald-
vina, f. 13.janúar 1930, d. 24.
september 1988.
Hinn 17. júní 1957 giftist Sig-
ríður Kristjáni Júlíussyni frá
Grund í Garði, f. 11. ágúst 1933.
Foreldrar hans voru Sigríður
Helgadóttir, f. 20. mars 1899, d.
30.desember 1989, og Júlíus R.
Guðlaugsson, f. 27. júlí 1902, d. 7.
desember 1973. Sigríður og
Kristján eignuðust fimm börn.
Þau eru: 1) Brynja, f. 12. nóv-
ember 1954, gift Gunnari H. Hasl-
er, og eiga þau þrjár dætur, Sig-
ríði Björk, Karitas Söru og
Guðrúnu. Sambýlismaður Karit-
asar er Karl Eirikur og eiga þau
eina dóttur, Kamillu Ósk. 2) Sig-
rún, f. 12. nóvember 1954, gift
Guðmundi I. Ragn-
arssyni, og eiga þau
einn son, Jón
Snorra. 3) Hafdís, f.
28. janúar 1956, d. 7.
september 1997, eft-
irlifandi eiginmaður
hennar er Matthías
Loftsson og eignuð-
ust þau tvö börn,
Kristján og Ernu. 4)
Júlíus, f. 6. janúar
1957, kvæntur Guð-
rúnu Jakobsdóttir
og eiga þau þrjá
syni, Kristán, Aron
Snæ og Þorstein
Inga. 5) Hildur, f. 17. febrúar
1963, og á hún tvö börn, Birgi
Júlíus og Siggu Dís.
Sigríður ólst upp á Siglufirði
og lauk þaðan gagnfræðaprófi
vorið 1948 . Hún vann við síld-
arstörf og á Hótel Hvanneyri þar
til hún fluttist til Keflavíkur 1952
og hóf störf í þvottahúsinu á
Keflavíkurflugvelli.
Sigríður hóf að vinna utan
heimilis um leið og barnauppeldi
lauk. Hún rak Efnalaug Suður-
nesja frá árinu 1974 og þar til
fyrir þremur árum er hún hætti
störfum.
Útför Sigríðar verður gerð frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Elsku mamma. Það er erfitt að
þurfa að kveðja þig. Þú sem varst
búin að standa þig eins og hetja, ná
þér svo oft upp úr ýmsum aukakvill-
um sem fylgdu veikindabaráttu
þinni. Þú sem hlakkaðir svo til og
ljómaðir þegar við töluðum um
draumaferðina sem þið pabbi færuð
í, þegar þú yrðir hress. Draumaferð-
ina sem þú ætlaðir að vera í þegar
þú varðst sjötug 12. apríl sl., en
varst því miður komin á sjúkrahús.
Elsku mamma, minningarnar eru
margar og margt sem ég þarf að
þakka þér fyrir. Efst í huga mér er
frá því ég var lítil, hve mikla þol-
inmæði og umhyggju þú hafðir þeg-
ar ég var veik, sem ég oft var. Alltaf
sendir þú pabba til að kaupa gos o.fl.
Alltaf varstu heima, alltaf matur á
réttum tíma. Unglingsárin tóku við,
urðum við báðar erfiðar, þá sérstak-
lega hvor við aðra, en alltaf var sjálf-
sagt að vinkonur mínar, sem margar
voru, væru velkomnar inn á heimilið.
Alla tíð varst þú mér mjög hjálpsöm.
Þegar ég eignaðist Bigga Júlla 1985,
sem var mikið veikur fyrsta árið,
voruð þið pabbi dugleg að koma eða
ná í okkur og ganga með hann um
gólf til að hvíla mig. Hann var alla
tíð prinsinn þinn. 1989 eignaðist ég
Siggu Dís, ég mun aldrei gleyma því
hve stolt þú varðst þegar ég sagði
þér frá því í eldhúsinu á Heiðarbrún
að hún yrði skírð í höfuðið á þér og
elskulegu Dísu systur sem lést 7.
sept. fyrir tæplega fimm árum.
Elsku mamma, ég vil þakka þér
hve vel þú reyndist mér eftir að ég
varð ein með börnin fyrir rúmlega
fimm árum. Óskaðir þú alltaf alls
hins besta fyrir okkur. Húsmóðir
varstu mikil, matarboðin sem þú
hélst og allir borðuðu sig pakksadda,
enda maturinn gómsætur. Allt svo
fallega skreytt hjá þér, hvort sem
það voru jól, páskar, eða bara boðið í
sunnudagssteik. Ég og fleiri urðum
alltaf svöng þegar komið var á Heið-
arbrúnina, alltaf kíkt í ísskápinn,
enda var þar alltaf eitthvað að finna.
Þú hugsaðir vel um heimilið, kennd-
ir okkur systrunum og lést okkur
taka þátt í þrifum. Ekki þýddi neitt
að flýta sér, þá þurftum við bara að
gera hlutina aftur. Eftir að þú fórst
að vinna í Efnalauginni, oft 12–14
tíma á dag, var samt alltaf allt skín-
andi hreint hjá þér.
Garðurinn ykkar pabba sýnir
hversu miklum tíma þið eydduð í
hann. Sl. ár hef ég uppgötvað hve
náin þú og pabbi voruð hvort öðru.
Þegar pabbi varð fyrir því í desem-
ber sl. að þurfa að gangast undir
mikla hjartaaðgerð lést þú mig
heyra það ef ég var 10–15 mínútum
of sein til að keyra þig og koma með
þér, þú vildir fara til hans sem fyrst
og vera sem lengst hjá honum. Það
sama upplifði ég er þú fórst á
sjúkrahús. Þá vildi pabbi fara til þín
helst um hádegi og á hverjum degi.
Elsku mamma, ég er þakklát fyrir
að ég hafði tækifæri til að hugsa eins
vel um þig og ég gat í veikindum þín-
um.
Hirti Gíslasyni, öðrum læknum,
hjúkrunarfræðingum og sjúkralið-
um á deild 6-B á Landspítalanum í
Fossvogi þakka ég af hlýhug hve góð
þið reyndust mömmu. Guð blessi
ykkur.
Elsku pabbi, ég bið góðan guð að
vera með þér. Það er mikill missir að
missa dóttur og eiginkonu á fimm
árum.
Elsku mamma, ég veit að Dísa
systir og Gunna amma hafa tekið vel
á móti þér. Ég kveð þig með sálmi
sem birtist mér þegar ég opnaði
sálmabókina hennar Gunnu ömmu:
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Minning þín og söknuður mun lifa
í hjarta mínu.
Þín dóttir
Hildur.
Kær tengdamóðir mín er nú fallin
frá eftir fjögurra mánaða sjúkra-
legu. Það færist yfir mann söknuður
og maður finnur fyrir vanmætti sín-
um gagnvart gangi lífsins. Þar ræð-
ur enginn ríkjum nema skapari okk-
ar og við getum þar engu breytt.
Lífið heldur áfram og nýjar kynslóð-
ir taka við. Við missi náins ættingja
reikar hugurinn aftur og maður fer
að hugsa um liðin ár, hugsa um hluti
sem maður velti ekki fyrir sér áður.
Sigríður tengdamóðir mín var
mjög samviskusöm og skyldurækin
kona við allt sem hún tók sér fyrir
hendur. Þar bar heimili hennar þess
gleggst vitni.
Þegar ég kynntist dóttur hennar
og við fórum að vera saman lærðist
mér það fljótt að tíminn frá klukkan
eitt til þrjú á laugardögum var upp-
tekinn í hreingerningar á heimilinu
og frá því fór enginn nema verkið
væri fullkomlega unnið. Hún lagði
mikinn metnað í uppeldi barna sinna
og fór ekki að vinna úti fyrr en því
hlutverki var lokið.
Þá tók við nýr tími í æviskeiði Sig-
ríðar þegar þau hjónin kaupa Efna-
laug Suðurnesja og hún tekur að sér
rekstur fyrirtækisins. Í þau 25 ár
sem hún sinnti því starfi var það
gert með þeirri sömu samviskusemi
og féll varla úr dagur frá vinnu allan
þennan tíma. Hún lagði metnað sinn
í að skila frá sér fullkomnu verki.
Hún var hreinskiptin manneskja,
föst á skoðunum sínum og lét engan
eiga neitt hjá sér. Hver sá sem leit-
aði til hennar fékk úrlausn sinna
mála, það hafa barnabörn hennar
sérstaklega reynt.
Sigríður varð fyrir miklu áfalli
fyrir fimm árum þegar hún missti
dóttur sína Hafdísi úr erfiðum sjúk-
dómi á besta aldri frá eiginmanni og
tveim börnum. Hún bar sorg sína
ekki á torg en við sem næst henni
stóðum vissum hvað þetta var henni
sárt.
Ég vil þakka tengdamóður minni
góð kynni sem aldrei féll skuggi á í
þau þrjátíu ára sem við áttum sam-
leið.
Tengdaföður mínum Kristjáni
votta ég mína dýpstu samúð.
Gunnar H. Hasler.
Elsku tengdamamma. Þegar ég lít
yfir farinn veg kemur margt upp í
hugann. Ég var 14 ára og boðið í af-
mæli á Heiðarbrúnina. Tvíburarnir
áttu afmæli og þú leyfðir þeim að
bjóða strákum heim, sem var sér-
stakt á þeim tíma fyrir 34 árum.
Þá sá ég þig fyrst, stórglæsileg og
falleg kona, ákveðin með þínar regl-
ur sem við skildum, heim klukkan
12.
Ég man að á heimleiðinni snjóaði
fyrsta sinn þann vetur, 12. nóvem-
ber l968.
Tveimur árum seinna í desember
er ég staddur á tröppunum á Heið-
arbrúninni og þori ekki að banka, 16
ára síðhærður sláni í útvíðum buxum
og hælaháum skóm, en læt mig hafa
það, sem betur fer.
Þú komst til dyra, og ég spyr: Er
Sigrún heima? Þú sagðir: Hún er í
baði, viltu ekki koma inn? Ég settist
í eldhúsið hjá þér, þaðan sem ég hef
ekki átt afturkvæmt síðan. Í gegn-
um árin hef ég oft setið þar og borð-
að hjá þér mikinn og góðan mat.
Sigga mín, mig langar að þakka
þér fyrir að hafa tekið mig inn á þitt
heimili og umborið mig öll þessi ár.
Fyrir allan matinn, sem ég og
mínir hafa borðað hjá þér, þegar við
vorum að koma undir okkur fótun-
um.
Fyrir að þvo og hreinsa fötin okk-
ar, öll árin í Efnalauginni.
Fyrir jólaboðin, sem hafa verið
fastur liður í áratug, með andar-
steikum, hamborgarhrygg og kart-
öflusalati, sem enginn gerði eins
gott og þú.
Fyrir allar sumarveiðiferðirnar,
sem öll fjölskyldan fór saman í, og
alltaf sást þú um að allir væru sadd-
ir.
Fyrir að hafa tekið öllum barna-
börnunum jafnt sem þínum eigin.
Fyrir að skamma mig, þegar þér
fannst ástæða til.
Fyrir að vera tengdamóðir mín í
blíðu og stríðu.
Guð varðveiti þig og styrki okkur
öll í þessari sorg.
Þinn tengdasonur,
Guðmundur I. Ragnarsson.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt
Þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir,
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Elsku amma mín. Eftir erfiðan
uppskurð hafðir þú verið að berjast
við að ná bata í fjóra mánuði. Ég var
að vinna í París þegar þér versnaði
mjög hratt og kom heim um mið-
nætti og varst þú farin fjórum tím-
um seinna.
Ég minnist þess svo vel hve gott
var að koma til þín og afa á Heið-
arbrúnina. Alltaf varð maður sár-
svangur því þú hafðir alltaf eitthvað
girnilegt á boðstólunum og sérstak-
lega þegar ég var yngri og gisti hjá
ykkur um helgar þá fékk ég alltaf að
velja uppáhalds ömmumatinn minn.
Alltaf varstu tilbúin að hjálpa mér
þegar ég þurfti á því að halda og
gaman var að sitja með þér og
spjalla um lífið og tilveruna.
Amma mín, ég er þess fullviss að
margar hendur hafi tekið á móti þér.
Með söknuð í hjarta kveð ég þig
að sinni.
Þín nafna
Sigríður.
Elsku amma. Það er sárt að hugsa
til þess að þú sért farin, þú varst alla
tíð svo góð. Alltaf var gott að vera
hjá þér og afa og alltaf fannst þér
sjálfsagt að leyfa vinkonum mínum
að gista með mér og þá dekraðir þú
við okkur.
Þegar ég átti afmæli 13. apríl sl.
gáfuð þið afi mér hjól sem þú hafðir
verið búin að kaupa í byrjun apríl, þá
orðin veik og vildir helst að ég fengi
það strax.
Það var alltaf gaman að fá að baka
með þér og segja margir að það fylgi
Siggu-nafninu að vera myndarlegur
í eldhúsinu.
Það er sárt að hugsa til þess að
bæði þú og Dísa frænka, sem ég er
skírð í höfuðið á, séuð farnar. Í
gegnum árin varstu alltaf tilbúin að
passa dýrin mín, kisuna, hamsturinn
og nú síðast hundinn Perlu .
Elsku amma, ég veit að Dísa
frænka tekur vel á móti þér.
Elsku besta amma, ég kveð þig
með söknuði. Ég mun geyma minn-
inguna um þig í hjarta mínu.
Elsku afi, ég bið góðan guð og
englana að styrkja þig.
Ykkar
Sigga Dís.
Elsku besta amma. Það var mér
mikið áfall þegar mamma hringdi í
mig mánudagskvöldið 5. ágúst og
sagði mér að þú værir að kveðja
þennan heim.
Ég var staddur í Austurríki og
hafði kvatt þig rúmum tveimur mán-
uðum áður. Þú varst þá á batavegi
og hvattir mig til að fara þó mér liði
illa yfir því.
Ég talaði nokkrum sinnum í síma
við þig þegar þú varst hress og alltaf
spurðir þú hvenær ég kæmi heim.
Ég er þakklátur nú að hafa getað
kvatt þig og átt með þér stund einn
áður en þú fórst.
Elsku amma, missirinn er mikill
enda varst þú mér alla tíð sem önnur
móðir. Frá því ég fæddist hugsaðir
þú sérstaklega vel um mig enda vildi
ég sem polli alltaf vera hjá ykkur afa
og var umhyggja þín óendanleg.
Í nóvember árið 2000, þegar
mamma, ég og Sigga Dís fluttum
aftur á Grund, vildir þú að ég yrði
hjá ykkur afa í Keflavík meðan ég
kláraði skólann. Ég gat ekki hugsað
mér að fara frá ykkur eftir það.
Elsku amma. Þú hafðir mikið fyr-
ir mér en alltaf fannst þér það sjálf-
sagt. Alltaf með matinn tilbúinn, bú-
in að láta renna í baðið og hafa fötin
tilbúin þegar ég kom úr vinnu. Oft
fannst þér fartin á mér of mikil og ef
ég var of lengi í hesthúsinu á kvöldin
hringdir þú og sagðir mér að koma
heim. Ég verð alla tíð þakklátur fyr-
ir þá miklu umhyggju sem þú sýndir
mér.
Elsku amma, ekki datt mér í hug
að ég fengi ekki að njóta þín lengur.
Þú hafðir hlegið mikið í einu mat-
arboði í febrúar sl. þegar ég sagðist
ætla að eiga heima hjá þér þar til þú
mundir deyja. Þá datt mér ekki í
hug að það yrði svona stutt í kveðju-
stundina.
Elsku amma, ég kveð þig með
söknuð og þakklæti í huga.
Elsku afi, ég bið góðan guð að
styrkja þig. Missir þinn er mikill.
Ykkar
Birgir Júlíus.
Þegar við minnumst Siggu systur
og mágkonu er okkur efst í huga
þakklæti fyrir ævilanga vináttu og
samfylgd sem aldrei bar skugga á.
Góðar og skemmtilegar stundir
saman. Það var alltaf gott að heim-
sækja Siggu og Kidda. Hann alltaf
hress og kátur. Hún var alvarlegri,
en hafði gaman af spaugi og hló oft
dátt. Þau voru bæði ákaflega gest-
risin og gjafmild. Oftast fór maður
heim með einhverjar gjafir. Vana-
lega fisk sem Kiddi hafði veitt. Við
sögðum stundum: „Við verðum að
hætta að koma, því við erum alltaf
leyst út með gjöfum.“
Sigga var falleg kona, hörkudug-
leg og myndarleg húsmóðir. Hún
var vel gefin og las töluvert. Hún var
skapmikil og átti það til að segja
okkur sína skoðun umbúðalaust.
Hún hafði sterka réttlætiskennd og
tók alltaf málstað þeirra sem minna
máttu sín. Árið 1957 er okkur minn-
isstætt. Þá komum við hjónin heim
frá námi erlendis með nýfæddan son
okkar. Við vorum húsnæðislaus og í
hálfgerðum vandræðum. Sigga og
Kiddi buðu okkur þá stofuna sína til
íbúðar. Þau voru þá í þriggja her-
bergja íbúð, með fjögur lítil börn.
Við vorum hjá þeim þetta sumar og
fór vel á með öllum. Sigga vann það
afrek að eignast fjögur börn á rúm-
um tveimur árum. Tvíburana
Brynju og Sigrúnu og svo Dísu. Júl-
íus kom svo árið eftir. Hildur fædd-
ist svo nokkrum árum seinna og er
hún yngsta barnið. Kiddi vann þá
mikið. Á þessum tíma var það ekki
til siðs að karlmenn skiptu sér af
umönnun barna sinna. Við urðum
vitni að því þetta sumar hvað hún
hugsaði vel um börnin sín. Þau
fengu pestir eins og gengur og voru
með í eyrunum og oft var lítið sofið.
Þegar búið var að svæfa eitt þá
vaknaði það næsta og svo koll af
kolli. Við höfum oft hugsað um það
síðar hvað hún var þolinmóð og
skapgóð þrátt fyrir margar vöku-
nætur.
Börnin hafa sannanlega launað
henni og verið henni kærleiksrík.
Þau eru öll vel gerð og hörkudugleg
og hafa komið sér vel áfram í lífinu.
Fyrir fimm árum varð Sigga fyrir
miklu höggi þegar Hafdís dóttir
hennar dó í blóma lífsins. Hafdís var
sérlega falleg og vel gerð stúlka.
Sigga bar sorg sína í hljóði en okkur
fannst hún aldrei ná sér eftir þetta.
Síðastliðnir fjórir mánuðir hafa
verið Siggu erfiðir. Hún lá þann tíma
á sjúkrahúsi og barðist við illvígan
sjúkdóm. Stundum birti aðeins til í
nokkra daga og vonirnar flugu hátt
en svo helltist myrkrið aftur yfir.
Þegar við sátum við sjúkrabeð henn-
ar vildi hún lítið tala um sjálfa sig.
Henni fannst best að ræða um gamla
daga eða láta segja sér frá æskuár-
unum á Siglufirði, þegar allt var á
SIGRÍÐUR
BRYNJÓLFSDÓTTIR
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: Í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. Í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
Formáli greina
Æskilegt er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Skilafrestur
greina