Morgunblaðið - 15.08.2002, Síða 51
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 51
Verzlunarskólann og eftir að hann
stofnaði til hjúskapar með Iðunni
sinni í Ólafsvík. Einar var einstak-
lega barngóður svo eftir var tekið.
Við minnumst allra þeirra samveru-
og gleðistunda á tæpum mannsaldri,
allt frá því leikið var við okkur stelp-
urnar í Eskihlíðinni, börnin okkar
voru föðmuð og hve krakkarnir í
hverfinu voru velkomnir í verslun
hans.
Það var gaman að koma í búðina
hans, Kjöt og fisk, sérstaklega fyrir
jólin. Einar gekk sýnilega í öll verk
þar á bæ, allt frá því að vera í þrifum
og bjóða nærstöddum að kjötborðinu
á aðventunni með væna flís af reykt-
um magál á flugbeittum hnífnum, þá
voru jólin komin. Kímnin og gleðin í
andlitsdráttum frænda var einstak-
lega eftirminnileg og hann var alla tíð
stórhuga hamhleypa til vinnu, hlífði
sér aldrei.
Þegar faðir okkar lést, langt um
aldur fram, reyndist Einar systur
sinni einstaklega vel, því munum við
aldrei gleyma. Hann var mikill höfð-
ingi og gleðigjafi, og fóru menn jafn-
an ríkari af hans fundi.
Fyrir um 15 árum brast heilsa
Einars, þá var hann aðeins 65 ára að
aldri. Það var allt of snemmt fyrir svo
kraftmikinn og atorkusaman mann
og erfitt fyrir hans nánustu.
Einar átti yndislega eiginkonu, Ið-
unni, sem stóð sem klettur við hlið
hans alla tíð. Hún bjó þeim einstak-
lega fallegt heimili þar sem gott var
að koma. Síðast hittist öll fjölskyldan
á heimili þeirra 28. febrúar sl. þegar
Einar varð 80 ára, þá farinn að kröft-
um og ófær um að tjá sig en samt
sáum við glampa í augunum þegar
verið var að rifja upp gamla tíma.
Við þökkum margar yndislegar
samverustundir. Megi guð geyma
góðan frænda.
Kolbrún og Hrafnhildur.
„Þó að mínir fætur kólni,“ var orð-
tæki Einars Bergmanns fyrrverandi
kaupmanns, þegar hann var að spá
í framtíðina og sá þá eitthvað sem
honum fannst að ætti eftir að koma
fram. Nú hafa fætur þessa merka
heiðursmanns kólnað. Hann varð
rúmlega áttræður, f. í Ólafsvík 28.2.
1922. Eftir skólagöngu, fyrst við hér-
aðsskólann á Núpi og síðan við Verzl-
unarskóla Íslands fluttist hann aftur
til Ólafsvíkur og gerðist fram-
kvæmdastjóri við Hraðfrystihús
Hellissands. Síðar tók hann við starfi
kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi
Ólafsvíkur og starfi framkvæmda-
stjóra hjá Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur
og gegndi hann þessum störfum þar
til hann fluttist til Reykjavíkur árið
1956. Varð hann þá yfirverkstjóri og
framleiðslustjóri við Sænsk-íslenska
frystihúsið til í júlí 1964. Í júní 1960
keypti Einar verzlunina Kjöt & fisk
við Þórsgötu af Hálfdáni Eiríkssyni
kaupmanni, gamalgróna verzlun sem
Hálfdán stofnaði 1929. Félagi og
meðeigandi Einars var skólabróðir
han Jón Ásgeirsson, þáverandi sveit-
arstjóri í Njarðvík, en þeir höfðu
kynnst árið 1937 þegar báðir hófu
nám á Núpi.
Það kom í hlut undirritaðs að ann-
ast daglega framkvæmdastjórn
verslunarinnar, síðar reyndar verzl-
ananna, en þær urðu þrjár frá 1961.
Vegna tengsla Einars við sjávar-
útveginn á þessum árum var stofn-
sett verzlun úti á Grandagarði þar
sem aðallega var seldur kostur til
bátanna sem lögðu upp hjá Sænska
og Bæjarútgerðinni o.fl. Enn fremur
var þarna seldur heitur matur til
starfsfólks á svæðinu. Þetta var mjög
umfangsmikil verzlun á tímabili.
Samhliða þessari verzlun var sett á
laggirnar önnur á Laugarásvegi 1,
sérverzlun með kjöt og fisk í neyt-
endapakkningum ásamt smur-
brauðsstofu. Þegar Einar hætti
störfum í Sænska tók hann við fram-
kvæmdastjórn verzlananna. Þá kom
fljótt í ljós að Einar fór ekki troðnar
slóðir í verzlunarrekstrinum en á
ferðum sínum erlendis hafði hann
kynnt sér ýmsar nýjungar sem fram
voru að koma, t.d. í sölu og framsetn-
ingu á fiski og tilbúnum fiskréttum,
en sem mikill áhugamaður þar um
fór Einar að prófa ýmsar nýjungar í
sölu á fiski sem var algerlega óþekkt
hérlendis.
Hann keypti til landsins sérútbúna
pökkunarvél þar sem fiski og fisk-
réttum var pakkað í lofttæmdar
neytendaumbúðir með uppl. um
pökkunardag o.fl. Líka var sett á
laggirnar á Laugarásveginum síldar-
verkun þar sem framleiddir voru
síldarréttir. Ég held að segja megi að
það hafi sýnt sig á þessum árum og
síðar að Einar hafi verið langt á und-
an sinni samtíð í mörgu, áræðið og
kjarkurinn var slíkur. Það kom
reyndar í ljós síðar þegar Einar réðst
í það stórvirki að byggja stórhýsi yfir
verzlunina á Seljabraut 54 í Breið-
holtinu. Það þótti ekki einleikið þeg-
ar byrjað var að grafa fyrir húsinu,
langt utan alfaraleiðar, í júní og opn-
að var með glæsibrag um mánaða-
mótin nóvember og desember sama
ár, enda var kaupmaðurinn spurður
að því í blaðaviðtali hverjir kæmu til
með að verzla við hann þarna langt
frá allri byggð og Einar svaraði því
til að hann væri vinmargur og væri
því óhræddur. Eftir að Einar tók
sjálfur við stjórn verzlananna 1964
fór hann flótlega að sinna ýmsum fé-
lagsstörfum fyrir kaupmenn, var
kosinn í ýmsar nefndir og ráð. Hann
var formaður félags matvörukaup-
manna í nokkur ár og samhliða því í
aðalstjórn Kaupmannasamtaka Ís-
lands.
Einar var einn af stofnendum og í
fyrstu stjórn Stofnlánasjóðs mat-
vörukaupmanna, aðalfrumkvöðull að
stofnun, og fyrsti formaður Inn-
kaupasambands matvörukaup-
manna, IMA, og ennfremur fyrsti
stjórnarformaður í Kaupgarði hf.
verzlun sem nokkrir kaupmenn
stofnuðu í Kópavogi og síðar í Garða-
bæ. Einar var áhugamaður um fram-
haldslíf og trúði því að ekki væri allt
búið þegar hérvistardögum væri lok-
ið. Hann starfaði og í frímúrararegl-
unni. Einar var alla tíð mikil ham-
hleypa til vinnu, ósérhlífinn og
duglegur í meira lagi, hann var
traustur vinur vina sinna, maður sem
hægt var að leita til og spyrja ráða.
Einar hafði sterkar taugar til
Ólafsvíkur og fyrir mörgum árum
byggði hann sér bústað í Klettakoti
við Ólafsvík, jörð sem hann átti og
dvaldi þar við ræktun og veiðar þeg-
ar færi gafst og meðan heilsan leyfði.
Það var mikið gæfu- og heillaspor
þegar hann kvæntist Iðunni Vigfús-
dóttur frá Hellissandi. Þau gengu í
hjónaband 7. júní 1947. Þau settu upp
heimili í Ólafsvík til ársins 1956 að
þau fluttu til Reykjavíkur, bjuggu
fyrst í Njörvasundi 14 þar til þau
fluttu í nýbyggt hús sitt á Lindarflöt
16 í Garðabæ þar sem þau bjuggu
lengst af.
Iðunn og Einar eignuðust fjögur
börn og eru barnabörnin orðin sjö og
eitt barnabarnabarn. Eftir að Einar
missti heilsuna annaðist Iðunn hann
af slíkri natni og umhyggju að aðdá-
unarvert var og einnig eftir að hann
var kominn á Hrafnistu. Það er
margs að minnast við andlát Einars
en að leiðarlokum þakkar undirrit-
aður fyrir öll gömlu árin um leið og
við hjónin vottum Iðunni og fjöl-
skyldu samúð okkar. Guð blessi
minningu Einars Bergmanns.
Ólafur Björnsson.
Það kom mér ekki á óvart þegar
Iðunn eiginkona Einars vinar míns
hringdi til mín og lét mig vita að Ein-
ar væri allur. Það kom yfir mig
hryggð og tregi, en ég þakkaði Guði
fyrir líknina.
Við Einar hittumst fyrst á Núps-
skóla í Dýrafirði haustið 1938. Einar
var þá 16 ára og ég 17 ára. Þetta var
seinna ár hans í skólanum en fyrra
árið mitt. Ég lenti á herbergi með
Einari og félagi okkar var Birgir
Guðmundsson frá Vífilsmýri í Ön-
undarfirði, báðir voru þetta fyrir-
myndardrengir. Fljótt tókst mikil
vinátta með mér og Einari og
ákváðum við að gerast ævifélagar.
Segja má að við höfum gerst fóst-
bræður en að mati Einars dugði ekk-
ert minna en að rispa sig til blóðs og
núa sárum saman. Ef einhver varð
vinur Einars var ekkert sem gat rofið
þau vináttubönd. Einar naut virðing-
ar allra skólasystkina sinna fyrir
háttvísi og lipurð í framkomu og ekki
síst stúlknanna, því hann var fallegur
og snyrtimenni mikið. Einar var líka
tveggja manna maki og það kom fyr-
ir að strákar voru að stympast á
göngunum, þá bar Einar að og tók þá
í fangið, kreisti þá saman og sagði
þeim að kyssast og þá var allt búið.
Einar var ákveðinn í framkomu og
mjög mikil félagsvera, en hann var
líka rómantískur; hann nefndi her-
bergið okkar Sólargeislann. Trúmál
voru ekki mikið rædd en þau báru á
góma og fannst mér Einar dálítið
sérstakur, því mér virtist hann trúa á
Snæfellsjökul. Þetta skírðist allt síð-
ar þegar ég heimsótti hann á Ólafs-
vík og sá sjálfan Jökulinn í allri sinni
dýrð. Leiðir okkar skildu um vorið í
bili og við höfðum lítið sem ekkert
samband.
Haustið 1941 fór ég til Reykjavík-
ur til þess að taka próf inní 2. bekk
Verslunarskóla Íslands, og hitti ég
þá Einar sem var sömu erinda og ég.
Það varð mikill fagnaðarfundur og
við sátum saman og lásum saman
næstu þrjá vetur og oft var glatt á
hjalla í frístundum. Við útskrifuð-
umst úr Verzló vorið 1944 og aftur
skildu leiðir. Einar gerðist verslunar-
stjóri í Skóbúð Reykjavíkur en ég fór
til Akureyrar. Ég kom nokkrum
sinnum í búðina til Einars og sýndist
mér dömurnar frekar skoða Einar en
skóna. Einar fór seint á árinu 1944 til
heimahaganna, Ólafsvíkur og gerðist
frammámaður í fyrirtækjum þar. Á
þeim árum sóttum ég og fleiri félagar
Einar heim, þá vorum við kvæntir og
ráðsettir. Þau hjónin Einar og Iðunn
áttu þar fallegt heimili og tóku á móti
okkur með miklum höfðingsskap og
er gaman að minnast þeirra daga.
Einar flutti til Reykjavíkur árið
1956 og gerðist verkstjóri og síðar
framleiðslustjóri hjá Sænsk-íslenska
frystihúsinu, þar starfaði hann til
1964. Þá keypti hann verslunina Kjöt
og fisk á Þórsgötu 17 og bauð mér að
gerast meðeigandi sem ég varð. Ein-
ar rak verslunina af dugnaði, en ég sá
um bókhaldið. Samvinna okkar var
mjög góð. Einar var mikill mannvin-
ur og ósjaldan kom það fyrir að eldra
fólk eða aðrir í erfiðleikum áttu ekki
alveg eða alls ekkert fyrir því sem
það hafði sett í körfuna, að Einar
brosti blíðlega og sagði þeim að fara,
þau gætu greitt þetta seinna. Börn
Einars og eiginkona unnu mikið í
versluninni og studdu hann vel, því
oft var langur vinnudagur. Á þessum
árum fórum við í veiðiferðir og helg-
arferðir með fjölskyldur okkar um
landið og minnist ég þeirra ferða,
hversu skemmtilegar þær voru. Ein-
ar byggði sér fallegt hús með falleg-
um garði í Garðabæ og bjó þar lengst
af. Oft buðu Einar og frú til fagnaðar
og þá var reisn yfir öllu því þau
kunnu vel að taka á móti gestum.
Einar seldi verslunarhúsnæðið á
Þórsgötunni og byggði nýja verslun,
Kjöt og fisk í Breiðholtinu, sem var á
þeim tíma stórmarkaður og rak hana
ásamt fjölskyldu í nokkur ár af mikl-
um dugnaði.
Einar veiktist fyrir um það bil 10
árum og það var erfitt að sætta sig
við að þessi hressi og sterki maður
sætti þessum örlögum, en við ráðum
ekki ferðinni. Einar hélt sinni reisn
til hins síðasta og ekkert gat bitið á
höfðingjann. Það var ekki laust við að
mér fyndist Einar sjá Snæfellsjökul í
allri sinni dýrð því hann var hnarr-
reistur og karlmannlegur í hjóla-
stólnum, og lét aldrei æðruorð frá sér
fara.
Ég kveð nú Einar og þakka honum
samfylgdina og ég veit að skóla-
systkini frá Núpi og úr Verslunar-
skólanum kveðja hann með þakklæti
fyrir góð kynni. Börn mín og tengda-
börn minnast Einars með miklum
hlýhug enda varð hver maður ríkari
við að kynnast þessum öðlingi. En
margar góðar minningar hrannast
upp í huga mínum um vin minn Einar
Bergmann, minningar sem munu
fylgja mér þar til við hittumst á nýj-
an leik.
Ég og fjölskylda mín sendum Ið-
unni og dætrum þeirra og sonum og
öðrum ættingjum innilegar samúðar-
kveðjur.
Jón Ásgeirsson.
Mig langar í fáum orðum að minn-
ast frænda míns Einars Bergmann
Arasonar.
Ég var svo lánsamur að vera sam-
ferðamaður Einars bæði í leik og
starfi. Það var ákveðin lífsreynsla að
vinna við hliðina á Einari, hann var
svo atorkusamur og duglegur að ég,
ungur maðurinn, mátti hafa mig all-
an við til að fylgja honum eftir, slík
var orkan. Sem kaupmaður var hann
hugmyndaríkur og framsýnn og
hugsaði alltaf um hag sinna við-
skiptavina. Hann var frumkvöðull
nýrra viðskiptahátta og á árunum
upp úr 1970 var hann búinn að til-
einka sér marga þá hætti í viðskipt-
um sem teljast nýir nú á seinni árum.
Einar hafði gaman af því að hafa
ungt fólk í kringum sig og var vinsæll
og virtur af sínu starfsfólki. Hann
gekk heill og heiðarlegur til allra
sinna verka og krafðist þess sama af
öðrum.
Ég minnist Einars sem frænda og
vinar. Alveg frá því ég var lítill
drengur heima í Ólafsvík myndaðist
á milli okkar ákveðin vinátta sem
hélst alla tíð og ég man þá stund enn
þegar hann tók mig á hné sitt og
sagði mér frá því að hann ætlaði að
flytja suður til Reykjavíkur, það virt-
ist skipta hann máli að segja mér það
sjálfur, þannig var Einar.
Hann gat átt það til að vera hrjúf-
ur í viðmóti en það risti aldrei djúpt
því hann var einstakt ljúfmenni sem
gott var að leita til ef eitthvað á bját-
aði. Einar var mjög tilfinninganæm-
ur og hugur hans leitaði oft á æsku-
slóðirnar og ég gleymi aldrei
ánægjusvipnum á honum þegar við
horfðum yfir Breiðafjörðinn efst af
Heiðinni þegar við fórum ríðandi
vestur í Fróðárhrepp. Og seinna lét
hann drauminn rætast að byggja sér
lítinn bústað í Klettakoti í Fróðár-
hreppi og naut þess að dvelja þar á
meðan heilsan leyfði.
Ég kveð Einar og minnist hans
með virðingu og af stolti að hafa átt
hann að sem frænda og vin.
Iðunn mín, Ari, Helga Stína, Dóra
og Baldvin, megi hinn hæsti höfuð-
smiður himins og jarðar veita ykkur
styrk í sorginni og minningunni um
góðan dreng.
Sigurður Skúli.
Mig langar að senda Einari Berg-
mann kveðju skriflega og þakka hon-
um fyrir samvinnu og samveru í leik
og starfi.
Ég trúi að hann sé nú kominn í þá
aðstöðu að sjá og meta mjög skýrt öll
þau vandamál sem við glímdum við í
félagi kjötverslana og félagi mat-
vörukaupmanna. Höft og meiri höft í
öllu, alls staðar höft, innflutnings-
höft, verðlagshöft.
Að hlusta í dag og sjá að dreifing-
araðilar á niðurgreiddu grænmeti
eigi rétt á álagningu miðað við raun-
verð hljómar eins og latína. Skrif-
ræðið og haftakerfið yfirbugaði stétt
okkar eða var það kannski samstöðu-
leysi okkar sjálfra sem réð úrslitum?
Endalausar deilur um afgreiðslu-
tíma og hvað mætti selja í söluturn-
um.
Já, söluturnar fæddust þegar vísi-
talan varð til og tóku að sér að selja
þær vörur sem við áttum að lifa á,
þær sem ekki reiknuðust inn í vísitöl-
una, höfðu frjálsa álagningu og seld-
ust umfram allt um helgar og á
kvöldin.
Þær vörur sem við seldum voru
flestar með álagningu langt undir
verslunarkostnaði, auk þess sem bú-
ið var að greiða þær mjög mikið nið-
ur áður en að okkar álagningu kom.
Þú tókst þátt í mörgum tilraunum
til að sameina og bjarga þessari stétt,
en alltof oft í minnihluta. Menn sáu
hvorki veginn né daginn. VR átti að
ákveða afgreiðslutímannn, það átti
að skella í lás fyrirtæki með lager og
ljósum og öllum tækjum, opna svo í
bílskúr með takmarkaðan vörulista.
Enginn samgangur kom til greina
milli matvöruverslunar og kvöld- og
helgarsölu og því fór sem fór. Ég
gæti talið upp mörg fyrirtæki sem
við reyndum.
Það er til eitt fyrirtæki á lífi, en
engan veginn starfandi í þeim anda
er til var stofnað.
Einar minn, í raun og veru vona ég
að þú sért ekkert að hugsa um þessa
hluti, heldur njótir þess að vera kom-
inn til þess hæsta höfuðsmiðs.
Kannski er einhver staður ekki
ólíkur Klettakoti, hafið fullt af fiski
og smáskel svo vinda megi upp segl,
kasta línu, dorga eða leggja net-
stubb.
Ég endurtek þakklæti fyrir marg-
ar gleðistundir, þú varst gleðigjafi á
góðri stundu með þína fögru Ídu þér
við hlið.
Við Kollý og fjölskyldan sendum
Iðunni og öllum aðstandendum inni-
legar samúðarkveðjur.
Viggó M. Sigurðsson.
Elsku afi minn, nú
ertu horfinn frá mér.
Ég trúi því ekki en ég
veit þú verður alltaf hjá
mér í hjarta mínu.
Svo man ég alltaf að
þú varst svo montinn með mig þegar
ég var svo dugleg í keilunni. Ég man
svo vel að þú varst alltaf að hæla mér
fyrir allt sem ég gerði. Svo varstu
alltaf í glugganum að vinka mér þeg-
ar ég var að koma til þín og þegar ég
var að fara frá þér. Þú bauðst mér
alla fimmtudaga í grjónagraut sem
enginn gerði eins góðan og þú. Allar
stundirnar sem ég átti með þér voru
HALLGRÍMUR
MATTHÍASSON
✝ HallgrímurMatthíasson
fæddist á Siglufirði
20. mars 1926. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Akraness 2. ágúst
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Akraneskirkju 9.
ágúst.
einstakar og sérstakar.
Svo man ég eftir því
þegar þú varst að
reyna að gera kjöt í
karrí en gast það aldr-
ei. Svo varstu búinn að
kenna mér að sauma
tölur á buxur og allt
mögulegt. Svo gerðir
þú svo margt sem
gladdi mig. Eins og þú
veist, þótt þú sért uppi
á himnum, ert þúog
verður alltaf langbesti
afi minn. Þú gafst mér
svo oft pening og alltaf
eitthvað flott og snið-
ugt. Svo áður en þú fórst á spítalann
var ég ekki búin að koma til þín í
viku. Það kvöld sem ég ætlaði að
koma til þín í mat varstu kominn á
spítalann. Ég heimsótti þig á hverj-
um einasta degi. Svo þegar þú varst
orðinn svona veikur þá var ég hjá þér
alveg fram á hánótt. En þrátt fyrir
miklu veikindin sem þú varst með
þekktir þú mig alltaf. Svo tveim vik-
um seinna varstu dáinn. Þegar mér
var sagt það fékk ég hrikalegan sting
í hjartað. Ég grét svo mikið að það er
bara ekki hægt að segja frá því. En
ég get bara engan veginn trúað að þú
sért farinn frá mér, búinn að yfirgefa
mig, elsku afi minn. Samt þrátt fyrir
að þú sért farinn vinka ég þér alltaf í
glugganum, ímynda mér bara að þú
sért að horfa á mig, brosa til mín og
veifa mér í glugganum.
Hrinsta kveðja til þín, elsku afi
minn. Sjáumst í næsta lífi. Ég elska
þig alltaf út af lífinu.
Þitt uppáhaldsbarnabarn.
Birgitta Þura.
Elsku afi minn. Hrikalega er lífið
óréttlátt. Bara fyrir einum og hálfum
mánuði vorum við að ræða heims-
málin uppi í eldhúsi og nú ert þú
horfinn. Ég kominn í heimsókn frá
Danmörku. Örlögin vildu að ég kæmi
til þín en ekki í brúðkaupið hennar
Örnu frænku í Las Vegas. Aldrei
kom ég eins oft í heimsókn til þín.
Hugsunin yljar hjarta mínu. Takk
fyrir allt.
Ég elska þig. Þú munt alltaf vera í
hjarta mínu.
Þinn nafni.
Hallgrímur Benedikt.