Morgunblaðið - 15.08.2002, Síða 52
MINNINGAR
52 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Þuríður Andrés-dóttir fæddist á
Eyrarbakka 8. mars
1924. Hún lést af slys-
förum 6. ágúst síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Kristrún
Ólöf Jónsdóttir, f. 22.
maí 1881, d. 22. sept-
ember 1934, og Andr-
és Jónsson, f. 18 októ-
ber 1896, d. 21.
nóvember 1978. Fóst-
urmóðir Þuríðar var
Úlfhildur Hannes-
dóttir, f. 3. desember
1897, d. 4. mars 1982.
Bræður Þuríðar eru Jón Pétur, f.
10. október 1919, Sigmundur, f. 20.
ágúst 1922, Kristján, f. 25. ágúst
1935, og Hilmar, f. 1. september
1937. 1945 kvæntist Þuríður Gunn-
laugi Jónssyni rafvirkja frá Siglu-
firði. Þau slitu samvistum. Börn
þeirra eru: 1) Kristrún Þóra, f. 28.
mars 1945, maki Páll Birgisson, d.
1969, þau eiga tvo syni, Gunnar
Hilmar og Pál Birgis. Sambýlis-
maður Karl Valgarðsson, d. 1999,
þau eiga tvö börn, Belindu og Þor-
finn. 2) Jón, f. 29.apríl 1946, maki
Helga Guðrún Guðmundsdóttir,
börn þeirra: Gunnlaugur, lést af
slysförum 1995, Guðmundur og
Lára Bergljót. 3) Andrés, f. 30.
nóvember 1947, maki Guðný Ein-
arsdóttir, börn þeirra: Lilja og Ein-
ar. 4) Sverrir, f. 18. desember 1948,
maki Kolbrún Þorsteinsdóttir,
börn þeirra: Þorsteinn og Jón
Kristinn. 5) Birna Hafdís, f. 28. des-
ember 1950, maki Stefán Bene-
diktsson, þau slitu
samvistum, börn
þeirra: Þuríður og
Benedikt. Áður eign-
aðist hún dreng, Ólaf
Þóri, lést 1971, þá
ársgamall. 6) Anna
Kristín, f. 21. desem-
ber 1952, maki Helgi
Hrafnkelsson, börn
þeirra: Jóhannes
Unnar, Hrafnkell og
Helga Lovísa. 7)
Hjördís, f. 18. októ-
ber 1954, maki Sig-
urður Júníus Sig-
urðsson, börn þeirra:
Valgerður Helga, Íris Ósk og Guð-
rún Arna. 8) Sigurjón, f. 9. ágúst
1956, maki Ingunn Stefánsdóttir,
börn þeirra: Berglind og Stefán. 9)
Gunnlaugur Úlfar, f. 5. apríl 1958,
börn hans: Eva Rut, Guðný og Þor-
finnur. Unnusta hans er Kristín
Gísladóttir. 10) Erla, f. 26. júlí
1959, maki Ásgeir Sölvason, börn
þeirra: Hanna Sigríður, Sigurjón
Hrafn, Guðni Brynjólfur og Katrín
Elva. 11) Þorfinnur, f. 15. október
1962, d. 13. maí 1979. 12) Elva, f.
29. febrúar 1964, maki Ásmundur
Sigurðsson, börn þeirra: Karitas
Ottesen, Bjarkey Líf og Bettý
Freyja. 13) Óttar, f. 20. mars 1965,
maki Nanna Dröfn Sigurfinnsdótt-
ir, börn þeirra: Anna Ester og Þor-
björg Lind.
Þuríður bjó lengst af á Siglufirði
en fluttist til Reykjavíkur 1981.
Útför Þuríðar verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 10.30.
Ó mamma, hvar ert þú mamma?
Sem varst hrifin á brott af örlag-
anna grimmd.
Elsku mamma, þú varst okkur svo
mikið, miklu meira en nokkur orð fá
lýst. Kannski var það eigingirni í
okkur að forðast þá hugsun að þú
kæmir til með að hverfa á brott úr
lífi okkar einhvern daginn. Þú áttir
svo mikið eftir, þrátt fyrir þín 78 ár
og er sárt að horfa á eftir þér á
þennan hátt. Sennilega hefur þín
verið orðið þörf á öðrum lendum en
okkar og þér þar tekið með opnum
örmum af þeim Óla litla hennar
Birnu, Gulla Jóns og Þorfinni bróð-
ur.
Við eigum þér svo margt að
þakka, því með þér höfum við deilt
bæði gleði og sorg. Við höfum líka
verið lánsöm, mamma. Hugsaðu þér
allan þennan tíma sem við höfum átt
saman, tólf börn, stór hópur barna-
barna og barnabarnabarna. Þá
verða orðin hennar Katrínar litlu
hennar Erlu, okkur ætíð minnisstæð
þar sem hún kom til mömmu sinnar
morguninn eftir slysið og vildi
hugga í allri sorginni. „Ekki gráta,
mamma,“ sagði hún, „reyndu bara
að hugsa um jólaskemmtun.“ Já, það
er nefnilega svo gott að geta huggað
sig við fallegar minningar á sorgleg-
um stundum sem þessum. Það get-
um við, sem sjáum á eftir þér, svo
sannarlega gert. Við getum stutt
hvert annað og minnst yndislegrar
móður, ömmu og langömmu.
Þá sagði hún einnig nokkuð sem
var svo merkilegt: „Mamma, nú ert
þú kona – nú ert þú ekki barn lengur
fyrst mamma þín er dáin.“ Hve mik-
il viska getur falist í orðum lítilla
barna okkar – er hreint dásamlegt.
Nú er komið að kaflaskilum í lífi
okkar, þú ekki lengur á meðal okk-
ar. Það verður skrítið að geta ekki
tekið upp tólið og leitað ráða hjá þér
eða spjallað um heima og geima eins
og við gerðum svo gjarnan. Elsku
mamma, þín verður sár saknað.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Nú ert þú stjarna, mamma,
stjarna í himnanna her. Þú sómir
þér vel þar, mamma, stjarna sem
himinninn ber.
Börnin þín.
Elsku mamma mín. Það er svo
sárt að vera búin að missa þig og
það svona snögglega. Ekki óraði mig
fyrir því að þú ættir eftir að fara
svona og skilja alla eftir í sárum, til-
ganginn vitum við ekki fyrr en við
förum sjálf yfir. Okkur fannst þinn
tími ekki komin en alvaldur ræður
og við verðum að lúta vilja hans
hvort sem við viljum eður ei. Þú
varst mín stoð og stytta, fallega
mamma mín og í mínum augum
varst þú í einu orði sagt dýrlingur.
Ég trúi því að þú sért ennþá hjá mér
og styðjir mig áfram í gegnum þessa
miklu sorg. Ég sakna þess að geta
ekki hringt til þín, heyrt í þér rödd-
ina og sagt þér hvað ég og stelp-
urnar mínar höfum verið að bardúsa
þann daginn eða hringt til að segja
þér ef einhver af stelpunum væri
lasin og sakna þess að geta ekki
hringt þó klukkan sé 11 að kvöldi,
bara til að spjalla og bjóða góða
nótt.
Þú varst börnunum mínum mikil
amma og veit ég það að þær eiga
eftir að finna fyrir því þegar frá líð-
ur að það vantar ömmu Þuru. Ef þú
hringdir og Bjarkey Líf svaraði þá
heyrðist alltaf fyrst „amma, hvenær
kemurðu til okkar“, og það síðasta
sem Bjarkey sagði við þig í símann
var alltaf „ég elska þig“ og svo
kyssti hún tólið. Svona er Bjarkey,
hún tengdist þér mjög mikið, það
var sérstakt samband ykkar á milli,
einhver þráður sem aldrei verður
slitinn og vona ég að þú munir vera
með henni og styðjir hana í gegnum
lífið og ég veit það að þegar ég tek
utan um hana þá tek ég utan um þig
líka. Þú gafst stelpunum mínum
þremur ómælda þolinmæði, svo
mikla þolinmæði að engin orð fá því
lýst. Þú kenndir þeim að spila, sem
var reyndar ykkar aðalsérgrein því
ekki varstu fyrr komin inn en það
var sagt „amma spila“. Þú átt heið-
urinn af því að hafa kennt Bjarkeyju
að lesa, það var á Morgunblaðið og á
kvöldin fórstu með þær í rúmið að
biðja bænirnar.
Elsku mamma, þú varst hetjan
okkar allra, þú vildir alltaf vera að
gera eitthvað þegar þú varst hjá
mér, t.d. að ganga frá þvottinum,
þrífa, elda matinn og umfram allt að
hugsa um stelpurnar okkar Ás-
mundar. Það var alveg sama um
hvað ég bað þig, þú sagðir alltaf já.
Mamma mín, þú skilur eftir þig
djúpt skarð sem seint eða aldrei
verður fyllt. Þú hélst utan um okkur
systkinin sem vorum þrettán, einn
bróðir okkar lést 16 ára gamall, það
var þér erfitt þá en þú gafst aldrei
upp og nú ert þú komin til hans og
þið haldið saman upp á 40 ára af-
mælið hans, sem hefði orðið í októ-
ber, og vonandi ertu líka búin að
hitta vinkonur þínar þær Bettý,
Tótu, Sínu og marga fleiri.
Mamma mín, ég bið góðan Guð að
varðveita þig og blessa og gefa
Héðni styrk og kraft til að takast á
við sorgina sem hann gengur nú í
gegnum og hjálpa honum fljótt á
fætur aftur. Við systkinin hjálpum
hvert öðru og styðjum, og þín verð-
ur alltaf minnst þegar við komum
saman því að þú varst alltaf með og
heldur áfram að vera með okkur.
Elsku mamma, ég vil þakka þér fyr-
ir öll yndislegu árin sem ég hef átt
með þér og við Ásmundur og stelp-
urnar okkar viljum þakka þér fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir okkur og
fyrir alla þá visku og öll þau ráð sem
þú hefur miðlað til okkar, þolinmæði
og hjálpsemi.
Kærar kveðjur frá Ásmundi, Kar-
itas, Bjarkeyju Líf og Bettý Freyju.
Verið glaðir í voninni, þolinmóðir í
þjáningunni og staðfastir í bæninni.
(Róm. 12.12.)
Ég elska þig, mamma mín. Þín
dóttir
Elva.
Tengdamóðir mín, Þuríður And-
resdóttir, lést 6. ágúst síðastliðinn.
Þá höfðu kynni okkar staðið í rúm
30 ár og aldrei borið skugga á enda
held ég að allir sem kynntust Þuru
og lífshlaupi hennar hafi borið virð-
ingu fyrir henni, konu sem stóð ein
uppi á besta aldri, búin að eignast 13
börn og hafði búið í tveggja her-
bergja íbúð á neðri hæðinni hjá
tengdamóður sinni þegar hún réðst í
það stórvirki að kaupa hús á Hávegi
10 á Siglufirði handa sér og sínum.
Það var mikil upplifun fyrir mig að
koma inn á heimili hennar í fyrsta
sinn, ég kornung og úr lítilli fjöl-
skyldu að hitta tengdamóður mína í
fyrsta sinn og fullt hús af mágum og
mágkonum á öllum aldri. Enn þann
dag í dag skil ég ekki hvernig hún
fór að því að vinna fullan vinnudag
utan heimilis og halda öllu hreinu og
fínu heima og ekki vantaði veislumat
á borð ef á þurfti að halda.
Ég man að ég ætlaði að taka á
mig rögg einu sinni og rétta hjálp-
arhönd, kallaði á hóp af börnum og
sagði að það væri kominn háttatími
og þau ættu að fara að þvo sér. Eitt-
hvað brugðust þau misjafnlega við
en ég náði taki á einum og mundaði
þvottapokann þegar blessað barnið
stundi: „Ég á ekki heima hérna.“ Þá
hugsaði ég: „Hvernig fer hún Þura
að því að þekkja þau í sundur?“ Eitt
sinn er við Andrés vorum stödd hjá
henni var okkur boðið í heimsókn til
vinafólks um kvöld. Ég bað Þuru að
líta eftir börnunum, við yrðum ekki
lengi. Eitthvað teygðist nú úr kvöld-
inu og þegar við gengum upp að
húsinu heima hjá henni stóð hún
með son okkar, böðuð morgunsól-
inni, og sagði hljóðlega: „Vitið þið
hvað klukkan er?“ Mikið skammað-
ist ég mín því hún hefur áreiðanlega
ekki sofið mikið þá nóttina og var að
fara á vakt á hótelið. Eftir því sem
árin liðu saknaði ég þess meir að við
skyldum ekki vera nær hvor annarri
eða ég gefa mér betri tíma þegar ég
var stödd í höfuðborginni til heim-
sókna í Frostafoldina en í minning-
unni geymast myndir af konu sem
var snyrtileg, glaðvær og gestrisin
svo af bar.
Ég þakka samfylgdina, Þura mín,
hvíl í friði.
Þín tengdadóttir,
Guðný.
Hún Þuríður amma okkar er dáin.
Allt frá því við fyrst munum eftir
henni var hún mikil persóna í lífi
okkar. Amma Þura ólst upp á Eyr-
arbakka, og missti hún móður sína
11 ára gömul. Hún var mikil bar-
áttukona og ól upp 13 börn. Hún var
ekta amma. Hún kenndi okkur mörg
spil. Í morgunmat fékk hún sér oft-
ast ristað brauð með osti og heitt,
svart kaffi. Þegar við setjumst niður
og skoðum myndir af ömmu með
kertaljós renna upp margar góðar
minningar í hjörtum okkar. Bara ef
það væri hægt að spóla til baka því
það var alltaf svo gott að koma til
þín og að fá pönnukökur hjá þér.
Allt það sem við náðum ekki að
segja við þig verður að bíða. Við
þökkum þér fyrir allt sem þú hefur
gefið okkur og vitum að guð hefur
tekið vel á móti þér og mun geyma
þig. Hún amma okkar bað bænir á
hverju kvöldi. Tíminn líður hratt og
lífinu lýkur fyrr en við eigum von á.
Gleðstu yfir góðum degi,
gleymdu því sem miður fer.
Sýndu þrek og þolinmæði
þegar nokkuð út af ber.
Hafi slys að höndum borið
hefði getað farið ver.
(Heiðrekur Guðmundsson.)
Takk fyrir allt sem þú gafst okk-
ur, þetta hlýlega bros sem öllum
þótti vænt um, minning þín lifir í
hjörtum okkar allra.
Karitas Ottesen Ásmundsdóttir,
Anna Ester Óttarsdóttir
og Guðrún Arna Sigurðardóttir.
Elsku amma. Ég held að það eigi
eftir að líða langur tími þangað til að
ég verði búin að átta mig á því að þú
ert ekki lengur hérna hjá okkur. Það
er svo óraunverulegt að þú skulir
hafa verið hrifin svona fljótt burt, en
svona er lífið, við vitum aldrei hvað
gerist næst.
Þú skipaðir stóran sess í lífi mínu,
allt frá barnæsku á Siglufirði, þar
sem við vorum með annan fótinn hjá
þér, til þessa dags. Þú hefur tekið
þátt í öllum mínum viðburðum í líf-
inu, afmælum, fermingunni minni,
brúðkaupinu mínu, skírnum barna
minna og öllum barnaafmælum, þar
til þess síðasta, en það var eins og ég
biði eftir þér allan tímann, að þú
kæmir inn og byðir með lágum rómi
góðan daginn. Þú komst alltaf fyrst
til þess að geta nú örugglega eitt-
hvað hjálpað til, hrósaðir mér fyrir
kræsingarnar og fórst alltaf síðust,
helst eftir að þú varst búin að vaska
upp hvern einasta disk. Þetta lýsir
þér svo vel, alltaf boðin og búin að
hjálpa til. Það var alltaf svo notalegt
að fá þig í heimsókn og ég á eftir að
sakna þess mikið, þú varst alltaf svo
ánægð og þakklát fyrir allt sem þú
fékkst, hvort sem það var einhver
snyrting eða bara kaffi og kannski
eitthvað með því.
Ég er þakklát fyrir þann tíma
sem ég hef fengið að eiga með þér
og læra af þér, þegar ég fékk að búa
hjá þér fyrst eftir að ég flutti suður,
þó að það hafi nú ekki alltaf verið í
blíðu, en við ræktuðum með okkur
gott og traust samband sem ég mun
ávallt minnast.
Elsku amma mín. Ég geymi mynd
af yndislegri og fallegri konu í
hjarta mínu um aldur og ævi.
Þín
Þuríður.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
(Úr 23. Davíðssálmi.)
Elsku amma mín. Það er varla
hægt að minnast þín í örfáum orð-
um. Það væri hægt að skrifa heila
bók um þig og meira en það. Ég man
alltaf þegar ég var yngri hvað það
var gott að koma heim á kvöldin eft-
ir mikinn hamagang og þú hafðir
verið hjá okkur. Þú tókst herbergið
mitt og þreifst það, settir hreint á
rúmið mitt og kveiktir á rauða lamp-
anum sem þú gafst mér. Ég man
hvað mér fannst það yndislegt. Mér
fannst alltaf best þegar þú komst og
varst hjá mér, Jóa og Hrafnkatli
þegar mamma og pabbi voru í út-
löndum, því eins og þú vissir þá var
ég svo mikil mömmustelpa og þá var
gott að hafa þig. Þegar þú bjóst hjá
okkur um tíma kom strax ömmulykt
heima og pabbi fékk skyrturnar sín-
ar alltaf vel straujaðar. Í þau fáu
skipti sem ég keyrði þig eitthvað þá
vildir þú gefa mér smáaur eins og þú
orðaðir það fyrir bensíni, ég þvertók
fyrir það en alltaf fann ég 500 krón-
ur í hólfinu á bílnum þegar þú varst
farin. Fyrir um ári þegar ég varð
tvítug komstu til þess að hjálpa mér
að leggja á borð og flýta fyrir. Þetta
var líka flottasta afmælisveisla sem
ég hef haldið. Þú og Birna gáfuð
mér hvítt bindi sem mig hafði svo
langað í. Þú fórst búð úr búð til þess
að finna það og auðvitað fannstu
það. Mér þótti svo vænt um alla
hjálpina frá þér, hún var ótakmörk-
uð. Þú vildir allt fyrir alla gera og
vildir öllum svo vel.
Elsku amma, takk fyrir allt sem
þú gerðir fyrir mig.
Þín
Helga Lovísa.
Elsku amma, öll förum við ein-
hvern tímann til himna en aldrei
hefði ég trúað því að þinn tími væri
kominn og það á svo sáran hátt. Mér
fannst við eiga svo mikinn tíma eftir
saman, þú varst svo hress og dugleg
við að fara út um allt og ferðast.
Minningarnar streyma og ég get
ekki annað en brosað gegnum tárin
því með þér átti ég svo skemmti-
legar stundir. Það var svo gaman og
gott að hitta þig, við hlógum mikið
saman og þú varst sannkallaður
gleðigjafi. Það var alltaf gott að vera
í návist þinni. Mér eru minnisstæð
jólin sem við héldum hjá þér fyrir
örfáum árum, þá var glatt á hjalla
og svo mikið hlegið að varla gafst
tími til að borða góða ömmumatinn
og opna pakkana. Þú studdir mig vel
gegnum skólann og það var þér jafn
mikilvægt og mér að ég útskrifaðist.
Ég er svo ánægð að það tókst í vor
og þú gast haldið upp á það með
mér. Þér var umhugað um allt og
alla og þar á meðal hann Snorra, þú
spurðir mig reglulega hvort ég væri
ekki alltaf góð við hann og hvort
hann fengi ekki alltaf að borða. Þú
hugsaðir um alla í kringum þig
amma mín.
Ég finn varla nógu sterk orð til að
lýsa þér, þú varst svo stórkostleg
kona og einstök, alltaf glæsileg með
afskaplega fallegt hjarta. Þú fórst
gegnum lífið af dugnaði og kenndir
okkur svo margt gott sem verður
okkur öllum mikilvægt veganesti í
lífinu. Þú hafðir líka svo óendanlega
mikið að gefa og varst alltaf tilbúin
að hjálpa við hvað sem er. Það má
með sanni segja að þú hafir afkastað
miklu um ævina, er stóri barnahóp-
urinn þinn gott dæmi um það. Miss-
irinn er mikill og þín er sárt saknað.
Takk fyrir allt amma mín.
Við systkinin verðum ævinlega
þakklát fyrir þær stundir sem við
áttum með þér og fyrir þá umhyggju
sem þú veittir okkur. Nú ertu hjá
Guði og við vonum að þér líði vel.
Við munum ávallt eiga minninguna
um einstaka ömmu, þín
Belinda.
Elsku besta amma mín. Ég mun
alltaf sakna þín og aldrei gleyma
þér. Þú kenndir mér að lesa og spila
og þú varst alltaf að spila við mig
þegar þú varst hjá mér. Ég elska þig
elsku amma Þura. Ég ætla alltaf að
fara með bænirnar á kvöldin eins og
þú kenndir mér. Þú kallaðir mig þitt
leiðarljós eins og þættirnir í sjón-
varpinu hétu sem þú máttir ekki
missa af.
Amma mín, vertu alltaf með mér
hvert sem ég fer og gættu mín.
Þín
Bjarkey Líf Ásmundsdóttir.
Dauðinn er alltaf sár og harður,
einkum þegar hann kemur snögg-
lega og enginn býst við honum,
þannig séð.
Systir mín kom hér til okkar fyrir
rúmum hálfum mánuði, glöð og
hress, þó svo að hún hefði orðið fyrir
því að handleggsbrjóta sig í byrjun
sumars og brotið verið sett vitlaust
saman í fyrstu, en var nú að lagast.
Hún sagðist nú ætla að taka það ró-
lega og heimsækja börnin sem eru
víða á landinu, á Siglufirði, Eskifirði,
Selfossi, í Grindavík og tveir synir
hennar hér í Vestmannaeyjum. Er
hún sat hér hjá okkur fórum við að
rifja upp gamla daga frá Eyrar-
bakka og höfðum gaman af. Þá datt
okkur ekki í hug að þetta yrðu okkar
síðustu fundir, og ekki heldur það að
hún skyldi fara fyrst af okkur systk-
inunum. „En enginn veit sína ævina
fyrr en öll er.“ Við ólumst upp á
sendinni ströndinni á Eyrarbakka
nokkra faðma frá sjónum, þar sem
brimið í öllu sínu veldi brotnaði á
skerjunum fyrir framan og maður
ÞURÍÐUR
ANDRÉSDÓTTIR