Morgunblaðið - 15.08.2002, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 15.08.2002, Qupperneq 54
MINNINGAR 54 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ María StellaReyndal fæddist í Reykjavík 15. júlí 1942. Hún lést á heimili sínu 7. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Jo- han Reyndal bakara- meistari, f. í Holsterbro á Jótlandi í Danmörku 4. maí 1878, d. 9. september 1971, og kona hans, Guðrún Theodóra Benediktsdóttir, f. í Gljúfurholti í Ölfus- hreppi 18. ágúst 1903, d. 27. sept. 1987. Eldri börn þeirra eru Erlingur Reyndal, f. 22. apríl 1931, og Dóra Reyndal, f. 27. september 1937. Stella giftist hinn 16. janúar 1965 Haraldi Henrýs- syni hæstaréttardómara, f. 17. febrúar 1938. Þau skildu. 31. des- ember 1978 giftist Stella Heiðari Magnússyni endur- skoðanda, f. 16. sept- ember 1941. Stella stundaði nám í Verzlunar- skólanum og Tónlist- arskólanum. Ung að árum lærði hún á pí- anó en síðar á fiðlu. Hún spilaði með Sin- fóníuhljómsveitinni árin 1964-1971. Hún var við fiðlunám í Noregi 1971-1974. Aðalkennari hennar þar var Örnulv Boye Hansen. Eftir að Stella kom heim frá námi kenndi hún við ýmsa skóla, m.a. Tónlist- arskólann í Garðabæ og Tónlist- arskólann í Hafnarfirði og víðar. Einnig kenndi hún í einkatímum. Útför Stellu verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Öllu lífi er markaður ákveðinn tími. Sú staðreynd verður aldrei eins ljós og þegar við missum einhvern okkur nákominn. Á það erum við áþreifanlega minnt nú, er við kveðj- um okkar elskulegu stjúp- og tengdamóður, hana Stellu. Viljum við minnast hennar með örfáum orð- um. Þau eru orðin átta árin frá því að við stigum í óvissu í fyrsta sinn fæti inn á heimili þeirra Stellu og pabba. Við vissum ekki við hverju var að bú- ast, enda mál skipast þannig, að samskipti höfðu nær engin verið milli okkar fram til þess tíma og reyndar engin við hana Stellu. Er skemmst frá því að segja, að okkur var tekið opnum örmum og hefur svo verið æ síðan. Átti Stella hvað drýgstan þátt í því að regluleg sam- skipti okkar urðu að veruleika. Halldór Kiljan segir í Heimsljósi, að fegursta blómið lifi á huldum stað, fæstir fái nokkurn tíma að sjá það, mörgum sjáist yfir það og nokkrir kunni ekki skil á gildi þess. Þessi lýsing skáldsins finnst okkur geta átt við um Stellu. Þann tíma sem við þekktum Stellu glímdi hún við erfið veikindi og var víst búin að gera nokkuð langan tíma áður. Munu þau veikindi, ásamt öðr- um ytri atvikum, hafa gert að verk- um að hún varð að miklu leyti að draga sig í hlé frá lífsstarfi sínu, tón- listinni, þar sem hún hafði ótvírætt hæfileika og háleit markmið til sam- ræmis við þá. Var hún því mestan partinn innan veggja heimilis síns, fjarri iðu og eyrum hins daglega lífs. Enda þótt veikindi Stellu hafi á tíð- um, einkum hin síðari ár, gert henni samskipti við okkur erfið og án efa oft erfiðari en hún vildi vera láta, þá stóð hún alltaf við sitt og vel það. Fram í hugann koma heimsóknir í tilefni af afmælum barna okkar og með pakka fyrir bæði börnin í hvert sinn, enda þótt einungis annað ætti afmæli, því ekki mátti skilja hitt eftir út undan; alltaf var mætt með stór páskaegg um páska; heimsóknir fyr- ir jól með veglega jólapakka; haldin eða mætt í jólaboð; mætt við braut- skráningar úr skólum og önnur há- tíðleg tækifæri. Þá reyndist Stella ómetanleg stoð þegar erfiðleikar steðjuðu að og aldrei verður henni fullþökkuð sú aðstoð og hjálp er hún veitti á þeim stundum. Blessuð sé minning Stellu. Heiðrún og Garðar. Stella, fyrrverandi mágkona mín hefur nú verið kölluð heim. Elsku Stella mín, við höfum verið sam- ferðamenn í hálfan fjórða áratug og þú hefur ávallt verið mér sannur vin- ur og mörg síðustu árin hefur verið nær daglegt samband með okkur. Ég minnist eingöngu góðra stunda í návist þinni og við hlógum oft dátt saman og gerðum að gamni okkar. Hæst held ég að beri minninguna um hringferðina með ástvinum okk- ar um landið á löngu liðnum árum eða stuttu eftir að vegurinn var opn- aður. Við gáfum okkur svo góðan tíma og skoðuðum hvern krók og kima og fórum í skemmtilega úti- leiki. Þetta var okkur báðum ógleymanleg ferð. Elsku Stella, þú varst að mörgu leyti mjög lánsöm í lífinu, áttir góða fjölskyldu. Þú ólst upp hjá foreldr- um þínum, því sómafólki Guðrúnu Benediktsdóttur og Jóhanni P. Reyndal, sem bæði eru látin, ásamt eftirlifandi eldri systkinum Erlingi og Dóru Reyndal. Í vöggugjöf voru þér góðar gáfur gefnar og á yngri árum blómstraðir þú með tónlistargyðjunni. Þú út- skrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík í fiðluleik og lékst síðar með Sinfóníuhljómsveit Íslands um árabil og stundaðir jafnframt kennslu. Það átti fyrir þér að liggja að verða tvígift. Fyrri eiginmaður þinn var Haraldur Henrýsson hæstarétt- arlögmaður, en þið slituð samvist- um. Eftirlifandi eiginmaður er Heið- ar Magnússon endurskoðandi. Það er trú mín að þessir tveir heiðurs- menn séu meðal umhyggjusömustu og fremstu öðlinga þessa lands. Elsku Stella mín, af æðruleysi tókst þú því sem síðar að höndum bar. Þú hefur nú gengið í gegnum langvarandi veikindi. Hjartað var svo veilt, en ef og þegar þú gafst grænt ljós, þá voruð þið Heiðar kom- in út í bíl og á leið í sveitasæluna og oft í bændagistingu. Heiðar, þinn elskulegi eiginmaður var alltaf tilbú- inn að létta þér lífið. Elsku Stella mín, ég sakna þín sárt og það er huggun harmi gegn að trúa því að þú sért nú í faðmi kær- leikans í nýjum störfum á grænni grundu. Ég bið góðan Guð að varðveita og styrkja Heiðar þinn, svo og aðra ættingja og vini. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því. Þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Elsku Stella. Ég minnist þín með virðingu og þökk. Sjöfn. MARÍA STELLA REYNDAL Af öllum þeim gæðum sem okkur veitir viturleg forsjá til ánægjuauka, er vináttan dýrmætust. (Epikuros.) Þessar línur koma upp í hugann þegar við í dag kveðjum kæra vin- konu, Ingu Lárusdóttur, sem lést á heimili sínu 1. ágúst svo langt um aldur fram. Kynni okkar við þau hjónin, Ingu og Bubba, hófust, þegar við öll ung að árum með lítil börn fluttum í sama fjölbýlishúsið. Eiginlega má segja að börnin okkar hafi upphaflega leitt okkur saman. En eitthvað höfum við fundið í fari hvert annars sem okkur hugnaðist því fljótlega tókst á með okkur einlæg vinátta sem við bárum gæfu til að hlúa að. Góðir og traustir vinir eru gulli dýrmætari. Við höfum brallað sitthvað saman gegnum tíðina og síðustu daga hafa streymt fram í hugann myndir og minningar sem ylja sálinni og fylla okkur þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta þessara samvista. Við minn- umst gönguferða á björtum vor- kvöldum í nágrenni Hafnarfjarðar, sem gjarnan enduðu með kakóbolla og tertustykki á kaffihúsi. Við minn- umst útileguferða á sumrum, bæði á INGA ÞÓRA LÁRUSDÓTTIR ✝ Inga Þóra Lárus-dóttir fæddist á Uppsölum í Miðfirði í Vestur-Húnavatns- sýslu 31. júlí 1949. Hún lést á heimili sínu 1. ágúst síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 13. ágúst. láglendi og öræfum. Í einni slíkri ferð borðuð- um við einhvern þann albesta mat sem við höfum smakkað. Þá vorum við stödd á Snæ- fellsnesi um verslunar- mannahelgi og afmælið hennar Ingu bar ein- mitt upp á þessa helgi. Þá bauð okkar kona óvænt upp á grillaðar nautalundir. Og maður lifandi, þarna sátum við úti í guðsgrænni nátt- úrunni með diskana á hnjánum og nutum stundarinnar meðan maturinn bein- línis bráðnaði í munni. Það þarf ekki alltaf dúkað borð og postulín til að skapa réttu stemminguna. Við minn- umst notalegra kvöldstunda yfir kaffibolla við kertaljós á dimmum vetrarkvöldum. Þetta og margt fleira eru perlur í sjóði minninganna sem við munum varðveita á komandi árum. Inga var afar traust og hreinskipt- in kona, forkur dugleg, glaðlynd og hláturmild, orðheppin og fljót að koma auga á spaugilegu hliðarnar. Traustari og betri vini en þau hjónin, Ingu og Bubba, er vart hægt að hugsa sér. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra máli ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.) Það var mikið áfall þegar Inga greindist með alvarlegan sjúkdóm síðastliðið haust. En það var ekki henni líkt að leggja árar í bát. Hún byrjaði strax að berjast og naut stuðnings fjölskyldu sinnar sem stóð við hlið hennar eins og klettur. Við vissum alltaf að Inga vinkona okkar var hörkukona og það sýndi hún best með því hvernig hún tókst á við veik- indi sín. Hugrekkið og æðruleysið sem hún sýndi hlýtur að vekja að- dáun. Við vitum að auðvitað átti hún sínar erfiðu stundir, en hún bar þær ekki á torg og bar höfuð hátt sem fyrr. Inga var líka þeirrar gæfu að- njótandi að eignast góðan og traust- an eiginmann, góð og mannvænleg börn og nú síðast dótturbörnin, tví- burana, sem voru sólargeislar í lífi hennar. Það er sárt til þess að hugsa að þau fari á mis við ást og um- hyggju ömmu sinnar í uppvextinum, en við erum þess fullviss að Inga mun vaka yfir þeim og fylgjast áfram með, bara frá öðru sjónar- horni. Og nú er baráttunni lokið. Hún kvaddi þetta jarðneska líf á einum af fegurstu dögum sumarsins sem kannski var táknrænn fyrir líf henn- ar sjálfrar. Við kveðjum kæra vin- konu að sinni og þökkum áratuga vináttu sem aldrei bar skugga á. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku Bubbi, Sólrún, Lárus, Stína, Andrés, Björn Kristinn og Ingibjörg. Við sendum ykkur og öðr- um aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi guð vera með ykkur öllum. Hvíl í friði kæra vinkona. Hulda, Garðar og fjölskylda. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku Inga, minningarnar um þig hrannast upp og brosið yfir þeim er aldrei langt undan. Við munum ylja hjarta okkar við þær um ókomna framtíð. Ein af þeim minningum sem standa þó upp úr er kvöldstundin okkar sl. vor. Við vissum allar hvert stefndi en samt þetta eina kvöld tókst okkur að leggja það til hliðar og nutum samverunnar. Gömlum leyndarmálum var ljóstr- að upp það kvöld og að sjálfsögðu var enginn eins fullkomin og klár og við. Sérstaklega munum við þegar þú sagðir okkur frá fyrstu kynnum þínum og Bubba og hvað Solla var svekkt yfir því að foreldrar hennar áttu engar gamlar ástir frá fyrri tíð. Þið kynntust og voruð eins og sköp- uð hvort fyrir annað frá fyrstu tíð. Við þökkum allar stundirnar sem við áttum saman, hvort sem það var Bláfjallaferð eða stutt spjall í búð- inni. Minningin um þig elsku vin- kona mun lifa um ókomna framtíð í hjarta okkar og huga. Elsku Bubbi, Lalli, Stína, Solla, Andrés, Björn og Ingibjörg, missir ykkar er mikill og við getum aðeins vonað að Guð einn veiti ykkur styrk til að halda áfram. Minning um jarð- bundna lífsglaða vinkonu, eiginkonu, móður, ömmu og umfram allt sálu- félaga lifir áfram í hjörtum okkar allra. Guð blessi ykkur og veri með ykkur. Margrét, Guðrún, Anna María og fjölskyldur. Vinur er einhver sem skilur þína fortíð, trúir á þína framtíð, og tekur þér í dag bara eins og þú ert. (Höf. ók.) Þessi fáu orð segja svo miklu meira en maður áttar sig á í fyrstu. Þau segja manni að það er síður en svo sjálfgefið að eiga vini og í raun er það guðsgjöf að eignast sanna vini. Vini sem eru tilbúnir að taka þér í dag bara eins og þú ert með öllum þínum kostum og göllum. Vini sem skilja hvað þú hefur gengið í gegnum og trúa statt og stöðugt á að þú getir í framtíðinni gert hvað það sem þig langar til. Í dag er þó komið að kveðjustund, komið að því að kveðja sannan vin. Á tímum sem þessum er fátt annað hægt að gera en að þakka Guði fyrir að hafa eignast slíkan vin. Elsku Inga, baráttu þinni við ill- vígan sjúkdóm er lokið. Þú lést aldr- ei á neinu bera og sýndir okkur sannan baráttuvilja. Án efa varstu veikari en maður gerði sér nokkurn tíma grein fyrir. Það er svo margs að minnast og erfitt að nefna eitthvað eitt framar öðru. Samverustundirn- ar hafa svo sannarlega verið margar skemmilegar gegnum árin og þær munu lifa áfram í hjarta okkar. Það sem við komum þó mest til með að minnast um ókomin ár er þó vinátta þín og fjölskyldu þinnar. Það er ekki á hverjum degi sem maður eignast sanna vini. Elsku Bubbi, Solla, Lalli, Stína, Andrés, Ingibjörg og Björn Krist- inn, megi góður Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Minning um ástkæra eiginkonu, móður, tengda- móður og ömmu mun ljóma í hjarta ykkar um ókomna framtíð. Árni, Herdís og Hrönn. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur www.solsteinar.is sími 564 4566 Legsteinar í Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi Formáli minning- argreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.