Morgunblaðið - 15.08.2002, Qupperneq 64
DAGBÓK
64 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Svar frá Lögreglu-
stjóraembættinu í
Reykjavík
VEGNA greinar í Velvak-
anda 14. ágúst undir heitinu
„Brotalöm hjá lögreglu“
eru eftirfarandi viðbrögð
frá Lögreglustjóraembætt-
inu í Reykjavík.
Vísað er til viðtals við
undirritaðan aðstoðaryfir-
lögregluþjón þar sem
greint hafði verið frá þeirri
jákvæðu þróun að ofbeldis-
verkum hefði fækkað um-
talsvert fyrstu 6 mánuði
ársins í samanburði við árið
2001. Síðan er vikið að því
að skýring þess gæti verið
sú að lögreglan taki ekki á
móti kærum um ofbeldis-
verk og rakin frásögn ein-
staklings sem tengist bréf-
ritara. Af þessu tilefni er
rétt að komi fram að lög-
reglu ber að taka á móti
kærum einstaklinga eftir
því sem lög kveða á um. Á
því eru einkum þær tak-
markanir þegar málefnið
telst einkaréttarlegs eðlis
og því ekki háð rannsókn
eða aðgerðum lögreglu.
Lögreglan í Reykjavík hef-
ur markvisst reynt að vinna
að rannsóknum ofbeldis-
brota en ljóst er þó að ekki
tekst að upplýsa öll þau
brot sem kærð eru. Lög-
reglu ber að taka niður
kæru einstaklings í ofbeld-
ismálum og hafa lögreglu-
menn skýr fyrirmæli um
það. Önnur viðbrögð eða
svör lögreglumanna eru
ekki í samræmi við fyrir-
mæli embættisins. Lögregl-
an óskar hins vegar eftir því
að eiga samstarf við máls-
aðila og fá frá þeim eins
miklar upplýsingar og kost-
ur er hverju sinni því þeir
eru jú líklegastir til að geta
aðstoðað við að upplýsa
mál. Þess vegna er oft ósk-
að eftir því við málsaðila að
hann komi til lögreglu þeim
upplýsingum sem hann býr
yfir og þá er hugsanlegt að
beðið sé með að taka niður
formlega kæru þar til þau
gögn liggja fyrir. Almenna
reglan er hins vegar sú að
taka strax niður kæru við-
komandi. Vegna þessa máls
hvet ég bréfritara að hafa
samband við mig í síma
569 9000 eða netfangið
karlsteinar@lr.is svo hægt
sé að leiðrétta ef viðkom-
andi einstaklingur hefur
fengið önnur svör hjá emb-
ættinu en hér hafa verið
rakin.
Virðingarfyllst,
Karl Steinar Valsson
aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn.
Endurreisn síldar-
og loðnustofnsins
MEÐ því að veiða hval og
skjóta bjargfuglinn mætti
stækka bæði síldar- og
loðnustofninn töluvert.
Bjargfuglinn étur nokkra
tugi milljóna af seiðum á ári
hverju og er þar skarð fyrir
skildi. Ef fuglinum yrði
fækkað allt í kringum land-
ið – og eftir yrðu tíu til tutt-
ugu þúsund stykki myndu
stofnar síldar og loðnu
styrkjast töluvert.
Gísli Hallgrímsson.
Dýrahald
Depill er týndur
FRESSKÖTTUR, svartur
og hvítur að lit, týndist frá
heimili sínu í Safamýri 36 2.
ágúst sl. Kötturinn er ólar-
laus og heitir Depill. Finn-
andi er vinsamlegast beð-
inn um að hringja í Huld í
síma 869 7790.
Dísa er horfin
DÍSA hvarf 8. ágúst. Hún
er þrílit snotur læða. Hún
er til heimilis í Eyrarholti 2
í Hafnarfirði. Hún er eyrna-
og ólarmerkt. S. 555 3742.
Fundarlaun í boði.
Kettlingur fæst gefins
LEITAÐ er að góðu heimili
fyrir 7-8 vikna fress. Hann
er svartur og hvítur.
Áhugasamir hafi samband í
síma 691 9166.
Karlkyns loð-
naggrís óskast
SIGFÚS Már óskar eftir
gefins loðnaggrís. Setur
þau skilyrði að dýrið sé
karlkyns. Sigfús er í síma
567 0992.
Evítu vantar heimili
HÚN Evíta er þriggja ára
köttur sem vantar nýtt
heimili. Hún er þrifin með
afbrigðum og hvers manns
hugljúfi. Svört að lit með
hvítan blett á bringu.
Áhugasamir hafi samband í
síma 565 5935 eða 691 1826.
Köttur fæst gefins
vegna ofnæmis
BRÖNDÓTTUR fjögurra
mánaða gamall högni er nú
í leit að nýju heimili. Lok-
aður sandkassi og matar-
skálar munu fylgja þessum
góða ketti. Upplýsingar í
síma 565 9017.
Kettlingur
fæst gefins
ÞESSI kettlingur er ekki
bara fjörugur og gælinn
heldur er hann líka kassa-
vanur. Hann er nú í leit að
góðu heimili. Upplýsingar í
síma 860 6827.
Kassavanur
kettlingur
7 VIKNA bröndóttur kett-
lingur óskar eftir góðu
heimili. Hann er kassavan-
ur og til fyrirmyndar að öllu
leyti. Áhugasamir hringi í
síma 863 1001 eða 554 6789.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI lætur vel af útvarpiSögu, þá einkum spjallinu, sem
boðið er upp á í bland við íþróttir og
fréttir. Þó fer heitið á þessari rás í
taugarnar á Víkverja. Útvarp Saga
er óþjált heiti og Víkverja finnst að
það ætti að gefa rásinni nýtt nafn. Til
er í málinu kvenkynsorðið útvarps-
saga með fjórum atkvæðum með
áherslu á fyrsta atkvæði eins og vera
ber. Þegar menn eru að bögglast við
að segja heitið á þessari útvarpsrás
er eins og verið sé að segja orðið út-
varpssaga með kolbrenglaðri
áherslu. Svo er þetta sögunefni ótta-
lega hátíðlegt, en það er önnur saga.
Fyrir kemur að hlustendur sem
hringja í þáttinn Þjóðfund í beinni
útsendingu spyrja hvort þeir séu
ekki örugglega að hringja í útvarps-
sögu og meina þá auðvitað Útvarp
Sögu. Víkverji er alveg til í að segja
bara útvarpssaga. Hvernig hefði
annars verið að nefna rásina Sagna-
útvarp, Söguútvarp eða Útvarp
Sagnir?
Víkverji man að svona umræða
kom upp þegar hið umdeilda nafn
Saga bíó leit dagsins ljós. Þá vildu
sumir kalla bíóið Sagnabíó eða Sögu-
bíó. Kannski er Víkverji ósanngjarn
að bera þessa hluti saman en það
breytir ekki skoðun hans á málinu.
x x x
MEIRA um Þjóðfund í beinni út-sendingu. Sigurður G. Tómas-
son, sá gamalreyndi útvarpsmaður,
er fínn sem fundarstjóri í beinni, rétt
eins og hann var í Þjóðarsálinni
gömlu á Rás tvö. Víkverji hefur tekið
eftir því að stundum hafa hlustendur
engan áhuga á að ræða það mál sem
Sigurður stingur upp á sem um-
ræðuefni dagsins. Eitt sinn auglýsti
hann eftir skoðunum fólks á málefn-
um SPRON en flestir vildu segja
sjúkrasögur og tala um heilbrigðis-
kerfið, ef Víkverji man þetta rétt.
Sama var uppi á teningnum þegar
Sigurður auglýsti eftir skoðunum á
dýrainnflutningi. Þetta var í kjölfar
þess að félagið ÍSLAM vildi fá leyfi
til að flytja inn lamadýr og nota þau
sem burðardýr í trússferðum á há-
lendinu. Góð hugmynd það að mati
Víkverja. En enginn vildi ræða um
lamadýrin, heldur segja sjúkrasögur
og tala um heilbrigðiskerfið sem
fyrr. Þetta er greinilega það sem
brennur á fólki. Svo hringdi einn sem
saknaði Sigurðar Péturs sem er víst
hættur að vinna á stöðinni. Sá ætlaði
að veiða upp úr Sigurði G. ástæður
brotthvarfs hans og spurði eins og
flinkasti saksóknari en fékk fá svör.
x x x
FÉLAGAR Sigurðar G., þeirIngvi Hrafn og Hallgrímur
Thorsteinsson, eru ágætir líka. Hall-
grímur stjórnaði Reykjavík síðdegis,
gríðarvinsælum símaþætti á Bylgj-
unni fyrir mörgum árum og hefur
einhverja þá ágætustu útvarpsrödd
sem Víkverji heyrir nú um stundir.
Það fer nú að styttast í tvítugsafmæli
Bylgjunnar. Víkverja finnst eins og
stöðin hafi verið stofnuð í fyrrasum-
ar en það var víst 1986. Hratt líður
stund.
x x x
VÍKVERJI sunnudags gerði sérlítið fyrir þegar hann var að
hrósa Máli og menningu fyrir að
hafa leiðrétt ónákvæmni milli útgáfa
af Íslandskortabók sinni og flutti
þrjá bæi og heilt nes milli sýslna.
Reykjanes og bæirnir Staður, Ár-
bær og Barmar eru vitaskuld í
Barðastrandarsýslu og er beðist vel-
virðingar á mistökunum.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
LÁRÉTT:
1 helmingur, 4 greind, 7
víðan, 8 uppnámið, 9
skepna, 11 kropp, 13
gubbaði, 14 kjáni, 15 and-
vari, 17 ójafna, 20 gruna,
22 eldiviðurinn, 23 svip-
uðum, 24 ræktuð lönd, 25
hagnaður.
LÓÐRÉTT:
1 kaupið, 2 ber, 3 gadd, 4
hár, 5 krók, 6 stílvopn, 10
gól, 12 dreitill, 13 sómi,
15 strita, 16 hyggur, 18
stormurinn, 19 sár, 20
ofnar, 21 bára.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 hlédrægur, 8 vitur, 9 ildis, 10 kyn, 11 trana, 13
gerpi, 15 spors, 18 órögu, 21 ket, 22 kokka, 23 raust, 24
græðlings.
Lóðrétt: 2 létta, 3 dýrka, 4 æsing, 5 undir, 6 hvöt, 7 usli,
12 nýr, 14 eir, 15 sekk, 16 orkar, 17 skarð, 18 ótrúi, 19
örugg, 20 urta.
K r o s s g á t a
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Wiesbaden kemur og fer
í dag. Mánafoss og
Vechtborg koma í dag.
Goðafoss fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn: Eld-
borg kemur í dag. Brúar-
foss fór frá Straumsvík í
gær.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9 og
kl. 13 vinnustofa, bað.
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta, kl. 9 leik-
fimi, kl. 9.45–10 helgi-
stund, kl. 11 boccia, kl.
13.30 gönguhópur, lengri
ganga. Púttvöllurinn er
opinn kl. 10–16 alla daga.
Myndlist byrjar mánu-
daginn 16. sept. kl. 16.
Allar upplýsingar í s.
535 2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
16 hárgreiðsla, kl. 8.30–
14.30 böðun, kl. 9–16
handavinna, kl. 9–17 fóta-
aðgerð.
Félagsstarfið, Dalbraut
18–20. Kl. 9–14 baðþjón-
usta, hárgreiðslustofan
opin kl. 9–17 alla daga
nema mánudaga.
Félagsstarfið, Lönguhlíð
3. Kl. 8 böðun, kl. 9 fóta-
aðgerð, kl. 10 hársnyrt-
ing, kl. 11 leikfimi, kl. 13
föndur og handavinna.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli ,
Flatahrauni 3. Bingó kl.
13.30. Á morgun brids og
frjáls spilamennska kl.
13.30, pútt á Hrafn-
istuvelli kl. 14–16. Orlofs-
ferð að Hrafnagili við
Eyjafjörð 19.–23. ágúst.
Rúta frá Hraunseli kl. 9
stundvíslega mánudag-
inn 19. ágúst. Orlofsferð
að Höfðabrekku 10.–13.
sept. Skráning og upp-
lýsingar í Haunseli kl.
13–17, sími 555 0142.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–17 hár-
greiðsla, kl. 9–16 böðun.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan op-
in virka daga frá kl. 10–
13. Kaffi, blöðin og matur
í hádegi. Félagið hefur
opnað heimasíðu
www.feb.is. Miðviku-
dagur: Göngu-Hrólfar
ganga frá Ásgarði kl. 10.
Fimmtudagur: Brids kl.
13. Hringferð um Norð-
austurland 17.–24. ágúst.
Fundur verður með leið-
sögumanni 15. ágúst kl.
16 í Ásgarði. Þjórs-
árdalur, Veiðivötn Fjalla-
baksleið nyrðri, 27.–30.
ágúst. Staðfestingargjald
þarf að greiða fyrir 14.
ágúst. Nokkur sæti laus.
Fyrirhugaðar eru ferðir
til Portúgals 10. sept-
ember í 3 vikur og til
Tyrklands 30. september
í 12 daga fyrir fé-
lagsmenn FEB, skráning
er hafin, takmarkaður
fjöldi. Silfurlínan er opin
á mánu- og mið-
vikudögum kl. 10–12.
Skrifstofa félagsins er
flutt að Faxafeni 12, s.
588 2111. Félagsstarfið
er áfram í Ásgarði,
Glæsibæ. Upplýsingar á
skrifstofu FEB.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 10.30 helgistund, frá
hádegi spilasalur opinn
og vinnustofur. Miðviku-
daginn 21. ágúst er
ferðalag í Rangárþing,
leiðsögn staðkunnugra,
kaffihlaðborð í Hlíð-
arenda, Hvolsvelli,
skráning hafin.Allar
upplýsingar á staðnum
og í síma 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin,
leiðbeinandi á staðnum
kl. 9.30–16
Gullsmári, Gullsmára
13. Opið alla virka daga
kl. 9–17 hádegismatur,
kaffi og heimabakað
meðlæti.
Hraunbær 105. Kl. 9–
16.30 bútasaumur, kl. 9–
11. Hjúkrunarfræðingur
á staðnum. kl. 10 boccia,
kl. 14 félagsvist.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 10
boccia, kl. 13 handavinna,
kl. 14 félagsvist. Í dag,
fimmtudaginn 15. ágúst,
verður kynning á um-
hverfisvænum klútum,
Síon – ACT. Kynningin
verður á milli kl. 14–16.
Fótaaðgerð, hársnyrting.
Allir velkomnir.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.30 útskurður, ganga
kl. 10.
Vesturgata 7. Kl. 9 fóta-
aðgerðir og hárgreiðsla,
kl. 9.15–12 aðstoð við
böðun, kl. 9.15–15.30
handavinna, handa-
vinnustofan opin án leið-
beinanda fram í miðjan
ágúst. Ferð til Vest-
mannaeyja miðvikudag-
inn 21. ágúst.
Lagt af stað frá Vest-
urgötu kl. 10.30. Siglt
með Herjólfi fram og til-
baka. Skoðunarferð um
eyjuna. 3ja rétta kvöld-
máltíð og gisting ásamt
morgunverði á Hótel
Þórshamri. Athugið,
greiða þarf farmiða í síð-
asta lagi fyrir 19. ágúst.
Upplýsingar í síma
562 7077, allir velkomnir.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan,
kl. 9.30 morgunstund og
handmennt, kl. 10 leik-
fimi, boccia kl. 10.45, kl.
13 brids, frjálst.
Hrafnista í Reykjavík
og félagsstarfið á
Hrafnistu. Sumarferð
fyrir heimilisfólk og að-
standendur verður
föstudaginn 16. ágúst,
lagt af stað kl. 13 og
komið heim um kl. 20.30.
Farið verður í heimsókn
á Sólheima og grillað að
Hraunborgum. Skráning
fyrir 15. ágúst í síma
585 9500.
Hallgrímskirkja, eldri
borgarar. Vestfjarða-
ferð dagana 28.–31.
ágúst, farið frá Hall-
grímskirkju kl. 10, gist í
Flókalundi, á Hótel Ísa-
firði og Reykjanesi,
heimferð um Steingríms-
fjarðarheiði, í Hrútafjörð
og þaðan yfir Holta-
vörðuheiði og heim.
Uppl. og skráning hjá
Dagbjörtu í s. 693 6694,
510 1034 og 561 0408, all-
ir velkomnir.
Minningarkort
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúklinga
fást á eftirtöldum stöðum
á Suðurlandi: Í Vest-
mannaeyjum: hjá Axel Ó.
Láruss. skóverslun,
Vestmannabraut 23, s.
481 1826. Á Hellu: Mos-
felli, Þrúðvangi 6, s.
487 5828. Á Flúðum: hjá
Sólveigu Ólafsdóttur,
Versl. Grund, s. 486 6633.
Á Selfossi: í versluninni
Írisi, Austurvegi 4, s.
482 1468, og á sjúkrahúsi
Suðurlands og heilsu-
gæslustöð, Árvegi, s.
482 1300. Í Þorlákshöfn:
hjá Huldu I. Guðmunds-
dóttur, Oddabraut 20, s.
483 3633.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúklinga
fást á eftirtöldum stöðum
á Reykjanesi. Í Grinda-
vík: í Bókabúð Grinda-
víkur, Víkurbraut 62, s.
426 8787. Í Garði: Ís-
landspósti, Garðabraut
69, s. 422 7000. Í Kefla-
vík: í Bókabúð Keflavík-
ur Pennanum, Sól-
vallagötu 2, s. 421 1102,
og hjá Íslandspósti,
Hafnargötu 89, s.
421 5000. Í Vogum: hjá
Íslandspósti, b/t Ásu
Árnadóttur, Tjarnargötu
26, s. 424 6500, í Hafn-
arfirði: í Bókabúð Böðv-
ars, Reykjavíkurvegi 64,
s. 565 1630, og hjá Penn-
anum – Eymundsson,
Strandgötu 31, s.
555 0045.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúklinga
fást á eftirtöldum stöðum
í Reykjavík: Skrifstofu
LHS, Suðurgötu 10, s.
552 5744, 562 5744, fax
562 5744, Laugavegs
Apóteki, Laugavegi 16, s.
552 4045, hjá Hirti, Bón-
ushúsinu, Suðurströnd 2,
Seltjarnarnesi, s.
561 4256.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúklinga
fást á eftirtöldum stöðum
á Vesturlandi: Á Akra-
nesi: í Bókaskemmunni,
Stillholti 18, s. 431 2840,
Dalbrún ehf., Brák-
arhrauni 3, Borgarnesi,
og hjá Elínu Frímannsd.,
Höfðagrund 18, s.
431 4081. Í Grundarfirði:
í Hrannarbúðinni,
Hrannarstíg 5, s.
438 6725. Í Ólafsvík: hjá
Ingibjörgu Pétursd.,
Hjarðartúni 1, s.
436 1177.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúklinga
fást á eftirtöldum stöðum
á Vestfjörðum: Á Suður-
eyri: hjá Gesti Krist-
inssyni, Hlíðavegi 4, s.
456 6143. Á Ísafirði: hjá
Jóni Jóhanni Jónss., Hlíf
II, s. 456 3380, hjá Jónínu
Högnad., Esso-verslun-
inni, s. 456 3990 og hjá
Jóhanni Káras., Engja-
vegi 8, s. 456 3538. Í Bol-
ungarvík: hjá Kristínu
Karvelsd., Miðstræti 14,
s. 456 7358.
Styrktarfélag krabba-
meinssjúkra barna.
Minningarkort eru af-
greidd í síma 588 7555 og
588 7559 á skrifstofu-
tíma. Gíró- og kred-
itkortaþjónusta.
Í dag er fimmtudagur 15. ágúst,
227. dagur ársins 2002. Maríumessa
hin f. Orð dagsins: Ég vil lækna frá-
hvarf þeirra, elska þá af frjálsum
vilja, því að reiði mín hefur snúið
sér frá þeim.
(Hósea, 14 5.)