Morgunblaðið - 15.08.2002, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 65
DAGBÓK
Mörkinni 6, sími 588 5518
Stórútsala
Opið virka
daga kl. 9-18.
Laugardaga
kl. 10-15
Glæsilegar
stuttkápur
50% afsláttur
Ullarkápur
50% afsláttur
Síðustu dagar - Yfirhafnir í úrvali
Allir víniljakkar og kápur á 2.000 kr.
Gallabuxur 20% afsl.
Peysur áður 4.990
nú 3.490
Bolir áður 2.490
nú 1.490
Skólabyrjun
Laugavegi 54, sími 552 5201
í Flash
Afsláttur
af öllum nýjum vörum
Ótrúlegt úrval
Nýtt kortatímabil
Haustvörurnar
komnar!
Árnað heilla
Ljósmyndaverið Skugginn
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 29. júní sl., af sr.
Hirti Magna Jóhannssyni, í
Fríkirkjunni í Reykjavík
þau Björg Guðmundsdóttir
og Jóhannes Guðmundsson.
Ljósmyndaverið Skugginn
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 13. júlí sl. í Lágafells-
kirkju af sr. Jóni Þorsteins-
syni þau Rakel Reynisdóttir
og Guðbrandur Benedikts-
son.
LJÓÐABROT
Liðsinni
Blöð og útvarp flytja okkur fregnir
af þjóðamorðunum
og nú ber öllum skylda til hluttekníngar:
svo við rífum úr okkur hjörtun,
heingjum þau utaná okkur
einsog heiðursmerki
og reikum úti góða stund
áðuren við leggjumst til svefns
á afglöpum okkar
og snúum okkur heilir og óskiptir
að draumlífinu.
Þorsteinn frá Hamri
1. e4 e5 2. Rf3 d6 3. d4 exd4
4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Be7 6.
Bc4 O-O 7. f3 c6 8. a4 d5 9.
exd5 cxd5 10. Bb3 Bc5 11.
O-O Rc6 12. Rce2 Ra5 13. c3
He8 14. Kh1 Rc4 15. Rf4
He7
Staðan kom upp í Valoz-
flokknum á skákhátíðinni í
Olomouc. Ilmars Starostits
(2442) hafði hvítt gegn
Christian Seel (2350). 16.
Bxc4! dxc4
17. Rc6!
Hvítur verð-
ur nú skipta-
muni yfir og
var hann
ekki í vand-
ræðum með
að færa sér
liðsmuninn í
nyt.
17...Dxd1
18. Rxe7+
Bxe7 19.
Hxd1 Bf5
20. Be3 Bc2
21. Hd2 Bb3
22. Rd5
Rxd5 23.
Hxd5 b6 24.
a5 Hb8 25. Hd7 Bf6 26.
Hxa7 b5 27. a6 b4 28. Hb7
He8 29. Hxb4 og svartur
gafst upp Lokastaða flokks-
ins varð þessi: 1.–2. Ramil
Hasangatin (2517) og Viktor
Laznicka (2219) 7½ v. 3.–4.
Arnar Gunnarsson (2282) og
Ilmars Starostits (2442) 7 v.
5. Sergei Reutsky (2220) 6 v.
6.–8. Sergio Estremera
(2368), Lukas Cernousek
(2294) og Erik Hedman
(2340) 5½ v. 9.–10. Christian
Seel (2350) og Beata Kadz-
iolka (2290) 4½ v. 11. Stan-
islav Galicek (2163) 4 v. 12.
Monica Calzetta (2256) 1½ v.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
LJÓN
Afmælisbörn dagsins:
Afmælisbarn dagsins er
ákveðið og drottnunar-
gjarnt. Það veit hvað það
vill og nær sínu fram, en
hefur einnig á sér hliðar
gjafmildis. Því er annt um
stolt sitt.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það er eins og þú skynjir
sjálfkrafa tilfinningar og
hugsanir fólksins í kringum
þig í dag, og kemur ríkur
skilningur og umhyggju-
semi sér þá vel.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Spenna gærdagsins líður
hjá í dag og aukinn sam-
starfsvilji við samstarfs-
menn eykur þér bjartsýni í
vinnu.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Gömul vandamál leysast
vegna skapandi lausna sem
þú dettur niður á. Hug-
myndaauðgi þín er mikil í
dag og það skaltu notfæra
þér meðan er.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Ást þín á fjölskyldumeðlimi
leiðir til örlætis af þinni
hálfu, þú vilt gefa einhverj-
um eitthvað sem gerir við-
komandi dagamun.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Færni þín til að heilla aðra í
dag er einstök. Af glöggu
innsæi munt þú ávallt hitta
naglann á höfuðið.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það mun borga sig að verja
fjármunum í dag til að bæta
vellíðan þína. Þú hefur ríka
þrá fyrir að vera í toppformi.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Dagurinn er upplagður til að
blanda geði við aðra í dag og
fara út á lífið, t.d. að fara í
bíó, samkvæmi eða á
kaffihús til að spjalla við
fólk.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Samband sem stofnað er til í
dag getur átt eftir að verða
mjög djúpt og andlegt.
Rómantíkin nær tökum á
þér og þú dregst að þeim
sem eru skilningsríkir og
umhyggjusamir.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þig langar að kaupa eitthvað
í dag er eykur íburðinn á
heimili þínu. Svo kanntu að
taka að láni eða fá eitthvað
að gjöf frá vini.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Útlitið tekurðu alvarlega, til
þess er dagurinn upplagður
og aðrir munu hrífast að þér.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þér finnst þú áorka litlu í
dag, enda kýstu frekar dag-
drauma en að vinna að ein-
hverju óskemmtilegu.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þér er umhugað um þarfir
og þrár annarra og vilt helst
hjálpa öðrum í dag.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynning-
ar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælistil-
kynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og síma-
númer. Fólk getur hringt í
síma 569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða sent á
netfangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
LÍKUR á því að fá hönd þar
sem nían er hæsta spil eru 1 á
móti 1.827. Slík spil eru nefnd
„Yarborough“ eftir enskum
jarli, sem hafði af því góðar
tekjur að leggja þúsund pund
á móti einu gegn því að spil-
ari tæki upp slíka hönd. Jarl-
inn kunni greinilega sitthvað
fyrir sér í líkindafræðinni, en
hann hefði þó tapað fyrir
Ómari Olgeirssyni, sem fékk
spil norðurs á OK-bridge ný-
lega:
Norður gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ 9
♥ 98763
♦ 93
♣98632
Vestur Austur
♠ D106 ♠ 85432
♥ ÁD5 ♥ KG1042
♦ D108652 ♦ --
♣10 ♣754
Suður
♠ ÁKG7
♥ --
♦ ÁKG74
♣ÁKDG
Ómar og Ísak Örn Sig-
urðsson voru að æfa sig gegn
bandarískum spilurum:
Vestur Norður Austur Suður
Ómar Ísak
-- Pass Pass 2 lauf
2 tíglar Dobl Pass Pass
Pass
Suður á sérlega glæsileg
spil og Ísak hóf leikinn á
tveggja laufa alkröfu. Vestur
ákvað að koma inn á tveimur
tíglum og Ómar doblaði kerf-
isbundið til að segja – „ég á
ekki neitt!“. Hann hefði pass-
að með 5–7 punkta, en sagt
eðlilega með 8+. Doblið var
veikasta sögnin og lýsti yfir
0–4 punktum.
Ísak sá ekki ástæðu til að
hreyfa við doblinu og vestur
sat í súpunni. Ómar kom út
með spaðaníu, sem Ísak tók
með kóng og lagði niður kóng
og ás í laufi. Vestur trompaði
og spilaði hjartaás. Ísak
trompaði, tók spaðaás og
spilaði meiri spaða. Sagnhafi
trompaði með tvisti og Ómar
yfirtrompaði með þristi.
Hann spilaði hjarta, sem
Ísak trompaði og spilaði síð-
asta spaðanum. Vestur
reyndi trompáttuna, en Óm-
ar gat yfirtrompað með níu
og spilað hjarta sem Ísak
stakk með gosa. ÁK í trompi
voru enn í holu og niðurstað-
an var 1.400 í NS, sem gaf
65% skor í tvímenningi.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
Ég er farin að sjá eftir að hafa beðið Hannes um að
passa hundana okkar í sumarfríinu.
Með morgunkaffinu
Sumarbrids
Mánudagskvöldið 12. ágúst var
spilaður 18 para Mitchell.
Efstu pör (meðalskor var 216):
NS
Þorvaldur Pálmason – Birgir Jónss. 253
Jón St. Kristinss. – Lárentsínus Kristj. 234
Guðni Ingvarsson – Björn Friðriksson 234
AV
Guðlaug Márusdóttir – Birkir Jónsson 280
Soffía Guðmundsd. – Stefanía Sigurbj. 241
Erla Sigurjónsdóttir – Sigfús Þórðars. 241
Daginn eftir, 13. ágúst, mættu 16
pör í Howell-tvímenning.
Staða efstu para varð þessi (með-
alskor var 210):
Halldór Svanb. – Kristinn Kristinss. 250
Hermann Friðrikss. – Vilhjálmur Sig. jr. 247
Gylfi Baldursson – Ísak Örn Sigurðsson 241
Björn Friðrikss. – Guðlaugur Sveinss. 235
Bernódus Kristinss. – Valdimar Sveinss. 230
Heildarstaða bronsstiga í Sumar-
brids er nú þessi (tíu efstu):
Vilhjálmur Sigurðsson jr. 579
Hermann Friðriksson 444
Guðlaugur Sveinsson 392
Sigfús Þórðarson 387
Erla Sigurjónsdóttir 345
Baldur Bjartmarsson 313
Sigurður Steingrímsson 294
Ómar Olgeirsson 287
Hjá konunum er staðan nú svona:
Erla Sigurjónsdóttir 345
María Haraldsdóttir 286
Harpa Fold Ingólfsdóttir 163
Soffía Daníelsdóttir 128
Arngunnur Jónsdóttir 110
Guðrún Jóhannesdóttir 103
Ljósbrá Baldursdóttir 103
Alda Guðnadóttir 94
Allar nauðsynlegar upplýsingar
um sumarbrids 2002, lokastöðu
spilakvölda, bronsstigastöðu og
fleira má finna á heimasíðu Brids-
sambands Íslands, www.bridge.is.
Í Sumarbrids 2002 er spilað alla
virka daga kl. 19 í Síðumúla 37. Á
föstudögum er auk þess boðið upp á
stutta sveitakeppni að loknum tví-
menningi. Keppnisstjóri aðstoðar við
að mynda pör, mæti spilarar stakir.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Tvær sveitir af Suðurnesjum
í átta liða úrslit í bikarnum
Tvær sveitir af Suðurnesjum eru
komnar í átta liða úrslit í bikar-
keppninni.
Sveit Sparisjóðsins í Keflavík
vann sveit Kristjáns B. Snorrasonar
úr Borgarnesi sl. föstudag með 110
impum gegn 82. Áður hafði sveit
Kristjáns Kristjánssonar unnið sveit
Högna Friðþjófssonar.
Nú er aðeins einum leik ólokið í
þriðju umferð en það er leikur Sub-
aru og Eskeyjar. Sveit Guðmundar
Sv. Hermannssonar vann sveit
Strengs í fyrra kvöld 100-91 og sveit
Skeljungs vann sveit Júlíusar
Snorrasonar 139-30.
Væntanlega verður dregið í fjórðu
umferð bikarsins nk. sunnudags-
kvöld.
Félag eldri borgara í Kópavogi
Það mættu 20 pör í tvímenninginn
sl. föstudag og urðu úrslitin þessi í
N/S:
Sigurður Pálss. – Jón Lárusson 248
Rafn Kristjánss. – Oliver Kristófss. 233
Eysteinn Einarss. – Viggó Nordquist 226
Úrslitin í A/V urðu þessi:
Ólafur Ingvarss. – Þórarinn Árnason 290
Anna Lúðvíksd. – Kolbrún Ólafsd. 264
Helga Helgad. – Oddur Halldórss. 261
Meðalskor var 216. Spilað er alla
föstudaga í sumar.
Síðumúla 34 - sími 568 6076
Antik er fjárfesting
Antik er lífsstíll