Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 1
196. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 23. ÁGÚST 2002
NÆRRI því milljón manna vann í
gær hörðum höndum að því að
hlaða sandpokavirki meðfram
bökkum Dongting-stöðuvatnsins í
Hunan-héraði í Mið-Kína, en skyldu
bakkar þess bresta er hætta á því
að risastór flóðbylgja ógni heim-
ilum milljóna borgara á einu þétt-
býlasta svæði fjölmennasta ríkis
heims.
Vatnsborð Dongting, sem er
ámóta stórt og Stórhertogadæmið
Lúxemborg að flatarmáli (um 3.900
ferkílómetrar), hefur risið stöðugt
undanfarna sólarhringa, þar sem
ár sem í vatnið renna hafa verið að
skila þangað miklu vatnsmagni úr
heiftarlegum sumarrigningum. Bú-
izt er við að vatnsborðið haldi
áfram að hækka fram á sunnudags-
morgun, þrátt fyrir heiðskíran him-
in.
„Bresti bakkar Dongting-vatns
mun vatn sem flæðir niður
Yangtze-fljót geta ógnað byggð í
Hubei-héraði og höfuðborg þess,
Wuhan,“ segir í dagblaðinu China
Daily.
Eins og vatnsfyllt blaðra
Um 7,5 milljónir manna búa í
Wuhan. Changsha, héraðshöf-
uðborg Hunan við Xian-fljót sem
rennur í Dongting, er einnig í mik-
illi hættu að sögn blaðsins, en íbúar
hennar eru um 5,5 milljónir.
Niels Juel, talsmaður Alþjóða-
sambands Rauða krossins í Peking,
sagði í gær að Dongting væri eins
og „vatnsfyllt blaðra sem gæti
sprungið á hverri stundu“.
Síðast þegar Dongting-vatn
flæddi yfir bakka sína, sem gerðist
árið 1998, kostaði það yfir 4.000
manns lífið. Hátt í 1.000 manns hafa
til þessa farizt í sumarflóðum og
-aurskriðum þessa árs í Kína, svo
vitað sé.
Reuters
Yfir 200 kínverskir lögreglumenn hamast við að styrkja flóðvarnargarð við ána Xianjiang, sem rennur í stöðuvatnið Dongting í Mið-Kína.
Milljón Kínverja kölluð til varnarstarfa
Chenglingji. AFP, AP.
RÁÐHERRA öryggismála í heima-
stjórn Palestínu, Abdel Razaq al-
Yahya, hóf í gær fundahöld með
fulltrúum þrettán helstu samtaka
Palestínumanna um samkomulag
sem náðist á sunnudag við Ísraela um
að þeir drægju her sinn frá Gaza-
spildunni og Betlehem. Eiga palest-
ínskir lögreglumenn síðan að tryggja
frið á áðurnefndum svæðum. Ekki
voru taldar miklar líkur á að al-Yahya
fengi stuðning við samkomulagið;
talsmaður Hamas, helstu hreyfingar
bókstafstrúarmanna, vísaði því alger-
lega á bug.
Ísraelsher hefur þegar yfirgefið
Betlehem í samræmi við áætlunina.
Embættismenn Palestínustjórnar
sögðu að al-Yahya myndi einbeita sér
að því að telja fulltrúum Hamas og
annarra herskárra samtaka, Ísl-
amska Jihad, hughvarf. Hvor tveggja
samtökin hafa hafnað tillögum Fatah-
hreyfingar Yassers Arafats Palest-
ínuleiðtoga um að þau efni aðeins til
aðgerða gegn Ísraelsher á hernumd-
um svæðum en geri ekki árásir á ísr-
aelsku landsvæði.
Fulltrúi Hamas í Sýrlandi, Khaled
Meshaal, sagði í gær að pólitískar
sættir milli samtakanna og Palestínu-
stjórnar væru óhugsandi og í yfirlýs-
ingu Hamas var samningnum frá því
á sunnudag lýst sem „glæp gagnvart
Palestínumönnum og intifada-upp-
reisninni“ gegn Ísraelum.
Binyiamin Ben Eliezer, varnar-
málaráðherra Ísraels, sem samdi um
brottflutning hersins á sunnudag,
sagði í gær að ráðamenn öryggismála
í Palestínustjórn væru „einlægir“ og
meintu það sem þeir segðu. „En
spurningin er hvort þeir geta stöðvað
hryðjuverkamennina,“ sagði hann.
Tortryggni óx enn meðal almenn-
ings í Ísrael í garð palestínska minni-
hlutans í landinu á miðvikudag en þá
voru liðsmenn hryðjuverkahóps
Hamas handteknir í Austur-Jerúsal-
em þar sem þeir voru með bækistöð.
Leyniþjónustan Shin Bet sagði þá
hafa staðið fyrir átta tilræðum sem
kostað hefðu 35 Ísraela lífið.
Ísraelar telja Austur-Jerúsalem
vera hluta ríkisins en þeir lögðu borg-
arhlutann undir sig í sex daga stríðinu
1967. Hafa um 200 þúsund arabísku-
mælandi íbúar þar sérstakt vegabréf
sem gerir þeim kleift að fara allra
sinna ferða í landinu en fólki af her-
numdu svæðunum er yfirleitt meinað
það. Stærsta dagblað landsins, Yed-
ioth Ahronot, hvatti til þess að gripið
yrði til harkalegra fælingaraðgerða til
að koma í veg fyrir að Hamas-hóp-
urinn í Jerúsalem yrði „fyrirmynd
annarra „ísraelskra“ borgara“ eins og
það var orðað í greininni.
Hamas fordæmir
samning við Ísraela
Palestínskur ráð-
herra reynir að
telja herskáum
hópum hughvarf
Gazaborg, Jerúsalem. AFP, AP.
LENI Riefenstahl, sem var helsti
kvikmyndagerðarmaður Adolfs
Hitlers, varð 100 ára í gær og var
þá einnig tilkynnt að þýskir sak-
sóknarar hefðu ákveðið að hefja
dómsrannsókn á ásökunum á hend-
ur Riefenstahl um að hún hefði af-
neitað helförinni. Sagði talsmaður
saksóknara í Frankfurt að rann-
sóknin yrði gerð vegna kvartana
frá samtökum sígauna, Rom.
Riefenstahl notaði sígauna úr
þýskum fangabúðum sem aukaleik-
ara í kvikmynd sinni, Tiefland, árið
1940, en Rom-samtökin segja hana
ljúga er hún fullyrðir að engir síg-
aunanna hafi verið myrtir í kjölfar-
ið og hún hafi hitt þá flesta eftir að
stríðinu var lokið. Hafi 20 af 48 síg-
aunum sem Riefenstahl notaði ver-
ið sendir í útrýmingarbúðir og
margir þeirra verið myrtir af nas-
istum.
Riefenstahl er af mörgum talin
einn mesti kvikmyndagerðarmaður
sögunnar, en hún hefur verið mjög
umdeild vegna þess að tvær helstu
myndir hennar, Sigur viljans, sem
gerð var 1934, og Olympia, sem
gerð var tveimur árum síðar, voru
kostaðar af nasistum og til þess
gerðar að varpa dýrðarljóma á þá.
Hún sást oft með Hitler, en hún
hefur sagt að samband þeirra hafi
ekki verið náið, þótt hún hafi fallið
fyrir „gríðarlegum, dáleiðandi
töfrum“ hans. Hún gekk aldrei í
nasistaflokkinn, og eftir stríðið var
hún sýknuð af nasisma.
Reuters
Riefenstahl er hún var 98 ára að
kynna nýja bók sína, Fimm líf, á
bókmenntahátíð í Frankfurt.
Sætir
dóms-
rannsókn
Leni Riefenstahl 100 ára
Ættingjar
þefja illa
París. AFP.
FÓLK þekkir líkamslykt náinna
ættingja sinna en líkar hún ekki
vel. Er það niðurstaða umfangs-
mikilla rannsókna og er hún
túlkuð þannig, að þetta sé aðferð
náttúrunnar við að hindra sifja-
spell, þ. e. skyldleikaræktun, er
getur valdið úrkynjun.
Rannsóknirnar fóru fram á
vegum Wayne State-háskóla í
Detroit í Bandaríkjunum og
tóku þátt í þeim 25 fjölskyldur.
Niðurstöðurnar voru birtar í
vikuritinu New Scientist.
Fólkið var látið sofa í sama
skyrtubolnum í þrjár nætur og
það þvoði sér með lyktarlausri
sápu. Það var síðan látið þefa af
tveimur bolum, einum, sem til-
heyrði fjölskyldu þess, og öðrum
frá annarri fjölskyldu.
Karlar jafnt sem konur gátu
þekkt af lyktinni boli, sem börn-
in þeirra höfðu notað, þótt þau
gætu ekki greint á milli barna.
Börnin þekktu líkamsþef föður
síns en aðeins drengir, sem
höfðu verið hafðir á brjósti, og
níu til fimmtán ára börn þekktu
lykt móður sinnar.
Óskyldir anga best
Þegar þátttakendur voru
spurðir hvernig þeim líkaði lykt-
in var svarið það, að þeim líkaði
miklu betur við lykt af öðru fólki
en sínu eigin. Líkaði konunum
einkum illa við líkamslykt barna
sinna og börnin grettu sig þegar
þau fundu líkamslykt föður síns.
Ekki eru allir vísindamenn
sammála um niðurstöðurnar og
benda á aðra rannsókn, sem
virtist sýna, að jafnt konum sem
körlum líkaði vel lykt, sem
minnti þau á foreldrana.