Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 31 ✝ Ingibjörg Ólafs-dóttir fæddist í Leiðarhöfn í Vopna- firði 10. október 1926. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 15. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafur Albertsson, bóndi í Leiðarhöfn, f. 10. maí 1895, d. 4. júlí 1950, og Sig- þrúður Dórótea Pál- ína Steindórsdóttir húsfreyja ættuð frá Sauðárkróki, f. 26. júlí 1907, d. 2. nóvember 1934. Ingibjörg var önnur í röðinni af fjórum systk- inum. Hin eru: 1) Matthías, f. 3. febrúar 1925, lést af slysförum 12. mars 1944. 2) Albert, f. 17. apríl 1928, d. 1. ágúst 1999. 3) Steindór, f. 9. október 1929. Ingibjörg gekk í húsmæðra- skólann í Reykjavík árið 1944 til 1945. Hún sótti þar einnig sníða- námskeið og kvöld- námskeið á árunum 1946 til 1947 jafn- framt því sem hún vann á saumastofu. Hún lauk hús- mæðrakennara- prófi 1950 og kenndi á sauma- og sníðanámskeiðum á ýmsum stöðum 1951 til 1956. Árið 1961 var Ingibjörg stundakennari við gagnfræðiskóla Ísa- fjarðar. Síðan kenndi hún við Húsmæðraskóla Suðurlands á árunum 1966 til 1968. Ingibjörg var kennari við Vopnafjarðar- skóla 1971, til ársins 1995 er hún varð að hætta vegna veik- inda. Ingibjörg hélt heimili hjá bræðrum sínum í Leiðarhöfn. Útför Ingibjargar fer fram frá Vopnafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma í Leiðarhöfn. Þá er komið að kveðjustund í bili. Und- anfarna daga hafa skotið upp koll- inum minningar sem eru mér afar dýrmætar. Amma standandi í dyra- gættinni í Leiðarhöfn og ég fylgist með þér þar sem ég hjóla heim að bænum. Amma í eldhúsinu í Leið- arhöfn að töfra fram heimsins bestu randalínur með sultu og kleinur, að ógleymdu kakóinu sem var svo gott að fá eftir hjólatúr innan úr þorpinu eða á köldum vetrardögum. Amma sem keypti alltaf Moggann og þegar Dísarfellið strandaði í Vopnafirði lá ég undir borðstofuborðinu meðan fullorðna fólkið spjallaði saman og las allt um það í Mogganum hennar ömmu. Amma sem gaf mér alltaf Síríus-súkkulaði með rúsínum þeg- ar ég kom í heimsókn. Amma sem gaf mér allar Dóru- og Völu-bæk- urnar í jólagjöf. Amma prjónandi í stólnum sínum í borðstofunni og segjandi mér sögur. Amma svo hlý og mjúk og góð. „Adda litla, komdu nú og sestu hjá mér svolitla stund.“ Þér fannst við systurnar alltaf vera svo fínar og góðar stúlkur. Amma sem kenndi mér handavinnu og heimilisfræði allan grunnskólann. Mér fannst svo gaman í þessum tímum, þú varst aldrei spör á hrós og stundum þegar mér fannst erfitt að vera í skólanum voru kennslu- stundirnar hjá þér eins og vin í eyðimörkinni. Þú varst góð kona sem vildir öllum vel. Pabba minnir að ég hafi verið þriggja ára þegar ég kallaði þig fyrst ömmu. Þá var ég með honum að taka upp kartöflur en kartöflugarðurinn var í Leiðar- höfn. Það var svo mikil rigning að pabbi fór með mig heim til þín og bað þig fyrir mig meðan hann klár- aði að taka upp. Eftir að ég hafði leikið mér nokkra stund kíkti ég út um glugga og sagði svo: „Amma, fer ekki pabbi minn að koma?“ Þegar maður er þriggja ára er maður fljót- ur að átta sig á hvort viðkomandi er gott efni í ömmu eða ekki! Þú hafðir allt til að bera sem ömmur þurfa. Ég mun alltaf verða óendanlega þakklát fyrir að hafa haft tækifæri til að hitta þig í sumar með öll börn- in mín. Þú varst líka svo hress þá og bauðst okkur upp á Síríus súkkulaði með rúsínum og við gátum rifjað upp gamla tíma. Mig grunar að þú hafir verið búin að þjást meira und- anfarið en þú lést uppi. En ég veit að þér líður vel í dag heima hjá Jesú. Guð blessi þig, amma mín, og ég mun ávallt geyma minninguna um þig á sérstökum stað í hjarta mínu. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. ( 23. Davíðssálmur.) Kær kveðja, Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir (Adda.) Kær vinkona okkar, Ingibjörg í Leiðarhöfn, er kvödd í dag. Með þessum línum langar okkur að minnast hennar. Það er orðið svo langt síðan við fórum að venja komur okkar upp í Leiðarhöfn að við munum ekki eftir því hvenær við komum þangað fyrst. Við munum samt að við vor- um ekki mjög gömul. Róbert litli var settur í vagninn, nokkrar bækur og annað dót sett með honum til dundurs og að sjálfsögðu nesti! Þessi ferð var okkur sannkölluð langferð. Í raun er ekki langt úr kaupstað að bænum Leiðarhöfn en við vorum það lítil að okkur fannst þetta mikið ævintýri. Við vorum vön að stoppa hjá Fögrubrekku og borða nestið áður en lagt var í brattasta hluta leiðarinnar. Ein ferð er okkur sérstaklega minnisstæð en þá vorum við uppgefnar eftir að hafa rogast með Róbert upp alla brekkuna en hann var orðinn þriggja eða fjögurra ára og sat í vagninum. Nema þennan dag datt okkur í hug að sleppa takinu á vagninum annað slagið og vakti þetta mikla gleði, ekki síst hjá þeim sem sat í vagninum. Þó að ótrúlegt megi virðast slasaðist enginn en heimilisfólkið í Leiðarhöfn hafði orðið vitni að óvitaskapnum og var því heldur betur brugðið. Það var alltaf gott að koma í Leiðarhöfn og gott að finna hvað við vorum alltaf velkomin. Í eldhúsinu eða úti við bæinn tók Ingibjörg allt- af svo vel á móti okkur með brosi, faðmlagi og indælis kræsingum úr eldhúsinu. Steindór sýndi okkur vit- ann, fjörurnar og dýrin og stundum fengum við að fara með Alberti ferðir á bátnum og heim úr Leið- arhöfn á dráttarvélinni. Ingibjörg var vön að minna bræður sína á það reglulega að gæta okkar nú vel þeg- ar við vorum að þvælast með þeim. „Ó, Steindór minn, farðu nú var- lega,“ er okkur minnisstæð setning hjá Ingibjörgu á meðan hún horfði á bróður sinn lyfta okkur inn og út um stofugluggann á bænum, okkur til mikillar skemmtunar. Stundirnar sem við áttum í stof- unni með plastdýrin, við litla jóla- tréð eða yfir gómsætum kökum og heitu kakói eru okkur líka mjög dýrmætar, þá var mikið talað og hlegið. Við töluðum stundum um að við þekktum „okkar“ Ingibjörgu í Leið- arhöfn og svo var það kennarinn Ingibjörg í Leiðarhöfn. Ingibjörg kenndi okkur bæði matreiðslu og handavinnu í skólanum. Oft voru krakkarnir engir englar og við vor- um þá hvorki betri né verri en hinir. Okkur þótti samt leiðinlegt þegar Ingibjörg hætti að kenna því við vissum að þótt það væri orðið erfitt fyrir hana þá naut hún félagsskap- arins þar. Samband okkar við Ingibjörgu og heimilisfólkið í Leiðarhöfn hefur alltaf haldist í þessi ár. Ingibjörg var dugleg að fylgjast með því sem við tókum okkur fyrir hendur og samgladdist með okkur á stórum dögum í lífi okkar eins og fermingu, skólaútskriftum og þegar við fórum að stofna okkar eigin fjölskyldur. Ingibjörg var sérlega barngóð kona. Það verður undarlegt að koma í Leiðarhöfn og finna ekki Ingibjörgu þar að taka á móti okkur. Það eru ekki nema þrjú ár síðan við kvödd- um Albert og nú trúum við að hún sé búin að hitta hann aftur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibj. Sig.) Við vottum Steindóri og Gunnari okkar dýpstu samúð. Ingibjörg, takk fyrir allar sam- verustundirnar, minning þín mun alltaf lifa með okkur. Þínir vinir, Ásta, Bjarney, Eydís og Róbert. Kæra amma, amma með prjón- ana, sitjandi við kennaraborðið með fullt af garni og óþolinmóðum krökkum í kring um sig. Þá sér- staklega ég sem skildi ekki hvernig það sem ég prjónaði var ekki jafn fínt og það sem amma prjónaði. Þetta var eitthvað svo einfalt þegar hún gerði það. Amma að fara á litla bláa bílnum inni í félagsheimili að kenna þessum sömu krökkum að leggja rétt á borð, búa til salat og bollur. Amma á jólunum þar sem farið var niður bröttu brekkuna nið- ur að Leiðarhöfn hvernig sem viðr- aði. Amma á jólum þar sem borðin svignuðu undan hnallþórum, heitu súkkulaði (alvöru súkkulaði!) og þegar maður hélt að maður gæti ekki meira var boðið upp á Lindu- konfekt... Amma á sumrin þegar hægt var að fara í fjöruna og út á tún. Amma alltaf brosandi og alltaf svo góð. Amma sem sagði aldrei ljót orð og var alltaf þolinmóð. Kæra amma, megi allt gott fylgja þér á þeirri ferð sem þú ert nú lögð upp í. Takk fyrir allt sem þú gafst af þér og gafst mér. Takk fyrir að leyfa mér að eiga þig fyrir ömmu; Ömmu í Leiðarhöfn. Þín Sonja. Þegar ég hugsa til æskuáranna reikar hugur minn til Björns afa míns heitins og systkinanna frá Vopnafirði, þeirra Alberts, Diddu sem ég kveð í dag og Steindórs, eft- irlifandi bróður þeirra. Mínar bestu æskuminningar tengjast þessu frændfólki mínu og afa. Mér er ennþá í fersku minni þegar Albert kom suður til Reykjavíkur til að leggjast inn á Reykjalund. Við urð- um strax miklir vinir og það var ótakmarkað hvað hann gerði fyrir litlu frænku sína, og ég man þegar við Gunnar Örn frændi fórum aust- ur til Leiðarhafnar sem börn með pabba mínum, við vorum komin í paradís. Það var yndislegt að vera þarna. Og ekki skorti á uppátækin hjá okkur frændsystkinunum eins og þegar við tókum upp á því að fara í kapphlaup yfir hauginn og eftir nokkrar ferðir kom auðvitað að því að ég fór á bólakaf og kom heim að bæ með nýju skóna mína út- ataða. Faðir minn varð ekki ánægð- ur en hún Didda frænka reddaði þessu með þvottabretti og bala með bros á vör. Aldrei leiddist okkur í þessari heimsókn okkar. Bræðurnir fóru með okkur upp í vitann, og Al- bert fór með okkur á bátnum til að vitja neta, við gátum dundað okkur tímunum saman í víkinni við að tína skeljar, kuðunga og skrítna steina, og sitja á litlu bryggjunni að veiða með stöngunum sem Albert bjó til handa okkur. Eftir þessa heimsókn fór ég ekki aftur fyrr en á ferming- arárinu mínu og svo aftur ekki fyrr en í fyrrasumar, en þá var Albert látinn. Ég tók manninn minn og börnin með og ég sá sjálfa mig í eldri syni mínum þegar hann hvarf í fjörunni við að tína skeljar og kuð- unga og hann tjáði mér að þetta væri áreiðanlega fallegasta sveit á öllu Íslandi. Mér þykir svo vænt um þessar heimsóknir mínar til Leið- arhafnar, það var alltaf vel tekið á móti mér og það var alltaf gott að tala við Diddu, þótt maður heyrði ekki í henni mánuðum og jafnvel ár- um saman var alltaf eins og maður hefði talað við hana síðast í gær. Mér þótti vænt um þegar hún hringdi til mín í vetur þegar við fjöl- skyldan áttum um sárt að binda, hún hughreysti mig og gaf mér visku og skilning á tilgangi lífsins, dauðans og sorgarinnar og ég er henni innilega þakklát fyrir þennan stuðning. Kæri Steindór og aðrir ættingjar, við fjölskylda mín vottum ykkur samúð okkar og biðjum guð að styrkja ykkur í sorginni. Kveðja, Inda Björk Alexandersdóttir. INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR ✝ Kristbjörg Hall-dóra Konráðs- dóttir fæddist á Arnstapa í Ljósa- vatnsskarði 16. apríl 1913. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 14. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Konráð Jó- hannesson, f. 23. apríl 1884, d. 28. desember 1949, og Bóthildur Indriða- dóttir, f. 1. apríl 1878, d. 3. maí 1969. Systkini Kristrúnar eru Hall- grímur Hólm Konráðsson, f. 30. júlí 1917, d. 21. janúar 2002, og Þórdís Konráðsdóttir, f. 18. nóv- ember 1923. Kristbjörg giftist 1. júlí 1939 Þórhalli Guðnasyni frá Lundi í Fnjóskadal, f. 21. febrúar 1905, d. 2. ágúst 1988. Kristbjörg og Þórhallur eignuðust eina dóttur, Herdísi, f. 6. júní 1940. Hennar maður var Þóroddur Einarsson, f. 12. október 1940, d. 17. febr- úar 1984. Börn þeirra eru: 1) Guðni, f. 28. júlí 1962, sambýliskona Jóhanna Bárðar- dóttir, f. 22. desem- ber 1963. Börn þeirra eru: Rósa Björk, f. 16. desem- ber 1983, Ásmund- ur, f. 18. júní 1986, Þórhallur Andri, f. 5. júlí 1990, og Bjarki Þór, f. 4. september 1996. 2) Margrét, f. 15. jan- úar 1964. Sonur hennar er Konráð Þór, f. 15. nóvem- ber 1991. 3) Kristbjörg, f. 12. apríl 1966, maki Þórður Stefáns- son, f. 14. nóvember 1964. Börn þeirra eru Stefán Þór, f. 22. október 1986, Þóroddur Einar, f. 19. júní 1990, og Kristjana Ýr, f. 11. mars 1997. 4) Hildur Björk, f. 15. maí 1968, sambýlismaður Jó- hann Jóhannsson, f. 14. júní 1966, dóttir þeirra er Hrafnhild- ur Ýr, f. 30. mars 1993. Útför Kristbjargar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Með nokkrum orðum langar okk- ur að minnast ömmu okkar og lang- ömmu. Við systkinin vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp á heimili afa og ömmu ásamt foreldr- um okkar. Margar minningar koma upp í hugann frá barnæsku- og full- orðinsárum. Sterk er minning okk- ar þegar nálguðust jól og amma fór að sauma jólafötin á okkur, oft var mátað þar til hún varð ánægð með verkið. Eins er okkur í fersku minni lyktin af jólaölinu sem amma gerði, en þegar potturinn með ölinu var búinn að vera í marga daga á eldhúsbekknum var mikil eftir- vænting að fá að smakka það til með ömmu. Mikið var gott að koma heim úr skólanum á föstudögum eftir vik- una og komast í kleinu- og snúða- dunkana hennar. Bæði í bernsku og á fullorðinsárum var amma alltaf til staðar til að ræða það sem okkur lá á hjarta, hvort sem var á léttum eða alvarlegum nótum. Hún var hafsjór af fróðleik og alltaf til í að deila þeirri visku með okkur. Það sem okkur finnst lýsa ömmu vel er að hún var búin að prjóna vettlinga og sokka handa allri fjölskyldunni, heilan lager, sem mun endast um ókomin ár. Eins var hún búin að sauma með miklum myndarbrag fermingarkort handa öllum lang- ömmubörnunum, þó svo að í dag séu níu ár í fermingu þess yngsta. Lundur, sem var heimili þeirra ömmu og afa, er nú í dag okkar annað heimili. Endurbætur og gróðursetning þar átti hug hennar allan seinustu ár. Ánægðust var hún þegar hún vissi að verið var að brasa í Lundi og sem flestir væru þar. Studdi hún þessar fram- kvæmdir með hvatningu, jákvæð- um hug og mikilli bjartsýni á getu okkar til að gera staðinn eins og við höfum talað um í mörg ár. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. ( M. Joch.) Við kveðjum ömmu okkar og langömmu með þakklæti fyrir þau mörgu ár sem við áttum með henni og vitum að hún er komin til afa og líður vel. Guðni, Margrét, Kristbjörg, Hildur og fjölskyldur. KRISTBJÖRG HALLDÓRA KONRÁÐSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.