Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ HANNES Hlífar Stefánsson er með tvo vinninga eftir fyrstu tvær umferðirnar í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands. Hinir tveir skákmennirnir sem sigruðu í fyrstu umferð, Helgi Áss Grétarsson og Jón Garðar Viðarsson, gerðu inn- byrðis jafntefli í annarri umferð. Allar líkur eru til þess að Jón Garð- ar muni á þessu mótiuppfylla öll skilyrði sem þarf til að hljóta út- nefningu sem alþjóðlegur meistari. Síðasta hindrunin er sú að ná 2.400 skákstigum og samkvæmt reglum FIDE dugir að ná því marki í miðju móti. Önnur umferð var afar fjörug og einungis einni skák lauk með jafn- tefli: Hannes H. Stefánss. - Arnar Gunnarss. 1-0 Jón V. Gunnarss. - Björn Þor- finnss. 0-1 Helgi Á. Grétarss. - Jón G. Við- arss. ½-½ Sævar Bjarnas. - Sigurbjörn Björnss. 0-1 Bragi Þorfinnss. - Þorsteinn Þor- steinss. 1-0 Páll Þórarinss. - Stefán Krist- jánss. 0-1 Staðan eftir tvær umferðir: 1. Hannes Hlífar Stefánsson2 v. 2.-6. Helgi Áss Grétarsson, Jón Garðar Viðarsson, Bragi Þorfinns- son, Björn Þorfinnsson, Stefán Kristjánsson 1½ v. 7. Sigurbjörn Björnsson 1 v. 8.-10. Arnar E. Gunnarsson, Þor- steinn Þorsteinsson, Sævar Bjarna- son ½ v. 11.-12. Jón Viktor Gunnarsson, Páll Þórarinsson 0 v. Teflt er daglega í hátíðarsal Íþróttahúss Gróttu á Seltjarnarnesi og eru áhorfendur velkomnir á keppnisstað á meðan húsrúm leyfir. Umferðir á virkum dögum hefjast klukkan 17. Beinar útsendingar verða frá öllum skák- unum á ICC og á heimasíðu mótsins www.chess.is/sthi2002. Eftirfarandi skák var tefld í fyrstu umferð. Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson Svart: Páll Agnar Þórarinsson Drottningarindversk vörn 1.Rf3 Rf6 2.c4 e6 3.g3 b6 4.Bg2 Bb7 5.0–0 c5 6.Rc3 a6 7.d4 cxd4 8. Dxd4 d6 9.Hd1 Rbd7 10.Rg5 Bxg2 11.Kxg2 Hc8 12.Rge4 Hc6 13.Bf4! Da8 14.Kg1 -- Hvítur má ekki drepa á d6: 14. Bxd6? Bxd6 15. Rxd6+ Hxd6+ o.s.frv. Sjá stöðumynd 1. 14...e5 Eftir 14...Rxe4 15.Dxe4 Rf6 16.Df3 Dc8 17.Hd2 Be7 18.Had1 Dc7 19.a4 0–0 20.b3 Hd8 21.Ra2 a5 22.Rc3 Dd7 23.e4 á hvítur mun betra tafl (Adorjan-Suba, Dort- mund 1984). 15.Rxf6+ Rxf6 Til greina kemur að leika 15...gxf6!? 16.De3, t.d. 16. -- h6 (16. -- Hxc4 17.Bh6 Be7 18.Rd5 Bd8 19.Df3, mun betra á hvítt) 17.Rd5 Kd8 18.Rxf6 Rxf6 19.Bxe5 Rg4 20.Df4 Rxe5 21.Df6+ Ke8 22.Dxh8 Rxc4 og hvítur virðist eiga erfitt með að notfæra sér tætingslega stöðu svarts. 16.De3 Hxc4 17.Bg5 Rd7 18.Rd5 f6 Eftir þennan leik verður e6-reit- urinn mjög veikur, en það er ekki annað að gera: 18.-- h6 19.Hac1! hxg5 (19. -- b5 20.Hxc4 bxc4 21.Rc7+ Kd8 22.Rxa8, eða 19.-- Dc6 20.Hxc4 Dxc4 21.Hc1 Dxd5 (21.-- Dxc1+ 22.Dxc1 hxg5 23.Dc8+ mát) 22.Hc8+ mát) 20.Hxc4 Db8 21.Rc7+ Kd8 22.Dxg5+ og hvítur á vinningsstöðu. 19.Dd3!? -- Sjá stöðumynd 2. Nýjung. Þekkt er 19.Df3 e4 20.Db3 Dc6 21.Be3 b5 22.Hac1 a5? 23.Hxc4 bxc4 24.Dc3 Kf7 25.Hd4 f5 26.Dxa5 og hvítur vann (Lengyel-D. Gurevich, Eksjo 1982). 19...Hc6 Eftir 19...Dc6, t.d. 20.Hac1 b5 21.b3 Hc5 22.Be3 Hxc1 23.Hxc1 Rc5 24.b4 Rxd3 25.Hxc6 Rb2 26.Hxa6, stendur hvítur betur. 20.Be3 Be7 21.b4 Bd8 22.Db3! Hf8? Eftir þennan óvirka leik ræður svartur ekki við neitt. Besta vörnin er 22...b5 23.a4 Db7, t.d. 24.axb5 Dxb5 25.Rc3 Dc4 26.Dxc4 Hxc4 27.Rd5 Hc6 28.Hdc1 Hxc1+ 29.Bxc1 Rb8 30.Be3 Kd7 31.Ba7 Rc6 32.Hxa6 Re7 33.Rxe7 Bxe7 34.e4 d5 35.exd5 Bxb4 og svartur ætti að halda jöfnu. 23.a4 Hc8 Sjá stöðumynd 3. 24.Bxb6! Dc6 Eða 24. -- Rxb6 (24.-- Bxb6 25.Rxb6 Rxb6 26.De6+ Kd8 27.Dxd6+ Ke8 28.De6+ mát) 25.Rxb6 Bxb6 26.De6+ Kd8 27.Dxd6+ Ke8 28.Dd7+ mát. 25.Bxd8 Kxd8 26.De3 Hf7 27.Hac1 Db7 28.Hxc8+ Kxc8 29.Dd3 Rb6 30.Dxh7 Kb8 Eftir 30...Rxd5 31.Dg8+ Kd7 32.Dxf7+ Re7 33.Dxg7 á hvítur auð- unnið tafl. 31.Rxb6 og svartur gafst upp, því að hann tapar manni: 31. -- Dxb6 32.Dg8+, ásamt 33.Dxf7+. Bikarkeppni ÍAV Bikarkeppni TG í ár mun bera nafnið Bikarkeppni ÍAV. TG og Ís- lenskir aðalverktakar hafa gert samstarfssamning og með honum eru Íslenskir aðalverktakar orðnir stærstu stuðningsaðilar TG ásamt Guðmundi Arasyni ehf. og Garða- bæ. Dregið verður í 16 liða úrslit Bikarkeppni ÍAV 28. ágúst á Rás 2. Hannes Hlífar tekur for- ystuna í landsliðsflokki SKÁK Seltjarnarnes SKÁKÞING ÍSLANDS 2002, LANDSLIÐS- FLOKKUR 20.–30. ágúst 2002 Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Stöðumynd 1. Stöðumynd 2. Stöðumynd 3. BREYTINGAR sem gerðar voru á Gyllta sal og Pálmasal Hótels Borg- ar nú í vor hafa vakið nokkra óánægju hjá skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur eins og Morgunblaðið hefur greint frá. Nefndin telur að breytingarnar séu ekki í anda hússins og telur jafn- framt ámælisvert að lagt hafi verið út í framkvæmdirnar án þess að til- skilin leyfi hafi verið fyrir hendi. Tómas Tómasson, eigandi Hótels Borgar, segir að styrinn standi einna helst um pall sem hækki gólf- ið. Hann segir að breskur innan- hússhönnuður, sem sérhæfi sig í innréttingum í viktoríu- og art deco-stíl, hafi verið fenginn til þess að koma með hugmyndir. Síðan hafi íslenskur arkitekt útbúið teikningar til þess að fá leyfi íslenskra bygg- ingaryfirvalda fyrir breytingunum sem gerðar voru. Að sögn Tómasar snerust þær breytingar aðallega um hvort færa mætti barinn, leggja vatnslagnir og fleira í þeim dúr. „Það láðist þegar þessar teikn- ingar voru lagðar inn að gera þver- skurðarmynd sem sýndi það að gólfið yrði hækkað. Þess vegna var farið af stað og þetta framkvæmt áður en við höfðum fengið leyfi fyr- ir pallinum. Við vissum ekki að það þyrfti samþykki fyrir honum,“ legg- ur hann áherslu á. Ekkert eyðilagt sem var upprunalega á Hótel Borg Hann bendir á að þegar bygging- areftirlitsmenn hafi komið og skoð- að breytingarnar og séð að búið var að hækka gólfið hafi umræðan haf- ist um hvort verið væri að gera eitt- hvað sem ekki mætti en þá var vika í opnun og erfitt að hætta við pall- inn. Tómas segist viðurkenna að framkvæmt hafi verið í óleyfi og þykir honum það leitt. „Öll þessi ár þegar við höfum breytt einhverju á Hótel Borg hef- ur það verið í fullu samráði við yf- irvöld og þau samskipti hafa ávallt verið góð.“ Hann segist sjálfur ekki hrifinn af upphækkuninni en bendir jafnframt á að hún sem slík geti ekki verið það slæm að hún kosti eitthvert þóf. „Ef hún hefði hvort sem er verið samþykkt hefði verið synd að rífa hana niður og byggja aftur fyrst skaðinn var orðinn og var ekki meiri en þetta. Þetta er á misskiln- ingi byggt, við erum ekki að eyði- leggja neitt því hér var ekkert sem var hér upprunalega,“ bendir Tóm- as á og telur að það tæki einungis viku að rífa pallinn og breyta gólf- inu í fyrra horf. Hann segist ávallt hafa lagt mikla áherslu á að Hótel Borg liti út sem næst sinni upprunalegu mynd. „Þetta leit allt út í anda 4. áratugarins þannig ég skil það vel að þeim, sem hafa ekki sett sig inn í söguna, þyki vænt um þessar inn- réttingar og þeir vilji sjá þær áfram en þær eru eitthvað sem við bjugg- um til,“ undirstrikar hann og nefnir sem dæmi bar sem stóð við einn gluggann og var smíðaður fyrir um níu árum. Að sögn Guðnýjar Gerðar Gunn- arsdóttur borgarminjavarðar hefur arkitekt húsadeildar Árbæjarsafns skoðað þær breytingar sem búið er að gera á Gyllta salnum. Hún segir að Árbæjarsafn hafi lagt áherslu á að halda því sem eftir er af vegg- myndum í Gyllta salnum og bendir á að ekki hafi verið hróflað við þeim. Tillaga um friðun hússins hjá menntamálaráðherra Þær spurningar hafa jafnframt vaknað hvort rétt sé að friða Hótel Borg og segir Guðný Gerður að þegar hafi verið lögð fram tillaga þess efnis. Hún segir að borgar- minjavörður leggi fram tillögu um hús í Reykjavík sem rétt sé að Reykjavíkurborg beiti sér fyrir friðun á. Tillagan er síðan kynnt fyrir menningarmálanefnd og síðar borgarráði en þetta er í samræmi við stefnu í húsaverndunarmálum sem var mörkuð í aðalskipulagi árið 1996. „Hótel Borg er eitt þeirra húsa sem við höfum lagt til að verði frið- uð en þar með höfum við í raun ekki gert annað en að leggja til að húsafriðunarnefnd skoði málið og leggi þá til hvaða hlutar hússins verði friðaðir,“ segir hún og bætir við að tillagan sé nú til skoðunar í borgarráði. Hún bendir hins vegar á að það sé Húsafriðunarnefnd ríkisins sem geri tillögu til menntamálaráðherra, sem friði síðan húsin. Hún leggur því áherslu á að það verði ekki fyrr en húsafriðunarnefnd ríkisins gerir tillögu til menntamálaráðherra sem það verður skilgreint til hvaða hluta hússins friðunin eigi að ná. „Það er í raun hægt að friða hvaða hluta húss sem er og þegar hús hefur verið friðað þarf að fá samþykki húsafriðunarnefndar fyrir allar breytingar,“ undirstrikar Guðný Gerður. Ragnar Jón Gunnarsson, arkitekt og starfsmaður Húsafriðunarnefnd- ar ríkisins, staðfestir að tillaga hafi borist frá Reykjavíkurborg 16. maí á þessu ári. „Þá var þetta sent til kynningar í Húsafriðunarnefnd. Þaðan fór það til umfjöllunar í menningarmálanefnd,“ segir hann. Hann bendir á að Húsafriðunar- nefnd hafi gert tillögu um friðun Hótel Borgar í millitíðinni og sent eigendum bréf 15. júlí, þar sem kom fram að þeir hefðu andmæla- rétt til 6. ágúst. Hann segir engin bréf hafa borist og andmælaréttinn ekki nýttan og að því standi málið nú hjá menntamálaráðherra. „Nákvæm lýsing liggur ekki fyrir en gert er ráð fyrir að um friðun ytra borðs verði að ræða en það er húsið sjálft en ekki innréttingarn- ar,“ bætir Ragnar Jón við. Eigendur leggja mikla áherslu á upprunalegt útlit Morgunblaðið/Jim Smart Tillaga um friðun Hótels Borgar hjá menntamála- ráðherra TILBOÐ í framkvæmdir fyrir olíufé- lagið Atlantsolíu vegna stöðvarhúss sem á að rísa á suðurbakka Hafnar- fjarðarhafnar voru opnuð í fyrradag. Lægsta tilboðið var 51,8 milljónir króna, að sögn Símonar Kjærnested, framkvæmdastjóra Atlantsolíu. Olíufélagið gerir ráð fyrir að hefja starfsemi hér á landi um næstu ára- mót og segir Símon að gengið sé út frá því að endanlegum frágangi vegna framkvæmdanna verði lokið í desem- ber. Ellefu tilboð bárust í framkvæmd- irnar og var Magni ehf. í Kópavogi með lægsta tilboðið. Næstlægsta til- boðið var 53,5 milljónir en það hæsta um 75 milljónir, að sögn Símonar, sem vildi ekki gefa upp kostnaðar- áætlun. Tankarnir voru boðnir út í lokuðu útboði fyrir um þremur mán- uðum og hefur Teknís ehf. forunnið þá, en Símon segir að sennilega verið samið við verktaka vegna stöðvar- hússins strax eftir helgi. Framkvæmdir fyrir Atlantsolíu Lægsta tilboð tæpar 52 milljónir 25 UMSÆKJENDUR eru um stöðu skólastjóra við Brunamálaskóla Brunamálastofnunar og mun skóla- ráð meta umsóknirnar og skila tillög- um til brunamálastjóra sem tekur ákvörðun um ráðningu í stöðuna. Guðmundur Haraldsson hefur gegnt skólastjórastöðunni síðastliðin 8 ár, en auglýsa skal stöðuna á 4 ára fresti. Í Brunamálaskólanum eru 1.600 nemendur, þar af 300 atvinnuslökkvi- liðsmenn og 1.300 slökkviliðsmenn í hlutastarfi. Skólinn hefur verið starf- ræktur í tæpan áratug og býður upp á námskeið fyrir slökkviliðsmenn og eldvarnareftirlitsmenn. Þá er starf- rækt sí- og endurmenntunardeild í skólanum. Brunamálaskólinn 25 umsækjend- ur um skóla- stjórastöðu ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.