Morgunblaðið - 23.08.2002, Síða 27

Morgunblaðið - 23.08.2002, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 27 rðar. tur- í Nesjum n byggð- löngu eð því að arna l að fleiri ert segir ólinn a húsnæði og hann er fullviss um að aðsókn að honum muni aukast. Þá megi ekki van- meta huglæg áhrif slíkrar byggingar en hún efli mönnum kraft og bjartsýni á framtíð byggðar- lagsins. „Ef sveitarfélagið sýnir ekki framsýni og áræði þá gætu sumir skilið það svo að íbúarnir hefðu ekki trú á framtíð og þróun byggð- arinnar,“ segir Al- bert. Sú sé alls ekki raunin og Hornfirðingar líti björt- um augum til framtíðarinnar. Auð- vitað geri menn sér grein fyrir að nokkur áhætta felist í að ráðast í svo viðamikla framkvæmd en menn hafi verið tilbúnir til að taka þá áhættu. „Ég legg áherslu á að það er bara hálfur sigur unninn með þessari byggingu. Það þurfa allir aðilar í húsinu að nýta þá möguleika sem Nýheimar gefa þeim, jafnt framhaldsskólinn, rannsóknarstofnanir sem frum- kvöðlar.“ „Tengist allt saman“ Gísli Sverrir Árnason, formaður bygginganefndar Nýheima, segir að hugsunin með byggingu Ný- heima hafi verið að skapa „um- hverfi sem höfðar til ungs fólk en einnig að draga atvinnulífið inn, bæði þá sem eru að byrja sinn at- vinnurekstur og líka ráðgafafyr- irtæki og þess háttar. Þetta tengist allt saman í einu samfélagi og síðan verður bókasafnið alhliða upplýs- inga- og þjónustumiðstöð fyrir þessa aðila,“ segir Gísli. Vígsluat- höfnin hefst klukkan 15 á morgun, laugardag. Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, og Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, flytja þar ávörp. „Boðs- gestir eru þó fyrst og fremst Aust- ur-Skaftfellingar því þetta er húsið þeirra og byggt til að þjóna þeim. Öllum íbúum sveitarfélagsins er boðið til vígluathafnarinnar og það verður ýmislegt gert til hátíð- arbrigða. Búið er að setja upp lista- verkasýningar í húsinu og tekinn verður í notkun nýr og glæsilegur flygill sem var keyptur sérstaklega fyrir húsið og mun Jónas Ingi- mundarson leika listir sínar,“ segir Gísli. „Þetta er geysilega mikill áfangi í sögu þessa byggðarlags að taka þetta hús í notkun og það er mikill samhugur í byggðarlaginu gagnvart þessum framkvæmdum.“ Áætlaður kostnaður við bygg- inguna nemur 441 milljón króna á verðlagi í ágúst 2002. Ríkið greiðir 60% af kostnaði við framhaldsskól- ann, samtals 135 milljónir, sveitar- félagið Hornafjörður greiðir 205 milljónir. Nýheimabúðir ehf. greiða 89 milljónir en fyrirtækið er að mestu í eigu sveitarfélagsins auk þess sem fyrirtæki eiga þar nokkurn hlut. Þá greiðir Háskóli Íslands um 10 milljónir af bygging- arkostnaði. Gláma-Kím Arkitektar sáu um hönnun hússins en aðalhöf- undar eru Árni og Sigbjörn Kjart- anssynir sem eru báðir fæddir og uppaldir á Hornafirði. Aðal- verktaki var G. Þorsteinsson. framhaldsskóla, rannsóknarstofnanir og frumkvöðlasetur urður Mar munds- Morgunblaðið/Sigurður Mar Brooks Hood og Magnús Jónasson frá Blómalandi á Höfn vinna í lóðinni framan við Nýheima. Menn hafa lagt nótt við dag til að ljúka frágangi í og við húsið fyrir athöfnina á laugardag. Gísli Sverrir Árnason guleika Nýheima NÝ AÐFERÐ við grein-ingu hjartasjúkdóma ertalin geta fækkaðdauðsföllum af þeirra völdum um 30–40%. Aðferðinni hef- ur verið beitt í Svíþjóð síðustu 1–2 ár með góðum árangri. Á Íslandi er einn þátta af þremur þeirra sem hér verður greint frá greindur og eru hinir þeirra í rann- sókn. Per Venge, prófessor við Uppsalaháskóla í Sví- þjóð, fjallaði um þessa nýju greiningaraðferð á ráðstefnu í sameinda- lækningum sem nýlega lauk í Reykjavík. Venge segir að aðferðin sé sér- staklega gagnleg við að greina hjartasjúkdóma á byrjunarstigi. „Á milli heilbrigðra einstaklinga og sjúklinga sem þjást af hjartasjúkdómum á borð við hjartadrep er grátt svæði. Á því svæði eru einstaklingar sem eiga á hættu að fá hjartasjúk- dóma og hjálpar aðferðin læknum að greina hjarta- sjúkdóma á byrjunarstigi. Við getum fundið hverjir þurfa á lækningu að halda og hverjir ekki. Þetta er stærsta byltingin sem orðið hefur í hjartalækn- ingum síðustu 20 ár,“ seg- ir Venge. Aðferðin notuð til að greina hverjir þurfa lækningu Hann segir að með því að greina ákveðin prótein í blóði sjúklings sé hægt að spá fyrir um hverjar horf- ur sjúklingsins séu. „Ef við erum með sjúkling á þessu gráa svæði og hann eða hún hefur ákveðið magn af þessum próteinum í blóði sínu getum við t.d. spáð fyrir um að það séu 20% líkur á að sjúklingurinn deyi á næstu 12 mánuðum. Það er mjög mikilvægt að þeir sem eru í mikilli hættu fari í meðferð og við getum með þessari aðferð valið hvaða sjúklingar af „gráa svæðinu“ eiga að ganga fyrir,“ segir Venge. Hann bætir því við að verkir fyrir brjósti geti stafað af öðru en hjarta- sjúkdómum og því sé mikilvægt að hafa verkfæri til að geta fundið út hverjir þurfi á lækningu að halda. „Við getum dregið úr dauðsföllum af völdum hjartasjúkdóma um 30– 40% ef við erum dugleg við að greina sjúklinga, finna þá sem þurfa á meðferð á halda og veita þeim hana.“ Meðferðin sem þessir sjúklingar fara í er t.d. hjartaþræðing eða að þeim eru gefin ákveðin lyf sem sporna við segamyndun. „Áður en við höfðum þessa aðferð þurftum við að veita öllum meðferð og þar sem meðferðin sjálf hefur ákveðna hættu í för með sér og lyfin eru dýr þá er mjög mikilvægt að finna út hvaða sjúklingar þurfa á meðferð- inni að halda og hverjir ekki.“ Niðurstaða fæst á klukkutíma Venge segir að aðferðin hafi ver- ið uppgötvuð í byrjun tíunda ára- tugarins en einungis séu um 1–2 ár síðan byrjað var að nota hana. „Þetta er ónæmisfræðileg aðferð, við notum mótefni sem finnur próteinið Troponen. Ef það mælist í blóðinu gefur það til kynna að hjartavöðvanum líði ekki vel því þá lekur próteinið frá hjartafrumun- um. Því meira Troponen sem finnst í blóðinu, því meiri skaði hefur orðið á hjartanu.“ Einnig er leitað eftir próteininu CRP (c-reactive protein) og peptíðinu BMP (brain natriouretic peptide) en þau er einnig að finna í frumum hjartans og finnist þau í blóðinu gefur það til kynna hjarta- sjúkdóma. Troponen gegnir ákveðnu hlutverki við samdrátt hjartans, BMP er hormón sem er framleitt í hjartafrumunum og gef- ur CRP til kynna bólgur. Segir Venge aðferðina einfalda, blóð sé tekið úr sjúklingi og klukkutíma síðar komi niðurstöðurnar frá rann- sóknarstofunni. Þetta séu ekki dýr próf, Troponen-prófið kosti um 600 íslenskar krónur, BMP-prófið um 900 krónur og CRP-prófið um 300 krónur. Dauðsföllum af völdum hjartasjúkdóma hefur fækkað „Við notum þessar aðferðir á öll- um sjúkrahúsum í Svíþjóð í dag og hafa þær reynst mjög vel. Það sem við höfum skýrlega séð er að dauðs- föllum vegna hjartasjúkdóma hefur fækkað mjög mikið. Það er að sjálf- sögðu erfitt að segja til um það hvort ástæðan sé sú að við greinum sjúklingana betur í dag eða hvort það tengist lífsstíl fólks. Ég held að það sé sambland af hvoru tveggja. Það hefur mikið dregið úr reyking- um í Svíþjóð síðustu ár. Fyrir tveimur áratugum reyktu um 30% Svía en í dag er hlutfallið um 15– 16%.“ Venge er forstöðumaður klín- ískrar efnafræðideildar háskóla- sjúkrahússins í Uppsölum. „Við höfum unnið að því að þróa þessi próf, betrumbæta þau og meta, í samvinnu við ýmis fyrirtæki. Við höfum aðgang að blóðbanka þar sem blóð sjúklinga með hjartasjúk- dóma er geymt. Þannig höfum við getað mælt hvaða aðferðir reynast best,“ segir Venge. Vilmundur Guðnason, yfirlæknir hjá Hjartavernd, segir að margir þættir í blóði geti gefið vísbending- ar um hættu á hjarta- og æðasjúk- dómum. Nú sé verið að setja upp mælingu á CRP hér á landi en til þessa hafi BMP og Troponen ekki verið mælt sérstaklega þó það sé til rannsóknar. Það hafi verið rætt að taka mælingar á þeim upp, eins og mælingar á mörgum öðrum áhættuþáttum í blóði. Getur fækkað dauðsföllum af völdum hjarta- sjúkdóma Morgunblaðið/Árni Sæberg Per Venge segir að með virkri greiningu og meðferð mætti fækka dauðsföllum af völdum hjartasjúkdóma um 30–40%. Ný aðferð við greiningu hjartasjúk- dóma er sögð ein mesta breyting í 20 ár niður en rfi sem er era mögu- heimilis- i á heilsu- sem það sem sjálf- ig skapist r sem við með okkar num, bæði ör,“ segir ga yfirlæknir gi í Hafn- í málum rfirði, sem m, sé sú að nna hafi mánuði og Engar við- ráðuneyt- glýst eftir og fengið að skoða. ð boðað til Hafnar- fjarðar, sveitarstjóra Bessastaða- hrepps og fulltrúa heilbrigðisráðu- neytisins og formanni stjórnar stofnunarinnar hér þar sem staðan verður kynnt. Þar sem það er sýnt að ekki virðist áhugi á að við verðum hér áfram, enda hafa engar viðræð- ur átt sér stað, höfum við sem hópur sett okkur þau tímamörk að hafi ekkert gerst fyrir 20. september göngum við endanlega frá samning- um um leiguhúsnæði og kaup á lækningaáhöldum fyrir okkur,“ seg- ir Emil. Hann segir læknana ekki hafa áhuga á einkarekstri, heldur hafi þeir áhuga á að stunda sjálfstæðan rekstur þar sem samið verði við hið opinbera að greiða þjónustuna niður með gjaldskrársamningi. „Við rituð- um bréf 6. júní til samninganefndar ríkisins og höfum ekkert svar fengið þaðan.“ Gunnlaugur Sigurjónsson, heilsu- gæslulæknir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, segir að ekkert hafi gerst í málum heilsugæslulækna stofnunarinnar sem allir sögðu upp störfum í vor. Hann segir að lækn- arnir hafi verið boðaðir á fund í heil- brigðisráðuneytinu sem verði fljót- lega og vonandi komi uppsagnir þeirra og samningsstaða við Félag íslenskra heimilislækna þar upp á borðið. Ákvörðun um afnám greiðslu vegna vottorða fyllti mælinn Hallgrímur Magnússon, heilsu- gæslulæknir í Grundarfirði, hefur sagt starfi sínu lausu og hyggst halda til Noregs þar sem hann tekur við starfi forstöðumanns yfir öldrun- argeðþjónustu við Ullevål-sjúkra- húsið í Ósló. Hallgrímur segir að það hafi fyllt mælinn hjá sér þegar heil- brigðisráðuneytið ákvað í desember í fyrra að gjald fyrir tiltekin vottorð skyldi renna til heilsugæslustöðva, en ekki til lækna. „Með þessu var kaup heilsugæslu- lækna lækkað um 10 til 20% frá því sem áður var án þess að ræða við okkur. Þetta fannst mér sýna að staða heilsugæslulækna er þannig að ráðuneytið telur sig geta lækkað laun þeirra um 10–20% án þess að svo mikið sem ræða við þá. Eftir að þetta gerðist fóru stefnur og kærur af stað og þessu lauk með því að ráðuneytið lagfærði þetta að ein- hverju leyti. En skaðinn er í raun skeður, því þetta er enn ein árásin á sjálfsmynd heimilislækna,“ segir Hallgrímur. Hann segist hafa starfað sem heilsugæslulæknir í 13 ár og hafa haft mikla ánægju af starfi sínu. Hann hverfi frá því með töluverðum söknuði, en nú sé svo komið að hann geti ekki starfað lengur við þessar aðstæður. Gísli Auðunsson, heilsugæslu- læknir á Húsavík, sagði starfi sínu lausu í vetur þegar ákveðið var að gjald vegna vottorða skyldi renna til heilsugæslustöðva. Hann segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með framgang heimilislækninga hér á landi. Heimilislæknar á Íslandi séu komnir niður fyrir fimmtung lækna- stéttarinnar, en svo dæmi sé nefnt séu þeir um helmingur menntaðra lækna í Kanada þar sem hann var í sérnámi. Einhverra hluta vegna hafi heilsugæslulæknar ekki notið sömu kjara og aðrir læknar. Þeir hafi farið í erfiða kjarabaráttu fyrir nokkrum árum, sem lyktaði með því að þeir voru settir undir kjaradóm. Hann hafi reynst þeim afar erfiður og heilsugæslulæknar skilji ekki hvers vegna hann dæmi þeim mun rýrari kjör en öðrum læknum. Gísli segist vera að nálgast eftir- launaaldur en að uppsögn sín í vetur tengist því ekki heldur hafi þær ásakanir sem fram komu í garð heilsugæslulækna vegna umræðu um vottorð verið kornið sem fyllti mælinn. rigðisráðuneytis fara væntanlega af stað fljótlega r vart við skort æslulæknum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.