Morgunblaðið - 23.08.2002, Síða 46

Morgunblaðið - 23.08.2002, Síða 46
KATRIN Wrobel, sem nú ber titilinn ungfrú Þýskaland, á á hættu að þurfa að afsala sér krúnunni, fari hún ekki að settum reglum keppnishaldara. Eftir að hafa verið kjörin fegurst þýskra fljóða var Wrobel gert að skrifa undir samning þess efnis að hún megi hvorki ganga í hjónaband né sitja fyrir nakin árið sem hún ber titilinn. Ralf Klemmer, formaður hinnar árlegu fegurðarsamkeppni, sagði að Wrobel hefði ekki viljað skrifa und- ir samninginn vegna þess að hún teldi hann fela í sér „ósiðleg ákvæði“. Hver þessi ósiðlegu ákvæði eru nákvæmlega hefur þó ekki komið fram í þýskum fjöl- miðlum. „Samningurinn sem stúlkurnar undirrituðu áður en þær tóku þátt í keppninni bjó þær þó undir þenn- an samning og því ætti ekkert í hon- um að koma henni á óvart,“ sagði Klemm- er. Hann sagði reglurnar skýrar og augljóst að Wrobel fengi ekki að halda titlinum undirritaði hún ekki samning- inn. Hann sagði stúlkuna sem hafnaði í öðru sæti því rétthafa titilsins – að því gefnu að hún skrifaði undir samninginn umdeilda – en útilokað væri að blásið yrði til annarrar kepnni á þessu ári. „Þetta eru reglur sem gilda í fegurðarsam- keppni um allan heim,“ ítrekaði Klemmer jafn- framt. Ekki náðist í lögmann Wrobel vegna málsins en fegurðar- drottningin lét hafa eftir sér í samtali við dagblaðið Bild: „Ég tók þátt í keppninni vegna þess að mig vantaði smápening. Ég bjóst aldrei við því að vinna.“ Keppnin um ungfrú Þýskaland hefur verið hald- in árlega frá árinu 1960 og var þetta því í 42. sinn sem fegursta konan var krýnd þar í landi. Þrátt fyrir langa sögu keppninnar segir Klemmer mál á borð við þetta aldrei hafa komið upp hjá aðstandendum keppninnar.Nýkjörin ungfrú Þýskaland til vandræða Reuters Sakar stjórnendur um ósiðlega samningagerð 46 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6, 8, 10 og 12. Sýnd kl. 10. B. i. 14. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 6. FRUMSÝNING kl. 4, 6 og 8. Sýnd kl. 4, 6, 8, 10 og 12. Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT Sýnd kl. 4 og 6 með íslensku tali. Sýnd kl. 4, 6 og 8. með E. tali. „Besta mynd ársins til þessa“ 1/2HÖJ Kvikmyndir.com „Ein besta mynd þessa árs. Fullkomlega ómissandi.“  SV Mbl  HK DV  Radíó X Yfir 15.000 MANNS Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 4 og 6 B.i. 10 ára Yfir 35.000 MANNS Yfir 20.000 MANNS „meistaraverk sem lengi mun lifa“  ÓHT Rás 2 i l i li EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS mikeMYERS beyoncé KNOWLES and michaelCAINE Sýnd kl. 8, 10 og Powersýning kl. 11. B. i. 14. Powersýning kl. 11. kl. 10. B.i. 14 FRUMSÝNING SYNDAFLÓÐIÐ er innan seilingar og vitanlega eru upptök þess í Hveragerði. Til nánari glöggvunar er hér um að ræða ærlegt Syndaflóð sem Stuðmenn og Nói standa fyrir á Örkinni í Hveragerði annað kvöld, laugardagskvöld. Í samtali við Morgunblaðið segir talsmaður Stuð- manna að hóað hafi verið í ýmsa gamla syndaseli af þessu tilefni, sem koma munu fram ásamt sveitinni og bregða sér í allra kvikinda líki. Þar beri hæst hinn ástsæla Dúdda rót- ara, þann hinn sama og sló svo eft- irminnilega í gegn í gleði- og söngva- myndinni Með allt á hreinu fyrir einum tveimur áratugum. Dúddi ku engu hafa gleymt og mun freista þess að fá fólk upp á svið með frum- samin gamanmál eða heimatilbúin grínatriði auk þess að flytja sjálfur frumsamið lag og fara með nokkrar skyggnilýsingar. Nær ekkert hefur spurst til Dúdda síðustu árin og að- spurður segir talsmaður Stuðmanna afdrif Dúdda á huldu að því undan- skildu að sést hafi til hans í Krist- janíu í kóngsins Köben. Meðal annarra syndasela sem koma munu fram má nefna leikarann góðkunna Eggert Þorleifsson en hann mun taka sæti í dómnefnd ásamt þeim Adda og Badda til að velja sigurvegara Syndaflóðsins 2002 en sá sem stendur upp úr því Syndaflóði með afbragðs gamanmál eða söng mun hreppa ferð í Tívolíið í Kaupmannahöfn dagana 20.–22. september nk. Loks verður hægt, að Syndaflóð- inu afstöðnu, að bera fram synda- játningar í einrúmi, við dyravörðinn Nóa á Örkinni en hann er af kaþ- ólsku fólki kominn. Seld verða sérstök syndaaflausn- arbréf við innganginn á Örkinni á 1.999 krónur en þau gilda jafnframt sem aðgöngumiðar á Syndaflóðið 2002. Sætaferðir verða frá öllum helstu stöðum á Suðurlandi og forsala að- göngumiða er hafin hjá Olís. Syndaselir sjö í svakastuði. Syndaflóð Stuðmanna og Nóa á Örkinni BANDARÍSKA leikkonan Jennifer Aniston bjargaði ókunnugum manni frá bráðum bana á mexíkönskum veitingastað í Holly- wood á dögunum. Á meðan aðrir gátu sig hvergi hreyft stökk „vin- urinn“ Aniston af stað og bjargaði manni frá köfnun, en biti úr nacho- flögu stóð í manninum svo hann gat ekki andað. Aniston bjargaði manninum með því að beita Heimlich-aðferðinni, en hún felur í sér að grípa um mann- eskjuna aftan frá og þrýsta snöggt undir rifbeinin. „Hún lærði að beita Heimlich-aðferðinni nokkrum ár- um áður en aldrei áður hafði reynt á þekkingu hennar. Sem betur fer hafði hún engu gleymt,“ sagði vin- ur leikkonunnar. „Hún bjargaði lífi mannsins. Allir nema hún voru sem lamaðir og gerðu ekkert. Hún var algjör hetja,“ sagði einn viðstaddra um at- burðinn. Aniston, sem er gift hjartaknús- aranum Brad Pitt, hélt áfram að snæða málsverð sinn á veitinga- staðnum eins og ekkert hefði í skor- ist, en viðurkenndi síðar að hafa þurft að fá sér sígarettu til að róa taugarnar. Hún er þekktust fyrir að leika Rachel í þáttunum Vinir en nýjasta kvikmynd hennar kallast réttilega Góða stúlkan. Reuters Lífgjafinn Jennifer Aniston ásamt eiginmanninum Brad Pitt. Vinur í raun Leikkonan Jennifer Aniston

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.