Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 25 debenhams S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 1 85 76 08 /2 00 2 ESTÉE lauder Andlit haustsins 2002 Mineralites Seiðandi, sindrandi, ómótstæðilega heillandi. Láttu augu, varir og neglur sindra í dýrum steindalitum á borð við granat, tígrisauga og kvarts. Láttu ljós leika um andlitið með Mineralites Creme Patina í tveimur mismunandi gerðum fyrir andlit eða augu. Kannaðu alla möguleika. Vertu velkomin og láttu sérfræðinga ESTÉE LAUDER aðstoða þig við litaval. kynnir: www.esteelauder.com Frakka og Benelux-landanna um gagnkvæmar varnir í tengslum við NATO. Evrópusambandinu var í upphafi hins vegar ekki ætlað hlut- verk í öryggis- og varnarmálum en þau viðhorf gjörbreyttust við átökin á Balkanskaga. Evrópuríkunum var það áfall að þau réðu ekki yfir þeim hernaðarmætti, sem þurfti til að stilla til friðar rétt utan eigin bæj- ardyra. Enn á ný þurftu Bandaríkin að grípa í taumana í Evrópu og þau þrýstu á um að Evrópulöndin tækju að sér rekstur eigin varnarmála í mjög auknum mæli. Með samþykktum ríkjaráðstefna ESB í Maastricht árið 1992 og í Amsterdam árið 1997 var fyrst gert ráð fyrir samráði um sameiginlega utanríkis- og öryggismálastefnu (Common Foreign and Security Pol- icy – CFSP) með sérlegum, háttsett- um fulltrúa (High Representative for the CFSP), og var Javier Solana, fyrrum utanríkisráðherra Spánar og aðalframkvæmdastjóri NATO síðar útnefndur til þess starfs. Síðan tóku ESB-ríkin að móta sameiginlega evrópska öryggis- og varnarmála- stefnu (European Security and De- fense Policy eða ESDP). Á leiðtoga- fundi NATO í Washington vorið 1999 var mjög komið til móts við óskir ESB um stuðning við stefnuna í ör- yggis- og varnarmálum. Var ESB gefið það hlutverk að sjá um aðgerð- ir vegna hættuástands („crisis man- agement“) þegar Atlantshafsbanda- lagið teldi að svo ætti að vera. Gefið var fyrirheit um aðgang ESB að búnaði og liðsafla bandalagsins. Þá var ákveðið að samskipti þau við NATO, sem verið höfðu í höndum Vestur-Evrópusambandsins, flytt- ust til stofnana ESB og yrðu rekin milli þeirra aðila. Af 17 Evrópuríkj- um í NATO eru 14 þeirra aðilar að Evrópusambandinu eða verða það væntanlega innan tveggja ára, þ.e. Pólland, Ungverjaland og Tékkland. Mikið starf er unnið við ESDP-mál í Evrópusambandinu af stjórnmála- nefnd og hermálanefnd á vegum varnarmála- og utanríkisráðherra. Um er að ræða mótun afstöðu NATO til öryggis- og varnarmála Evrópu, sem þannig hefur færst til ESB og er því í raun ekki lengur á sínum hefð- bundna vettvangi, NATO-ráðinu. Á ríkjaráðstefnu ESB í Nice í árs- lok 2000, var ákveðið að Ísland og Noregur ásamt Póllandi, Tékklandi, Ungverjalandi og Tyrklandi skyldu fá tækifæri til að koma að mótun ákvarðana um evrópsk varnar- og öryggismál, í svokölluðum 15+6 landahópi. Lítið hefur þó orðið úr þessu, væntanlega einkum vegna þess að Pólland, Tékkland og Ung- verjaland, eru hvort sem er á hraðri leið inn í ESB en Tyrkland er aðild- arumsækjandi. Eftir sitja þá Ísland og Noregur sem segja má að séu án skilgreinanlegra tengsla við þessa þróun um varnarmál á vegum NATO, sem bæði löndin hafa staðið trúfastlega við frá stofnun fyrir rúmri hálfri öld. Hinsvegar er það svo að önnur ríki, sem vænta má sem nýrra ESB-aðildarríkja, gera ráð fyrir NATO-aðild samtímis, svo sem forseti Lettlands tók skilmerkilega fram í Þjóðmenningarhúsinu á dög- unum. Ef stækkunaráform ESB ganga eftir gæti bandalagið hugsan- lega talið 25–30 aðildarríki innan fárra ára. Þá vaknar sú spurning hvort NATO verði ekki fyrst og fremst samstarfsvettvangur ESB og Bandaríkjanna, þannig að Atlants- hafstengslin rofni ekki. Tilefni þessara skrifa var ráð- stefnan á dögunum með þeim glæsi- lega forseta sem Lettland á í Vaira Vike-Freiberga. Það er Íslandi til mikils sóma að hafa stutt baráttu Letta og annarra Eystrasaltsríkja á úrslitastund um að endurheimta sjálfstæði og fullveldi. Þar sýndum við, að smærri ríkin í NATO geta vissulega gegnt mikilvægu hlutverki á eigin forsendum og það hlýtur að vera höfuðnauðsyn að staða okkar í samvinnu Atlantshafsbandalagsins rýrni á engan hátt. Innan vébanda NATO-samstarfsins er varnarsam- starf Íslands og Bandaríkjanna, sem er og verður undirstöðuatriði um ör- yggi okkar vopnlausu þjóðar. Ekki er að sjá að við eða aðrir stöndum frammi fyrir neinu vali um samvinnu á því sviði við annaðhvort Evrópu eða Bandaríkin. Höfundurinn er fyrrverandi sendiherra. „MÁ ÉG fá dálítið meira, herra?“ spurði Óliver Twist hæstráð- anda á munaðarleys- ingjaheimilinu og fékk bágt fyrir. Þannig ástand hefur ríkt um árabil á sjúkrahúsun- um í Reykjavík, nú sameinuðum Land- spítala-háskólasjúkra- húsi (LSH). Spítalinn er kominn fram úr fjárheimildum enn eina ferðina. Flagg- skip íslenskrar heil- brigðisþjónustu er á hnjánum fyrir framan fjárveitingavaldið sem viðurkennir ekki að vitlaust sé gefið ár eftir ár. Spítalinn á engra kosta völ annarra en að boða róttækar „sparnaðaraðgerðir“, þ.e. niður- skurð þjónustu. Og nú er farið að gæta mikillar þreytu og doða í sér- hæfðasta starfsfólki íslenskrar heil- brigðisþjónustu. Ástandið er vont og venst ekki. Fer háskólasjúkra- húsið halloka? Háskólasjúkrahúsið nýstofnaða á erfitt uppdráttar og verkefnum þess fer hlutfallslega fækkandi í ís- lenskri heilbrigðisþjónustu. Sá sem þetta ritar telur margan vanda steðja að LSH. En grundvallar- vandi sjúkrahússins er þó sá að mjög alvarlegir hagsmunaárekstrar eru innbyggðir í eignarhalds- og rekstrarform LSH. Hagsmuna- árekstrarnir eru ósamrýmanlegir eðlilegum rekstri því þeir hindra þróun starfseminnar. Annars áhugasamri framkvæmdastjórn sjúkrahússins er gert ókleift að beita sér af fullum þunga í þágu starfseminnar sem stjórnendur og ekki síður í almennri um- ræðu. Milli steins og sleggju Leiðtogar þiggja vald sitt neðan frá, en stjórnendur eru hins vegar ráðnir af eig- endum fyrirtækja eða fulltrúum þeirra í stjórnum fyrirtækj- anna. Af því leiðir að stjórnandi sem fer gegn vilja eiganda missir traust og jafn- vel starf sitt. LSH er í eigu ríkisins. Á LSH er stjórn(arnefnd) fulltrúi eigandans (ríkisstjórnar og ríkissjóðs). Starfs- mönnum finnst starfsemin ekki eiga málsvara í hópi stjórnarnefnd- armanna. Starfsmönnum LSH virð- ist stjórnarnefnd hafa fengið það hlutverk að halda aftur af starfsemi LSH eftir mætti. Það er óvenjulegt verkefni hjá stjórn fyrirtækis og nánast grátbroslegur brandari. Stjórnin setur framkvæmdastjórn LSH fyrst og fremst það verkefni að halda sig innan ramma fjárlaga; afleiðingin er sú að hlutfallslega minni lækningar fara fram á stofn- uninni en efni standa til þótt fólk bíði á biðlistum heima. Læknar fá ekki að lækna og margir sjúklingar fá ekki bót meina sinna, jafnvel þótt þeir vilji borga sjálfir. Vegna ára- langs fjársveltis er aðstaða sjúkra- hússins léleg og aðstæður starfs- fólks og sjúklinga ekki í samræmi við kröfur tímans. Önnur afleiðing þessara stjórn- arhátta er sú, að við uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur kennslusjúkrahúsið setið eftir. Sjúklingar láta ríkið ekki bjóða sér endalaust skerta þjónustu og læknar finna leiðir til að veita þjón- ustu á sumum sviðum utan sjúkra- hússins. Ef svo væri ekki væri katastrófa í íslensku heilbrigðis- kerfi. Eftir sem áður er þó öllum alvarlegustu læknisfræðilegu verk- efnunum vísað á LSH sem er og verður endastöð lækninga á Íslandi um fyrirsjáanlega framtíð. Ég geng út frá því að menn séu sammála því að óeðlilegt sé að verkefnum LSH fækki af eftirfar- andi ástæðum: 1. Ef fjármögnunaraðferð starf- seminnar dregur úr starfsvilja og lækningum á stofnuninni. Að mati undirritaðs er núverandi kerfi fastra fjárveitinga aðalmeinsemd LSH í dag. Föst fjárveiting þýðir einfaldlega, að ekki borgar sig fyrir sjúkrahúsið að stunda lækningar á fullum dampi sem er líkt því að reka farþegaflug án þess að fljúga. 2. Ef stjórnarnefnd LSH hefur tvískinnungshlutverk og getur ekki verið málsvari starfseminnar í raun mun seint takast að skapa áhuga- verðan vinnustað á LSH. Afleiðingin af hvoru tveggja verður óumflýjanlega útflutningur verkefna af stofnuninni. Sjálfseignarstofnun? Kerfi fastra fjárveitinga er gam- all Móri sem genginn er upp að hnjám og starfsemin er að þrotum komin vegna kerfisins. Ég sting upp á því að LSH verði losað úr viðjum ríkissjóðs og breytt í sjálfs- eignarstofnun í eigu almennings sem hafi það að markmiði að sinna lækningum, kennslu og þjálfun heilbrigðisstétta, og vísindarann- sóknum. Stjórn verði skipuð at- hafnamönnum, forystumönnum launþegahreyfinga og fulltrúum há- skólans sem vilji veg LSH sem mestan. Mjög mikilvægt er að fulltrúar ríkisstjórnar og þings sitji ekki í stjórninni því reynslan af því er ekki góð; hagsmunaáreksturinn er of stór. Hlutverk þings og fram- kvæmdavalds er að setja lög og framkvæma þau en ekki að standa í rekstri þjónustu- eða þekkingarfyr- irtækja. Sjálfseignarstofnunin LSH semji við TR um greiðslur fyrir hvert unnið verk hvort sem er unnið á legudeildum eða göngudeildum (viðvikagreiðslukerfi). Samið verði við heilbrigðis- og menntamála- ráðuneyti eða ríkisstjórn um fasta fjármögnun vegna kennslu og rann- sókna og sérstakra öryggisverk- efna háskólasjúkrahússins. Í beinu framhaldi af sameiningu, breyttri fjármögnun og/eða rekstr- arformi og breyttri skipan stjórn- arnefndar þarf að gera eftirtalið: 1. Koma þarf allri bráðastarfsemi sérgreina í eitt hús strax, fyrr hef- ur sameining sjúkrahúsanna ekki tekist. Fæðingarhjálpin felst í ný- byggingu með hraði (á tveim árum með eðlilegri fjármögnun til 20-30 ára). Í nýju bráðaþjónustuhúsi þurfa að vera bráðamóttaka, skurð- stofur, röntgendeild, gjörgæsla og rannsóknastofur þurfa að vera mjög nærri. Með sameiningu bráðaþjónustunnar myndi nást hagræðing og sérhæfing/aukin þekking á einum stað, en það var starfsmönnum einu sinni sagt að væru aðalmarkmið sameiningar sjúkrahúsanna. 2. Byggja þarf upp sérhæfðar göngudeildir við sjúkrahúsið strax ef spítalinn ætlar að vera með. Til þess þarf (1) að koma með hraði (á 1-2 árum) upp göngudeildarhús- næði og (2) að hvetja sjúkrahús- lækna með samningum til þess að sinna sjúklingum sínum þar. Á göngudeildum allra alvöru háskóla- sjúkrahúsa fer fram mikil lyfjameð- ferð, aðgerðir, blóðgjafir, kennsla og sérhæfð greining og þar er eft- irsóknarvert að starfa. Lokaorð Þegar barn fæðist með nafla- strenginn vafinn um hálsinn telst það vera góð fæðingarhjálp að losa strenginn strax frá hálsinum, ekki er vaninn að herða hann að. Sama á við hið nýfædda háskólasjúkrahús; það þarfnast góðrar fæðingarhjálp- ar sé ætlun ráðamanna sú að ná yf- irlýstum markmiðum sameiningar sjúkrahúsanna. Páll Torfi Önundarson Heilbrigðisþjónusta Framkvæmdastjórn sjúkrahússins er gert ókleift að beita sér af fullum þunga í þágu starfseminnar sem stjórnendur, segir Páll Torfi Önundarson, og ekki síður í almennri umræðu. Höfundur er yfirlæknir blóðmeina- fræðideildar LSH og dósent við læknadeild HÍ. Óliver Twist og Landspítalinn Viltu léttast um 1-4 kíló á viku Símar 557 5446 og 892 1739

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.