Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 39
NÚ hefjum við róðurinn að nýju í kirkjuskipi Laugarneskirkju. Mömmumorgnarnir eru þegar hafnir alla föstudaga kl. 10:00– 12:00, undir stjórn fimm barna móður úr hverfinu, Aðalbjargar Helgadóttur. Tólfsporastarfið er einnig kom- ið á fullt skrið undir handleiðslu Margrétar Scheving sálgæslu- þjóns. Þeir hópar koma saman á mánudagskvöldum, og verður kynningarfundur haldinn mánu- daginn 2. sept kl. 20. Er ástæða til að hvetja fólk til að huga að þeirri kynningu. Núna á sunnudaginn 25. ágúst verður haldin fyrsta messa eftir sumarleyfi. Hefst hún kl. 11:00. Boðið verð- ur upp á barnagæslu meðan á pré- dikun og altarisgöngu stendur, en sunnudaginn 1. september mun sunnudagaskólinn hefja göngu sína fyrir fullum seglum. Í fyrstu viku septembermánaðar mun svo allt annað safnaðarstarf vakna til lífsins. Verður það kynnt nánar síðar. Skólamessa í Landakirkju LANDAKIRKJA býður nem- endum, kennurum og öðru starfs- fólki allra skólanna í Vest- mannaeyjum til skólamessu við upphaf skólaársins. Messan verður sunnudaginn 25. ágúst kl. 11.00 ár- degis. Beðið verður sérstaklega fyrir skólaárinu og náminu í vetur, sungnir verða nýir og sígildir skólasálmar og þátttakandi á Master-class námskeiðinu leikur á hljóðfæri. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Guðmundar H. Guð- jónssonar skólastjóra. Foreldrar skólafólksins eru einnig hvattir til að sækja kirkju með börnum sín- um á þessum tímamótum þegar tónlistarskólinn, leikskólar, grunn- skólar og framhaldsskólinn eru að hefja vetrarstarfið. Kaffisopi verð- ur eftir messu í Safnaðarheimilinu. Sr. Kristján Björnsson. Ensk messa í Hall- grímskirkju SUNNUDAGINN 25. ágúst nk. kl. 14:00 verður haldin ensk messa í Hallgrímskirkju. Prestur verður sr. Bjarni Þór Bjarnason. Org- anisti er Hörður Áskelsson. Jónína Kristinsdóttir leiðir almennan safnaðarsöng og syngur einsöng. Messukaffi að athöfn lokinni. Á þessu ári er boðið upp á enska messu í Hallgrímskirkju síðasta sunnudag hvers mánaðar. Service in English SERVICE in English at The Church of Hallgrímur (Hallgríms- kirkja). Sunday August 25th at 2pm. Holy Communion. The Thirteenth Sunday after Trinity. Celebrant and Preacher: The Revd Bjarni Thor Bjarnason. Organist: Hörður Áskelsson. Leading singar and Soloist: Jónína Kristinsdóttir. Refreshments after the Service. Laugarnes- kirkja opin eft- ir sumarfrí FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 39 Laugarneskirkja. Kl. 10 Mömmumorg- unn í umsjá Aðalbjargar Helgadóttur. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lof- gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu- fræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir sam- komuna. Allir velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Landakirkja. Kl. 14.30. Helgistund á Heilbrigðisstofnuninni, dagstofu 3. hæð. Heimsóknargestir velkomnir til að taka undir í söng og bæn. Safnaðarstarf Kirkjustarf MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Stefáni Jóni Hafstein: „Stefán Jón Hafstein formaður fræðsluráðs Reykjavíkur gerir at- hugasemdir vegna fréttar í Morg- unblaðinu á miðvikudag um málefni Klébergsskóla og viðtal við fulltrúa annars minnihlutaflokksins í borg- arstjórn. Morgunblaðið birtir mynd af þremur fulltrúum Sjálfstæðis- flokksins í heimsókn í Klébergsskóla og viðtal við einn þeirra, en getur þess ekki að heimsóknin var farin að tillögu Katrínar Jakobsdóttur vara- formanns fræðsluráðs og að í þess- ari för voru líka tveir fulltrúar Reykjavíkurlistans. Við fulltrúa Reykjavíkurlistans er ekki rætt né minnst á þátttöku þeirra í ferðinni í skólann, og myndatöku hagað svo þeir sjáist ekki. Ekki þarf að geta þess að áður hafði formaður fræðsluráðs heimsótt Klébergsskóla oftar en einu sinni og kynnt sér ástand þar að eigin raun. Hvers vegna Morgunblaðið kýs að haga fréttaflutningi svona er sjálfstætt umhugsunarefni fyrir þá sem vilja helst geta treyst blaðinu til að stunda óvilhalla fréttamennsku. Að því er lýtur að málflutningi talsmanns annars minnihlutaflokk- anna er auðvitað fráleitt að draga víðtækar pólitískar ályktanir um stefnu í skólamálum út frá augljós- um mistökum verktaka við bygg- ingu. Flest er orðið að pólitísku heyi í harðindum minnihlutans. Formað- ur fræðsluráðs hefur enga dul dreg- ið á það í viðtölum að framkvæmdir við skólann hafa ekki staðist áætlun og ástandið á húsnæðinu er ekki boðlegt. Ekki er tilefni til að fara í pólitískan slag um svo einfaldar staðreyndir. Gefnar hafa verið skýr- ingar sem flest sæmilega þenkjandi fólk sér að standast, þótt niðurstað- an sé leið. Fræðsluráð hljóti að láta til sín taka áfram mál af þessu tagi og fylgja fast eftir að svona ástand komi ekki upp aftur eða víðar.“ Aths. ritstj. Vegna athugasemdar Stefáns Jóns Hafstein skal eftirfarandi tekið fram: Við vinnslu umræddrar fréttar var Morgunblaðinu ekki kunnugt um að ferðin í Klébergsskóla hefði verið farin að frumkvæði varafor- manns fræðsluráðs og að í henni hefðu verið fulltrúar bæði meiri- og minnihluta. Það voru mistök að kanna málavexti ekki betur og biðst Morgunblaðið velvirðingar á þeim. Hins vegar er sjálfsagt og eðlilegt að minnihlutinn í borgarstjórn komi sjónarmiðum sínum í málinu á fram- færi í blaðinu, enda höfðu sjónarmið meirihlutans komið skýrt fram í samtali Morgunblaðsins við Stefán Jón Hafstein, sem birtist í blaðinu sl. laugardag. Þar kom jafnframt fram að formaður fræðsluráðs hefði farið í Klébergsskóla. Jafnframt kom af- staða meirihlutans fram í fréttinni, sem Stefán Jón gerir athugasemd við, þar sem vitnað er til bókunar Reykjavíkurlistans á fundi borgar- ráðs. Þá hafa svör embættismanna Reykjavíkurborgar vegna þessa máls verið rakin ýtarlega í blaðinu. Athugasemd FORELDRAFÉLAG sykursjúkra barna og unglinga heldur upp á 10 ára afmæli sitt laugardaginn 25. ágúst við Reykjadal í Mosfellssveit. Foreldrafélagið vinnur að málefn- um sykursjúkra barna. Sykursýki er ólæknandi og er nauðsynlegt að börnin og fjölskyldur þeirra lagi sig að breyttu lífsmynstri. Starfið hefur alla tíð byggst á sjálfboðaliðastarfi. Um 70 fjölskyldur eru í samtökunum og eru sykursjúk börn stærsti hópur langveikra barna á Íslandi. Fjölskyldum sykursjúkra barna gefst kostur á að taka þátt í fræðslu- helgi fyrir fjölskyldurnar þar sem ýmis samtök eins og DHL hraðflutn- ingar, Golfklúbbur Ness, Verslunar- mannafélag Reykjavíkur og Rafiðn- aðarsambandið hafa lagt verkefninu lið. Göngudeild sykursjúkra barna á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi hafa verið foreldrafélag- inu mjög innan handar með fræðslu- dagskrána og samvinnan við þau ómetanleg fyrir sykursjúk börn og unglinga á Íslandi. Sérstök fræðsludagskrá verður haldin og hefst hún kl. 13:00. Þar munu m.a. 3 sérfræðingar í sykur- sýki fjalla um ýmsa þætti tengda sykursýki barna. Öllum velunnurum félagsins er velkomið að taka þátt í fræðsludeginum og eiga ánægjulega samverustund með sykursjúkum börnum og fjölskyldum þeirra, segir í fréttatilkynningu. Fræðst um sykursýki barna HVALFJÖRÐUR er áfangastaður Ferðafélags Íslands og SPRON á göngudegi 2002, sem að þessu sinni er haldinn sunnudaginn 25. ágúst. Að venju verður göngufólki skipt í tvo hópa og leggur sá fyrri af stað með rútu frá BSÍ kl. 10.30 (komið við í Mörkinni 6). Ekið verður sem leið liggur inn á Kaldadalsleið og áleiðis að Hvalvatni en þar hefst gangan. Leiðin liggur suður fyrir Hvalvatn, niður Hval- skarð og niður í Botnsdal í Hvalfirði. Þetta er áætluð 5–6 klst. ganga og fararstjórar verða Leifur Þorsteins- son og Sigurður Kristjánsson. Hinn hópurinn leggur af stað frá BSÍ kl. 13 (komið við í Mörkinni 6) og fer með rútu inn í Brynjudal í Kjós. Þaðan liggur leiðin yfir Hrísháls og niður í Botnsdal í Hvalfirði þar sem hóparnir mætast og fara saman til baka. Fararstjórar verða Vigfús Pálsson og Þóroddur Þóroddsson og göngutími er áætlaður 3–4 klst. Þátttökugjald er ekkert. Gengið í Hvalfirði MÁLFUNDUR sósíalíska verkalýðs- blaðsins Militant verður haldinn föstudaginn 23. ágúst kl. 17.30 og ber yfirskriftina: Bandaríkin og Ísrael undirbúa stríð á tvennum vígstöðvum í Austurlöndum nær. Fundurinn verður haldinn í Pathfinder-bóksöl- unni, Skólavörðustíg 6 b, bakatil. Frjáls framlags er óskað við inngang. Málfundur um stríðsundirbúning „HAUSTIÐ nálgast og í dag hefja allflestir grunnskólar landsins störf. Það þýðir að frá og með þess- um degi streyma þúsundir barna til og frá skólanum og oftar en ekki yfir fleiri en eitt og fleiri en tvö mis- varasöm umferðarmannvirki. Mörg þessara barna eru fara í fyrsta sinn í skólann og sum eru að skipta um skóla og þurfa því að venjast nýrri leið og nýjum hættum. En er barnið okkar búið undir hina nýju reynslu og hvað gerum við til að tryggja ör- yggi þess? Víða eru aðstæður þann- ig að ekki er vogandi að láta yngri börnin ganga ein í skólann. Því þarf að fylgja þeim eða keyra þau. Best er að geyma bílinn heima og fylgja barninu gangandi í skólann. Þannig venst barnið á að ganga í skólann, lærir á leiðina, og þær hættur sem ber að varast. Að ganga í skólann er ennfremur holl og góð hreyfing fyrir barnið og fylgdarmann þess. Þeim foreldrum, sem hins vegar neyðast til að keyra barnið í skól- ann, er hér með bent á að gæta fyllstu varúðar, spenna sjálfan sig og barnið í bílbeltin, hleypa því út á öruggum stað og taka tillit til allra hinna sem líka þurfa að komast leiðar sinnar til og frá skólalóð- inni,“ segir í fréttatilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Er barnið þitt að hefja skólagöngu? GRASAGARÐUR Reykjavíkur hef- ur í sumar boðið upp á nokkrar skoð- unar- og fræðsluferðir um garðinn. Nú er komið að dagskrá sem ber heitið „eftirlætisrósir Jóhanns Páls- sonar“, sem hefst laugardaginn 24. ágúst kl. 11. „Jóhann Pálsson, fyrrv. garð- yrkjustjóri Reykjavíkur, þekkir vel til Grasagarðsins og hefur lengi tek- ið virkan þátt í að koma upp fjöl- breyttu rósasafni í garðinum. Jó- hann býr yfir miklum fróðleik um einstakar rósategundir og yrki þeirra, hann mun fræða fólk um eig- inleika einstakra tegunda og ræktun þeirra,“ segir í fréttatilkynningu. Mæting er í lystihúsinu við garð- skálann, aðgangur er ókeypis, boðið er upp á te í lok ferðarinnar. Eftirlætisrósir garðyrkjustjór- ans kynntar Rangur myndatexti Á forsíðu síðasta Fasteignablaðs birtist mynd úr verðlaunagarði í Mosfellsbæ. Hið rétta er að myndin er úr garðinum Bergholti 7. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. Rangt verð Í töflu sem fylgdi verðkönnun neytendasíðu Morgunblaðsins á skólaritföngum var fyrir slysni, í einu tilviki, rangt verð gefið upp. Upplýsingar frá Pennanum um verð á blýpakka frá Faber Castell, 0,5, 12 í pakka átti við 0,3 sem er hærra en 0,5 sem miðað var við í töflunni. Því var sagt að verð Pennans á þeirri vöru væri 128 krónur, en átti að vera 92 krónur. Það leiðréttist hér með. LEIÐRÉTT varðar árinnar, Jóns Guðmanns Jak- obssonar, en þar kom einnig fram að á miðvikudagskvöldið voru komnir 480 laxar á land úr ánni. Á vefsíðunni má sjá eitt og annað skemmtilegt, t.d. skráningu og sam- setningu afla úr ánni 29. júlí síðast- liðinn. Þá veiddust 17 laxar í ánni, en 15 þeirra vógu 2,2 kg og allir voru veiddir á svokallaða „hitch-túpu“. Þarna má segja að um einhæft end- urtekið efni hafi verið að ræða þótt veiðimenn hafi ugglaust skemmt sér konunglega. Lesa má einnig um lax sem veidd- ist í veiðistaðnum Kóka fyrr um sumarið, 3,8 kg lax og í dálkinn þar sem skrá skal agn stendur: Five fingers. Ekki reyndist þó um nýja flugu að ræða, því í athugasemdar- dálki kom fram að laxinn var hirtur uppúr ánni með berum höndum. Stuð á bökkum Sogsins Þær fregnir bárust í gærdag, að veiðimenn í Bíldsfellslandi í Sogi hefðu verið búnir að landa 10 löxum fyrir hádegi og mikið af laxi væri að sjá á svæðinu. Hér er um óvenjugóða meðalveiði á stöng í Soginu að ræða sem þykir erfitt vatnsfall og vand- veitt. Þar með voru komnir 72 laxar á land úr Bíldsfelli. Í Alviðru voru komnir 49 laxar. GÓÐ aflahrota kom í Laxá á Ásum á þriðjudaginn sl., en þá veiddust 20 laxar í ánni sem þykir gott nú seinni árin þótt menn hefðu hrist höfuðið yfir ördeyðunni fyrr á árum. Það merkilega við þessa aflagusu er, að allir laxarnir tuttugu veiddust á svarta eða rauða Frances og 16 þessara laxa veiddust í sama hyln- um, Langhyl. Frances stórhættuleg löxum Frances hefur verið einstaklega skæð í Laxá að undanförnu, þannig veiddust 7 laxar 18. ágúst, allir á Frances, 6 laxar 19. ágúst, allir á Frances og þrír af fjórum löxum sem veiddust í ánni miðvikudaginn 21. ágúst veiddust á Frances. Hér er síðan önnur lítil saga um hversu mögnuð Frances getur verið: Veiðimaður einn var búinn að kasta mörgum flugum yfir laxa sem lágu í Oddahyl í Gljúfurá fyrir nokkru, en um leið og svört Frances tók sund- sprettinn í hylnum var hún negld og 6 punda hængur tók oní kok. Endurtekið efni Ofangreindar fregnir frá Laxá á Ásum var að finna á vefsíðu veiði- Hallgrímur Jónasson með sjóbirting úr Litluá í Kelduhverfi. 36 af 37 löxum tóku Frances ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? MENNTASKÓLINN á Ísafirði verð- ur settur í 33. sinn á sunnudag. At- höfnin fer fram á sal skólans á Torf- nesi og hefst kl. 17. „Dagskólanemendum fjölgar nokk- uð frá því sem var við upphaf skólaárs í fyrra, því nú hafa um 293 nemendur innritast í dagskóla en voru 280 fyrir ári. Þetta gerist þrátt fyrir það að nú sé að koma inn minnsti árgangur fyrsta árs nema um langt árabil. Mest virðist fjölgunin verða meðal 2. og 3. árs nema bóknáms, þar á meðal er umtalsverður hópur nemenda sem höfðu hætt námi við Menntaskólann en eru nú að snúa aftur. Skipting á brautir er með svipuðu móti og verið hefur undanfarin miss- eri. Náttúrufræðibrautin nýtur mestra vinsælda bóknámsbrauta, en einnig virðist aðsókn á verknáms- brautir hafa glæðst, þar sem um 50 nemendur hafa innritast,“ segir m.a. í fréttatilkynningu frá MÍ. Menntaskólinn á Ísafirði settur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.