Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 11 GANGSETT var í gær nýtt fullkom- ið vinnslukerfi fyrir úrbeiningu og snyrtingu lambakjöts í kjötvinnslu Norðlenska ehf. á Húsavík. For- ráðamenn fyrirtækisins lýsa til- komu vinnslukerfisins sem byltingu í vinnslu lambakjöts á Íslandi. Vinnslukerfið er sérpantað frá Mar- el ehf. en fyrirtækið hefur áður hannað svipuð kerfi fyrir fisk, kjúk- linga og nautakjöt. Nýja vinnslu- kerfið á Húsavík er algjörlega sér- hæft fyrir vinnslu á lambakjöti og mun vera hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Sigmundur E. Ófeigsson, fram- kvæmdastjóri Norðlenska ehf., ávarpaði viðstadda, boðsgesti og starfsfólk, og sagði m.a. að með nýja vinnslukerfinu hefði fyrirtækið stig- ið eitt stærsta framaraskref á sviði lambakjötsvinnslu um áratugaskeið. „Við munum nýta hráefnið mun betur, afköstin munu aukast og öll upplýsingamiðlun um uppruna og feril hráefnisins verður skýrari. Við munum t.d. geta séð hjá okkur á Ak- ureyri hvað var unnið á Húsavík síð- ustu klukkustundina,“ sagði Sig- mundur og kvaðst ekki í vafa um að þetta myndi efla sölu á lambakjöti til muna. Lárus S. Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðs- sviðs Marels ehf., tók einnig til máls og kom m.a. fram í máli hans að kerfið byði upp á margvíslega og fjölbreytilega möguleika fyrir Norð- lenska. Rekjanleiki einstakra hluta lambsins næði nú allt til bóndans og vinnuaðstaða starfsmanna væri orð- in eins og best verður á kosið. MPS-hugbúnaðurinn frá Marel er tengdur við Concorde-upplýsinga- kerfi Norðlenska og þannig er hald- ið utan um allar upplýsingar og á augabragði er hægt að fá ítarlegt yf- irlit yfir afköst, nýtingu og magn. Áætlað að slátra um 65 þúsund fjár Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra gangsetti því næst nýja kerfið. Kom m.a. fram í máli hennar við þetta tækifæri að hún teldi sig þekkja vel til í sam- bandi við slátrun og vinnslu á sauðfé en þetta kæmi sér talsvert á óvart. Heimsókn í Norðlenska á Húsa- vík væri sannarlega ólík því þegar hún kom fyrst í sláturhúsið á Greni- vík á sínum tíma, þar sem fénu frá Lómatjörn var slátrað. Að gangsetningu lokinni var byrj- að að vinna og var viðstöddum boðið að fylgjast með vinnslunni. Sig- mundur Hreiðarsson er vinnslu- stjóri hjá Norðlenska á Húsavík. Hann sagði sauðfjárslátrun hafa hafist sl. mánudag. Verið væri að slátra 300–400 lömbum sem flest færu til útflutnings á Bandaríkja- markað. Slátrun hefst af fullum þunga 3. september nk. og stendur til loka október, en áætlað er að slátra um 65 þúsund fjár, sem er met í slát- urhúsinu á Húsavík. Til samanburð- ar var slátrað um 58 þúsund fjár í fyrra. Nýtt vinnslukerfi gangsett í kjötvinnslu Norðlenska ehf. á Húsavík Mikil breyt- ing í vinnslu lambakjöts Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Gyða Evertsdóttir kjötiðnaðarmaður útlistar hvernig kerfið vinnur fyr- ir Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Einar Örn Arnarson við úrbeiningu. Aðalsteinn Á. Baldursson, tóm- stundabóndi og formaður Verkalýðsfélagsins á Húsavík, fylgist með. Húsavík. Morgunblaðið. FRAMKVÆMDIR standa nú sem hæst við Norðurbryggju, gamalt pakkhús sem mun hýsa vestnor- rænt menningarsetur Íslands, Fær- eyja og Grænlands í Kaupmanna- höfn þar sem íslenska sendiráðið verður m.a. til húsa. Stefnt er að því að vígja Norðurbryggju hinn 21. nóvember 2003, kostnaður við húsið er alls um 80 milljónir danskra króna og munu Íslend- ingar þar af bera 26 milljónir danskra króna eða tæplega 300 milljónir íslenskar krónur. Vigdís Finnbogadóttir, formaður stjórnar A.P. Møller sjóðsins, sem hefur haft umsjón með fjármögnun verkefnisins, kynnti forystumönn- um landanna þriggja hvar verk- efnið er statt fyrir fund þeirra í Þórshöfn í Fær- eyjum á miðvikudagskvöld. Húsið verður stolt N-Atlantshafsins í Kaupmannahöfn „Þetta hús verður stolt N-Atlantshafsins í Kaupmannahöfn. Húsið mun skila því að menn verða miklu fróðari um þessi lönd, sjá að þau hafa sinn sjálfstæða karakter og eru spennandi. Nú erum við svo fá- menn en þarna komum við því til skila að þarna býr fágað fólk og menningarlegt. Það er svo oft sem menn halda að við séum á sauð- skinnsskónum, þetta hús mun leið- rétta það,“ segir Vigdís í samtali við Morgunblaðið. Húsið er gamalt pakkhús frá árinu 1776 og þar skipuðu íslensk og grænlensk skip upp til langs tíma. Sagði Jonathan Mozfeldt, for- maður grænlensku heimastjórn- arinnar, að hann hefði unnið þarna sem ungur maður og hann væri ánægður með hversu langt verk- efnið væri á veg komið. Tóku Davíð Oddsson forsætisráðherra og An- finn Kallsberg, lögmaður Færeyja, í sama streng. Hvert landanna þriggja mun hafa ákveðinn hluta hússins til ráðstöfunar, þar verður ís- lenska sendiráðið í Kaupmannahöfn til húsa og skrifstofur Færeyja og Grænlands. Innréttingar og viðgerðir á húsinu munu kosta 60 milljónir dkr. en í heild er áætlað að verkefnið muni kosta um 80 milljónir. Þar af munu Íslendingar standa straum af 26 milljónum en í þeirri tölu eru 9 milljónir sem mun varið í Íslandshluta hússins. Hermt eftir gjósandi hverum og gjálfri í öldum Segir Vigdís að fjölbreytt starfsemi verði í húsinu. „Þarna verður veitingahús þar sem framreiddur verður matur í okkar anda, hreinn og góður, lambakjöt og fiskurinn ferski. Í hluta hússins á neðstu hæðinni verður stórt rými þar sem hægt er að ganga inn og upplifa hvernig þessi lönd eru, náttúruna og hvað er sérstakt við þessi lönd. Þar verða ekki myndir á vegg heldur verður hermt eftir gjósandi hverum og gjálfrinu í öldunum við klettana. Þar á að vekja forvitni fólks á að heimsækja okkur, koma og sjá meira. Síðan verða sýningar þarna og ým- islegt vonandi í framtíðinni varðandi náttúru- fræði í þessum löndum. Ég hef mikinn metnað fyrir að það verði skemmtilegt fyrir börn og ungmenni að koma þarna. Það á að verða sunnudagsferðin með pabba og mömmu að skoða þessar furður ver- aldar sem eru til á Atlantshafssvæðinu,“ segir Vigdís. Framkvæmdir eru nú í fullum gangi við Norðurbryggju, nýtt og glæsilegt vestnorrænt menningarsetur í Kaupmannahöfn Stefnt verður að því að vígja húsið í nóvember á næsta ári Þórshöfn. Morgunblaðið. Vigdís Finnbogadóttir LAUGARDAGINN 31. ágúst ver Gísli Sigurðsson, fræðimaður á Árna- stofnun, rit sitt Túlkun Íslendinga- sagna í ljósi munnlegrar hefð- ar: Tilgáta um að- ferð. Fer vörnin fram í Hátíðarsal Háskólans kl. 14. Í fréttatilkynn- ingu segir: „Gísli hefur um árabil fengist við rannsóknir á munnlegri hefð, eins og hún birtist í miðaldaverkum og síðari tíma þjóðsögum og munn- mælum. Í doktorsvörn sinni kynnir hann nýja aðferð til að fjalla um þátt munnlegrar hefðar í íslensku mið- aldasamfélagi. Með því að nýta vett- vangsrannsóknir á munnlegri hefð er rýnt í hvaða máli það skipti við lestur hinna fornu texta að gera ráð fyrir að sögurnar séu sprottnar úr slíkri hefð; hefð þar sem reynslu, fræðum og þekkingu samfélagsins var miðlað frá kynslóð til kynslóðar með sögum og kvæðum. Í fyrsta hluta er spurt hvernig lög- sögumenn hafi tekið ritmenningunni, sem ætla má að hafi grafið undan valdastöðu þeirra, og hvernig bók- menntalegur sjóndeildarhringur menntamanns úr röðum Sturlunga, Ólafs Þórðarsonar hvítaskálds, hafi litið út um miðja 13. öld. Í öðrum hluta er fjallað um per- sónur, ættir og atburði Austfirðinga- sagna í ljósi þeirrar hugmyndar að þeir sem rituðu sögurnar hafi gert ráð fyrir ákveðinni þekkingu áheyr- enda á söguefninu. Í þriðja hluta er tekist á við Vín- landsgátuna með þeim aðferðum sem kynntar eru í bókinni. Í stað þess að líta á sögur af Vínlandsferðum ýmist sem heimildir um atburði eða bók- menntahefð eru þær lesnar sem heimild um munnmæli sem sannan- lega varðveittu minningu um raun- verulegar siglingar til framandi landa. Í lokahluta eru dregnar saman nið- urstöður um þær breytingar sem verða á forsendum rannsókna í ís- lenskum miðaldafræðum sé tekið til- lit til munnlegrar hefðar að baki forn- sagna með dæmum af skyldum frá- sögnum í Finnboga sögu ramma og Vatnsdæla sögu og goðsagnamynstr- um í Hænsna-Þóris sögu. Loks fylgir rækilegur útdráttur á ensku.“ Gísli Sigurðsson (f. 1959) er úr Reykjavík þar sem hann á heima með konu sinni og dóttur. Hann hef- ur um árabil fengist við rannsóknir á munnlegri hefð, eins og hún birtist í miðaldaverkum og síðari tíma þjóð- sögum og munnmælum. Gísli hefur birt fjölda fræðigreina í innlendum og erlendum fagritum og meðal ann- ars sent frá sér bókina Gaelic Influ- ence in Iceland. Historical and Liter- ary Contacts: A Survey of Research (1988, endurútg. 2000) og heildarút- gáfu Eddukvæða (1998). Doktors- vörn í HÍ Reynslu, fræðum og þekkingu samfélags- ins miðlað með sögum og kvæðum Gísli Sigurðsson ENGIN ummerki um slys hafa fund- ist í kjölfar tilkynningar til lögregl- unnar á Selfossi í fyrrakvöldi um að ljós frá fjórum neyðarblysum sæjust á sveimi austsuðaustur frá Selfossi, yfir Þjórsárósum. Björgunarsveitar- menn frá Björgunarfélagi Árborgar fóru á staðinn og óku meðfram ströndinni. Lögreglan fór einnig á staðinn og kannaði þá stefnu sem ljósin voru sögð hafa verið í en varð einskis vör. Tvö skip sem voru á siglingu skammt frá Þjórsárósum voru send á staðinn en leit þeirra bar ekki árangur. Engin merki um slys ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.