Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 33 ✝ Hulda Ólafsdóttirfæddist að Arnar- holti á Kjalarnesi 3. desember 1928. Hún lést á Landspítalan- um við Hringbraut hinn 17. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Guðmundsson dýra- læknir, f. 25.5. 1889, d. 12.5. 1974, og El- ísabet Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 18.6. 1892, d. 7.12. 1936. Hinn 28 desember 1946 giftist Hulda Guðna Ásgrímssyni, f. 25. febrúar 1918, d. 17. október 1999. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: Elísabet, gift Jörundi Bjarnasyni og eiga þau þrjú börn; Ólafur, kvæntur Thelmu Jó- hannesdóttur og eiga þau tvö börn; Þórey, gift Robert Looren De Jong og eiga þau eitt barn; Hulda Guðný, gift Vilhelm Þ. Finnssyni og eiga þau þrjú börn. Einnig átti Hulda fimm lang- ömmubörn og eitt langalangömmu- barn. Hulda starfaði lengst af við ræst- ingar í Kennarahá- skólanum og öldrunardeild Land- spítalans í Hátúni. Útför Huldu verður gerð frá Fella-og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma. Það er sárt að kveðja þig. Allt í einu vantar svo mikið þegar þú ert ekki lengur hér. En ég veit að nú ert þú komin á góðan stað og búin að hitta pabba. Þú varst alltaf svo góð, elskuleg og skilningsrík. Ég á svo margar góðar minningar um þig að erfitt er að telja þær upp. Þú áttir við erfiðan sjúkdóm að etja sem að lokum hafði betur þrátt fyrir hetjulega baráttu þína. Elsku mamma, þú veittir mér alltaf svo mikla hlýju og minningin um þig er geymd í hjarta mínu. Ég veit að aldrei dvín ástin og mildin þín því fel ég mig og mína, minn Guð, í umsjón þína. (H. Andrésd.) Við eigum öll eftir að sakna þín, elsku mamma mín. Þín dóttir, Hulda Guðný. Elsku amma. Okkur langar til að minnast þín með þakklæti í huga. Alltaf þegar við komum til þín í Torfufellið fórstu í skúffuna í eld- húsinu og sóttir handa okkur brjóst- sykur og svo gafstu okkur mjólk og kex í kaffitímanum. Þú varst alltaf svo dugleg að prjóna á okkur sokka og vettlinga og einnig fallegar peys- ur. Takk fyrir allar góðu stundirnar. Þín er sárt saknað. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Hvíl í friði, elsku amma. Eva Dögg, Ólöf Björk og Íris Ösp. Elsku amma og afi í Torfufelli. Okkur þykir vænt um þann tíma sem við fengum að vera með ykkur. Þessir tímar eru alltaf erfiðir, en ljúfar stundir og liðin tíð er líf sem allir sakna. Amma var alltaf svo hlý og elsku- leg. Þegar við komum í heimsókn var fyrsta setningin alltaf: „Jæja, elskurnar mínar, má ekki bjóða ykkur eitthvað?“ Hún vildi samt aldrei láta hafa mikið fyrir sér. Hún sagði alltaf: „Jæja, ég sé til …“ og er þetta eflaust frægasta setning hennar sem allir herma eftir í fjöl- skyldunni og brosa um leið. Í dag er sá dagur sem amma og afi hittast á ný og um leið fær hún að heyra afa syngja: „Komdu og sestu hjá mér, ástin mín,“ sem er ein af þessum minningum sem mað- ur á. Elsku amma og afi, takk fyrir allt sem þið gáfuð okkur. Bjarki og Rannveig. HULDA ÓLAFSDÓTTIR saman heldur einnig oft á tíðum bjargvættur vegalausra Íslendinga. Þegar eitthvað verulega bjátaði á var gott að leita til Villa. Flugleiðir og samstarfsmenn Vil- hjálms færa honum kærar þakkir fyr- ir samfylgdina, vináttu og vel unnin störf. Jafnframt sendum við eigin- konu hans og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Sigurður Helgason, forstjóri. Við kveðjum með söknuði mikinn læriföður okkar. Við erum margar stúlkurnar sem fylgdum mönnum okkar til náms til Kaupmannahafnar á sjöunda og áttunda áratugnum eða fluttumst til Kaupmannahafnar af öðrum ástæðum og leituðum eftir vinnu hjá Vilhjálmi sem stýrði sölu- skrifstofu Flugleiða í Kaupmanna- höfn um áratuga skeið. Við vorum svo heppnar að hann réð okkur til starfa og var það ekki bara út af faglegri kunnáttu okkar heldur hinu að hann lagði aðaláherslu á það að við mund- um passa inn í fjölskyldualbúmið hans, eins og hann kallaði það, og meinti að á litlum vinnustað verða all- ir að geta unnið saman og liðið vel saman. Samstarfsfólkið var okkar fjölskylda og Vilhjálmur og Stella hugsuðu vel um hópinn sinn, fylgd- umst með okkur og okkar fjölskyld- um. Við minnumst skemmtilegra heimboða hjá Vilhjálmi og Stellu, hvort sem tilefnið var bara að koma saman eða afmæli hjá þeim hjónum, þar sem alltaf var glaumur og gleði og borðin svignuðu af glæsilegum veit- ingum. Ógleymanlegar eru stundirnar á kaffistofunni, þar sem Vilhjálmur lét gamminn geisa um menn og málefni, lífið í Flatey á Skjálfanda forðum og var hann stoltur af uppruna sínum. Honum fannst gaman að ganga fram af saklausu stelpunum sínum með krassandi sögum og ekki síst af sjálf- um sér. Á bak við stundum hrjúft yf- irborðið bjó hjarta úr gulli sem ekkert aumt mátti sjá. Alltaf gátum við leitað til hans og fengið góða úrlausn okkar vandamála, hvort sem voru okkar eig- in eða tengd vinnunni. Vilhjálmur var einstaklega góður yfirmaður og stjórnandi um leið og hann treysti sínu starfsfólki til að leysa sín verk- efni. Einnig var hann mikill mann- þekkjari, t.d. voru á þessum árum engin greiðslukort og kom það stund- um fyrir að fólk átti ekki fyrir flug- farinu heim. Vilhjálmur var þá yfir- leitt mjög bóngóður en jafnframt fljótur að sjá ef beðið var um fyrir- greiðslu á fölskum forsendum. Við getum ekki kvatt Vilhjálm vin okkar án þess að segja frá minningum sem við flestar eigum, en það var þeg- ar við urðum barnshafandi á „óheppi- legum tíma“ gagnvart vinnunni og ætluðum ekki að þora að stynja því upp við Vilhjálm, en þá varð hann allt- af jafnánægður og sagði okkur að þetta væri það besta sem fyrir okkur gæti komið og ekki væri verra að fá nýjan skattgreiðanda til að borga elli- lífeyrinn þegar hann yrði gamall. Það er mikil gæfa að hafa fengið að kynnast og starfa með jafnstórbrotn- um persónuleika og Vilhjálmur var. Við vottum Stellu, börnunum og þeirra fjölskyldum okkar dýpstu sam- úð. Aníta Knútsdóttir, Anna Alfreðsdóttir, Auður Björnsdóttir, Guðbjörg Elín Daníelsdóttir, Guðríður Tómasdóttir, Svanhildur Sigurðardóttir. Fráfall vina er alltaf sorglegt og erfitt en fyrir ástvini og fjölskyldu er eins og lífið standi í stað og sorgin og eftirsjáin muni aldrei dvína. Þegar ég hugsa um Villa kemur samt alltaf eitthvað bjart og gleðilegt í huga minn. Hann var einstakur maður. Okkar leiðir lágu fyrst saman 1974, þegar Flugfélag Íslands og Loftleiðir voru sameinuð og Flugleiðir urðu til. Hann vann hjá Flugfélagi Íslands, og ég vann hjá Loftleiðum, gamlir mótherjar sem börðust á markaðnum hvor fyrir sitt félag. Ég átti því láni að fagna að starfa með Villa í mörg ár, og lærði heilmikið af því. Í byrjun var ég eilítið áhyggju- fullur um að við gætum ekki slíðrað sverðin og að samstarfið yrði erfitt. En þá sýndi Villi á sér hlið sem ég kunni alltaf vel að meta, hann tók á málum með festu og jákvæði, og í augum hans kviknaði Flugleiðaeldur. Við urðum bestu mátar frá byrjun og alltaf var gaman að vinna með hon- um. Hann þekkti alla í ferðabransanum í Skandinavíu, en best þekkti hann til í Danmörku enda var hann þar til fjölda ára. Ég man þegar við vorum að búa okkur undir viðkvæma samninga- fundi með ferðaheildsölum, þá sett- umst við niður og hann lét gamminn geisa og sagði mér allt sem hann vissi, um þá aðila og þeirra störf sem áttu eftir að sitja hinumegin við borðið. Þetta hjálpaði mikið og varð oft til þess að við fórum með undirskrifaða samninga frá fundum okkar. Villi var ekki bara vel að sér í ferða- málum, heldur var hann vel inni í landsmálum og heimsmálum. Það var oft gaman að ræða þau við hann, því hann kom oft með hliðar á þeim sem öðrum hafði ekki dottið í hug. Hann var hrókur alls fagnaðar og með afbrigðum skemmtilegur maður, og það var aldrei lognmolla í kringum Villa. Hann hafði góð og jákvæð áhrif á fólk í kringum sig, það var enginn ósnortinn af nærveru hans. Villi átti stóran þátt í uppbyggingu Flugfélags Íslands, og síðar Flugleiða í Skandinavíu, og enn í dag njótum við verka hans. Villi var líka einstakur fjölskyldu- maður, hlýr og nærgætinn. Hann átti hana Stellu sína, en þeg- ar hann talaði um hana, sem hann gerði oft, kom yfir hann virðing og stolt. Það var þeim mikið áfall þegar dóttir þeirra lést mjög ung að aldri, en þá sá maður best hve sterk og sam- heldin fjölskyldan var. Ég mun sakna Villa, hann var alltaf tilbúinn með skemmtilega sögu og hnyttin tilsvör, sum eru orðin „klass- ík“ hjá Flugleiðum. En ég veit að missirinn er hvað sár- astur hjá þér, Stella mín, og allri fjöl- skyldunni. Guð gefi ykkur styrk á þessari stundu, minningin um Villa er falleg og góð. Hans Indriðason. Vilhjálmur Guðmundsson, félagi okkar á markaðs- og sölusviði Flug- leiða, er allur. Flestir hafa væntan- lega haldið að þessi hrausti karl væri ódauðlegur. Vilhjálmur starfaði alla ævi við sölu- og markaðsmál á vegum Flugfélags Íslands og síðan Flug- leiða. Mjög ungum var honum falið að stjórna sölu- og markaðsmálum í Noregi og síðan á stærstu skrifstof- unni á Norðurlöndum, skrifstofunni í Kaupmannahöfn þar sem hann starf- aði lengst af. Síðustu starfsárin var hann m.a. forstöðumaður sölu- og markaðsmála Flugleiða á Íslandi, aðalgjaldkeri og forstöðumaður fargjaldadeildar. Í flugrekstri skiptast á skin og skúrir. Þeir sem eru lengi starfandi við þennan rekstur sjóast og takast á við oft og tíðum risavaxinn vanda, nokkrum sinnum á starfsævinni. Snemma á níunda áratugnum voru margir sölumenn sendir frá Íslandi á vegum Flugleiða í faðm mikilla reynslubolta á skrifstofum Flugleiða erlendis. Enn skyldi blása til sóknar. Undirritaður var sendur til Vilhjálms í Kaupmannahöfn. Var það góður og reynslumikill skóli. Vilhjálmur hafði þá verið búsettur erlendis í langan tíma. Starf hans á vegum Flugfélags Íslands og Flugleiða var fjölbreytt fyrir utan að sinna sölu- og markaðs- málunum. Um langan tíma aðstoðaði hann Flugfélag Norðurlands við við- skipti við grænlensku heimastjórn- ina, aðallega í fraktflugi og flugi sem tengdist rannsóknum á austurströnd Grænlands. Tókst honum þar afar vel upp. Skrifstofa félagsins var opin öllum Íslendingum sem komu til þess að lesa blöðin, athuga hvort hægt væri að fá lánaða peninga, fá ábendingar um góða lækna, boða góðar eða slæm- ar fréttir. Hann var því einnig fé- lagsfræðingur, bankastjóri, prestur og boðberi góðra og slæmra frétta. Vilhjálmi þótti, að manni fannst þá, óvenjulega vænt um allt sem íslenskt var og stóð hann vörð um söguna og stolt þjóðarinnar hvar sem þurfti. Vilhjálmur var hreinn og beinn og sagði skoðanir sínar tæpitungulaust. Það kom honum ekki alltaf vel en hann vildi heldur hafa hlutina á hreinu. Vilhjálmur var mjög skemmtileg- ur, nokkuð stríðinn, spaugsamur og sérlega orðheppinn. Mörg orðatiltæki hans eru þegar orðin hluti af orða- forða okkar sem þekktum hann. „Það veit Óðinn.“ Vilhjálmur sagði ótal sög- ur okkur samferðamönnum hans til mikillar gleði. Aldrei voru þær á kostnað annarra en oft var hann hluti spaugsamra atriða. Einu sinni var fundur hjá Flug- félagi Íslands í Kaupmannahöfn. For- stjórinn bauð í hádegisverð þrátt fyrir erfiða tíma. Sölumennirnir þrömm- uðu á eftir. Spennandi hádegisverður í uppsiglingu. Stoppað var úti á næsta horni við pylsuvagninn og máttu allir panta sér að vild. Síðan hefur þessi pylsuvagn, sem ég hef oft borðað á, verið kallaður Johnsons Steak House. Í gamla daga voru ekki kreditkort. Alvöru bisnessmenn voru með nafn- spjöld. Eitt sinn var Vilhjálmur með viðskiptavin á Royal-barnum. Eftir drykklanga stund og væntanlega ein- hver viðskipti skyldi borgað. Vil- hjálmur rétti barþjóninum nafnspjald sitt. Þjónninn var svolítið hvumsa og sagði svo. „Direktør Gudmundsson, har Icelandair to direktører med samme navn?“ Í sömu andrá skaust einn viðskiptavinurinn út af barnum og Gudmundsson á eftir honum. Sá fyrri notaði spjald Vilhjálms til að greiða fyrir sína pöntun. Ekki fylgdi sögunni hvort Vilhjálmur náði kauða en eitt er víst að viðkomandi hefur ekki látið sjá sig lengi á eftir í miðborg Kaupmannahafnar. Í minningunni lifir Vilhjálmur hjá okkur í markaðs- og söludeild Flug- leiða sem virkilega skemmtilegur fé- lagi, hreinskiptinn og ákveðinn. Skrifstofa Flugfélagsins og Flug- leiða í Kaupmannahöfn var lengi við Vester Farimagsgade. Til eru Øster, Nørre og Vester Farimagsgade. Þetta var stígurinn fyrir utan virk- ismúra Kaupmannahafnar. Þar var og bjó almúginn. Einn konungur þeirra Dana reið oft þennan stíg til þess að berja eigin augum landsmenn sína og lífshagi þeirra. Þá var sagt við hann „far í mag“, farðu í friði. Vil- hjálmur fór oft um þessi stræti, stolt- ur Íslendingur sem bar höfuðið hátt, fyrir fyrirtækið sem hann vann hjá og þjóðina sem hann elskaði. Farðu í friði, Villi, við þökkum þér ánægju- lega samfylgd. Við vottum Stellu, börnum og öðr- um ættingjum innilega samúð. F.h. markaðs- og söludeildar Flug- leiða, Sigurður Skagfjörð Sigurðsson.                   !"" #$"%& '  $$  #$"%&$$  (  )$ !""  *+ #$"%&$ !"" ,  $-$$ #$"%& '  !$  "  '                     . /  !01 '2 "--$ 3    !     "# $%! &  '   !  (      ) "**       !$$    $$ 0 %1  %1$ !"" )(     !"" ) / '$$   4   $$ ,3%!)   $$ !(  $$    1 1 (          567#8 4 )30 9!$"0 $"%! )&     + ,  +    & -  " .  %   / 5$ 5$ $$ 5$"6 !$ !"" 61$-  5$ $$ $+!$ !""  1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.