Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Austur-Skaftfellingar vígjaá morgun nýja miðstöðþekkingar, náms, rann-sókna og nýsköpunar í
2.400 fermetra húsi sem ber nafnið
Nýheimar. Fjöldi iðnaðarmanna og
starfsmanna stofnana sem verða
með aðsetur í húsinu hafa lagt nótt
við dag við að ljúka frágangi í hús-
inu sem hefur risið frá grunni á um
einu og hálfu ári.
Nýheimar eru einhver stærsta
bygging í Austur-Skaftafellssýslu.
Framhaldsskólinn í Austur-
Skaftafellssýslu fær alla efri hæð-
ina í sinn hlut og teygir sig einnig
niður á neðri hæðina. Á neðri hæð-
inni er kaffistofa, matsalur og stór
samkomusalur, sameinað bókasafn
framhaldsskólans og almennings-
bókasafn Austur-Skaftfellinga og
frumkvöðlasetrið Nýheimabúðir.
Þeim sem stunda rannsóknir,
hyggja á nýsköpun eða eru með
ómótaðar hugmyndir um nýja
framleiðslu sem þeir þurfa aðstoð
við að koma af stað, er boðið að
sækja um pláss í Nýheimabúðum.
Í boði er niðurgreitt skrifstofu-
húsnæði, afnot af sameiginlegri
fundaraðstöðu, kaffistofu og mat-
sal. Frumkvöðlarnir munu geta
sótt styrk og ráðgjöf frá Austur-
landssetri Háskóla Íslands sem
verður með aðsetur á neðri hæð-
inni og hjá Þróunarstofu Austur-
lands sem tekur þar til starfa á
næstunni ásamt útibúi Hafrann-
sóknastofnunar. Ætlunin er að
skapa samfélag þar sem kennarar,
nemendur, vísindamenn og frum-
kvöðlar geta unnið saman og skipst
á skoðunum.
Eflir kraft og bjartsýni
„Ég held að bygging Nýheima
hafi mikla þýðingu fyrir byggð-
arlagið. Í fyrsta lagi fer framhalds-
skólinn í nýtt og rúmgott húsnæði
en hann hefur verið í bráðabirgða-
húsnæði allt frá stofnun. Í öðru lagi
fær bókasafnið góða aðstöðu og
þar verður jafnframt nútímalegt
upplýsingaver. Loks verður Há-
skóli Íslands með háskólasetur í
Nýheimum sem og fleiri rannsókn-
arstofnanir og síðast en ekki síst
verður þar frumkvöðlasetur sem
við bindum miklar vonir við,“ segir
Albert Eymundsson, bæjarstjóri
sveitarfélagsins Hornafjar
Framhaldsskólinn í Aust
Skaftafellssýslu var áður í
sem eru um 8 km fyrir utan
ina á Höfn. Húsnæðið var l
orðið ófullnægjandi og me
flytja starfsemina inn í kja
byggðarinnar er vonast til
sæki þangað en áður. Albe
óhugsandi annað en að skó
muni eflast í nýju og betra
Austur-Skaftfellingar vígja Nýheima sem hýsa
Morgunblaðið/Sigu
Hver hillan af annarri varð þéttskipuð bókum eftir að þær Ásdís Marteinsdóttir og Ragnhildur Guðm
dóttir höfðu látið til sín taka á bókasafninu í vikunni.
Albert
Eymundsson
Nýta verður mög
ÞÓRIR Kolbeinsson, for-maður Félags íslenskraheimilislækna, segir aðskorts á heilsugæslulækn-
um verði nú alls staðar vart og þó-
nokkrir heilsugæslulæknar hafi sagt
upp störfum. „Það vantar greinilega
lækna á nokkra staði á landinu. Í
Hafnarfirði hafa allir heilsugæslu-
læknar sagt upp frá 1. júní og í
Keflavík frá 1. maí. Þessir læknar
vinna nú á uppsagnarfresti, sem bú-
ið er að framlengja á báðum stöð-
um,“ segir Þórir.
Ragnheiður Haraldsdóttir, skrif-
stofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu,
segir að búast megi við því að á
næstu dögum og vikum hefjist við-
ræður milli ráðuneytisins og heilsu-
gæslulækna.
Viðræður hafi legið niðri að und-
anförnu vegna sumarleyfa, en nefnd
sem skipuð hafi verið til að fara yfir
allar hliðar málsins muni skila tillög-
um til ráðherra mjög fljótlega í
haust. Í framhaldi af því muni ráð-
herra eflaust taka ákvörðun um
hvort einhverjar breytingar verði
gerðar á því kerfi sem við búum við.
Þórir Kolbeinsson segir að fleiri
læknar séu að fara í löng frí og þá sé
alltaf sú hætta fyrir hendi að menn
komi ekki til baka. Þórir segir að
ekkert hafi gerst í samningaviðræð-
um milli heilsugæslulækna og heil-
brigðisráðuneytisins síðan í seinni
hluta júní.
„Félagsfundur í félagi íslenskra
heimilislækna samþykkti í vor að
skilyrði fyrir því að félagið tæki þátt
í því að vinna að úrlausn í heilsu-
gæslumálum með ráðuneytinu væri
að ráðuneytið opnaði möguleika á að
sérfræðingar í heimilislækningum
fengju að starfa á sama hátt og aðrir
sérfræðingar, samkvæmt gjald-
skrársamingi. Þetta þýðir að menn
gætu sett á stofn stofu og unnið eins
og aðrir sérfræðingar, samkvæmt
þeirra reikningsskilum og greiðslu-
fyrirkomulagi,“ segir Þórir.
Í framhaldinu hafi heilbrigðisráð-
herra sent félaginu bréf og lýst því
yfir að hann væri tilbúinn að beita
sér fyrir ýmsum úrbótum til þess að
efla stöðu heilsugæslunnar, þótt
hann gengi ekki svo langt að sam-
þykkja að gerðir yrðu gjaldskrár-
samningar við heilsugæslulækna.
Nokkrir fundir hafi verið haldnir eft-
ir að bréf ráðherra var sent og hafi
félagið að þeim loknum talið að búið
væri að kynna vel óskir þess og að
málið væri í höndum ráðuneytisins.
Síðan þá hafi hins vegar ekkert gerst
en nauðsynlegt sé að heilbrigðisráð-
herra geri sér grein fyrir því að
starfskjör heilsugæslulækna þurfi
að vera sambærileg við kjör annarra
sérfræðinga.
„Við viljum alls ekki að heilsu-
gæslustöðvar verði lagðar
teljum að til þess að það ker
í dag geti þrifist þurfi að ve
leikar fyrir sérfræðinga í
lækningum á að vinna bæði
gæslustöðvum og að þeir
kjósa geti jafnframt unnið s
stæðir sérfræðingar. Þanni
visst aðhald fyrir ríkið, þar
höfum verið óánægðir m
kjör á heilsugæslustöðvun
vinnuskilyrði og launakjö
Þórir.
Höfum ekki áhug
á einkarekstri
Emil Sigurðsson, y
heilsugæslunnar á Sólvang
arfirði, segir að staðan
heilsugæslulækna í Hafnar
allir hafa sagt upp störfum
uppsagnarfrestur læknan
verið lengdur um þrjá m
renni út í lok nóvember. E
ræður hafi átt sér stað við r
ið, en læknarnir hafi aug
húsnæði í Hafnarfirði o
nokkur tilboð sem verið sé a
„Í næstu viku höfum við
fundar með bæjarstjóra
Viðræður heilsugæslulækna og heilbr
Alls staðar
á heilsug
TENGSLIN VIÐ FÆREYJAR
OG GRÆNLAND
Tengsl okkar við Færeyjar ogGrænland eru mikilvæg. DavíðOddsson forsætisráðherra hef-
ur undanfarna daga verið í Færeyjum.
Í gær hófst opinber heimsókn hans
þangað en á miðvikudag ræddi hann
við Anfinn Kallsberg, lögmann Fær-
eyja, og Jonathan Motzfeldt, formann
grænlensku heimastjórnarinnar, í
Þórshöfn um ýmis sameiginleg hags-
munamál, þar á meðal nauðsyn þess
að efla samgöngur milli Færeyja,
Grænlands og Íslands, tolla, skatta-
mál, Evrópumál og hvalveiðar.
Í viðræðunum kom fram vandi Fær-
eyinga og Grænlendinga á alþjóða-
vettvangi. Hvorug þjóðin lítur svo á að
hún geti gengið í Evrópusambandið á
meðan fiskveiðistefna þess er óbreytt,
þótt þær eigi þess kost þar sem þær
heyra undir Dani, en þær geta hins
vegar ekki gengið í EFTA vegna þess
að þær eru ekki sjálfstæðar.
Í máli Motzfeldts kom fram að hann
teldi að mikilvægt væri fyrir löndin
þrjú að standa saman gagnvart Evr-
ópusambandinu, sem alltaf yrði
stærra og stærra.
„Við viljum ekki gleymast hér í
Norður-Atlantshafinu,“ var haft eftir
Motzfeldt í Morgunblaðinu í gær.
Hluti af þeirri viðleitni að minna á
eylöndin í Norður-Atlantshafi er hið
fyrirhugaða vestnorræna menningar-
setur Færeyja, Grænlands og Íslands,
sem nú er verið að innrétta í gömlu
pakkhúsi í Kaupmannahöfn, sem
framvegis mun bera heitið Norður-
bryggja. Auk þess að hýsa sendiráð
Íslands og skrifstofur Færeyja og
Grænlands verður í þessu gamla húsi
frá 1776, þar sem skip í Grænlands- og
Íslandssiglingum skipuðu upp til
langs tíma, fjölbreytt menningarstarf-
semi. Vigdís Finnbogadóttir, formað-
ur stjórnar A.P. Møller-sjóðsins, sem
hefur haft umsjón með fjármögnun
verkefnisins, kynnti forystumönnum
landanna þriggja hvar verkefnið er
statt fyrir fund þeirra í Þórshöfn í
Færeyjum á miðvikudagskvöld.
„Þetta hús verður stolt Norður-Atl-
antshafsins í Kaupmannahöfn,“ sagði
Vigdís í samtali við Morgunblaðið.
„Húsið mun skila því að menn verða
miklu fróðari um þessi lönd, sjá að þau
hafa sinn sjálfstæða karakter og eru
spennandi.“
Forsætisráðherra bauð í gær Ís-
lendingum búsettum í Færeyjum til
móttöku og komu um 50 Íslendingar,
en alls munu um 180 íslenskir ríkis-
borgarar vera búsettir þar. Þessi tala
ber vitni þeim nánu tengslum sem eru
milli Færeyja og Íslands, en á Íslandi
búa einnig margir Færeyingar og
fjöldi Íslendinga er með færeyskt blóð
í æðum. Þá má ekki gleyma hinum
miklu tengslum þjóðanna í aldanna
rás gegnum sjávarútveginn.
Davíð Oddsson sagði í Morgun-
blaðinu í gær að hann teldi að sam-
starf Færeyja, Grænlands og Íslands
myndi aukast á næstu árum og bætti
við: „Ég held að það sé nauðsynlegt að
það aukist og að skilningur samstarfs-
landa okkar í Norðurlandasamstarfi
aukist.“
Hagsmunir Norðurlandanna í
Norður-Atlantshafi fara að mörgu
leyti saman og því ber að leggja rækt
við tengslin milli þeirra.
ÖRYGGI Í UMFERÐINNI
Kvöldið áður en umferðarátakiðSlysalaus dagur hófst varð sá
sorglegi atburður að þrjár eldri kon-
ur létust í hörðum árekstri í Rang-
árvallasýslu. Þar með hafa 24 týnt líf-
inu í umferðinni á þessu ári en það
eru jafnmargir og létust í banaslys-
um á öllu síðasta ári. Á fyrri hluta
ársins létust 17 í umferðinni, sem eru
fleiri en nokkru sinni fyrr á sama
tímabili.
Á síðastliðnum tíu árum (1992–
2001) létu 204 lífið í umferðarslysum.
Árið 2000 voru skráð 8.000 umferð-
arslys og óhöpp, þar af um 200 mjög
alvarleg slys. Við þetta bætist gífur-
legt eignatjón vegna umferðar-
óhappa.
Þótt einhverjar breytingar séu á
tölum milli ára er sá tollur sem um-
ferðin tekur til sín árlega alltof hár.
Enginn getur breytt því nema öku-
menn sjálfir.
Átak lögreglunnar um slysalausan
dag er góð áminning til ökumanna um
að sýna aðgát við akstur. Þess er ekki
síst þörf nú þegar skólar eru að hefj-
ast á nýjan leik að loknu sumarfríi og
þúsundir barna, mörg þeirra óvön
umferðinni, fara að ganga eða hjóla í
skólann. Á sama tíma eykst umferð
til muna og þar með fjölgar einnig
umferðaróhöppum.
Þótt enn hafi ekki tekist að ná
markmiðinu um slysalausan dag
tekst þó vonandi að vekja ökumenn til
umhugsunar um mikilvægi þess að
fara varlega. Enda skiptir mestu máli
að breyta hegðun ökumanna til lengri
tíma litið.
Tölfræðilegar upplýsingar um um-
ferðarslys sýna fram á það með
óyggjandi hætti að yfirgnæfandi
meirihluti umferðarslysa verður
vegna hegðunar ökumanna. Oftast er
hraðakstri um að kenna en einnig má
nefna ölvun við akstur, svefn og
þreytu sem algengar orsakir alvar-
legra slysa. Sláandi er hversu mikið
er um að ungir og óreyndir ökumenn
valdi slysum. Þá er það sorgleg stað-
reynd að enn virðist það ekki vera
ófrávíkjanleg regla að ökumenn og
farþegar spenni bílbeltin þegar þeir
setjast upp í bifreið. Í skýrslu Rann-
sóknarnefndar umferðarslysa vegna
banaslysa í umferðinni árið 2001
kemur fram að við mat á gögnum ár-
anna 1998–2001 séu verulegar líkur á
að 23 einstaklingar hefðu lifað slys af,
jafnvel með litla áverka, ef þeir hefðu
notað bílbelti.
Við verðum að hafa það hugfast að í
hvert skipti sem við setjumst upp í
bifreið berum við ekki einungis
ábyrgð á eigin öryggi og öryggi far-
þega okkar heldur allra í umferðinni í
kringum okkur. Umferðarslysum
verður því miður aldrei útrýmt. Hins
vegar getum við með hegðun okkar í
umferðinni lagt okkar af mörkum til
að fækka þeim.