Morgunblaðið - 23.08.2002, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.08.2002, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Erfitt verður að skáka Ríkharði Jónssyni / C4 Félagaskipti Birkis og Pauzuolis óleyst / C3 8 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR  Hanakambur á ungviðinu/B1  Brúður með fortíð/B2  Milljón króna veggteppið/B2  Engar geðlyðrur/B4  Fjallmyndarleg/B6  Púðurdósir/B7  Auðlesið efni/B8 Sérblöð í dag MIKILL hliðarvindur hamlaði millilandaflugi á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi auk þess sem önnur að- alflugbrautin var lokuð vegna við- gerða. Tvær vélar Flugleiða, sem voru að koma frá Evrópu, urðu að lenda í Reykjavík og á Egilsstöðum af þessum sökum. Mesti vindhraði á vellinum mældist 52 hnútar. Þegar Morgunblaðið fór í prentun var um- ferð um völlinn enn takmörkuð sök- um veðurs og óvíst hvort töf yrði á flugi frá Bandaríkjunum til lands- ins. Veður og viðgerðir hömluðu flugi SAMSKIP óskuðu í gær formlega eftir því að Samkeppnisstofnun rannsakaði hvort Eimskipafélag Ís- lands hefði brotið ákvæði samkeppn- islaga í flutningastarfsemi sinni og að stofnunin beitti Eimskip þeim viður- lögum sem lög mæla fyrir um, stað- festi rannsóknin slík brot, eins og segir í tilkynningu frá Samskipum. Eimskip svaraði erindinu í gær og sagði að umkvörtun Samskipa kæmi á óvart, einkum í ljósi mikillar sam- keppni sem verið hefði á markaðn- um. Óeðlilega lág verðlagning Samskip telja ríka ástæðu til að ætla að Eimskip hafi misnotað ráð- andi stöðu sína á markaði sjóflutn- inga til og frá Íslandi og m.a. verðlagt þjónustu sína óeðlilega lágt í tiltekn- um tilvikum þar sem Samskip, og eft- ir atvikum önnur félög, sóttust eftir sömu viðskiptum. Slíkt sé ótvírætt brot á samkeppnislögum enda reyni hið markaðsráðandi fyrirtæki með þessu móti að hindra eðlilega sam- keppni. Í erindi sem lögmaður Samskipa lagði fyrir Samkeppnisstofnun er minnt á að samkeppnisráð hafi áður beint þeim fyrirmælum til Eimskips að gæta þess í hvívetna að samningar fyrirtækisins, eða aðrar athafnir sem varða viðskiptavini þess, feli ekki í sér mismunun sem kunni að skaða samkeppnisskilyrði þeirra. Eimskip hafi ítrekað brotið gegn þessum fyr- irmælum og því sé ástæða til að skylda fyrirtækið til að gera við- skiptakjör sín sýnileg. Flutningastarfsemi mikilvæg Ólafur Ólafsson, forstjóri Sam- skipa, segir að ein af grunnþjónustu- greinum eyríkis eins og Íslands sé flutningastarfsemi til og frá landinu og þess vegna sé nauðsynlegt að heil- brigð samkeppni sé í greininni. Ólaf- ur segir að helsta umkvörtunarefni Samskipa í erindinu til Samkeppn- isstofnunar sé að ekki séu í gangi al- mennar verðskrár um flutninga sem geri það að verkum að einstaklingar og aðilar í atvinnulífinu eigi erfitt með fá glögga mynd af verðlagi í greininni. Hann segir verðskrár þurfa að vera skýrar og gegnsæjar og að í þeim sé að finna tæmandi og bind- andi ákvæði um afslátt frá grunn- verði. „Viðskiptakjörin þurfa að vera al- menn og skýr þannig að allir við- skiptavinir sitji við sama borð. Við vitum til þess að Eimskip sem er með meira en 70% markaðshlutdeild veit- ir allt að 75% afslátt af flutningum á t.d. 40 feta gámum og býður við- skiptavinum okkar betri kjör en sín- um eigin viðskiptavinum. Þetta ástand er ólíðandi og við teljum að Eimskip sé að misnota markaðsráð- andi stöðu sína.“ Ólafur segir að dæmin sanni að verð á flutningum geti haft bein áhrif á samkeppni fyrirtækja á íslenskum markaði, góðir samningar um verð á flutningi geti haft afgerandi áhrif á samkeppnishæfni einstakra fyrir- tækja í tilboðsverkum svo dæmi sé tekið. Aðspurður segist Ólafur telja að Samskip séu með sterkt mál í hönd- unum. Hann segir málið alvarlegt og á von á að Samkeppnisstofnun taki fljótt á því. Aðspurður segir Ólafur að eðlilega sé verðskrá Samskipa þó engu skýr- ari en Eimskips enda setji markaðs- ráðandi aðilinn leikreglurnar á mark- aðnum. Mikil og virk samkeppni Í fréttatilkynningu sem Eimskip sendi frá sér í kjölfar erindis Sam- skipa segir að umkvörtunin komi á óvart, einkum í ljósi þess hve mikil og virk samkeppni hafi verið á flutn- ingamarkaðnum undanfarin ár. Jafn- framt segir í tilkynningu félagsins að það muni ekki tjá sig frekar um málið fyrr en því hafi borist frekari upplýs- ingar um beiðni Samskipa. Samskip fara fram á rann- sókn á háttsemi Eimskips Eimskip undrast kvörtunina í ljósi samkeppni á flutningamarkaði TILHLÖKKUN leyndi sér ekki í augum flestra nemenda Melaskól- ans í vesturbæ Reykjavíkur í gær, en þá var skólasetning. Skólinn hefst síðan í dag samkvæmt stundaskrá. Skólahald hófst í mörgum grunnskólum landsins í gær, en um 45 þúsund nemendur eru í grunnskólum landsins þetta árið. Flestir skólanna byrja í þess- ari viku en einnig byrja einhverjir skólar í þeirri næstu. Bjarni Páll Runólfsson, nemandi í fyrsta bekk Melaskóla, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að sér þætti spennandi að byrja í skólanum. „Það er líka spennandi að vita hvað maður á að læra,“ sagði hann, greinilega afar áhuga- samur um skólastarfið. Hann sagð- ist halda að sér myndi finnast skemmtilegast í lestri en tók fram að hann kynni þó að lesa. „Ég held það verði skemmtileg- ast að lesa,“ sagði hann, en taldi að hann myndi einnig læra að reikna og skrifa í skólanum. Að- spurður sagðist hann ætla að vera mjög duglegur að læra heima. Samkvæmt upplýsingum frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur eru alls skráðir rúmlega 15.700 nem- endur í grunnskóla í Reykjavík og fjölgar nemendum um u.þ.b. 200 á milli ára. Morgunblaðið leit inn á skólasetningu Melaskóla í gær en um 320 nemendur stunda nám við skólann. Um 80 nemendur eru í sex ára bekk. Tekið var á móti nemendum skólans í Skálanum og bauð Ragna Ólafsdóttir skólastjóri nemendur velkomna. Sagðist hún vona að nemendurnir hefðu átt gott sumarfrí og hefðu stækkað og þroskast. Þá bauð hún nýja nem- endur sérstaklega velkomna. Eftir samkomuna í Skálanum fór hver bekkur í sína stofu. Þar ræddu þeir við kennarann, fengu stunda- skrár og aðrar upplýsingar um skólahaldið. Allir grunnskólar einsetnir í Reykjavík Ingibjörg Gunnarsdóttir, kenn- ari nemenda í sex ára bekk Mela- skóla, sagði að sex ára nemendur hefðu ásamt foreldrum sínum far- ið í viðtal við kennara sína í gær, en slíkir fundir verða einnig í dag. Þar fá krakkarnir tækifæri til að kynnast kennurum sínum og kenn- ararnir börnunum og foreldrum þeirra. „Þau eru voða spennt oft- ast nær,“ segir Ingibjörg, „og sum eru greinilega með fiðrildi í mag- anum enda er þetta heilmikil breyting að byrja í skóla.“ Í tilkynningu frá Fræðsluráði Reykjavíkur kemur fram að nú séu allir grunnskólar borgarinnar einsetnir. Í tilkynningunni segir, að á undanförnum árum hafi „gíf- urlegri vinnu og fjármunum verið varið í viðbyggingar við eldri skóla til að koma þar á einsetn- ingu“. Síðustu skólarnir til að fagna einsetningu eru Foldaskóli, Hlíðaskóli, Hólabrekkuskóli og Selásskóli. Spennandi að byrja í skólanum Morgunblaðið/Þorkell Bjarni Páll Runólfsson, 6 ára, og móðir hans Ragnheiður Linnet ræða við kennarann Ingibjörgu Gunnarsdóttur. Morgunblaðið/Þorkell Nemendur í Melaskóla hittust í Skálanum í gær, áður en þau ræddu við kennara sína. UMFERÐARSLYS urðu á Fljóts- dalsheiði og í Norðurárdal í Borg- arfirði í gær. Kona var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir að hún kast- aðist út úr jeppa sem valt á mal- arvegi sunnan við Grenisöldu á Fljótsdalsheiði. Að sögn læknis á slysadeild Landspítalans í Foss- vogi er konan ekki í lífshættu. Fernt var í jeppanum, ísraelsk hjón með tvö börn. Maðurinn, sem ók, og börnin voru með bílbeltin spennt og sakaði þau ekki. Kona sem slasaðist í Borgarfirði síðdegis var flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Hlaut hún háls- áverka er hún missti stjórn á bíl sínum skammt frá bænum Sveina- tungu. Tvær konur, erlendir ferða- menn, sem villtust á göngu sinni á Heklu í gær, komu í leitirnar í gærkvöldi þegar björgunarsveitir í Rangárvallasýslu fundu þær heilar á húfi eftir nokkra leit. Hvasst var undir Hafnarfjalli í gærkvöldi og fauk einn bíll útaf af þeim sökum. Lögreglan í Borgar- nesi þurfti að koma bílum til að- stoðar en mestur vindhraði var upp á 44 metra á sekúndu. Slys á Fljóts- dalsheiði og í Borgarfirði ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.