Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 21 SKÓGARELDAR, sem talið er að rekja megi til kærulausra ferða- manna, geisa nú í Mongólíu og hef- ur um þriðjungur alls skóglendis í landinu brunnið. Að sögn yfirvalda hefur um ein milljón hektara skóg- lendis orðið eldi að bráð, en þar sem stærstur hluti landsins er óbyggður hafa engin slys orðið á fólki og engin eignaspjöll verið til- kynnt. Á miðvikudag brunnu 128 skóg- areldar víðs vegar í Mongólíu, þar á meðal nokkrir í innan við fimm- tán kílómetra fjarlægð frá höfuð- borginni Ulan Bator. Þrátt fyrir að svo stór hluti mongólskra skóga hafi brunnið er ekki enn ljóst hve skaðinn er mikill því skóglendi get- ur náð sér furðufljótt eftir áföll af þessu tagi. Flestir eldanna kveiktir af hnetu- og berjatínslufólki Að sögn Chimiddorj Batchuluun, yfirmanns almannavarna í Mong- ólíu, hafa flestir eldanna verið kveiktir af fólki í leit að hnetum og berjum. Reykur liggur yfir mörg- um byggðum í landinu, og hafa eldri borgarar kvartað undan önd- unarörðugleikum hans vegna. Eldarnir hafa ekki breiðst út fyrir skógana út á slétturnar, þar sem meirihluti landsmanna býr, vegna þess að nánast allt gras hef- ur drepist í miklum þurrkum und- anfarna mánuði og því lítið sem brunnið getur þar að finna. „Vand- ræðin hefjast fyrir alvöru breiðist eldarnir út á slétturnar, en þar sem ekkert gras er þar að finna eru ekki miklar líkur á að það ger- ist,“ sagði Batchuluun. Aðeins ein þyrla Um níu þúsund manns hafa verið kvaddir til að hjálpa til við slökkvi- starf og hafa þeir eina rússneska herþyrlu sér til aðstoðar. Niður- skurður á ríkisútgjöldum veldur því að ekki eru fleiri flugvélar eða þyrlur tiltækar. Yfirvöld vonast til að geta framkallað rigningu með því að úða silfurjoðíðkristöllum í ský, en eru enn að bíða eftir réttu skýjunum til að ráðast í aðgerð- irnar. Mongólía er gríðarstórt land eða rúmir fimmtán hundruð þúsund ferkílómetrar. Hins vegar búa þar aðeins rúmlega tvær milljónir manna, þar af um helmingurinn í höfuðborginni, Ulan Bator. Land- inu má skipta í þrennt, í eyðimörk, sléttu og skóglendi. Venjan er að telja upp undir þriðjung landsins skógi vaxinn. Þriðjungur skóga eldi að bráð NORSKA umhverfisráðuneyt- ið hefur að sögn Aftenposten hafnað ósk um að leyft verði að dæla í tilraunaskyni 5,4 tonnum af koldíoxíði í sjó við vestur- ströndina, skammt frá Krist- jánssundi, en áður hafði meng- unarvarnastofnun ríkisins sam- þykkt beiðnina. Mikið af kol- díoxíði, sem talið er að geti valdið góðurhúsaáhrifum, losn- ar við olíuvinnslu og leita menn leiða til að farga efninu. Ráðu- neytismenn telja að losunin geti verið brot á alþjóðasamn- ingum um mengun hafsins og því þurfi að kanna það nánar. Leikari í for- setaframboð SÓSÍALISTAFLOKKUR Slobodans Milosevic, fyrrver- andi Júgóslavíuforseta, virti að vettugi óskir formannsins um að styðja harðan þjóð- ernissinna í væntanlegum kosningum, og ákvað í gær að útnefna leikar- ann Velimir- Bata Zivojinovic sem frambjóð- anda flokksins. Fyrr í mánuðin- um skrifaði Milosevic bréf úr fangaklefa sínum í Haag og krafðist þess að flokkurinn lýsti stuðningi við Vojislav Seselj, sem er hægrisinnaður þjóðern- issinni. Er Zivojinovic var spurður hvort hann nyti stuðn- ings Milosevic neitað hann því. Nýir tímar RÚSSAR skutu í gær banda- rískum EchoStar-8 endur- varpsgervihnetti út í geiminn, en hann mun varpa sjónvarps- efni til Alaska og Hawaii og annarra svæða í Bandaríkjun- um. Rússneska geimvísinda- stofnunin sér um að koma út í geiminn eftirlitsgervihnöttum fyrir rússneska herinn, en tek- ur líka að sér að skjóta upp fyr- ir einkaaðila og er það mikill búhnykkur fyrir fjársvelta geimvísindastofnunina. 19 lögreglu- menn særðir NÍTJÁN lögreglumenn særð- ust í Sarajevó á miðvikudags- kvöldið er þeir lentu í átökum við bosnískar fótboltabullur í kjölfar fyrsta knattspyrnuleiks Bosníu og Júgóslavíu síðan stríðinu lauk 1995. Júgóslavar sigruðu með tveimur mörkum gegn engu. Ólætin hófust er leiknum lauk og reynt var að koma í veg fyrir að áhangend- um bosníska liðsins og Bosníu- Serbum, sem komið höfðu til Sarajevó til að hvetja júgóslav- neska liðið, lenti saman. Vændiskonur fái bætur FRAMLEIÐENDUR kvik- mynda ættu að greiða vændis- konum, eiturlyfjafíklum og heimilislausu fólki bætur fyrir að neyða það til að fara úr heimahverfum sínum á meðan kvikmyndatökur standa yfir, segja samtök þeirra er berjast fyrir réttindum þessara hópa í Vancouver í Kanada. STUTT Gegn kol- díoxíðlos- un í sjó Zivojinovic

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.