Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir þokka og leysir flesta hluti vel. Einbeitnin færir þér frama og gerir þér kleift að afla fjár. Árið fram- undan verður eitt það besta sem þú hefur lifað. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú gætir lent í rifrildi við ást- vin í dag. Það er freistandi að sleppa skapinu lausu en reyndu að hafa hemil á þér, af- leiðingarnar yrðu ekki góðar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þér finnst heimilisfólkið setja þér skorður í dag. Þú vilt ekki láta aðra segja þér fyrir verk- um og þú þrjóskast því við. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Gættu þess að bregðast ekki hvatskeytislega við þótt þér finnist einhverjir tefja för þína í dag. Það kynni að vera að þú viljir undir niðri sleppa við skyldur sem þér hafa verið settar á herðar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert í uppreisnarhug og kannt því að vilja eyða pen- ingum aðeins til að sýna fram á sjálfstæði þitt. En gættu þess að fara ekki yfir strikið. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þér gæti tekist að losa þig við ákveðnar hömlur í dag. En með því kynnir þú að fá ein- hvern upp á móti þér. Þú skalt því vega og meta afleiðingarn- ar vel. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Bilanir og tafir í vinnunni valda þér erfiðleikum en þú verður að læra að sætta þig við óhöpp af þessu tagi, þau eru óhjákvæmileg. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Viljir þú fara þínu fram gætir þú átt von á umtalsverðri and- stöðu. Einhverjir í kringum þig eru líka í baráttuskapi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ef þú stendur uppi í hárinu á valdamiklu fólki í dag getur það haft afleiðingar eftir hálft ár eða svo. Hugsaðu þig því tvisvar um. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú vilt þróa líf þitt áfram með einhverjum hætti. Þú sættir þig ekki við hefðbundar að- ferðir eða hugsun sem setur þér og skoðunum þínum skorður. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú færð ekki eitthvað sem þú biður um í dag, peninga, hluti eða aðstoð. Ekki reiðast og sýndu yfirvegun í viðbrögð- um. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú gætir reiðst einhverjum nákomnum. En þú skalt skoða hug þinn og velta því fyrir þér hvort reiðin hafi nokkurn til- gang. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú verður að sætta þig við að ekki gengur allt í dag eins og þú vilt að það gangi. Hindr- anir og rifrildi reyna verulega á samningahæfileika þína. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 50 ára afmæli. Í dag,föstudaginn 23. ágúst, er fimmtug Margrét I. Jónsdóttir, Arnarhrauni 37, Hafnarfirði. Hún verð- ur með boð fyrir vini og vandamenn í Stjörnuheim- ilinu, Garðabæ, laugardag- inn 24. ágúst frá kl. 20. GULL- BRÚÐKAUP. Í dag, föstudag- inn 23. ágúst, eiga fimmtíu ára brúð- kaupsafmæli Einar Guðnason og Guðný Kristín Guðnadóttir, Aðal- götu 3, Suðureyri. Þau verða að heim- an. 1. e4 c5 2. c3 d5 3. exd5 Dxd5 4. d4 Rf6 5. dxc5 Dxc5 6. Ra3 Bd7 7. Be3 Da5 8. Db3 Rc6 9. 0–0–0 e6 10. Rc4 Dc7 11. Rf3 Rg4 12. Rd4 Rxd4 13. Bxd4 b5 14. Re3 Rxe3 15. Bxe3 Hb8 16. Be2 Bc6 17. Bd4 a6 18. Hhe1 Be7 19. Bd3 0–0 20. Be5 Da5 21. Bxb8 Hxb8 Staðan kom upp á kvenna- móti sem lauk fyrir skömmu í Stokkhólmi. Christin Anders- son (2.140) hafði hvítt gegn Oks- ana Vovk (2.077). 22. Hxe6! fxe6 23. Dxe6+ Kf8 24. Bxh7 Bf6 25. Dg8+ Ke7 26. Dxb8 Bxc3 27. Dd6+ og svartur gafst upp. Loka- staða mótsins varð þessi: 1. Irina Tetenkina 7 v. af 9 mögu- legum. 2. Dana Reizniece 6½ v. 3.-4. Agnieszka Matras og Ellen Hagesæther 6 v. 5.-6. Anneli Dalmau og Oksana Vovk 5 v. 7.-8. Eva Jiretorn og Viktoria Johansson 4½ v. 9.-10. Christin Andersson og Emilia Horn 4 v. 11.-12. Sandra de Blecourt og Harpa Ingólfsdóttir 3½ v. 13. Sus- anne Berg 2½ v. 14. Adriana Krzymowska 1 v. 4. umferð Skákþings Íslands, landsliðs- flokki, hefst í dag, 23. ágúst, kl. 17.00 í íþróttahúsinu á Sel- tjarnarnesi. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. LJÓÐABROT ÚTI Á VÍÐAVANGI Nú er það svo lífgandi að láta sig dreyma um ljósið og vordegið heillandi bjart. Hugurinn flýgur um fjarlæga heima og forðast nú allt, sem er rotið og svart, hann má sig ei binda við mannlífsins skugga né myrkrið á rúmsins og tímanna glugga. Í kvöldroðans glitrandi, gullfögru rósum sjást glampar af dýrðinni úr ókunnum heim; þeir renna frá ljósvakans óminnisósum, ég ann þeirra fegurð – ég töfrast af þeim, en get ekki lesið þær guðlegu rúnir, sem geislarnir rita á skýjanna brúnir. - - - Guðmundur Gíslason Hagalín MUNURINN á sveita- keppni og tvímenningi end- urspeglast í spilum af þess- um toga: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ K108 ♥ G95 ♦ DG4 ♣ÁK102 Suður ♠ ÁG9 ♥ Á4 ♦ Á1098 ♣DG93 Suður vekur á einu grandi og norður hækkar í þrjú slík. Vestur kemur út með hjarta- þrist, fjórða hæsta, nían úr blindum, en austur lætur tíuna. Það var og. Sagnhafi horfir á 8–12 slagi eftir því hvernig landið liggur. Það er sjálfsagt að dúkka fyrsta hjartaslaginn og austur spilar þá hjarta- kóngi, en vestur fylgir með tvistinum. Hvernig myndi lesandinn nú spila, annars vegar í tvímenningi og hins vegar í sveitakeppni? Ef austur á tígulkóng eru 11 slagir öryggir og sá tólfti líklegur með því að finna spaðadrottninguna í enda- stöðunni. Í tvímenningi kem- ur því ekki annað til greina en að svína í tígli. Og taka því með jafnaðargeði þegar spil- ið tapast í svona legu: Norður ♠ K108 ♥ G95 ♦ DG4 ♣ÁK102 Vestur Austur ♠ 765 ♠ D432 ♥ D8732 ♥ K106 ♦ K3 ♦ 7652 ♣865 ♣74 Suður ♠ ÁG9 ♥ Á4 ♦ Á1098 ♣DG93 Á hinn bóginn er til væn- leg leið að níu slögum án þess að svína spili. Suður tekur þrjá slagi á lauf og geymir ásinn í borði. Spilar sér svo út á hjartagosa og lætur vestur taka þrjá slagi á litinn. Úr blindum fara tveir tíglar, en heima hendir sagn- hafi tveimur tíglum og ein- um spaða. Vestur þarf að spila frá tígulkóng eða finna spaðadrottninguna. Þannig ætti að spila í sveitakeppni. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Námskeið um hvernig má bæta samskipti í sambúð, á vinnustað og í fjölskyldunni verður haldið laugardaginn 31. ágúst á Hótel Loftleið- um í fundarherbergi Flóa á 4. hæð kl. 13.30—17.30 Frekari uppl. og skráning í síma 533 6325. Rúnar Guðbjartsson, sálfræðingur. Mannleg samskipti Þessar duglegu stúlkur söfnuðu 8.557 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Inga Rán, Gerður og Sunna Mjöll. Ef sunnudagsblaðið stækk- ar meira verður Jónas að fá sér stærri hund! BANDARÍSKU spilararnir Becky Rogers og Jeff Meckstroth unnu heimsmeistaramótið í para- keppni sem fór fram í Montreal í Kanada í byrjun vikunnar. Frakk- arnir Babette Hugon og Jean Jac- ques Palau enduðu í 2. sæti og Dan- irnir Jens og Sabine Auken í þriðja sæti. Meckstroth er marg- faldur heimsmeistari í brids en þetta er fjórða keppnisformið sem hann hreppir heims- meistaratitil í. Áður hefur hann orðið heims- meistari og ólympíu- meistari í sveitakeppni og heimsmeistari í opn- um flokki í tvímenningi. Sveitarfélagi hans til margra ára, Bobby Wolff, hefur þó náð betri árangri því hann hefur unnið HM í fimm mismunandi keppnis- formum. HM og ólymp- íumót í sveitakeppni, HM í tvímenn- ingi, HM í parasveitakeppni og HM í sveitakeppni öldunga. Mótið í Montreal er opið heims- meistaramót og er keppt í para- keppni þar sem karl og kona spila saman, opnum flokki og kvenna- flokki í tvímenningi og sveitakeppni, ungmennakeppni og einnig sérstakri þrautakeppni þar sem 20 valdir spil- arar glíma við ýmsar spilaþrautir. Enginn keppandi er frá Íslandi en Hjördís Eyþórsdóttir, sem býr í Bandaríkjunum og er þar atvinnu- maður í brids, spilaði í parakeppn- inni ásamt eiginmanni sínum, Curtis Cheek, og þau enduðu í 50. sæti af 434 pörum. Vörnin er erfið Þetta spil réð nokkru um lokaröð- ina í parakeppninni: Vestur gefur, AV á hættu Norður ♠ 65 ♥ K9742 ♦ G5 ♣ÁG85 Vestur Austur ♠ – ♠ ÁD107 ♥ G53 ♥ ÁD106 ♦ 1043 ♦ D987 ♣KD109732 ♣6 Suður ♠ KG98432 ♥ 8 ♦ ÁK62 ♣4 Við eitt borðið sátu Meckstroth og Rogers NS og Aukenhjónin AV. Þar opnaði Jens í vestur á 3 laufum sem norður og austur pössuðu en Meckstroth í suður stökk í 4 spaða. Þá doblaði Sabine í austur skiljan- lega. Vestur spilaði út laufakóng sem Meckstroth tók með ás. Hann spilaði spaða á níuna og síðan hjartaáttunni sem austur fékk á tíuna. Sabine tók nú spaðaásinn og reyndi hjartaás. Meckstroth trompaði, tók spaða- kóng og spilaði meiri spaða sem Sab- ine fékk á drottninguna. Hún varð nú að gefa blindum slag og hefði getað hnekkt spilinu með því að spila litlu hjarta á kóng blinds. Sagn- hafi hefði orðið að gefa tígulslag í lokin. En hún spilaði þess í stað tígli sem Meckstroth gat hleypt á gosann og hent síðasta tíglinum í hjartakóng. 590 til NS og mikið af stigum. En þó ekki öll því Frakkarnir Hugon og Palau unnu einnig 4 spaða doblaða. Útspilið var það sama en Palau trompaði lauf í öðrum slag og tók næst ÁK í tígli og trompaði tígul í blindum. Enn kom lauf og ef austur hendir tíguldrottningunni tapar sagnhafi spilinu. En austur tímdi ekki drottn- ingunni og henti hjarta í staðinn. Nú gat Palau trompað síðasta tígulinn í borði og trompað enn eitt lauf heim. Hann spilaði sig út á hjarta og aust- ur fékk slaginn og spilaði meira hjarta. Það trompaði sagnhafi, sem var hans 9. slagur og hann átti nú eftir KG9 í trompi og hlaut að fá 10. slaginn á spaða. Bill Gates í eldlínunni Það hefur að vonum vakið athygli í Montreal að Bill Gates, stjórnarfor- maður bandaríska hugbúnaðarfram- leiðandans Microsoft, tók þátt í paramótinu ásamt bandarísku lands- liðskonunni Sharon Osberg. Þau urðu í 213. sæti í undankeppninni og komust ekki í úrslit. Gates hefur mjög gaman af að spila og spilar oft við Osberg, kan- adíska spilarann Fred Gitelman og bandaríska kaupsýslumanninn Warren Buffett. Gates hélt m.a. blaðamannafund á mótsstað ásamt José Damiani, for- seta Alþjóðabridssambandsins. Á blaðamannafundinum sagðist Gates taka brids mjög alvarlega og hefði gaman af að spila á móti meisturum. „Þegar ég spila spil vel er það ánægjulegt og örvandi. Ég ætla mér að bæta mig í spilinu á næstu árum og vonast til að verða góður spilari á mælikvarða áhugamanna,“ sagði Gates. Meckstroth með enn einn heims- meistaratitilinn Brids Opna heimsmeistaramótið í brids er hald- ið í Montreal dagana 16.–31. ágúst. Heimasíða mótsins er á slóðinni http:// www.worldbridge.org/tourn/ Montreal.02/Montreal.htm Guðm. Sv. Hermannsson Bill Gates við spila- borðið í Montreal. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. júlí sl. af Séra Knut Kal- destad, í Sandane í Noregi, þau Margunn Rauset og Örn Markússon. Heimili þeirra er í Bergen. Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Brandtex fatnaður Nýbýlavegi 12, sími 5544433 Stretchbuxur kr. 2.90 Konubux r frá kr. 1.790 ragtir, kjólar, blús ur og pils. Ódýr nát fatnaMoggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr. Hlutavelta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.