Morgunblaðið - 23.08.2002, Page 30

Morgunblaðið - 23.08.2002, Page 30
MINNINGAR 30 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ L andbúnaðarráðherra flutti á dögunum ræðu á Hólum í Hjaltadal og tókst það sem öðrum hefur áður tekist með Hólaræðu; að vekja athygli og umtal, þó stund- um hafi orð manna þar verið mis- skilin og oftúlkuð. Athyglin er stjórnmálamanninum mikilvæg ekki síst þegar styttist í kosningar, og fátt við athyglisverðar ræður að athuga. Þó verður að setja hér þann fyrirvara, að þegar ræðurnar eru eingöngu settar saman til að vekja athygli og stundarhrifningu áheyrenda, þá horfir öðruvísi við. Því miður var ræða landbún- aðarráðherra að mestu þessarar tegundar, og þar sem hann er skörulegur þarf svo sem ekki að koma á óvart þótt þeir sem á hlýddu hafi hrifist með, og jafnvel um stundarsakir tekið undir, þau sjónarmið sem sett voru fram á milli tilvitn- ana úr Ein- ræðum Starkaðar og fleiri ljóðum Einars Benedikts- sonar. Þeir sem þurftu að láta sér nægja að lesa ræðuna því þeir misstu af kynngimögnuðum flutn- ingnum, hljóta hins vegar við lest- ur á ákveðnum hlutum hennar að spyrja sig hvað verið var að fara og hver tilgangurinn var. Á einum stað í ræðunni amast ráðherrann til að mynda við því að sumum for- stjórum séu greidd laun sem séu mun hærri en þau sem forseti lýð- veldisins fær. Samanburður við laun æðstu valdsmanna þjóð- arinnar á að sýna fram á að laun sumra forstjóra séu of há. Sú „nýja“ þróun að til séu menn sem hafi hærri laun en forsetinn „þoli ekki gleraugu réttlætis“, eins og það er orðað. Ekki er útskýrt hvers vegna það er ranglátt að ein- hverjir hafi mun hærri laun en for- seti Íslands, ef til vill er það of sjálfsagt til að það sé nefnt. Þó er það nú svo, að hætt er við að taf- samt myndi reynast að finna dæmi um það land þar sem forseti eða sambærilegur ráðamaður er meðal þeirra landsmanna sem hæst þiggja launin. Ætli menn að leita meðal sæmilega siðaðra ríkja eða ríkja þar sem lýðræði er fyrir hendi og réttarkerfið gengur vel fyrir sig, þá er leitin vonlaus. Lík- lega eru alræðisríki eina von þeirra sem vilja finna ríki þar sem þjóðarleiðtogi er meðal launa- hæstu manna. Sjálfsagt er Kim Jong Il til að mynda hátt launaður á norður-kóreska vísu, en hvorki landbúnaðarráðherra né aðrir munu hafa áhuga á stjórnarfyr- irkomulagi af því tagi sem þar er við lýði. Það fer ekki vel á því að laun séu ákveðin á sviði stjórnmálanna, en því miður er það svo að stundum freistast stjórnmálamenn til að höfða til öfundarinnar og krækja í velvild hér og þar út á ódýran mál- flutning. Vissulega vill enginn maður að forseti landsins sé illa haldinn í launum við brýn, anna- söm og lýjandi störf sín, en það verður bara alls ekki séð að forset- inn eða aðrir séu verr settir þótt sumir fái ríflegar greiðslur um hver mánaðamót. Hafi einhver starfsmaður, forstjóri eða annar, of há laun, er það eigenda fyrir- tækjanna að bregðast við því, ekki stjórnmálamanna. Að lokinni þessari athugasemd sinni um tekjuskiptingu lands- manna vék ráðherrann að eigna- skiptingunni og taldi að löggjafinn þyrfti að takmarka vald og huga að skiptingu eigna. Og hér var ekki átt við að takmarka vald löggjaf- ans sjálfs eða framkvæmdavalds- ins, nei, áhyggjurnar sneru að borgurunum og völdum þeirra og eignum. Sérstaklega var minnst á menn sem hefðu hagnast svo að þeir geti keypt „banka, sparisjóði, fjölmiðla og allt milli himins og jarðar“. Hér er umbúðalítið lýst áhyggjum af því að til eru menn í þessu þjóðfélagi sem hafa hagnast á viðskiptum erlendis og hafa í framhaldi af því áhuga á að fjár- festa í innlendum fyrirtækjum. Einhvern tímann hefði þetta þótt lofsvert en nú virðist landbún- aðarráðherra vera á móti því að þessir menn færi nýfengið fé sitt hingað til lands. Ráðherrann segir að lokum um þetta að nýjar og skýrar línur þurfi, samfélag okkar þrífist best sé auði og völdum dreift og að eignaraðildin að auðsuppsprett- unni sé margra en ekki fárra. Ekki er gott að vita nákvæmlega hvað verið er að fara með þessu frekar en svo mörgu öðru í ræðunni, og fjarri því fer að línurnar hafi verið skýrðar. Um dreifingu auðs og valda er þó óhætt að fullyrða að best fer á því að völdum sé dreift með þeim hætti að enginn geti ákveðið fyrirfram hver dreifing auðsins skuli vera. En undir það má út af fyrir sig taka að nauðsyn- legt er að eignaraðildin að auðs- uppsprettunni sé margra en ekki fárra, en þá verða menn líka að vita hver uppspretta auðs er. Sú uppspretta er framtakssemi ein- staklinganna og það sem er ein- mitt mikilvægt er að þess sé gætt að allir geti nýtt krafta sína og að enginn verði til að hindra annan mann í því. Þegar amast er við því að ein- hverjum mönnum hafi gengið vel í viðskiptum þá er það ekki til að stuðla að aukinni framtakssemi eða auka auðlegð þjóðarinnar. Vitaskuld þurfa menn í viðskipta- lífinu – rétt eins og aðrir – að fara eftir eðlilegum leikreglum, svo sem að halda gerða samninga. Reglur um að menn megi ekki efnast nema upp að því marki sem stjórnmálamönnum þóknast telj- ast hins vegar ekki til eðlilegra leikreglna. Menn skyldu líka hafa í huga að það er ekkert nýtt, hvorki hér á landi né annars staðar, að einstaka menn efnist vel og verði miklu auð- ugri en flestir aðrir menn. Þannig hefur þetta frá örófi alltaf verið og þó sumir vilji hafa eitthvað út úr því að slá fram þeirri kenningu að einmitt nú sé miklu meira bil að verða milli efnamanna og annarra, þá hefur bilið sennilega sjaldan eða aldrei verið minna. Annað sem vert er að hugleiða er að þrátt fyrir þá staðreynd að sumir hafa efnast vel á síðustu ár- um – og jafnvel mun meira en meðalmaðurinn – þá hefur al- menningur aldrei haft það betra en einmitt nú. Og það skyldi þó ekki vera að þarna sé eitthvert samhengi á milli; að í þjóðfélagi þar sem frelsi ríkir í viðskiptum og menn eiga þess kost að efnast, að þar farnist öllum best. Einræður á Hólum „Líklega eru alræðisríki eina von þeirra sem vilja finna ríki þar sem þjóðarleið- togi er meðal launahæstu manna.“ VIÐHORF Haraldur Johannessen haraldurj@mbl.is ✝ RagnheiðurPetra Sigfúsdótt- ir fæddist á Seyðis- firði 22. júlí 1920. Hún lést á líknardeild Landspítalans á Landakoti 17. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar Ragnheiðar voru Ástríður Ingimund- ardóttir frá Sörla- stöðum í Seyðisfirði og Sigfús Pétursson frá Egilsseli í Fellum á Héraði. Systir Ragnheiðar var Kristín Helga, d. 1996. Ragnheiður giftist árið 1945 Guðmundi Guðjónssyni hárskera frá Tóarseli í Breiðdal. Foreldrar hans voru Jónína Sigurbjörg Ei- ríksdóttir og Guðjón Jónsson. Börn Ragnheiðar eru: 1) Sigfús Guðmundsson, maki Auðbjörg Ögmunds- dóttir. Börn þeirra eru Ögmundur og Þórdís, maki Jökull Þór Ægisson, dóttir þeirra er Birta Líf. 2) Ástvaldur, maki Jór- unn Garðarsdóttir. Börn þeirra eru Guð- mundur Arnar, maki Lilja Unnarsdóttir, sonur þeirra Óskírð- ur Guðmundsson. 3) Ragnheiður Kristín, maki Erling Freyr Guðmundsson. Ragnheiður ólst upp og bjó á Seyðisfirði til 1962, flutti þá til Reykjavíkur. Útför Ragnheiðar verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Okkur langar með nokkrum orð- um að minnast Ragnheiðar, ömmu. Það var alltaf gaman að fá að gista hjá ömmu og afa á Kleppsveginum og vorum við ávallt aufúsugestir. Fastir liðir í heimsóknum okkar voru göngutúrar um hverfið, sögustundir og söngur. Aldrei vorum við í vand- ræðum með að eyða tímanum. Amma hafði gott lag á okkur krökk- unum og kenndi okkur snemma að spila. Fyrst snákaspilið, seinna veiði- mann, Ólsen og Rommí. Oft var spil- að fram á kvöld í eldhúsinu með heitt kakó og kökur. Við sátum gjarnan og lituðum í litabækur, lásum og byggð- um spilaborgir. Á meðan nýtti hún tímann og leysti krossgátur, eitthvað sem amma var dugleg við. Það var alltaf ró og friður á heimilinu. Amma var snilldarkokkur og bak- ari og gat töfrað fram dýrindis kræs- ingar með engum fyrirvara og alltaf nóg til. Jólabakstur og laufa- brauðsgerð voru árvissir viðburðir. Amma leiðbeindi okkur af þolinmæði hvernig ætti að hnoða „kakókúlurn- ar“ og hversu langar „vindlakökurn- ar“ ættu að vera. Minningar okkar þegar hún vann á Hrafnistu sem bókavörður eru sveipaðar ævintýraljóma. Við feng- um oft að fara með henni þangað. Hún gekk um húsið með bókavagn- inn og spjallaði við gamla fólkið. Stórar og gamlar bækur í hillum sem náðu upp í loft og í horninu sat amma og vann með mikilli nákvæmni við að raða og merkja bækur. Það var alltaf gaman að ræða við ömmu. Hún hafði frá mörgu að segja. Við dáðumst að því hversu minnug hún var þegar hún sagði okkur frá æskuárunum á Seyðisfirði. Hún og afi ferðuðust mikið, bæði innanlands og utan. Maður lifði sig inn í ferðasögurnar, því þær voru svo líflegar. Aldrei skorti umræðuefnin. Hún varð mjög stolt þegar hún varð langamma og fylgdist hún náið með okkur öllum. Bar hún hag okkar allra fyrir brjósti. Hvíl í friði, elsku amma og langamma. Minning þín er ljós í lífi okkar. Þórdís, Guðmundur Arnar, Ögmundur, Ragnheiður Kristín. Birta Líf og óskírður Guðmundsson. Elsku Ragga mín. Nú er komið að leiðarlokum. Margs er að minnast og margs er að sakna. Minningarnar koma upp í hugann eins og perlur á festi. Þær fyrstu frá því er þið bjugg- uð á Seyðisfirði. Það var mikill sam- gangur á milli heimilanna. Þið voruð dugleg að koma upp í Hérað og það var svo gaman að fá ykkur, þið voruð alltaf svo hress og kát. Eins fórum við fjölskylda mín niður á Seyðis- fjörð og í Steinholt. Mér fannst ég komin í ævintýrahöll þegar ég kom þangað. Húsið var svo fallegt og til- komumikið. Ein minninganna er frá því er við fórum í ferð suður í Suðursveit. Við fórum á einum bíl, Landrover, sem þið áttuð. Á leiðinni tókum við upp kerlingu „Gróu á Leiti“. Hún talaði mikið og var alveg viss um að þú og pabbi væruð hjón og á ferð með krakkana ykkar sex. Við vorum oft búin að hlæja að þessu. Árin liðu og þið fluttuð til Reykja- víkur. Þar fékk ég að vera hjá ykkur þegar ég var í Kennaraskólanum. Þið tókuð mér eins og ég væri ein af fjölskyldunni og mér hefur ætíð síð- an fundist það vera svo. Við brölluðum margt Ragga mín. Okkur fannst til dæmis alveg nauð- synlegt ef við áttum leið í bæinn að kaupa hunangsköku í Bernhöftsbak- aríi. Þær voru alveg toppurinn að okkar mati. Annars þurfti ekki að kaupa neinar kökur þegar þú áttir í hlut, þar sem þú varst sannur lista- maður í matargerð og bakstri. Síðasta minning mín um þig var nú í byrjun ágúst. Ég kom til þín upp á sjúkrahús. Þú varst hress og við áttum góða stund. Þú varst sátt við að vera að fara og ég veit að þú bíður með opinn faðminn þegar við hitt- umst á ný. Vertu sæl elskan og Guð veri með þér. Jónína Sigrún (Ninna). RAGNHEIÐUR PETRA SIGFÚSDÓTTIR ✝ Helgi Kristjáns-son fæddist á Ísa- firði 24. júlí 1925. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja miðvikudaginn 14. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Guðmunds- son skipstjóri frá Súg- andafirði, f. 14.9. 1895, d. 19.9. 1965, og Sveinbjörg Elín Júl- íusdóttir húsfreyja, f. 2.1. 1896, d. 16. 1. 1971. Helgi var þriðji í röð níu systkina. Þau eru Ester, f. 20.9. 1921, Unnur, f. 25.8. 1923, Karl, f. 7.10. 1926, d. 9.2. 1943, Sig- ríður, f. 27.11. 1928, Marta, f. 20.8. 1930, Dagrún, f. 30.1. 1936, Sól- veig, f. 14.7. 1937, og Karlotta, f. 23.2. 1947. Hinn 14. september 1955 giftist Helgi giftist eftirlifandi eiginkonu sinni Soffíu Magnúsdóttir frá Ísa- firði, f. 11.2. 1927. Börn þeirra eru: Sveinn, f. 25.5. 1956, maki Árdís Gísladóttir, f. 4.6. 1963; Magnús, f. 20.7. 1957, maki Björg Gunnsteins- dóttir, f. 2.7. 1957; Rúnar, f. 10.2. 1959, maki Þuríður Árnadóttir, f. 21.4. 1967; Smári, f. 10.4. 1961, maki Hjördís Björk Garð- arsdóttir, f. 13.1. 1969; og Kristín, f. 26.11. 1964, maki Pétur Árnason, f. 20.1. 1963. Barna- börnin eru sextán og barnabarnabörnin tvö. Helgi fluttist á fyrsta ári ásamt for- eldrum sínum til Súg- andafjarðar og bjó þar til ársins 1955. Þar óx hann úr grasi og stundaði sjósókn um leið og aldur og þroski leyfðu. Árið 1955 fluttist hann ásamt eiginkonu sinni búferlum til Keflavíkur og bjuggu þau þar síð- an. Í Keflavík stundaði Helgi ýmis störf til sjós og lands. Árið 1967 réðst hann til starfa hjá Rafveitu Keflavíkur og síðar Hitaveitu Suð- urnesja eftir sameiningu Rafveit- unnar og Hitaveitunnar. Þar starf- aði hann til ársins 1993 er hann lét af störfum fyrir aldurssakir. Útför Helga verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku pabbi, þá er komið að kveðjustund. Ég hef þá trú að nú líði þér betur, þessi síðustu ár voru þér erfið. Við börnin þín og barnabörn vor- um það sem veitti þér mesta gleði í lífinu, alla tíð léstu mig óspart finna hvað ég var þér mikils virði og börn- in mín eftir að þau komu í heiminn. Hvern dag komstu í heimsókn á Hlíðarveginn til þess að vita hvernig við hefðum það og hvort allt væri í lagi. Síðustu mánuðina sem þú varst heima var það mesta gleði þín að koma og sjá okkur fallegu stelpurn- ar þínar eins og þú alltaf sagðir. Þegar ég hugsa til baka um æsku- ár mín er það sem fyrsta kemur upp í hugann hvað þú kenndir mér margt um lífið og hafðir gaman af að hafa mig í kringum þig, það held ég að sé besta gjöf sem foreldrar geta gefið börnum sínum og er ég þér af- ar þakklát. Þú varst ótrúlega duglegur að fylgja börnunum mínum í því sem þau voru að gera, ekki voru haldnir tónleikar þar sem þau spiluðu nema afi og amma væru á staðnum til að hlusta. Mér verður það ætíð minn- isstætt þegar Hafdís Ósk spilaði í Grindavíkurkirkju aðeins fimm ára gömul á litlu fiðluna sína „Guð gaf mér eyra“ sem upp frá því var uppá- haldslagið þitt, þú sagðir öllum frá þessu með miklu stolti. Þegar þú varst orðinn svona mikið veikur eins og þú varst síðasta ár fannst þér ótrúlega gott að koma og hlusta á Hafdísi spila á fiðluna, það veitti þér ómælda gleði og ró. Litla Laufey Soffía veitti þér ekki minni gleði, bara að koma og horfa á hana, fá að kaupa handa henni kjól og sjá hana fína veitti þér mikla gleði. Eftir að þú fórst á sjúkrahúsið vildi Lauf- ey Soffía alltaf koma og heimsækja afa, gefa þér Fresca að drekka og vera góð við þig. Þótt þú værir hætt- ur að geta tjáð þig með góðu móti fann hún hvað þér leið vel að hafa okkur í kringum þig. Þegar ég kvaddi þig á afmælis- daginn þinn í lok júlí, þá á leið til út- landa í frí, var það fjari mér að svona stutt væri eftir af lífshlaupi þínu. Kvöldið sem ég kom heim kom ég síðan til að sjá þig. Þá var eins og þú værir að bíða eftir mér, þú klapp- aðir mér eins og þú þekktir mig og værir glaður að sjá mig. Þegar ég læt hugann reika til baka koma ótrúlega margar góðar minningar upp í hugann sem ekki verða hér festar á blað en eru geymdar í huga mér um aldur og ævi. Ég kveð þig með lítilli bæn sem við Laufey förum oft með fyrir þig á kvöldin. Elsku pabbi, hvíldu í friði. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Þín dóttir, Kristín. HELGI KRISTJÁNSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.