Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 20
ERLENT 20 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ SHERPAR eru þjóðflokkur í Nepal sem varð víðfrægur þegar einn þeirra, Tenzing Norgay, varð ásamt Nýsjálendingnum Edmund Hillary fyrstur til að klífa hæsta fjall heims, Everest, árið 1953. Þeir hafa síðan verið fylgdarmenn mörg hundruð manna sem hafa fetað í fótspor afreksmannanna tveggja og þykja afburða duglegir, bæði sem leiðsögu- og burðarmenn. En samt taldi austurríski fjallagarpurinn Hans Gapp að þeir gætu lært ýmislegt af þeim sem klífa Alpafjöllin þótt hæstu tindar þar séu helmingi lægri en í Himalajafjöllum. Þeir gætu til dæmis lært að hnýta hnúta. Hópur Nepalbúa, flestir þeirra Sherpar, eru í kennslustund á þriggja mánaða námskeiði hjá Gapp en hann er einn af sjálfboðaliðunum sem fræða gestina. Kennt er utandyra við ræt- ur 2.200 metra klettaveggjar í grennd við bæ- inn Hinterstoder, um 60 kílómetra frá borg- inni Linz. „Fyrst undir, síðan undir og svo í gegn, búinn er til tölustafurinn 8 – þetta er mjög mikilvægur hnútur!“ segir Gapp. Hann segir marga Sherpana ekki kunna hnúta og margt fleira sem komi að góðu gagni við fjalla- klifur og geti bjargað tugum mannslífa ár hvert. Auk þess að kynna fyrir þeim aðferðir til að auka öryggið er Nepalbúunum kennt að taka tillit til umhverfisins og reka veitingasölu eins og hún er iðkuð í Ölpunum. „Þeir eru mjög góðir fjallgöngumenn,“ segir Gapp. „En yfirleitt hafa þeir ekki hugmynd um það hvernig hægt sé að klífa fjöll á öruggan hátt.“ Skipuleggjandi námskeiðanna, Ger- trude Reinisch, hófst handa fyrir sex árum eft- ir að hafa klifið sjálf í Himalajafjöllum og heyrt frásagnir af fjölmörgum dauðaslysum sem hefði mátt komast hjá. Margir Sherpanna nota ekki öryggisreipi, sem Reinisch segir að sé eins og að fremja sjálfsvíg. „Þeir segja að guðirnir beri ábyrgð á snjó- flóðum. Slæmt veður sé líka guðunum að kenna,“ segir Reinisch. Fjallgöngur eru yfirleitt tómstundagaman í Austurríki en í Nepal er hún oft helsta atvinna Sherpanna. Þjóðin er í hópi hinna fátækustu í heimi en ferðaþjónusta er mikilvægasta gjald- eyrislindin. Um hálf milljón manna heimsótti Nepal í fyrra. Gestirnir ganga hins vegar margir illa um landið og skilja eftir sig mikið rusl, gömul tjöld, tómar niðursuðudósir, plast- umbúðir og notaða súrefniskúta. Auk þess gengur stöðugt á skóga af því að íbúar í þorp- um við rætur fjallanna höggva tré til að geta hitað híbýlin, eldað mat og byggt gistihús. Konurnar í þorpinu kippa sér ekki upp við að bíða í langri biðröð við brunninn eftir vatni en vestrænir gestir heimta að fá að fara í bað og geta notað vatnssalerni. Landlægur vatns- skortur fer því vaxandi. Hvað segja nemend- urnir? Einn þeirra, Yogesh Ray Shahi, segist hafa mestan áhuga á umhverfisvernd. „Við ráðum ekki yfir tækninni ykkar. En við getum lært aðrar aðferðir, til dæmis að endurnýta hluti, flokka sorp, búa til moltu,“ segir hann. Reinisch segir að sumar konurnar sem sæki námskeiðið þurfi að læra allt sem snerti nú- tímalega lífshætti sem þær hafi ekki kynnst í þorpum sínum, flestar hafi aldrei séð bíl fyrr og kunni ekki einu sinni að nota venjulega rofa til að kveikja eða slökkva ljós. „Komið hefur fyrir að við höfum þurft að taka með valdi af þeim óhreinan fatnað áður en þær fóru með hann í næsta læk til að þvo,“ segir hún. Lexía fyrir gestgjafana Fólkið lærir meðal annars að þvo grænmeti, nota ekki meira af af sápu og þörf krefur og forðast eftir getu að nota umbúðir úr plasti og málmi á ferðum upp í fjöllin. Gapp segir að kennslan hefjist strax við komuna með rútu frá Vín, á leiðinni læri fólkið að fleygja ekki sæl- gætisbréfi úr um gluggann vegna þess að þá sé verið að menga náttúruna. „Þeir horfa út, sjá hreinar ár og engi og skilja mjög fljótt sam- hengið,“ segir hann. Nepalbúarnir komi úr öðrum menningarheimi, þeir séu smeykir við það sem þeir þekki ekki og forðist oft að segja nei, séu hræddir við að nota þannig orð. „En þegar þeir fara eru þeir búnir að komast yfir þetta,“ segir hann. Og Nepalbúarnir eru sannfærðir um að námið muni með tímanum breyta heimaland- inu. „Allt samfélagið lærir af okkur,“ segir Ganga Bhadur Tamang. „Við vonumst til að gera landið okkar hreint og fegurra í framtíð- inni.“ En Reinisch segir að gestirnir kenni líka Evrópumönnunum margt með fórnfýsi sinni, dugnaði og staðfestu. „Margir segja að Nep- albúarnir hafi kennt þeim að takast á við álagið þegar mesti annatíminn stendur yfir. Þeir eru orðnir afslappaðri og þá um leið vingjarnlegri við ferðamennina.“ Sherpunum kennt að hnýta hnúta í Ölpunum AP Nepalbúar fá þjálfun í austurrísku Ölp- unum við að búa um og flytja slasaðan fjallgöngumann til byggða. Hægt að fækka mjög dauðsföllum í Himalaja með auknum öryggisráðstöfunum Hinterstod í Austurríki. AP. ’ Þeir segja að guðirnir beri ábyrgð á snjóflóðum. ‘ JEAN Chretien, forsætisráðherra Kanada, sem hefur átt undir högg að sækja vegna hneykslismála og valdabaráttu innan flokks síns, tjáði meðlimum í Frjálslynda flokknum á miðvikudaginn að hann myndi ekki sækjast eftir kjöri til fjórða kjör- tímabilsins er því þriðja lýkur í febr- úar 2004. „Ég mun ekki bjóða mig fram aft- ur,“ sagði Chretien, sem er 68 ára og varð fyrst forsætisráðherra 1993, á flokksráðsfundi í Saguenay í Qué- bec. „Ég mun sitja út kjörtímabilið og einbeita mér að því að sinna stjórn ríkisins þar til í febrúar 2004, en þá mun eftirmaður minn verða kosinn.“ Chretien leiddi Frjálslynda flokk- inn til sigurs í kosningum í nóvember 2000, þriðja kjörtímabilið í röð, en undanfarið hafa fréttaskýrendur gert því skóna að hann gæti lent í erfiðleikum í leiðtogakjörinu á flokksfundinum er haldinn verður í febrúar nk. Ríkisstjórnin naut mikils stuðn- ings þar til í byrjun þessa árs er koma tóku upp á yfirborðið alls kyns ásakanir um vinahyglingu, hags- munaárekstra og hlutdrægni. Kröfð- ust tvö helstu dagblöðin í Kanada þess, að hann segði af sér. Þrátt fyrir umfangsmiklar uppstokkanir í stjórninni virtist Chretien ekki ná að grípa í taumana og vinsældir hans dvínuðu. Þá krafðist hann þess að ráð- herrar hættu að berjast um sæti arf- taka hans og rak fjármálaráðherr- ann, Paul Martin, í júní vegna óopinberrar en ódulinnar baráttu Martins fyrir að ná leiðtogasætinu af Chretien. Þessi ráðstöfun virtist koma í bakið á Chretien því að vin- sældir hans minnkuðu enn, og urðu minni en vinsældir Martins. Brottreksturinn gerði Martin kleift að hefja opinbera baráttu gegn Chretien og virtist sem flokkurinn væri að klofna í tvær fylkingar sem myndu elda grátt silfur á flokksfund- inum í febrúar. „Okkur ber að einbeita okkur að stefnuskrá okkar og efna loforð okk- ar við Kanadabúa. Það er að segja, að stjórna landinu. Í sumar höfum við ekki einbeitt okkur að stjórninni. Við höfum ekki sinnt starfi okkar. Það líkar Kanadabúum ekki,“ sagði Chretien á miðvikudaginn. Leiðtogar stjórnarandstöðuflokk- anna fögnuðu fréttinni um að Chret- ien ætlaði ekki að sækjast eftir end- urkjöri, en gagnrýndu þá stefnu sem Frjálslyndi flokkurinn fylgdi. „Ég tel að þetta hafi í raun tryggt að óstjórn ríki innan Frjálslynda flokksins í eitt og hálft ár til viðbótar, og ríkisstjórnin muni verða upptekin af innanbúðarátökum í stað þess að sinna stjórn ríkisins,“ sagði Stephen Harper, leiðtogi Kanadabandalags- ins, sem er hinn opinberi stjórnar- andstöðuflokkur. Chretien hyggst ekki bjóða sig fram aftur Montreal. AFP. Forsætisráðherra Kanada hefur átt undir högg að sækja að undanförnu AP Chretien og kona hans, Aline, veifa til flokkssystkina sinna í Frjálslynda flokknum í Québec. STARFSMENN byggingarfyrirtækis í Chengdu í Kína brugðust hart við í fyrradag og björguðu húsbónda sín- um frá bráðum bana. Það var þó ekki alveg það, sem hann vildi sjálfur. Hann hafði nefnilega lýst því yfir við þá, að hann hygðist stytta sér aldur vegna þess, að hann gæti ekki greitt þeim laun. Ætlaði hann að gera alvöru úr því á stundinni en var gripinn á síðustu stundu eins og sjá má. Reuters Á elleftu stund MÚSLÍMSKIR skæruliðar í Abu Sayyaf-hryðjuverkasamtökunum á Jolo-eyju á Filippseyjum háls- hjuggu tvo kristna menn, sem þeir höfðu rænt, og skildu höfuð þeirra eftir á víðavangi. Talsmaður filippeyska hersins skýrði frá þessu í gær og Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, brást við með því að senda þangað fjórar herdeildir til að elta uppi morð- ingjana. Höfuð mannanna voru skilin eftir skammt frá herstöð í höfuðstað eyj- arinnar, sem einnig heitir Jolo, og bréf fest við annað þeirra. Í því stóð, að þannig færi fyrir öllum, sem ekki tryðu á Allah. Yfirmaður hersins á Jolo sagði, að mannræningjarnir væru „skepn- ur og villimenn“, sem notuðu trú sína til að réttlæta glæpaverkin. Mennirnir, sem voru drepnir, voru Filippseyingar og hafa mannræn- ingjarnir enn aðra fjóra á valdi sínu. Arroyo forseti lýsti því yfir fyrir skömmu, að búið væri að sigrast á Abu Sayyaf-hreyfingunni sem skipulögðum samtökum á nálægri eyju, Basilian, en herinn telur, að sumir liðsmenn hennar hafi fært sig yfir á Jolo-eyju. Sýnt hefur verið fram á tengsl milli Abu Sayyaf og hryðjuverkasamtaka Osama bin Ladens, al-Qaeda, en fyrrnefnda hreyfingin hefur haldið uppi hern- aði í áratug og segist vilja stofna sjálfstætt ríki múslíma á Filipps- eyjum. Múslímasamtök á Filippseyjum hálshjuggu tvo menn Segja öðru kristnu fólki sömu örlög búin Jolo. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.