Morgunblaðið - 23.08.2002, Síða 37

Morgunblaðið - 23.08.2002, Síða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 37 orðið hundrað ára. Á fyrri árum starfaði hún nokkuð í Sósíalista- flokknum og síðar í Alþýðubandalag- inu. Var reyndar varaformaður þess í þrjú ár. Á félagslegum vettvangi naut hún sín þó hvergi betur en í Rauðsokkahreyfingunni sem hún átti stóran þátt í að koma á fót um 1970 og svo við undirbúning kvennaverk- fallsins 24. október 1975 þar sem hún gegndi lykilhlutverki. Daginn þann mættu 25 þúsundir manna á fund á Lækjartorgi og mun það vera fjöl- mennasti baráttufundur sem haldinn hefur verið á landi hér. Konan sem við kveðjum í dag lét sig jafnan miklu varða heimsins nauð en slíku fólki fer nú illu heilli fækk- andi í okkar heimshluta en hinum fjölgar sem dauðasljóir stíga sinn af- káralega dans kringum gyllta kálf- inn. Veröldina skoðaði hún jafnan opnum huga og var allt til loka sífellt að mennta sig, bæta við nýrri þekk- ingu. Hugurinn var frjór og leitandi og nýjum hugmyndum gat hún tekið fagnandi. Lífsviðhorf hennar haggað- ist þó aldrei, sú hugarsýn að mestu skipti að tryggja sem jafnastan rétt allra jarðarbarna. Í æsku gekk hún til liðs við þá sem töldu sig geta kom- ið auðvaldinu á kné og leyst alþýðu heimsins úr fjötrum niðurlægjandi örbirgðar. Síðar á ævinni var hún kölluð til forystu í baráttunni fyrir jöfnum rétti kynjanna, kvenna og karla, og beitti sér lengi af alefli á þeim vettvangi. „Jafnréttissíðan“ hennar í Þjóðviljanum frá árunum 1974–1977 er og verður fagurt minn- ismerki. Vilborg Harðardóttir hefur lokið sinni ævigöngu. Líkaminn hverfur til moldarinnar en mynd hennar, bjarta og æskuglaða, geymum við, fornir vinir, enn um sinn, spölinn skamma að hinsta vaði. Börnum Vilborgar, Helgu systur hennar og öðrum vandamönnum votta ég einlæga samúð. Kjartan Ólafsson. Leiðir okkar lágu alltaf saman. Við vorum báðar utanskóla í 5. bekk MR árið 1954. Þá hittumst við á hverjum degi vopnaðar íslenskri, danskri, enskri og franskri speki í þykkum bókum. Við vorum í máladeild. Stundum gleymdist að lesa, því þegar maður er unglingur er oft erfitt að lesa um bændur, sem berjast, viðamikla textar Johannes V. Jensens og Der Kleine Herr Friedemann. Önnur málefni virtust í þá daga vera mun at- hyglisverðari. Samt tókst okkur þetta og við náðum prófunum upp í 6. bekk. Í 6. bekk sátum við saman efst uppi á austasta hanabjálka þessa virðulega skóla alla daga vikunnar, nema sunnudaga. Helstu afþreying- arstundirnar voru að fara niður á Lækjargötu og drekka kók hjá Skalla. Ekki var um marga sam- komustaði fyrir unglinga og annað gott fólk í Reykjavík að ræða, fyrr en (café) Laugavegur 11 leysti okkur úr álögum. Þar áttum við oft bestu stundirnar í hópi menntskælinga, listamanna og bóhema. Einn skemmtilegasti kennarinn í MR, Einar Magg, kallaði árganginn okkar „órólegu kynslóðina“ og kenndi um svo vistvænni kornupp- skeru á meginlandi Evrópu, að alls kyns örvandi villijurtir hefðu læðst með og haft áhrif á okkar tilurð og framtíð. Þótt þetta væri allskemmti- leg skýring á því hve létt við og fleiri árgangar á þeim tíma fórum í gegn- um hið mjög svo borgaralega uppeldi og menntun, kom hin eiginlega orsök æ betur í ljós. Tíu árum eftir lok einangrandi heimsstyrjaldar, var íslensk æska að vakna úr dvala. Við vorum ekkert sérstaklega óróleg, heldur miklir reynslufíklar og framúrstefnufólk og töldum okkur ekki alltaf þurfa að vera sammála síðasta ræðumanni. Áður fyrr trúlofuðu menntskæl- ingar sig ekki fyrr en að stúdents- prófi loknu, hvað þá að eignast börn. Ég gleymi þess vegna aldrei þeim laugardegi, þegar Villa þurfti að fá frí til að giftast honum Árna sínum Björnssyni. Seinna kom fyrsta barn þeirra hjóna, Mörður, til sögunnar. Þetta heitir á nútímamáli „að brjóta ís samtíðarinnar.“ Þessi litla nýja fjölskylda bjó efst á Laugaveginum hjá móður Árna, sem var frá Þor- bergsstöðum í Dölum. Þarna áttum við oft góðar stundir, því þótt íbúðin væri lítil var alltaf pláss fyrir okkur skólafélagana og aðra gesti. Og við Villa lukum okkar stúdentsprófi. Þau Árni eignuðust einnig tvær dætur, Ilmi og Dögg. Þau fluttu í stærra húsnæði og fóru í framhalds- nám og vinnu. Leiðir okkar skildi um tíma vegna fjölskyldulífs og barneigna. Villa og Árni fóru til Austur-Evrópu að kenna og það hefur oft verið fróðlegt og gaman að heyra Villu segja frá þeirri reynslu. Þar, eins og víða annars staðar í heiminum, hvort sem það var kallað austur, eða vestur, voru kjör kvenna í kennslu mun lakari en karla og stjórnunarstörfin, eins og nú, yf- irleitt í höndum karla. Meginlandið var helsært eftir morðóða stríðs- menn seinni heimsstyrjaldarinnar. Það var því á margan hátt mikil reynsla fyrir hin ungu hjón, Villu og Árna, að koma frá stillunni á Íslandi og sjá hvernig styrjöld eyðileggur líf almennings. Eftir framhaldsnám, utanfarir og skilnaði, lágu leiðir okkar Villu aftur saman. Við þurftum ekki lengur að sitja á kaffihúsum til að hittast, en heimsóttum hvor aðra, því nú áttum við báðar okkar eigin heimili. Villa hélt tryggð við Laugaveginn og bjó í ótrúlega „sjarmerandi“ tví- lyftu timburhúsi á „miðjum“ Lauga- veginum, þ.e.a.s. bak við verslunar- húsin. Þangað heimsótti ég hana í hópi skemmtilegra kvenna fyrir nokkrum árum. Rithöfundar og myndlistarmenn sóttust eftir fé- lagsskap hennar, vegna þess hve fróð hún var og svo ekki síst vegna hennar góðu kímnigáfu. Hún gat verið hrók- ur alls fagnaðar, þegar svo bar við. Vilborg var framkvæmdastjóri Fé- lags íslenskra bókaútgefenda sem gefur Bókatíðindi út fyrir hver jól. Þessu ritstýrði Vilborg með einstakri röggsemi. Ég flutti til Kaupmannahafnar, en er ennþá hugfangin af fegurð Íslands og kem því til minna gömlu heim- kynna eins oft og ég get. Í fyrra kom Villa svo til mín á leið til Íslands úr heimsókn í Tjekkíu. Breyttir tímar, breyttar aðstæður, bæði hér og þar og alls staðar. „Órólegu árgangarnir“ hans Einars Magg hafa gjörbreytt heiminum, – oft til hins betra – vorum við sammála um. Nú í sumar efndi Villa til garð- veislu við húsið sitt á Laugaveginum. Ég var svo heppin að vera í Reykja- vík einmitt þá. Þangað komu Mörður og hans kona, Ilmur og hennar dóttir, en þau búa öll í Reykjavík og Dögg með sína syni frá Höfn í Hornafirði. Sólin fyllti þennan yndislega garð á „miðjum“ Laugaveginum í júní. Við fengum glóðasteiktar kræsingar og góð vín. Þetta var eitt ljúfasta kvöld veru minnar á Íslandi, síðan ég flutti alfar- ið. Daginn eftir fór Villa með barna- börnin sín til Mallorca. Ég vissi, að Villa var ekki heil heilsu, en ekki grunaði mig, að þetta yrði okkar síðasti fundur. Sem betur fer veit engin sína æv- ina fyrr en öll er. Og enginn veit held- ur hvort leiðir okkar eiga eftir að liggja saman á ný – á einhverju öðru tilverustigi. Ekki yrði ég hissa. Ég kveð mína góðu vinkonu með söknuði og votta fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð. Inga Birna Jónsdóttir. Kveðja frá Félagi íslenskra bókaútgefenda Í dag kveðja íslenskir bókaútgef- endur kæran samverkamann og fé- laga. Vilborg Harðardóttir var ráðin framkvæmdastjóri félags okkar á árinu 1992 og gegndi því starfi til hinstu stundar. Þegar Vilborg réðst til félagsins hafði hún aflað sér fjöl- þættrar starfsþekkingar sem átti eft- ir að nýtast okkur vel. Reynslan úr blaðamennskunni kom að góðum not- um við hvers kyns skriftir og frágang prentaðs máls, tungumálakunnáttan nýttist í samskiptum við erlend syst- ursamtök, stjórnmálavafstrið hafði æft hana í umgengni við fólk og tamið henni lagni gagnvart sundurleitum hópi, en trúmennska og dugnaður voru vafalítið meðfæddir eiginleikar sem við nutum í ríkum mæli. Á þeim tugi ára sem Vilborg stýrði skrifstofu félagsins tók starfsemin umtalsverð- um breytingum og umsvifin jukust til muna. Álagið var oft mikið, enda er bókaútgáfa vertíðarbundin grein, en Vilborg leysti verkefni sín ævinlega vel af hendi og óx ásmegin við nýjar áskoranir. Ég held að Vilborg hafi alla jafna notið sín vel í vistinni hjá bókaútgef- endum og undantekningarlítið geng- ið glöð til vinnu sinnar. Hún var enda alveg sérstaklega elsk að bókum – var „bókamanneskja“ í besta skiln- ingi þess orðs. Hún las alla tíð afar mikið og hafði unun af að deila lestr- arreynslu sinni með öðrum. Áhugi hennar lá á breiðu sviði; hún fylgdist vel með skáldskap öllum en hvolfdi sér líka yfir fræðirit og ævisögur. Vil- borg hafði jafnframt yndi af vegleg- um prentgripum og gladdist þegar metnaður höfunda og útgefenda og fagmennska prentlærðra gat af sér dýrgripi sem unun var að handleika. Allir sem vinna við bókaútgáfu vita að ástríðan gagnvart bókunum er drifkrafturinn í starfseminni. Af þeirri ástríðu hafði Vilborg Harðar- dóttir nóg. Að leiðarlokum vilja íslenskir bókaútgefendur þakka fyrir sam- fylgdina og liðveisluna. Börnum Vil- borgar og aðstandendum öllum fær- um við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Vil- borgar Harðardóttur. Sigurður Svavarsson. Vilborg Harðardóttir var um margt óvenjuleg kona, létt í lund dag- farslega, glettin en skapheit og föst fyrir þegar sannfæring hennar var annars vegar. Gilti þá einu hvort í hlut áttu háir eða lágir. Hún átti stór- an kunningjahóp úr ólíkum áttum eins og vel sást þá hún hélt upp á fimmtugsafmælið. Ég kynntist henni sem hluta af hópi, stórum og smáum. Minnsta einingin var hún og Árni Björnsson, óaðskiljanleg framan af ævi í huga manns. Stærra mengi var námsmannahópurinn austantjalds nálægt 1960 og síðan Alþýðubanda- lagið í margbrotnu samhengi fram á níunda áratuginn, þar sem Villa var um skeið í hlutverki varaformanns. Rauði þráðurinn í lífshlaupi hennar var kvenfrelsismál, staða og hlut- skipti konunnar í harðri veröld. Á því sviði lagði hún sjálfa sig að veði og þar markaði hún spor sem lengi munu sjást. Það urðu henni sár von- brigði að flokkurinn sem hún lagði lið þekkti ekki sinn vitjunartíma í þess- um efnum á áttunda áratugnum. Margt hefði farið á annan veg ef hlekkir vanans hefðu ekki haldið Al- þýðubandalaginu í viðjum kynbund- ins misréttis, að ekki sé talað um aðra stjórnmálaflokka. Sá veruleiki hlaut að kalla á uppgjör af hálfu kvenna sem áttuðu sig á eigin stöðu og al- þjóðlegum straumum. Vilborg þekkti ekki aðeins vel til hér heima heldur og erlendis, því að hún gerðist snemma víðförul. Eftir dvöl í Mið-Evrópu á hápunkti kalda stríðsins skynjaði hún mótsagnir og bresti í stjórnkerfi Austur-Evrópu- ríkja sem grófu sína gröf, táknrænt með því að kyrkja vorið í Prag undir skriðdrekum 1968. Einmitt sú borg verður ætíð tengd nafni Vilborgar í huga mínum, en þar heimsótti ég þau Árna á útmánuðum 1957. Við geng- um um götur og torg, litum niður í bjórkjallarana sem gátu verið frá dögum Snorra Sturlusonar og tókum saman sólarhæð að morgni. Önnur svipmynd kemur upp í hugann, Berl- ín veturinn 1961–62. Ég hafði heim- sótt þau hjón sem þá bjuggu vestan megin múrs og ætluðu að fylgja mér yfir landamæri austurs og vesturs. Þar var Árni tekinn í yfirheyrslu ör- yggisvarða um nótt klukkustundum saman. Við biðum í rangala neðan- jarðar undir sjálfu járntjaldinu og vorum staðföst í að fara hvergi en láta eitt yfir öll ganga. Vilborg vand- aði laganna vörðum ekki kveðjurnar. Það hreif að lokum. Þannig var hún, feimulaus og óvægin ef því var að skipta. Ég held hún hefði ekki getað kosið sér betra svið en Snæfellsöræfi á ög- urstund til að kveðja. Hjörleifur Guttormsson. Vilborg Harðardóttir er látin. Enn er höggvið skarð í litla hópinn okkar bekkjarsystranna í Kvennó, það þriðja á tiltölulega stuttum tíma. Ótímabært, alltof fljótt, finnst okkur, en svona er lífið og dauðinn. Okkur finnst, en Guð ræður. Villa hefur ávallt verið okkur mjög kær og minnisstæð frá skólaárunum. Hún var alltaf svo hlaðin krafti, það gustaði blátt áfram af henni. Þegar hún var kölluð upp að töflu gekk hún yfirleitt svo rösklega að okkur fannst að hún myndi áreiðanlega rekast á töfluna. Þessi kraftur hennar og dugnaður átti síðar eftir að fylgja henni í gegn- um lífið og hreint ótrúlegt hverju hún fékk áorkað. Hún var sú eina í hópn- um sem tók þátt í stjórnmálum og op- inberu lífi, og gerði það með sóma, finnst okkur. Í þriðja bekk var hún ein af þeim sem tóku þá ákvörðun að fara í lands- próf og halda áfram námi í Mennta- skólanum í Reykjavík. Á þeim tíma var það nýmæli að stúlkur í Kvenna- skólanum ættu kost á að fara í lands- próf og þurftu þessar stúlkur að taka aukatíma og leggja á sig ýmislegt erfiði, því metnaður skólans var að þær stæðu sig vel. Við hinar vorum fullar af aðdáun og kannski pínulítið öfundsjúkar, svona eftir á. Í maímánuði síðastliðnum hittist hópurinn til að fagna tímamótum. Áttum við saman yndislegan dag, sól skein í heiði þótt lofthiti væri ekki mikill. Villa var með okkur, geislandi falleg og glöð, lék við hvern sinn fing- ur. Að þetta væri síðasti endurfund- urinn grunaði engan. Við komum til með að sakna henn- ar en huggum okkur við að hún hafi greinilega notið lífsins fram á síðustu stund. Börnum Vilborgar, sem og öðrum aðstandendum, sendum við innilegar samúðarkveðjur. Bekkjarsystur úr Kvennaskólanum. Við systur kynntumst Vilborgu innan Rauðsokkahreyfingarinnar fljótlega eftir að hún var stofnuð 1970. Fyrstu árin hélt hreyfingin fundi sína í heimahúsi. Þar fór samt fram kröftug starfsemi og margir hópar að verki. Fljótlega var farið að reyna að finna húsnæði þar sem væri hægt að hafa opna skrifstofu ein- hvern hluta dagsins. Það fékkst í Sokkholti á Skólavörðustíg, á fjórðu hæð fyrir ofan Vouge, beint á móti Hegningarhúsinu. Þar var haldið uppi öflugu starfi. Í Rauðsokkahreyf- ingunni var ekki sérstök stjórn held- ur átti hver og einn að bera ábyrgð á því sem gert var innan hreyfingar- innar og síðan voru tengiliðir sem samræmdu starf hópanna. Meðal þess sem Rauðsokkahreyf- ingin barðist fyrir var frí dagvistun fyrir öll börn, sem þótti algjör goðgá og talað um af þröngsýnu fólki að konur hættu að ala upp börn sín og sinna skyldum sínum á heimilunum. Þótt ekki hafi náðst fram krafan um fría dagvistun fyrir öll börn þá mundi engum detta í hug nú að börn ættu ekki að eiga rétt á dvöl á dagheimili. Ein af þeim konum sem öflugastar voru innan Rauðsokkahreyfingarinn- ar í þá daga var Vilborg Harðardótt- ir. Hún var hamhleypa til allra verka og skipti engu máli að hvaða verki hún vann, hvort sem það voru þrif, kaffiuppáhellingar, fyrirlestrar eða að vinna málefnum hreyfingarinnar sem mest fylgi út á við. Til dæmis var öll starfsemi unnin í sjálfboðavinnu. Fólk skráði sig á vaktir seinni part- inn til að svara í síma og taka á móti fólki. Þar lét Vilborg ekki sitt eftir liggja. Hún vann einnig að blaðaút- gáfu, við blað samtakanna, Forvitin rauð. Hún átti mikinn þátt í að halda fast við og skýra enn frekar það sjón- armið hreyfingarinnar að kvenfrelsi og stéttabarátta væru tengd órjúfan- legum böndum og sýndi mikla stefnufestu þegar vindar blésu frá hægri. Vilborg vann einnig mjög þýðing- armikið starf við ráðgjöf fyrir konur sem áttu í erfiðleikum og leituðu til hreyfingarinnar. Eins og vitað er þá áttu konur ekki í mörg hús að venda innan þjóðfélagsins, ef þær voru órétti beittar. Fór það starf Vilborg- ar fram hljóðlega. Kannski ættu kvensagnfræðingar framtíðarinnar að huga að því starfi þegar fram í sækir. Vilborg sat á Alþingi á árunum 1975–1978 fyrir Alþýðubandalagið og var þar öflugur talsmaður kvenna við að ná fram réttindum sem þykja sjálfsögð nú á dögum. Hún átti mik- ilvægan þátt í setningu laga árið 1975 um ráðgjöf og fræðslu varðandi kyn- líf og barneignir, um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Það var mikill hiti í umræðunum um þessi lög, eitt af mörgum baráttumálum Rauð- sokkahreyfingarinnar með Vilborgu Harðardóttur í broddi fylkingar. Mörg stór orð voru látin falla um það fólk sem vann að framgangi þessara laga og mun Vilborg ekki hafa farið varhluta af því. En hún lét slíkt ekki á sig fá og stóð alltaf upp úr. Þessi lög breyttu aðstæðum kvenna og gaf þeim frelsi yfir eigin líkama. Væri ágætt ef ráðamenn þjóðarinnar myndu framfylgja þessum lögum að fullu með því að hafa ráðgjöf og fræðslu um kynferðismál í lagi og án fordóma. Slíkt hefði verið í anda Vil- borgar. Við vitum að margir aðrir skrifa um aðra þætti í lífi Vilborgar en kynnin af henni á vegum Rauðsokka- hreyfingarinnar verða okkur ævin- lega minnisstæð. Við sendum samúðarkveðjur til barna Vilborgar Harðardóttur og annarra ástvina hennar. Guðrún og Sigríður Kristinsdætur. Dyrabjallan heima hjá mömmu á Fálkagötunni hljómaði öðruvísi þeg- ar Villa ýtti á hnappinn, hringingin var einhvern veginn styttri og ákveðnari. Svo þaut hún upp á þriðju hæð á ljóshraða. Þegar við vorum litl- ar fylgdu þessum spretti svolítil læti því hún var þá ansi oft á góðum hæl- um, þá var ekki um að villast að Villa Harðar var mætt. Síðastliðna viku hafa óteljandi minningar skotið upp kollinum og all- ar tengjast þær Villu: Ógleymanleg jólaboð á Laugaveginum, gönguferð- ir og ferðalög, scrabble-spilakvöld, skærir litir, Derrick og Taggart, póstkort með myndum af körlum sem mamma og Villa sendu sín á milli frá fjarlægum löndum, marenskakan Friðrik, besta kartöflumús í heimi, tárin sem komu fram í augun á henni þegar hún hló og svo margt margt fleira. Öllum þessum minningum fylgir gleði og léttleiki. Villa kenndi okkur með vináttu sinni og lífi að þora, geta og vilja. Fyrirmyndir á borð við hana eru vandfundnar. Elsku Mörður, Ilmur, Dögg, Helga, Árni og fjölskyldur, við vott- um ykkur okkar innilegustu samúð. Ásgerður og Kristín (Ása og Stína Solludætur.) Okkur stöllur setti hljóðar er hing- að bárust fréttir um skyndilegt and- lát Vilborgar vinkonu okkar og félaga í bókaheiminum til margra ára. Vil- borg var mikil kjarnorkukona og átt- um við því láni að fagna að njóta sam- vista við hana í tengslum við margar uppákomur er tengjast starfi okkar hér heima og erlendis. Vilborg vann störf sín sem framkvæmdastjóri Fé- lags íslenskra bókaútgefenda af sam- viskusemi og nákvæmni en sýndi þó ávallt sveigjanleika og umburðar- lyndi sem oft reyndist nauðsynlegt þegar gaf á bátinn í vertíðinni. Vil- borg var einnig góður félagi þegar viðskiptunum sleppti og höfum við átt margar eftirminnilega stundir með henni í gegnum tíðina, má þar nefna skemmtilega ferð til Kaup- mannahafnar þar sem við unnum bæði hörðum höndum og nutum lífs- ins saman í borginni við sundið. Vil- borg skilur eftir sig stórt skarð sem erfitt verður að fylla. Við áttum ávallt hauk í horni þar sem þessi sómakona var og munum við sakna vinar í stað. Blessuð sé minning hennar. Hildur Hermóðsdóttir og Þóra Sigríður Ingólfsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Vil- borgu Harðardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.