Morgunblaðið - 23.08.2002, Side 19

Morgunblaðið - 23.08.2002, Side 19
Reuters Twin Otter-flugvélin frá nepalska flugfélaginu Shangri-la á slysstað í um 140 km fjarlægð frá höfuðborginni, Katmandu. ÓTTAST er að 63 hafi farist í tveimur slysum í Nepal í gær. Tal- ið var að að minnsta kosti 45 manns hafi látist er rúta fór út af vegi og hrapaði ofan í á, að því er lögregla greindi frá. Átján fórust, þar af 15 erlendir ferðamenn, er flugvél hrapaði í illviðri í vestur- hluta landsins. Rútan var á leið frá höfuðborg- inni, Kathmandu, til Myagdi- héraðs í Vestur-Nepal. Slysið átti sér stað um 80 km frá Kathmandu. Flugvélin, sem var tveggja hreyfla af gerðinni Twin Otter, hrapaði þegar hún átti eftir nokkrar mín- útur ófarnar að flugvellinum í Pokhara, sem er 225 km vestur af höfuðborginni. Ferðamennirnir sem fórust voru flestir frá Þýska- landi, 13 að tölu auk Bandaríkja- manns og Breta. Í áhöfninni voru þrír, allir frá Nepal. Miklar monsúnrigningar hafa staðið að undanförnu, og er talið að vont veður hafi verið orsök slyssins. Tugir manna fórust í Nepal  ! !" #$"     # %   &   $  '  ()  '' &* ) & ,(( 4  5& 6& & *,-. 78 98 4:8 (  *+, ;< = .  " %        >   6& & 5& 1    $? Kathmandu. AFP. ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 19 ÞEGAR hann Mark litli Ashby, sjö ára gamall, sneri aftur í skól- ann að loknu sumarleyfi var hon- um umsvifalaust sagt að hypja sig heim. Ástæðan var sú, að hann var með indíánaklippingu og hárið litað blátt. Foreldrar hans höfðu viljað verðlauna hann fyrir góðar einkunnir á síðasta skólaári og þetta var það, sem hann vildi, enda indíáni að fjórð- ungi. Skólastjórinn vitnaði hins vegar í lög og reglur, sem segja, að börnin eigi að vera þokkalega klædd og þau megi ekki flagga neinu, sem geti haft truflandi áhrif. Ashby litli er kominn aftur í skólann með þvegið hár og skjanna en foreldrar hans hafa kært málið til bandarísku borg- araréttindasamtakanna. Óskammfeil- inn þjófur LÖGREGLAN í Melbourne í Ástralíu skoraði í gær á fólk að aðstoða sig við að finna bíræf- inn þjóf, sem notaði gaffallyft- ara við að stela heilum hrað- banka um hábjartan dag og lúsast síðan með hann um götur borgarinnar á mesta annatíma. Gerðist þetta síðastliðinn mánu- dag og þeim fáu, sem datt í hug að spyrja manninn hvað hann væri að gera, var sagt, að hrað- bankinn þyrfti viðgerðar með. Stóð hann í anddyri stórversl- unar og er haft eftir fólki, að maður í búningi öryggisvarðar hafi verið á staðnum en ekki er vitað hvort hann var í slagtogi með þjófinum. Hraðbankann sveipaði hann svörtu plasti og fór síðan á gaffallyftaranum út í umferðina þar sem hann var til mikilla trafala. Síðan hefur ekkert til hans spurst. Glæpsamlegt gat á lögunum YFIRVÖLD í Ástralíu sögðu í gær, að skattalögin yrðu tekin til endurskoðunar í framhaldi af því, að dómstóll heimilaði eitur- lyfjasala að færa til frádráttar á skattskýrslu eiturlyfjafé, sem stolið var af honum. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu, að samkvæmt alríkislögum væri eiturlyfjagróði skattskyldur og þess vegna mætti líka færa tap í þeim viðskiptum til frádráttar. Peter Costello, fjármálaráðherra Ástralíu, sagði í gær, að ljóst væri, að nýrra laga væri þörf til að girða fyrir hneyksli af þessu tagi. Margir furða sig hins vegar á því, að lögreglan eða dómstóll- inn skuli ekki hafa reynt að gera eiturlyfjagróðann og þar með tapið líka upptækt. Blátt bann við bláu hári LEIÐTOGAR herforingjastjórnar- innar sem var við völd í Argentínu 1976–1983 töldu að ráðamenn í Washington væru reiðubúnir að leiða hjá sér þær blóðugu aðgerðir sem herforingjastjórnin beitti í því skyni að uppræta virka stjórnarand- stöðu vinstrisinna í landinu. Yfir 9.000 manns týndu lífi eða hurfu í þessu „skítuga stríði“, eins og að- gerðirnar hafa verið nefndar. Kem- ur þetta fram í bandarískum stjórn- arskjölum, sem leynd hefur nú verið létt af. Í símskeyti undirrituðu af þáver- andi sendiherra Bandaríkjanna í Buenos Aires, Robert Hill, segir að utanríkisráðherra herforingja- stjórnarinnar hafi snúið heim úr heimsókn til Washington „sann- færður um að bandaríska ríkis- stjórnin geri sér enga rellu út af“ mannréttindamálum í Argentínu. Í skeyti Hills segir að utanríkis- ráðherrann, Carlos Guzzetti aðmír- áll, hafi látið þessi orð falla eftir við- ræður við Nelson Rockefeller, þáverandi varaforseta Bandaríkj- anna, og Henry Kissinger utanrík- isráðherra í hálfs mánaðar heimsókn í Washington og í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. „Er Guzzetti hélt til Bandaríkj- anna átti hann fastlega von á því að fá að heyra ótvíræð aðvörunarorð varðandi meðhöndlun ríkisstjórnar hans á mannréttindamálum; þess í stað sneri hann heim sigri hrós- andi,“ skrifaði Hill í skeytinu til yf- irboðara sinna. Árangur áralangrar baráttu mannréttindasamtaka Þetta skeyti Hills var meðal 4.677 síðna af gömlum stjórnarskjölum, sem bandaríska utanríkisráðuneytið opnaði aðgang að á mánudaginn. Var aðgangurinn heimilaður í kjöl- far áralangrar baráttu fólks sem á um sárt að binda eftir „skítuga stríð- ið“ og bandarískra mannréttinda- samtaka sem hafa látið sig málið varða. Þau hafa haldið því fram að ríkisstjórn Geralds Fords Banda- ríkjaforseta hafi lítið gert til að fæla argentínsku herforingastjórnina frá því að beita dauðasveitum gegn and- stæðingum sínum, jafnvel þótt bandaríska sendiráðið í Buenos Air- es hefði ítrekað kvartað við þarlend stjórnvöld yfir mannshvörfum og pyntingum á tugum bandarískra ríkisborgara í landinu á þessum tíma. William Rogers, sem var aðstoð- ar-efnahagsmálaráðherra í ríkis- stjórn Fords, segir að Kissinger hafi ítrekað tjáð erindrekum herfor- ingjastjórnarinnar að barátta henn- ar gegn hryðjuverkjum í Argentínu yrði að fara fram innan ramma lag- anna. Gagnrýnendur Kissingers hafa lengi haldið því fram að í utanrík- isstefnunni sem hann framfylgdi hefði tilgangurinn oft verið látinn helga meðalið, bæði í Suður-Amer- íku, Suðaustur-Asíu og víðar. Í Chíle hafa samtök fólks sem á um sárt að binda eftir stjórnartíð herforingja- stjórnarinnar þar í landi hafið lög- sókn gegn honum og nokkrum sam- starfsmönnum hans frá þessum tíma fyrir meintan stuðning þeirra við Condor-áætlunina, leynilega áætlun hægrisinnaðra einræðisstjórna í Argentínu, Chile, Bólivíu, Brasilíu, Paragvæ og Úrúgvæ um samstilltar aðgerðir gegn stjórnarandstæðing- um. Bandarísk skjöl um „skítuga stríðið“ í Argentínu Herforingjastjórnin taldi Bandaríkjastjórn sátta Buenos Aires, Washington. AP, LATWP. ALÞJÓÐLEG þingmannasamtök er berjast fyrir löggjöf sem stuðli að jafnvægi í náttúrunni, GLOBE, sendu í sumar Efnahags- og þróun- arstofnuninni (OECD) bréf þar sem gagnrýnt var að alþjóðlegar reglur um útflutningsaðstoð við fátæk lönd tækju ekki nægilegt tillit til sjón- armiða umhverfisverndar. Var sagt að reglurnar væru oft í ósamræmi við samþykktir sem aðildarríki OECD undirrituðu fyrir tíu árum á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Rio de Janeiro um sjálfbæra þróun. Bréfið var sent Donald Johnston, framkvæmdastjóra OECD, og ritaði alls 31 þingmaður undir það. Meðal þeirra var Kristján Pálsson alþing- ismaður sem er einn af liðsmönnum GLOBE. Johnston var hvattur til að koma á fót nýjum vinnuhópi um fjárstuðning við útflutning og sjálf- bæra þróun þar sem lítill árangur hefði orðið af starfi OECD á þessu sviði fram til þessa er stýrt hefði verið af sérstakri nefnd á vegum stofnunarinnar. Tillögur nefndarinnar um um- bætur á þessu sviði fullnægðu alls ekki kröfum sem ráðherrar OECD- landanna hefðu samþykkt á fundi sínum í tengslum við G-8-fund árið 1999. Vissulega hefðu 24 stofnanir er annast fyrirgreiðslu til útflutn- ings í þróunarlöndum náð sam- komulagi um drög að vinnureglum í desember 200. En talsmenn GLOBE segja að það hafi umrædd- ar stofnanir gert vegna þess að drögin hafi ekki gert ráð fyrir nein- um breytingum. Á hinn bóginn hafi Japanir samþykkt skýrar vinnu- reglur sem alþjóðlegar umhverfis- stofnanir álíti að séu til fyrirmynd- ar. GLOBE-samtökin segja að opin- berar stofnanir sem veita útflutn- ingsgreinum fjárhagsaðstoð grafi með stefnu sinni undan alþjóðlegum samþykktum um umhverfisvernd sem gerðar hafi verið frá lokum Rio-ráðstefnunnar „með því að fjár- magna útflutning er byggist á að- ferðum sem oft eru í ósamræmi við grundvallaratriði sjálfbærrar þró- unar“. Hvatt er til þess að tekið verði á þessum málum á alþjóðaráð- stefnu SÞ um sjálfbæra þróun sem hefst í Jóhannesarborg í næstu viku. Reglur OECD um þróunaraðstoð gagnrýndar Vantar tillit til umhverfisverndar mbl.isFRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.