Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 15 Garðeigendur Seljum á kr. 490 margar tegundir af stórum og fallegum runnum. Sírenur og fleira á kr. 660. Skuld, gróðrastöð, Lynghvammi 4, Hafnarfirði, s. 565 1242. Í HEIMSÓKN forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, í Eyjafjarðar- sveit á dögunum afhenti Anton Ant- onsson, trélistamaður frá Gilsá í Eyjafjarðarsveit, forsetanum út- skorna gestabók sem er gjöf til ís- lensku þjóðarinnar í tilefni landa- fundaafmælisins árið 2000. Í tilefni af þessum tímamótum ákvað Anton að framleiða fáeina tugi útskorinna gestabóka og jafn- framt að tvö fyrstu tölusettu eintök- in yrðu gjafir til Íslendinga og Bandaríkjamanna. Bók númer 2 var á sínum tíma afhent Hillary Clinton, þáverandi forsetafrú Bandaríkj- anna, þegar hún kom í heimsókn til Íslands í tilefni af ráðstefnunni Kon- ur og lýðræði við árþúsundamót en sú ráðstefna var haldin árið 1999. Anton hefur þegar fengið staðfest- ingu á því að bókin er nú varðveitt í Hvíta húsinu í Washington. Tækifæri hafði ekki gefist fyrr en nú fyrir forseta Íslands að veita gjafaeintakinu til íslensku þjóð- arinnar viðtöku í Eyjafjarðarsveit. Ólafur Ragnar Grímsson sagði við þetta tækifæri að þessum vandaða og fallega grip yrði fundinn staður á forsetasetrinu á Bessastöðum. Við sama tækifæri afhenti Anton Ant- onsson forseta Íslands og fjölskyldu hans útskorna bók til minningar um Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur forsetafrú. Anton Antonsson trélistamaður afhenti forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, aldamótagestabókina sem gjöf til íslensku þjóðarinnar. Íslensku þjóðinni færð aldamótagestabók að gjöf HALLDÓR Ásgeirsson opnar myndlistarsýningu í Safnasafn- inu á Svalbarðsströnd laugar- daginn 24. ágúst kl. 14.00. Myndlistarverkið sem Halldór sýnir heitir „....og gá þar að orði sem kynni samt að ná yfir alla veröldina.“ Tilvitnunin er úr ljóði eftir Sigfús Daðason skáld. Verkið er annars vegar sam- tal ólíkra stafa, sem hafa verið teknir upp úr ritmálum heims- ins og hins vegar endurbrædds hrauns sem hefur verið límt á hvíta matardiska. Svartur hraunglerungurinn minnir á myndletur og rímar á móti tölvuprentuðum stöfunum. Saman myndar þetta eina rým- isheild. Halldór Ásgeirsson fór í framhaldsnám í myndlist til Frakklands. Hann hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýning- um heima og erlendis og sett upp einkasýningar sem hafa fengið lofsamlega dóma. Sýn- ingin í Safnasafninu stendur til 15. september og er opin alla daga frá kl. 10–18. Halldór sýnir í Safna- safninu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.