Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 44
FÓLK Í FRÉTTUM 44 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Minority Report Stórfengleg afþreying frá Spielberg, bæði dulúðug framtíðarsýn og spennandi glæpa- reyfari. Ein af myndum ársins. Amen. (S.V.) Smárabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó, Sam- bíóin (Akureyri) About a Boy Hugh Grant fer fyrir einstökum leikhópi og myndin er undur vel gerð og skrifuð. Frábær skemmtun. (S.V.) Háskólabíó, Sambíóin Fríða og Dýrið Það er svo gaman að sjá þetta fallega æv- intýri einu sinni enn, þar sem Dýrið þarf að vinna ástir ungrar konu til að eiga aftur- kvæmt úr álögunum. Yndisleg saga, frábær tónlistaratriði (líka það nýja) og fallegar teikningar. Fín íslensk talsetning gerir þetta enn skemmtilegra. Allir í bíó! (H.L.)  ½ Sambíóin, Háskólabíó Maður eins og ég Róbert Douglas nálgast raunveruleikann (miðað við Drauminn) í gráglettinni mynd um brösuglegt ástalíf ráðvillts svartsýnismanns. Dálítið glompótt en góð afþreying með Þor- stein Guðmundsson fremstan í fínum leik- hópi. (S.V.)  Sambíóin, Háskólabíó Eight Legged Freaks Ein frísklegasta kvikmyndin í bíóhúsunum í dag. Skörp og vel skrifuð skrímslamynd í anda vænisjúkra B-hrollvekja 6. áratugarins. Prýðileg skemmtun. (H.J.)  Sambíóin The Mothman Prophecies Vönduð mynd og áhrifarík sem byggist laus- lega á sönnum yfirnáttúrulegum atburðum. Góðir leikarar njóta sín vel og áhorfandinn er á taugum allan tímann. (H.L.)  Sambíóin, Háskólabíó Novocaine Gott spennudrama þar sem unnið er á með- vitaðan hátt með noir-kvikmyndahefðina. Steve Martin er frábær í aðalhlutverkinu. (H.J.)  Háskólabíó The Sum of All Fears Myrk og óvægin Tom Clancy-mynd, sem fjallar um viðkvæmt ástand heimsmála. Hollywood-bragur dregur þó úr áhrifamætt- inum. (H.J.) Sambíóin, Háskólabíó Men in Black II Þokkaleg afþreying sem fetar að mestu leyti í gömlu góðu fótsporin. (S.V.) ½ Smárabíó Murder by Numbers Í anda Rope eftir Hitchcock og vinnubrögð Barbets Schroeder eru öll hin fagmannleg- ustu. Morðsagan sjálf er hins vegar fullfyr- irsjáanleg. Ungu leikararnir standa sig best. (S.V.)  ½ Sambíóin Scooby Doo Fjallar um krakkana og hundinn í Ráðgátum hf. sem lenda nú á draugaeyju. Ósköp svip- uð sjónvarpsþáttunum, með álíka lélegum húmor, en þó ekki jafnfyrirsjáanleg. Og krakkarnir skemmta sér vel. (H.L.)  ½ Reign of Fire Gamli góði B-vísindahrollurinn kominn aftur í fullu fjöri. Hrá, grá og notalega vitlaus. (S.V.)  ½ Laugarásbíó, Regnboginn, Borgarbíó Villti folinn Rómantísk og ljóðræn teiknimynd um frjáls- an hest í villta vestrinu og hættulegum fyrstu kynnum hans af mannskepnunni. Fallegar teikningar, ágæt saga en leiðinleg tónlist. (H.L.)  Sambíóin, Háskólabíó Big Trouble Ein af misheppnuðu myndum hins stórgóða Sonnenfeld. Handritið er skrykkjótt, brand- ararnir fúlir og leikararnir standa sig ekki nógu vel þrátt fyrir stjörnustimpil. Ljósir punktar inn á milli. (H.L. ) Sambíóin Clockstoppers Gamaldags fjölskyldumynd um unglingspilt sem lendir í tæknivæddum ævintýrum. Sómasamleg skemmtun sem skilur þó lítið eftir sig. (H.J.) Háskólabíó Pétur Pan 2: Aftur til Hvergilands Pétur Pan berst enn við Kaftein Krók og nú með hjálp Jónu dóttur hennar Vöndu. Ósköp sæt mynd en heldur tíðindalítil og ófrumleg. (H.J.) Sambíóin, Háskólabíó. The Sweetest Thing Gamanmynd með Cameron Diaz sem er góðra gjalda verð, birtir glaumgosalíferni ungra kvenna í opinskáu og ögrandi ljósi. Því miður er framsetningin frá fyrstu stund of til- gerðarleg og ýkt, og myndin því misheppnuð. (H.J.) Smárabíó, Regnboginn, Borgarbíó. Big Fat Liar Atburðarásin leiðist úr sæmilegri sögu um dreng sem þarf að læra að ljúga minna í dæmigerða sadíska hefndarmynd í anda Home Alone. Þessi tilraun er allmisheppnuð. (H.J.)  ½ Sambíóin Háskólabíó Herra Bones Ófyndið þunnildi frá S-Afríku sem minnir mest á slagorð Idioterne: Vitlaus mynd, gerð af vitleysingum fyrir vitleysinga. (S.V.) ½ Sambíóin BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn „Þegar sólin sest í suðri“ - Valur segir Qui frá fornri frægð í íslensku myndinni Maður eins og ég, sem Sæbjörn Valdimarsson segir grá- glettna og góða afþreyingu. Úlfar í sauðargæru (Backflash) Spennumynd Bandaríkin 2001. Góðar stundir VHS. (90 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leik- stjórn Philip J. Jones. Aðalhlutverk Ro- bert Patrick, Jennifer Esposito, Melissa Joan Hart, Colm Meaney. ÞESSI var framleidd fyrir myndband og DVD, að sögn fram- leiðenda, þótt eflaust hafi upphaf- legt markmið, líkt og allra ann- arra, verið að hún yrði óvæntur smellur, a la Tarantino. Tortímandinn og Ráðgátumað- urinn Robert Pat- rick leikur eig- anda súrrar myndbandaleigu í krummaskuði sem orðinn er þyrstur í eitthvert ævin- týri. Þorstanum svalar ung föngu- leg stúlka sem virðist bangin og á flótta undan laganna vörðum og jafnvel ein- hverjum fleirum. Hann ákveður að hjálpa henni og kemst brátt að því að hún er nýsloppin úr steininum og er á leið að sækja ránsfeng sem hún býðst til að deila með honum. En auðvitað er maðkur í mysunni og enginn reynist sá sem hann í fyrstu sýndist, eins og vera ber í fléttumynd sem þessari. Það er hreint magnað hversu ginnkeyptir kvikmyndgerðarmenn vestra eru fyrir brambolti smá- krimma í krummaskuðum hinnar miklu víðáttu Norður-Ameríku. Tvennt ræður ugglaust mestu um val á sögusviði; hversu dularfullt það getur verið og spennuþrungið, með allri sinni einangrun og rjúk- andi sólarhita en einnig mætti segja manni að það teldist væn- legur kostur þegar þröngt er skor- inn stakkurinn þar sem pyngjan er annars vegar. Red Rock West er skýrt dæmi, Wild at Heart annað, bara svo þær fyrstu sem koma upp í hugann séu nefndar. Backflash á samt lítið annað en sögusviðið skylt við þær myndir því fúttið vantar alveg í hana, þótt ágætlega sé hún leikin. Hún er því aðeins fyrir hörðustu unnendur krummaskuðskrimma og þá sem ekkert annað hafa að gera. Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Krumma- skuðs- krimmar                                                       ( /  ,  / ", "# */ )   )/ ?  "# (      /    7' 1   ,   -  - 7 7 "#-*" =    !, (  ! /   # * &   '  1   , 2-<, 5    ,    "?-"#         /            "-"#&         Eva³ */   )  )/   ?  +  /  %*            !" !# Taktu holu í höggi á kátustu krá bæjarins um helgar Opið til kl. 5.30 HAFNARSTRÆTI 4 Fer fram á golfvelli Odds í Urriðavatnsdölum Laugardaginn 24. ágúst Skráning í síma 565 9092 eða á www.golf.is/go Opna Fosters/Dubliner Golfmótið 2002 Gati›r í stemmingu alla helgina á Dubliner! Hljómsveitin í i lj i i Saga Class Vesturgötu 2 sími 551 8900 í kvöld MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 31. ágúst kl 20 Ath: örfáar sýningar í haust Stóra svið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is AND BJÖRK OF COURSE e. Þorvald Þorsteinss. Lau 31. ágúst kl 20 í Herðubreið, Seyðisfirði Leikferð ÁSKRIFTARKORT Endurnýjun áskriftarkorta hefst mánudaginn 26. ágúst VERTU MEÐ Í VETUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.