Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ALLIR þessir fjölmiðlar sem maður alls staðar neyðist til að lifa og hrær- ast með. Yndislegir! Og menn geta ekki verið án þeirra. Hræðast þá til- hugsun hvað tekur við þegar mann- kynið leggur þá niður fyrir fullt og allt. Til að skrifa um það sem er ástríða manns verður maður að færa til at- hyglissvið sitt, eða í þessu tilviki, frá virkri hlustun til meðvitaðrar hlust- unar því útvarp er m.a. ástríða mín. Hér kemur stutt yfirlitságrip úr dagskrárbroti nokkurra stöðva ég byrja daginn á að kveikja á FM95,7 og hlusta vegna þeirrar ánægju sem góð tónlist gefur – ég er ákveðin í að hlusta ekki lengur en þar til stöðin fer að pirra mig sem ég veit að þær munu allar gera, sérstaklega vegna auglýsinga og annarra innskota. FM er sú útvarpsstöð sem kemst næst því að hafa frekar litla endurtekn- ingu á tónlist miðað við margar aðrar stöðvar sem hljóma í fljótu bragði eins og þær spili allar sömu lögin. Sjóræningjastöðin, sem ég kalla svo, er 88,5 og er þetta gagnvirkt út- varp þar sem aðeins hlustendur ráða hvaða lög eru spiluð og fyrir þá sem hvorki eru með gemsa eða Netið á maður bágt með að átta sig á þessari stöð og þó er þetta stöðin sem bjarg- ar geðheilsu manns m.a. vegna þess að maður kann ekki öll lögin utan að. Hásir negrar og létttruflaðir rapp- arar kyrja þar á ensku, íslensku og sænsku. Þá fer ég á útvarp Sögu 94,3 og heyri hvað verið er að spjalla um þar. Margt fróðlegt. Athuga RÚV. Út- varpssaga. Ætla að athuga Bylgj- una. Gott lag í bili. Rás tvö, athuga málið. Næsti bær við, þokkalegt lag. Er nú að reyna að komast að því á hvaða stöð ég er að hlusta, þarf ekki að hafa fyrir því, þeir eru svo iðnir og tilkynna á hvaða stöð þeir eru, þess- ar elskur. Hlusta og þykir þetta fal- legt lag og góður texti. Nornahlátur í Nettóauglýsing- u…auglýsingar á mat. Bítandi… „Bylgjan!“ Tölvuröddin aftur í ann- arri tóntegund og líkt og nartar í öxl- ina á manni. Símaviðtal við ungan mann úti í sveit og það er slegið á létta strengi…spurningaleikir og vinningar í boði. Ákveðin í að halla mér og hlusta að gamni mínu. Nýtt gamalt lag – þau eru best. Hvar, jú hér og þar og alls staðar er vitið að finna. Næstu bæir við X-ið eru kristilegu stöðvarnar og kostirnir við að hlusta á þær eru margir og lagavalið er til fyrirmyndar. Barnarásin – oft góð. Klassík FM og Jazz-rásin kærkomn- ar tilbreytingar. Létt hvíld frá öllum hinum. Komin aftur í hressinguna þarf varla nokkuð annað til að skemmta mér við – hækka bara mús- íkina. Fæ mér vatn og poppkorn. Flýti mér að skanna yfir restina af stöðvunum og ef ég finn ekkert bita- stætt þá heiti ég að slökkva á þessu fyrir fullt og allt. En…það verður að segjast eins og er, það er ömurlegt að verða að borga skylduáskrift af þessu þegar svo margar stöðvar senda út ókeypis. BBC uppfyllingin og mann langar að heyra íslensku. Stereó…stöð sem ég á eftir að kynna mér betur – flýti mér að rúlla yfir. Aðeins tvær stöðvar eftir. Og enda lengst til vinstri á stöð sem heitir Vitund og er til slökunar. Þegar hér er komið sögu og ég heyri æi æi æijæ jeó – slekk ég á tækinu og fæ mér tyggjó. Þegar dagur verður kominn að kveldi, veit ég að ég mun enn á ný taka með mér vasdiskóið í rúmið og muna að allir fjölmiðlar eru ágætir hver á sinn hátt, set heyrnartólin á höfuðið og ég mun sofna út frá ljúfri laglínu. Því þrátt fyrir að hafa leyft þessum stöðvum að bókstaflega garga á sig og heimta af sér, að koma þetta eða hitt eða að fá sér þetta eða hitt – get ég verið ánægð með að ég er það viljasterk að ekkert af þessu hrífur. Ég kaupi síst af öllu það sem er auglýst og fer aldrei á þær skemmtanir eða uppákomur sem til- kynntar eru freklega, og auglýstar gróflega í útvarpi. Með kveðju og í þeirri von að ég fái að sleppa við afnotagjöldin. AÐALHEIÐUR SIGURBJÖRNSDÓTTIR, listaskáld, Hólmgarði 29, Reykjavík. Er vit í útvarpinu? Frá Aðalheiði Sigurbjörnsdóttur: Bómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050 Skólavörðustíg 21, sími 551 4050. Viskustykki Til í níu munstrum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.