Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁKVEÐIÐ hefur verið að rífa húsið að Framnesvegi 23 í Reykjavík að kröfu byggingafulltrúans í Reykja- vík. Fram kemur í gögnum frá lög- reglu að húsið hafi verið tímabund- inn staður heimilislausra auk þess sem eldhætta er talin geta stafað af því. Um er að ræða lítið timburhús og fastan ásteyptan bílskúr sem standa á horni Framnesvegar og Öldugötu. Segir í bréfi lögreglu til bygginga- fulltrúa að húsnæðið sé mjög lélegt, það skapi eldhættu og mikill sóða- skapur sé af því. Þá er á það bent að húsið hafi verið tímabundinn sama- staður heimilislausra einstaklinga og unglinga. Af útprentun úr dagbók lögreglu má ráða að mikið hafi verið um innbrot í húsið í gegnum tíðina auk þess sem fjöldi útkalla hafi orðið á staðinn vegna rúðubrota og skemmda. Í bréfi byggingafulltrúa til Skipu- lags- og bygginganefndar Reykja- víkur segir að húsið hafi staðið autt í nokkur ár og unnið hafi verið að til- lögugerð um byggingu á lóðinni án þess að niðurstaða hafi fengist. Hins vegar hafi lóðin verið til ama fyrir nágranna „auk þess sem erfitt hefur verið að halda útigangsfólki frá hús- inu“. Þrátt fyrir að sú vinnuregla sé við- höfð að leyfa ekki niðurrif fyrr en uppbyggingaráform liggja fyrir samþykkti skipulags- og bygginga- nefnd þá tillögu byggingafulltrúa að krefjast niðurrifs hússins og hefur eigandi þess samþykkt það. Timburhús á horni Framnesvegar og Öldugötu rifið Athvarf heimilislausra sem skapar eldhættu Morgunblaðið/Árni Sæberg Húsið er sagt í niðurníðslu og til ama fyrir nágrannana en töluvert hefur verið um innbrot í það. Vesturbær Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hafa borist þrjár kærur vegna deiliskipu- lags Skuggahverfis sem sam- þykkt var í borgarráði í apríl síðastliðnum. Um er að ræða þann hluta hverfisins sem afmarkast af Skúlagötu, Klapparstíg, Lind- argötu og Frakkastíg. Er það helst nýtingarhlutfall svæðis- ins og hæð fyrirhugaðra bygginga sem er gagnrýnt í hinu nýja deiliskipulagi. Að sögn Hjalta Steinþórs- sonar hjá Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála mun nefndin í framhaldinu afla sér frekari gagna um málið og umsagna frá hags- munaaðilum áður en úrskurð- að verður. Hefur nefndin til þess þrjá mánuði samkvæmt reglugerð en þar sem fyrir- liggjandi málafjöldi hjá nefnd- inni er mikill segir Hjalti mega búast við að afgreiðsla málsins taki eitthvað lengri tíma. Deiliskipu- lag kært Skuggahverfi BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt tilboð Ásbergs ehf. í gerð knattspyrnuvalla við Fossaleyni í Grafarvogi. Upp- hæð tilboðsins er tæpar 39 milljónir króna. Að sögn Gísla Árna Eggerts- sonar, aðstoðarframkvæmda- stjóra Íþrótta- og tómstunda- ráðs Reykjavíkur, er um að ræða tvö svæði við hliðina á hinni nýju Egilshöll þar sem hægt verði að leika knatt- spyrnu útivið. Annars vegar verði gerður malarvöllur í fullri stærð og hins vegar grasi lagt æfingasvæði. „Þarna er verið að bæta við íþróttasvæðið án þess þó að vellirnir séu á vegum íþrótta- hallarinnar sem slíkrar heldur er þetta gert í samráði ÍTR og Íþróttabandalags Reykjavík- ur,“ segir Gísli. „Þetta mun standa Fjölni og öðrum íþróttafélögum til boða í fram- tíðinni.“ Áformað er að framkvæmdir við vellina verði í tveimur áföngum en stefnt er að lokafrágangi þeirra á næsta ári. Knatt- spyrnuvell- ir komi við Egilshöll Grafarvogur BÆJARSTJÓRN Mosfells- bæjar hefur samþykkt að auglýsa breytingu á deili- skipulagi svokallaðrar Kvía- bryggju. Um er að ræða svæði gróðrarstöðvarinnar Mos- skóga inni í Mosfellsdal. Að sögn Tryggva Jónssonar bæj- arverkfræðings hafa rekstr- araðilar Mosskóga áhuga á að byggja á svæðinu einnar hæð- ar, 120 fermetra hús sem ætl- að er undir veitingastarfsemi. „Þeir hafa verið þarna á sumrin með útimarkað og þetta á að tengjast þeirri starfsemi,“ segir Tryggvi og bætir því við að í framtíðinni sé með skipulaginu opnað fyr- ir frekari uppbyggingu í kringum gróðrarstöðina. Veitingahús við Mosskóga Mosfellsbær BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- færslu á framkvæmdum í miðborg- inni til að hraða endurgerð á hluta Skólavörðustígs. Ekki er talið ráðlegt að ljúka framkvæmdum við alla göt- una á haustmánuðum. Unnið er að endurgerð neðri hluta Skólavörðustígs og í bréfi borgar- verkfræðings til borgarráðs kemur fram að gert sé ráð fyrir að fram- kvæmdunum, sem ná upp að Týsgötu, ljúki 15. september. Kemur fram í bréfinu að óskað hafi verið eftir því að endurgerð á ofanverðum Skólavörðu- stíg upp að Skólavörðuholti yrði hrað- að þannig að henni yrði lokið í haust. Bent er á að áætlaður kostnaður við slíka framkvæmd yrði 130–160 milljónir króna og að hún tæki 5–6 mánuði. Óheppilegt sé að vinna við yf- irborðsfrágang í nóvember og desem- ber og því sé ekki ráðlagt að fara í framkvæmdina í heild á þessum tíma. Dregið úr kostnaði annars staðar „Hins vegar væri mögulegt að taka fyrir lítinn áfanga sem næði yfir gatnamótin við Týsgötu. Slíkt verk væri unnt að hefja eftir u.þ.b. 2 vikur og stæði verkið í 3–4 vikur,“ segir í bréfinu sem dagsett er 20. ágúst síð- astliðinn. Kemur fram að draga þyrfti úr framkvæmdum annars staðar, t.d. á Skólavörðuholtinu, yrði þetta ákveðið til að heildarkostnaður miðborgar- framkvæmda yrði ekki hærri en gert er ráð fyrir í þriggja ára áætlun. Mælt er með því að það sé gert og hefur borgarráð sem fyrr segir samþykkt það. Endurgerð á hluta Skólavörðu- stígs hraðað Miðborg FRÁGANGUR á endurbættu Hafnarstræti í Reykjavík stendur yfir og þessir fílefldu karlmenn voru við kantsteinalögn er ljós- myndari átti þar leið hjá. Vissara er að hafa hallamál við höndina og fleiri tól til að verkið heppnist sem best. Morgunblaðið/Jim Smart Hallamælt í Hafnarstræti Miðborg SKÓLASTJÓRI Selásskóla hefur aflýst allri kennslu við skólann þar til á miðvikudag í næstu viku sökum þess að ekki hefur tekist að ljúka gerð viðbyggingar við skólann sem átti að vera lokið. Örn Halldórsson skólastjóri segist harma mjög þessa ákvörðun en við þessu hafi ekkert verið að gera. Í gær voru nemendur og foreldr- ar boðaðir í skólann samkvæmt áður auglýstri dagskrá þar sem ákvörð- unin var tilkynnt. Örn segir að nem- endur og foreldrar hafi sýnt skilning á frestun á skólastarfi og að hann hafi ekki heyrt neinar óánægjuradd- ir hingað til. Börnin voru send heim með miða frá skólanum þar sem þeim er gert að mæta í skólann sam- kvæmt stundatöflu nk. miðvikudag. „Ég hafði spurnir af því að það hefði mælst frekar illa fyrir þar sem skólastarfi var frestað um dag og dag. Þarna ákvað ég að taka skrefið þetta langt og þá getur fólk gert ráðstafanir fram að þeim tíma,“ seg- ir Örn. Hann segir að kennsla muni hefjast á miðvikudag, sama hvernig ástandið verður. Að hans sögn hefur legið í loftinu um nokkra hríð að fresta yrði kennslu um einhverja daga en hóp- ur iðnaðarmanna er enn að störfum í skólanum og á eftir að ljúka við frágang á ýmsum lögnum og minni- háttar smíðavinnu, auk þess sem eftir er að þrífa skólann, að sögn Arnar. Í fyrradag skoðaði Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri skólann og í framhaldinu var haldinn fundur með kennurum og starfsfólki skól- ans þar sem sú ákvörðun var til- kynnt að skólastarfi yrði frestað. Eldri byggingin full af kennslugögnum Selásskóli verður einsetinn í fyrsta sinn í vetur og er nýbygg- ingin liður í einsetningu skólans. Byggingin sem um ræðir er rúmir 1.500 m² að stærð en þar verður kennslurými fyrir níu bekki, sam- tals tæplega 200 nemendur, ásamt skólasafni og tölvustofu. Í skólanum eru alls 411 nemendur en mikið af gögnum, sem nota á við kennslu og voru í færanlegum kennslustofum sem verða nú teknar úr notkun að hluta, er sem stendur í gömlu byggingunni, sem er yfirfull. Til viðbótar er töluvert magn af nýj- um húsgögnum, sem nota á í nýju viðbyggingunni, geymt í gömlu byggingunni. Framkvæmdir við nýju skóla- bygginguna hafa staðið í eitt ár og segir Örn aðspurður að ýmsar dag- setningar hafi verið nefndar um hugsanleg verklok. Verkinu hafi upphaflega átt að vera lokið í lok júlí, þá um verslunarmannahelgi og loks 15. ágúst. Að sögn Arnar hefur verkið geng- ið hraðar fyrir sig að undanförnu og segir hann að loks sjái fyrir endann á framkvæmdum. Örn segist bjart- sýnn á að verkinu verði að fullu lokið áður en nemendur mæta í skólann í næstu viku. Öllu skólastarfi í Selásskóla hefur verið frestað fram á miðvikudag Hópur iðnaðar- manna enn að störf- um í skólanum Seláshverfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.