Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 16
SUÐURNES 16 FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ LEIGUBÍLSTJÓRAR hjá Bílstjór- afélaginu Fylki í Keflavík finna fyrir samdrætti í ferðaþjónustu. Fleiri ferðamenn sækja í skipulagðar hóp- ferðir nú í sumar en undanfarin ár. Minna er um að ferðamenn séu að ferðast á eigin vegum. Kemur þetta, að sögn Snorra Einarssonar for- manns Fylkis, niður á tekjum leigu- bílstjóra. Hann segir ferðamenn ekki kvarta undan verði leigubíl- anna og segir leigubílstjóra ekki verða vara við að ferðamenn óski frekar eftir rútuferðum. Í Morgun- blaðinu sl. laugardag sagði rekstr- araðili tjaldstæðsins Stekks í Reykjanesbæ að ferðamönnum lík- aði illa að geta ekki ferðast milli flugstöðvarinnar og bæjarins öðru vísi en í leigubíl. Bæjaryfirvöld eru að vinna að samgöngumálum í tengslum við ferðaþjónustu. „Það kostar 1.000 krónur að taka leigubíl milli Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar og tjaldstæðisins í Reykjanesbæ,“ segir Snorri, „það er alls ekki dýrt, enda hafa ferðamenn alls ekki haft orð á því.“ Þegar um t.d. fjögurra manna fjölskyldu er að ræða kostar farið því 250 krónur á mann. Ef farþegar kjósa stóran bíl, fimm farþegar eða fleiri, kostar far- ið um 1.500 krónur. Bílstjórar Fylkis bjóða ferða- mönnum fast verð á milli flugstöðv- arinnar og Bláa lónsins, 3.500 krón- ur fyrir lítinn bíl og 4.500 krónur fyrir stærri bíl. Snorri segir að því miður séu fáir ferðamenn sem hafi viðkomu í Reykjanesbæ. Þeir sæki þá frekar á gistiheimilin, sem hefur fjölgað í bænum, heldur en á tjaldstæðið. „Það er of lítið um það,“ segir Snorri. „Þetta sumar er ólíkt því sem verið hefur undanfarin ár að því leyti að það virðist vera að meira sé um að fólk fari í skipulagðar hóp- ferðir, heldur en að ferðast á eigin vegum. Þessum venjulegu ferða- löngum, sem við höfðum orðið varir við undanfarin ár og stöldruðu margir hverjið við í Keflavík, hefur snarfækkað. Ég veit ekki hvað veld- ur, hvort að það séu voðaverkin 11. september, eða hvað það er. En ein- hver er ástæðan. Þetta hefur breyst. Þetta kemur niður á þeim sem keyra leigubíl, þetta sumar hefur verið slakt miðað við undanfarin ár.“ Snorri segir að kannski horfi staðan öðru vísi við þeim aðilum sem hafa átt kost á að auglýsa og markaðssetja starfsemi sína og þjónustu. Því sé ekki að skipta hjá Fylki. Þar starfa nú 22 leigubílstjór- ar. Ferðamenn kvarta ekki yfir fargjöldum Keflavík Leigubílstjórar Fylkis hafa fundið fyrir samdrætti í sumar GESTIR Bláa lónsins í júlímánuði voru 50.058 talsins, sem er 5,8% fækkun frá sama mánuði í fyrra. Það sem af er ágúst hafa um 33.000 gestir heimsótt lónið. Það stefnir því í svipaðan fjölda í ágúst í ár og í sama mánuði á síðasta ári að sögn Magneu Guðmundsdóttur, markaðsstjóra Bláa lónsins. „Gestum hefur því fækkað að- eins miðað við sama tímabil á síðsta ári. Fjöldi Íslendinga var hinn sami í júlí í ár og í fyrra en erlendum gestum fækkaði um rúm 8% í júlí í ár miðað við júlí 2001.“ Lónið góður mælikvarði Magnea segist telja að Bláa lón- ið sé góður mælikvarði á sveiflur í ferðaþjónustunni í landinu, því lónið er með svipaða markaðs- hlutdeild í dag og frá því mæl- ingar á fjölda ferðamanna hófust. „Við unum hag okkar vel og er- um ekki ósátt við sumarið,“ segir Magnea. „Auðvitað hefðum við viljað fleiri gesti, en miðað við allt sem á undan er gengið, erum við sátt.“ Magnea telur að Ferðamálaráð, Flugleiðir, Bláa lónið og fleiri að- ilar hafi brugðist rétt við eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum sl. haust sem hafa orsakað samdrátt í ferðamennsku víða um heim. „Í stað þess að draga úr markaðs- setningu jukum við hana. Ég held að það sé nú að skila sér, annars stæðum við frammi fyrir mun lægri aðsóknartölum.“ Aukin markaðs- setning skilar sér Bláa lónið Morgunblaðið/Þorkell Gestum Bláa lónsins hefur fækkað lítillega milli ára. Fjöldi Íslendinga sem baða sig í lóninu stendur í stað. UM SJÖHUNDRUÐ kátir framhaldsskólanemendur mættu í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í gær, en þá var fyrsti skóladagurinn. Ólafur Jón Arnbjörnsson skólastjóri, segir að stemmningin í skólanum hafi verið góð fyrsta daginn, enda jákvæð og lífsglöð ungmenni þar á ferð. Í dag rennur út umsóknarfrestur í öldungadeild skólans en Ólafur Jón telur að nemendafjöldinn þar verði svipaður og í fyrra, um 250 manns. „Það er eitt af einkennum skólans okkar hvað öldungadeildin hefur verið og er öflug,“ segir Ólafur Jón. „En aðaleinkenni skólans er auðvit- að fjölbreytnin og breiður nem- endahópur.“ Ólafur Jón segir að langflestir framhaldsskólanemendur á Suð- urnesjum sæki sitt nám í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. „Það er alltaf ákveðinn hluti sem fer annað, sem er mjög eðlilegt. T.d. vegna náms- brauta sem við bjóðum ekki upp á. En þetta er tiltölulega lítill hluti.“ Undanfarin ár hafa um 80–85% Suð- urnesjamanna sem stunda fram- haldsnám sótt nám í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. Það var líflegt um að litast í Reykjanesbæ í gær. Nemendur virt- ust sáttir við að mæta í skólann eftir sumarfrí og heilsa upp á kunningj- ana. Þá kepptust margir við að kaupa bækurnar í tíma til að vera tilbúinn í skólaslaginn. Já- kvæðni og lífs- gleði Reykjanesbær Það var mikill handagangur í öskjunni í Bókabúð Keflavíkur í gær þar sem grunn- og framhaldsskólanemar keyptu bækur og ritföng fyrir veturinn. Kennsla hafin í Fjölbrautaskólanum Ljósmynd/Hilmar Bragi Í DAG, föstudag, kl.14 fer fram skólasetning í Gerðaskóla. Einnig fer fram á þessum tíma formleg afhending á nýbygg- ingu Gerðaskóla. Með tilkomu nýbyggingar- innar batnar öll aðstaða til náms og verður skólinn nú ein- setinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá sveitar- stjóra Gerðahrepps. Í nýju skólastofunum verður aðstaða fyrir nemendur 1.-4. bekkjar. Þá hefur kaffiaðstaða og vinnuaðstaða starfsfólks nú einnig verið bætt, en hana er að finna í eldri hluta skólahússins. Skólasetningin og formleg afhendingarathöfn nýbygging- ar fer fram í nýjum samkomu- sal Gerðaskóla sem einnig er að finna í viðbyggingunni. Garðbúar eru hvattir til að mæta. Eftir skólasetningu er skólinn til sýnis og boðið verður upp á veitingar. Gerða- skóli stækkar Garður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.