Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.08.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2002 9 GÆSASKYTTA fótbrotnaði á Hrunamannaafrétti á þriðjudags- kvöld og var flutt á Landspítala – háskólasjúkrahús með sjúkrabif- reið. Lögreglan á Selfossi fékk til- kynningu um slysið kl. 22.30 og fóru björgunarsveitarmenn úr Hrunamannahreppi til að sækja hinn slasaða. Að sögn Valeirs Elíassonar, upp- lýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, fótbrotnaði maður- inn við Melrakkaklif inn af Búðará, en hann var þar að veiðum ásamt fjórum félögum sínum. Björgunarsveitarmenn þurftu að bera hinn slasaða í um klukku- stund áður en hægt var að koma honum í sjúkrabifreið. Að sögn björgunarsveitarmanna voru veiði- mennirnir mjög vel útbúnir og brugðust hárrétt við öllum aðstæð- um. Gæsa- skytta fót- brotnaði DÆMI eru um að sjónvarpstæki og tölvur í Grímsey hafi ekki farið í gang að nýju eftir að rafmagnið fór af síðastliðinn mánudag vegna bilunar í dísilrafstöð í eynni. Óljóst er hve tjónið er mikið, einkum vegna þess hve margir íbúar eru fjarverandi vegna skemmtiferðar kvenfélagsins í Grímsey til Prag í Tékklandi. Þar eru 30 manns á ferð, 21 kona og níu makar, eða um þriðjungur eyjarskeggja. Tryggvi Þór Haraldsson, um- dæmisstjóri RARIK á Norðurlandi eystra, hafði heyrt um biluð raf- magnstæki, er Morgunblaðið hafði samband við hann, en hann sagði formlegar tjónstilkynningar ekki hafa borist rafmagnsveitunum. Að hans sögn bilaði spennustillir við rafstöðina með þeim afleiðing- um að spenna jókst á kerfinu og rafmagnið fór af eynni í smátíma. Þrjár dísilvélar eru við rafstöðina í Grímsey og ein þeirra keyrð í einu. Starfsmenn RARIK á Akureyri fóru út í eyna til viðgerðar á raf- stöðinni. Tryggvi Þór sagði bilun af þessu tagi afar sjaldgæfa á landsvísu, auk þess sem dísilvélarnar í Grímsey hefðu reynst mjög vel síð- ustu áratugina. Hann sagði það þekkt að spennulyfting gæti valdið bilun í viðkvæmum rafmagnstækjum á borð við sjónvörp og tölvur. Aðspurður hvort RARIK hefði bótaskyldu í málum sem þessu sagði Tryggvi Þór svo ekki vera, strangt til tekið. Fólk væri aðstoð- að eftir mætti en RARIK væri að- eins bótaskylt ef rekja mætti bil- unina í rafstöðinni til mannlegra mistaka, sem ekki hefði verið í Grímsey. Þá sagði hann óljóst hvort tryggingarfélög bættu tjón sem þetta, miðað við svipað tilvik sem hann vissi um að komið hefði upp á Akranesi fyrir fáum árum. Gylfi Gunnarsson, fiskverkandi í Grímsey, sagði tölvu á skrifstofu sinni ekki virka eftir rafmagnsbil- unina á mánudag og hann vissi einnig um biluð sjónvarpstæki. Svipaða sögu höfðu fleiri Gríms- eyingar að segja, sem Morgunblað- ið ræddi við, og töldu þeir að meira tjón gæti átt eftir að koma í ljós þegar Tékklandsfararnir kæmu heim. Rafmagnsbilun í Grímsey olli tjóni Dæmi um biluð sjónvarpstæki og tölvur ERLENDIR ferðamenn eru al- mennt mjög ánægðir með Reykja- vík sem áfangastað, samkvæmt við- horfskönnun Ferðamálaráðs Íslands, en könnunin var gerð frá september 2001 til maí 2002. Ferða- menn í ágúst tóku því ekki þátt í könnuninni að þessu sinni en þeir sem ljósmyndari Morgunblaðsins festi á filmu í Lækjargötu í vikunni virtust vera sama sinnis og 79% að- spurðra, sem sögðu upplifun sína af Reykjavík vera góða. Morgunblaðið/Jim Smart Erlendir ferðamenn ánægðir með Reykjavík ELDUR kom upp í olíutankbíl sem ók um Skutulsfjarðar- braut á Ísafirði í fyrradag. Rafmagnskaplar sem liggja upp í stjórnhús brunnu í sund- ur en ekki mun hafa kviknað í olíu. Ökumaður olíubílsins hljóp út með slökkvitæki og réð nið- urlögum eldsins. Þegar slökkvilið, lögregla og sjúkra- bifreið komu á vettvang var hættan afstaðin. „Það vill svo til að bíllinn var fullur af gasolíu þannig að það hefði í versta falli logað upp úr opum en tankurinn hefði ekki sprungið,“ sagði Þorbjörn J. Sveinsson, slökkvi- liðsstjóri á Ísafirði, um atvikið. Eldur kviknaði í olíubíl Bankastræti 14, sími 552 1555 Úrval af fallegum dömubuxum Góð snið. St. 38-50 GOTT VERÐ Haustvörur Dragtir - kápur - frakkar Glæsilegar peysur Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Ný sending af brúðarkjólum Allt fyrir herra og börn O pi ð al la d ag a frá k l. 10 -1 8 la ug ar da ga fr á kl . 1 0- 14 Efnalaug og fataleiga Garðabæjar sími 565 6680 Haustbrúðkaup Opnum á morgun á nýjum stað í Mjóddinni Full búð af nýjum vörum Gallafatnaður, dragtir og toppar frá Jensen Opnunartilboð í tilefni dagsins Verið velkomnar verslun fyrir konur Laugavegi 44, sími 562 8070 og Mjódd, sími 557 5900 Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Mikið komið af nýjum vörum Munið 1.000 kr. slána

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.