Morgunblaðið - 25.09.2002, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2002 27
nefndin að halda utan um skrán-
ingu sjálfsvíga og sjálfsvígstil-
rauna, efla vitund um þýðingu for-
varna, eftirfylgdar og eigin heilsu.
Þá er lögð áhersla á að koma á
tengslaneti milli ólíkra faghópa inn-
an heilbrigðis-, félagsmála- og
menntakerfisins sem og innan
kirkjunnar.
Salbjörg sagði þá sem gera til-
raun til að taka eigið líf oftast vera
að kalla á hjálp. „Þeir eru komnir í
öngstræti með líf sittt, sjá ekki
fram úr vanda, hafa lélegan stuðn-
ing eða ekki burði til að ná sér í
stuðning. Sumir hverjir ætluðu sér
að fara alla leið og eiga mjög erfitt
með að horfast í augu við að þeim
hafi mistekist ætlunarverk sitt,“
sagði Salbjörg.
Hún sagði göngudeildir Land-
spítala – háskólasjúkrahúss og
Fjórðungssjúkrahússins á Akur-
eyri bjóða upp á þjónustu samdæg-
urs fyrir þá sem reyna að taka eigið
líf. Auk þess bjóði ýmsar heilbrigð-
isstéttir upp á viðtöl, en oft sé erfitt
að komast þar að með litlum fyr-
irvara. Þá benti Salbjörg á að íbúar
landsbyggðarinnar fengju slíka
þjónustu á næstu heilsugæslustöð
en stundum gæti verið erfitt á
litlum stöðum að leita sér hjálpar,
þar sem allir þekktu alla. Hún sagði
mikilvægt að þeir sem gert hefðu
sjálfsvígstilraun fengju aðstoð í
einhvern tíma. Sumir þyrftu á
tímabundinni innlögn á geðdeild að
halda en mörgum nægði þétt eft-
irfylgd á dagdeild, göngudeild geð-
deilda, heilsugæslu eða á stofu fag-
fólks.
Aðstandendur þurfa
einnig aðstoðar við
Salbjörg benti á að aðstandendur
þeirra sem reyna sjálfsvígstilraun
þyrftu einnig aðstoðar við. „Það að
einn fremji sjálfsvíg hefur í för með
sér að a.m.k. 20 eru í sárum og
u.þ.b. 3–6 einstaklingar þjást veru-
lega. Það þýðir að minnsta kosti
2500 manns á ári. Á þeim tíma
verða einstaklingarnir óvirkir þátt-
takendur í eigin lífi, ófærir um að
sinna sér og sínum.“
Sagði Salbjörg syrgjendur oft
kenna sér um, kvað þá einangra sig
og „hætta að lifa lífinu“ af ótta við
höfnun. Það væri þjóðhagslega
hagkvæmt að sinna syrgjendum vel
þar sem sorgin kæmi niður á at-
vinnu þeirra og annarri virkni í
þjóðfélaginu. „Ég hvet heilbrigðis-
starfsfólk, félagsþjónustu, lögreglu,
presta og skólafólk að vera leiðandi
afl í sínu umhverfi og virkja aðra í
sínu hverfi til samstarfs,“ sagði Sal-
björg.
Högni Óskarsson, geðlæknir og
formaður fagráðs sjálfsvígsfor-
varna, sagði að byrði samfélagsins
vegna sjálfsvíga væri mikil vegna
tapaðra mannára, vinnutíma og
minni lífsgæða. „Þetta er ekki ein-
ungis harmleikur einstaklingsins
og fjölskyldunnar, þetta er byrði á
allt samfélagið,“ sagði Högni. Hann
sagði marga félagslega þætti tengj-
ast sjálfsvígum og að baráttan við
fækkun sjálfsvíga þyrfti að byrja í
grasrótinni. Mikilvægt væri að
gera heilbrigðisstarfsfólk meðvit-
aðra um sjálfsvígshegðun og fé-
lagslega þætti, miðla upplýsingum
um sjálfsvíg til almennings og opna
umræðuna um sjálfsvíg. Með því
gæti meðferð einstaklinga sem eru
í sjálfsvígshugleiðingum byrjað
fyrr og þannig mætti draga úr inn-
lögnum. Allir þyrftu að leggjast á
eitt til að fækka sjálfsvígum í sam-
félaginu.
skra pilta
altalinu á
ka níunda
sjálfsvíga
ára með-
g Banda-
ur í ljós að
a sjálfsvíg
íslenskra
ök ár en
á öðrum
kum sjö-
imm ára
kna alltaf
ára með-
öndunum.
i að með-
m Evrópu-
dum lönd-
i sjálfsvíg
raunir til
annig eru
klegri en
til sjálfs-
ra
nadóttur,
faglegrar
fsvígsfor-
mbættinu,
rlmenn á
líklegast-
eru fíklar
ngir sam-
un fanga-
na og at-
Konur á
hættuhópi
ok vinnu-
ra.
veitir for-
að skil-
r þá er að
hvað er
meðferðar-
og sjálfs-
ma á for-
land í
æsluna á
eð gæðum
itt er og
muleiðis á
ast í umferðarslysum
dsskóla-
sjálfs-
n 1992
ELSA B. Friðfinnsdóttir,aðstoðarmaður heil-brigðis- og trygginga-málaráðherra, segir
mikla ögrun felast í því fyrir ís-
lenska stjórnmálamenn hve fag-
stéttir í heilbrigðiskerfinu, sér-
staklega læknar, séu sterkar hér á
landi. Læknar séu t.d. sterk stétt
að því leyti, að þeir séu vel mennt-
aðir og því ekki bara eftirsóknar-
verðir hér heldur einnig erlendis. Í
krafti þess hafi þeir t.d. sterka
stöðu í kjaraviðræðum. Einnig séu
stjórnvöld undir miklum þrýstingi
frá almenningi, sem verði ekki síst
mikill í ljósi smæðar samfélagsins.
Þetta kom m.a. fram í erindi sem
Elsa flutti á norrænni ráðstefnu um
heilbrigðiskerfið í Viborg á Jótlandi
á dögunum. Hún segir, í samtali við
Morgunblaðið, mikilvægt að stjórn-
völd láti ekki undan þrýstingi sem
ekki sé almenningi til heilla, t.d.
varðandi þá spurningu hvaða heil-
brigðisþjónustu eigi að veita og
hvaða þjónustu ekki.
Elsa minnir á að stjórn-
málamenn þurfi að hafa tvo þætti í
huga þegar komi að stefnumörkun
og ákvarðanatöku í heilbrigðiskerf-
inu. Annars vegar þann þátt að
kröfur um auknar fjárveitingar
muni alltaf verða til staðar og hins
vegar þann þátt að þeir fjármunir
sem séu til ráðstöfunar muni alltaf
verða takmarkaðir. Af þessum sök-
um sé mikilvægt að stjórnmála-
menn geti forgangsraðað verk-
efnum í heilbrigðiskerfinu. „Sú
umræða hefur hins vegar verið
mjög viðkvæm hér á landi því al-
menningur lítur svo á að allir eigi
að geta fengið þá þjónustu sem þeir
vilja.“ Elsa minnir á að árið 1996
hafi þáverandi heilbrigðisráðherra
skipað nefnd um forgangsröðun í
íslenskum heilbrigðismálum. Meg-
inverkefni nefndarinnar var að
leggja fram tillögur til heilbrigðis-
ráðherra um það með hvaða hætti
hægt væri að standa að forgangs-
röðun í heilbrigðismálum á Íslandi.
Helsta niðurstaða nefndarinnar var
að þeir sem hefðu mesta þörf fyrir
heilbrigðisþjónustu ættu ætíð að
ganga fyrir. Í þeim tilgangi var
þörfinni skipt í fjóra flokka, þar
sem, svo dæmi sé tekið, bráða-
tilfelli, lífshættulegir sjúkdómar og
slys sem leitt geti til dauða voru
sett í fyrsta flokk. Þá lagði nefndin
til að hámarksbiðtími eftir þjónustu
skyldi vera þrír til sex mánuðir.
Elsa segir að þrátt fyrir að þver-
pólitísk samstaða hafi náðst um að
hrinda tillögunum, um forgangs-
röðun verkefna í heilbrigðisþjón-
ustunni, í framkvæmd hafi ekki
náðst pólitísk samstaða um að auka
fjárveitingar til heilbrigðismála,
svo tillögurnar gætu náð fram að
ganga. Hún leggur því áherslu á í
þessu sambandi að stjórnmála-
menn geri ekki beinar tillögur um
annað en þeir séu tilbúnir til að
fylgja eftir.
Lögmálið um framboð og
eftirspurn á ekki við
Elsa segist í samtali við Morg-
unblaðið vara við því að litið sé á
heilbrigðisþjónustuna sem hefð-
bundin viðskipti, þar sem lögmálin
um framboð og eftirspurn gildi, í
venjulegum viðskiptalegum skiln-
ingi. „Heilbrigðisþjónustan getur
ekki snúist um kaup og sölu, því þar
leitar „kaupandinn“, í þessu tilviki
sjúklingurinn, að þjónustu af illri
nauðsyn en ekki vegna þess að
hann vilji kaupa þjónustuna. Í þess-
um samskiptum er sá sem veitir
þjónustuna valdameiri aðilinn; hans
er að ákveða hve mikla þjónustu
„kaupandinn“ fær og hvar hann fær
hana. Hefðbundin lögmál mark-
aðarins geta því ekki verið virk í
heilbrigðisþjónustunni.“
Elsa segir að hér á landi eins og-
annars staðar sé sífellt rætt um það
hvernig hagræða megi í heilbrigð-
isgeiranum – enda ekki nema von
þar sem heilbrigðisþjónustan sé
kostnaðarsöm. Í þeirri umræðu sé
m.a. litið til aukins einkareksturs á
heilbrigðissviðinu og jafnvel einka-
væðingar. „Mér finnst þó að menn
séu í auknum mæli að hverfa frá
hugmyndum um einkavæðingu og
halla sér frekar að einkarekstri,
þ.e. einkarekinni þjónustu sem sé
aðarskyni og hins vegar á góðgerð-
arstofnunum sem ekki voru reknar
í hagnaðarskyni. Niðurstaðan var
sú að dánartíðnin á hagnaðar-
sjúkrahúsunum var 2% meiri held-
ur en á hinum sjúkrahúsunum sem
ekki voru rekin í hagnaðarskyni.“
Elsa ítrekar að þessi rannsókn sé
ekki hafin yfir gagnrýni og að hún
sé ekki að fullu yfirfæranleg á ís-
lenskar aðstæður. Engu að síður
beri stjórnvöldum að taka mark á
vísindarannsóknum, eins og þess-
ari, sem birtar eru í viðurkenndum
fagtímaritum.
Athyglisverðar
niðurstöður í Svíþjóð
Elsa ítrekar að þegar rætt sé um
breyttan rekstur í heilbrigðisþjón-
ustunni, hér á landi sem og annars
staðar, hafi menn m.a. litið til Sví-
þjóðar og þá einkum til Stokk-
hólms. „Þar hefur hægri stjórn í
auknum mæli sett samfélagsþjón-
ustuna í einkarekstur. Í því sam-
bandi finnast mér niðurstöður
sænsku þingkosninganna athygl-
isverðar, ekki síst í Stokkhólmi, þar
sem umræðan um einkarekna sam-
félagsþjónustu var eitt meginefni
kosninganna. Niðurstaða kosning-
anna þar var sú að hægri menn
guldu afhroð. Það hlýtur að þýða að
almenningur hafi hafnað þessari
stefnu hægrimanna um að auka
einkarekstur í samfélagsþjónust-
unni.“
Elsa tekur fram að hún sé þeirr-
ar skoðunar að sú einkarekna þjón-
usta sem sé í boði á Íslandi í dag sé
góður og mikilvægur liður í heil-
brigðisþjónustunni. „En við verð-
um auðvitað að hafa um hana mjög
ákveðnar reglur, sérstaklega með
tilliti til gæða þeirrar þjónusta sem
þar er veitt. Við verðum líka að
stöðva þennan stjórnlausa vöxt sem
hefur verið á einkarekinni þjónustu
í heilbrigðiskerfinu.“
Elsa ítrekar að hinir þrír meg-
inþættir heilbrigðisþjónustunnar;
grunnþjónustan, sérfræðiþjón-
ustan og sjúkrahúsin, séu allir mik-
ilvægir. „En við verðum að hafa
stjórn á því hvert fjármagnið fer og
hvar sjúklingum er best sinnt,“
segir hún. Hún segir að eitt mik-
ilvægasta verkefni íslenskra stjórn-
málamanna um þessar mundir sé
að sameinast um skýra stefnu í
skipulagi hinna þriggja meginþátta
heilbrigðisþjónustunnar. Mörk
milli þessara þátta þurfi að skýra
betur; verði mörkin skýrari auki
það líkur á því að eftirspurnin eftir
einstökum þjónustuþáttum leiði til
þess að þjónustan skili hæsta hlut-
falli ávinnings miðað við kostnað.
Geri ekki ráð
fyrir aukningu
Þegar Elsa er spurð út í fjár-
mögnun heilbrigðisþjónustunnar
almennt segist hún telja að stjórn-
málamenn sem sjái um fjárveit-
ingar til heilbrigðismála verði að
vera vakandi fyrir þróun í rík-
isrekstrinum. Hún bendir á að frá
árinu 1960 hafi hlutfall útgjalda til
heilbrigðismála af vergri þjóð-
arframleiðslu hækkað stöðugt þótt
hún hafi staðið í stað síðust árin.
Þannig hafi þetta hlutfall verið um
3,3% árið 1960 en um 7,9% árið
1990. Síðan þá hafi það verið í
kringum 8%. Segir hún það í sam-
ræmi við heilbrigðisútgjöld á hinum
Norðurlöndunum. Elsa segir að
heilbrigðisútgjöld á Íslandi hafi því
fylgt vexti þjóðarframleiðslunnar
seinustu árin þótt öldruðum hefðu
fjölgað á sama tíma og aðgerðir
orðið fleiri og dýrari.
Hún tekur fram að í ljósi þess að
eitt af markmiðum hinnar íslensku
efnahagsstefnu sé hallalaus fjárlög
megi fastlega gera ráð fyrir því að
áfram verði beitt ýtrasta aðhaldi á
sem flestum sviðum í rekstri hins
opinbera. Það eigi ekki síst við um
heilbrigðismálin. Af þessum sökum,
segir Elsa, mega stjórnmálamenn
og aðrir ekki gera ráð fyrir því að
aukning fjárveitinga til heilbrigð-
ismála geti orðið hærri en sem
nemur árlegum meðalvexti þjóð-
artekna.
hagkvæmari. „Þeir
sem halda þessu
fram hafa á hinn bóg-
inn ekki, mér vit-
anlega, lagt fram
neinar tölur þessu til
staðfestingar,“ segir
hún og heldur áfram:
„Ef gert er ráð fyrir
því að hvorki sé lagt
fram meira al-
mannafé til einka-
rekinnar starfsemi
né meira framlag frá
sjúklingum sé ég
bara eina leið til að
ná fram þessari
meintu hagræðingu.
Hún felst í því að
fækka starfsfólki við hverja aðgerð
eða meðferð. Það þýðir að færra
starfsfólk er við hverja aðgerð, þar
með verða hjúkrunarstundir færri
sem og þær umönnunarstundir sem
sjúklingur fær að aðgerð lokinni.“
Elsa bendir í þessu sambandi á
nýlega kanadíska rannsókn sem
byggði á fimmtán öðrum rann-
sóknum er framkvæmdar voru í
Bandaríkjunum á tímabilinu 1982
til 1995. Í rannsóknunum voru
skoðaðar 38 milljónir sjúkra-
skýrslna frá 26 þúsund sjúkra-
húsum. „Í kanadísku rannsókninni
var skoðuð mismunandi dánartíðni
sjúklinga um 30 til 90 dögum eftir
aðgerð, annars vegar á sjúkra-
húsum, sem rekin voru í hagn-
kostuð af almannafé en
rekin af aðilum utan
hins opinbera kerfis,
þ.e. þeir veita þjón-
ustuna.“ Dæmi um sík-
an einkarekstur var, að
sögn Elsu, m.a. til um-
fjöllunar í nýlegri
stjórnsýsluúttekt Rík-
isendurskoðunar. Þar
kom m.a. fram að
brúttógreiðslur til ein-
stakra sérfræðilækna á
grundvelli samnings
þeirra við Trygginga-
stofnun ríkisins geta
numið tugum milljóna
króna vegna samninga
Tryggingastofnunar og
sérfræðilækna á tímabilinu 1998–
2001. Sumir læknanna voru að auki
í hlutastarfi eða fullu starfi við op-
inberar sjúkrastofnanir á sama
tíma. „Þessar gríðarlegu háu launa-
tölur koma fram hjá læknum sem
starfa við einkarekna þjónustu,“
segir Elsa og bætir því við að þarna
vakni upp sú spurning hve mikil
hagnaðarkrafan eiga að vera í
einkarekstrinum.
Einkarekstur
ekki hagkvæmur
Elsa er ekki á því að einkarekinn
rekstur í heilbrigðiskerfinu sé hag-
kvæmari en hinn opinberi. Hins
vegar haldi margi hinu gagnstæða
fram, þ.e. að einkareksturinn sé
Elsa B. Friðfinnsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra
Stjórnmála-
menn mega
ekki láta und-
an þrýstingi
Elsa B. Friðfinnsdóttir, aðstoðarmaður
heilbrigðisráðherra, var einn af aðal-
fyrirlesurum á norrænni ráðstefnu um
heilbrigðismál sem haldin var í Danmörku
á dögunum. Hún segir Örnu Schram
frá efni erindis síns og skoðunum sínum
í heilbrigðismálum.
Elsa Björk
Friðfinnsdóttir
arna@mbl.is
Morgunblaðið/Júlíus