Morgunblaðið - 02.10.2002, Síða 4

Morgunblaðið - 02.10.2002, Síða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HELGI Kristbjarnar- son, læknir og stofn- andi Flögu hf., lést í fyrradag, 55 ára að aldri. Helgi fæddist 25. júní árið 1947 í Reykja- vík. Foreldrar hans voru Kristbjörn Tryggvason barna- læknir og prófessor og Guðbjörg Helgadóttir Bergs. Helgi lauk stúdents- prófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1967 og embættisprófi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1975. Hann lauk dokt- orsnámi í taugalífeðlisfræði frá Kar- olinska Institutet í Stokkhólmi árið 1983 og varð sérfræðingur í geðlækn- ingum árið 1986. Helgi starfaði sem læknir á geðdeild Landspítalans frá 1981 til 1996 og einnig sem stunda- kennari við Háskóla Íslands. Helgi átti stóran þátt í uppbygg- ingu svefnrannsókna á Íslandi og veitti forstöðu rannsóknarstofu á því sviði á geðdeild Landspítalans. Árið 1994 stofnaði Helgi fyr- irtækið Flögu hf. til að þróa nýja gerð svefn- rannsóknatækja og var forstjóri fyrirtækisins til ársins 2001. Vísinda- greinar eftir Helga hafa birst í innlendum og er- lendum fagtímaritum auk þess sem hann hlaut ýmsar viðurkenn- ingar fyrir frumkvöðla- störf, m.a. frá Rann- sóknarráði Íslands og Samtökum iðnaðarins. Með verkum sínum á sviði svefnrannsókna og upplýsingatækni stuðlaði Helgi að vexti og framþróun íslensks heil- brigðistækniiðnaðar. Sem læknir fór hann ótroðnar slóðir og með starfi sínu innan fyrirtækisins lagði hann grunn að mikilvægum framförum í heilbrigðismálum á alþjóðavettvangi. Eftirlifandi eiginkona Helga er Sigríður Sigurðardóttir kennari. Þau eignuðust fjögur börn, Birnu, Tryggva, Höllu og Kristbjörn, og fjögur barnabörn. ANDLÁT HELGI KRISTBJARNARSON RANNSÓKNARNEFND flugslysa í Danmörku hefur skilað bráða- birgðaskýrslu vegna flugatviksins við austurströnd Grænlands í ágúst sl. en þá lenti flugvél Jórvíkur í mikl- um vandræðum vegna gangtruflana eftir að vélin flaug inn í ísingarsvæði. Skýrsla dönsku nefndarinnar er aðeins um ein blaðsíða. Þar er at- burðarásin rakin en ekki er greint frá líklegum ástæðum fyrir atvikinu. Skýrslan er ekki endanleg og getur breyst eftir því sem rannsókn nefnd- arinnar miðar áfram. Í skýrslunni kemur fram að flugvél Jórvíkur af gerðinni Cessna 404 var á leiðinni frá Reykjavík til Nuuk 1. ágúst sl. þegar áhöfnin varð vör við ísingu í lofti og óskaði eftir leyfi til að hækka flugið upp fyrir ský. Nokkru síðar urðu gangtruflanir í vinstri hreyfli. Vélin sveigði til vinstri af stefnu og lækkaði flugið og í kjölfarið óskaði áhöfnin eftir leyfi til að lenda í Kulusuk. Stuttu síðar urðu gang- truflanir í hægri hreyflinum. Flugvélin sveigði nú ýmist til hægri eða vinstri. Átti áhöfnin í vandræðum með að halda stjórn á henni og lýsti yfir neyðarástandi. Vélin hallaði þá skyndilega til vinstri og féll stjórnlaust í átt til jarðar. Áhöfn vélarinnar náði aftur stjórn á henni í um 2.000 feta (700 metra) hæð yfir sjávarmáli en flugvélin var þá stödd yfir haffletinum vestur af Kulusuk. Ekki bar fleira til tíðinda og lenti vélin heilu og höldnu á flug- vellinum í Kulusuk. Níu farþega og tveggja manna áhöfn vélarinnar sak- aði ekki. Í skýrslunni kemur fram að flugvél sem fór um þessar slóðir um einum og hálfum klukkutíma síðar tilkynnti um ísingu í 5.000-11.000 feta hæð. Bráðabirgðaskýrsla vegna flugatviks yfir Grænlandi Hallaðist til vinstri og féll stjórnlaust MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi tilkynning frá starfs- mönnum í hagsmunaráði Íslenskrar erfðagreiningar: „Í tilefni af hópuppsögnum s.l. föstudag vilja fulltrúar starfsmanna í Hagsmunaráði Íslenskrar erfða- greiningar taka fram eftirfarandi: Við, fulltrúar starfsmanna í Hags- munaráði, hörmum að til hópupp- sagna skuli hafa komið. Íslensk erfðagreining hefur frá upphafi ver- ið framsækinn og lifandi vinnustað- ur. Fyrirtækið hefur vaxið mjög hratt og náð miklum árangri, bæði á sviði uppgötvana og upplýsinga- tækni og er það ekki síst að þakka úrvals starfsfólki og samhentu átaki allra starfsmanna. Ákvörðunin um hópuppsagnir kom skyndilega en miðað við stuttan frest var vandað eins vel til þeirra og unnt var. Við höfum skilning á að erfið staða fyrirtækisins á hlutabréfa- markaði og breyttar rekstrarað- stæður hafi valdið því að yfirstjórn fyrirtækisins taldi nauðsynlegt að fækka starfsmönnum verulega. Það er mat okkar að miðað við aðstæður og þann fjölda sem segja þurfti upp störfum hafi verið rétt að láta upp- sagnirnar koma til framkvæmda strax frekar en að draga þær á langinn. Okkur var tilkynnt um upp- sagnirnar með fyrirvara og tók framkvæmd þeirra mið af tillögum sem höfðu komið frá okkur á fund- um ráðsins. Það er nú höggvið stórt skarð í raðir starfsmanna þegar svo margir vinnufélagar hverfa á brott. Fyrir hönd starfsmanna ÍE óskum við þeim öllum velfarnaðar og vonum að þeir finni sem fyrst störf við hæfi. Það er von okkar allra að þessar erfiðu aðgerðir verði til að tryggja traustan rekstrargrundvöll fyrir Ís- lenska erfðagreiningu og að fyrir- tækið geti haldið áfram að vera skapandi og frjór vinnustaður.“ Tilkynning frá hagsmunaráði ÍE Skilningur á erfiðri stöðu EINBÝLISHÚSIÐ á Syðri- Kárastöðum á Vatnsnesi er talið ónýtt eftir eldsvoða í gær. Enginn var heima þegar eldurinn kviknaði en þegar ung kona, tengdadóttir húsfreyjunnar, sneri þangað aftur upp úr klukkan 14 mætti henni þykkur svartur reykur. Henni tókst ekki að komast að síma í húsinu og varð að aka stuttan spöl til Hvammstanga til að tilkynna eldinn. Fimm manns voru í heimili að Syðri-Kárastöðum og hafði lög- reglan á Blönduósi fengið fregnir af því að fólkinu hefði tekist að útvega sér íbúð til bráðabirgða. Húsfreyjan sem er á sextugsaldri, missti eig- inmann sinn fyrr á þessu ári. Að sögn Höskuldar Birkis Er- lingssonar, varðstjóra lögreglunnar á Blönduósi, eru eldsupptök ókunn en von var á sérfræðingum frá Lög- gildingarstofu í gærkvöldi. Eld- urinn var mestur í einu svefn- herbergjanna og er talið líklegt að hann hafi kviknað þar. Mestar urðu skemmdirnar í svefnherbergisálm- unni en reykur og sót barst um allt hús. Brunavarnir Húnaþings vestra fengu tilkynningu um eldinn klukk- an 14.20 og voru komnar á vettvang um 10 mínútum síðar. Að sögn slökkviliðsstjóra, Skúla H. Guð- björnssonar, tók um eina klukku- stund að ráða niðurlögum eldsins, en þá var komið varalið frá Blöndu- ósi til aðstoðar. Húsið er stórskemmt, og trúlega ónýtt af eldi, hita og vatni. Þykir ljóst að allt innbú hússins sé ónýtt. Tveir hundar á bænum fóru inn í brennandi húsið og drápust. Húsið er steinsteypt einingahús á einni hæð og var reist árið 1978. Einbýlishúsið á Kárastöðum stórskemmt eftir eldsvoða Morgunblaðið/Karl Ásgeir Íbúðarhúsið á Syðri-Kárastöðum í Húnaþingi er mikið skemmt eftir eldsvoða í gær. Komst ekki að símanum til að tilkynna um eldinn MARKÚS Örn Antonsson, útvarps- stjóri, hefur ráðið Boga Ágústsson í starf forstöðumanns fréttasviðs Rík- isútvarpsins en áður hafði útvarpsráð mælt með ráðningu Boga í stöðuna. Bogi fékk þrjú atkvæði fulltrúa sjálf- stæðismanna á fundi útvarpsráðs í gær en fulltrúi Framsóknarflokks, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og tveir fulltrúar Samfylk- ingarinnar sátu hjá eða greiddu ekki atkvæði. Gissur Pétursson, fulltrúi Fram- sóknarflokksins, taldi nauðsynlegt að forstöðumaður þyrfti að hafa reynslu og hæfni á sviði rekstrar og fjármála- umsýslu þar sem rekstur fréttastofu útvarps og sjónvarps væri eitt kostn- aðarsamasta verkefni stofnunarinn- ar. Þeir sem sótt hafi um stöðuna uppfylli ekki þær kröfur og því taldi Gissur eðlilegt að staðan yrði auglýst að nýju. Í bókun Marðar Árnasonar, fulltrúa Samfylkingarinnar, segir að hann telji Boga hæfan en þó ekki endileg hæfastan. „Ég sit hjá í at- kvæðagreiðslu en óska þess að Bogi standi sig vel, og sérstaklega að sem góður fagmaður bregðist hann þeim væntingum sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefur til hans í þessari nýju stöðu.“ Þá hefur Markús Örn ráðið Arnar Pál Hauksson, Katrínu Pálsdóttur og Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur í fasta stöður fréttamanna og Gest Einar Jónasson í stöðu dagskrárgerðar- manns. Að sögn útvarpsstjóra mun Gestur koma að morgunþætti Rásar tvö úr hljóðverinu fyrir norðan. Bogi ráðinn forstöðumaður fréttasviðs RÚV UM 20 til 30 hrafnar sem þinguðu á kletti í Búðahrauni á Snæfellsnesi fengu óvæntan gest í þinghaldið þegar haförn kom þar fljúg- andi að í lágflugi og hlammaði sér á miðjan þing- klettinn. Kom fát á hrafnaþingið um stund eins og gefur að skilja en síðan var því fram haldið eins og ekkert hefði í skorist með haförninn í miðjum hóp. Viktor Sveinsson, hótelhaldari á Búðum, sonur hans Hjalti Sveinn og starfstúlkurnar Anna og Guðveig voru að fara erinda sinna í bíl upp eftir Búðahrauni þegar þau urðu vitni að þessum sérkennilega at- burði. „Það var um miðjan dag,“ segir Viktor, „að við komum að hrafna- þingi með á að giska 20 til 30 hröfn- um. Sjáum við þá hvar annar Búða- örninn kemur í lágflugi vestan frá Búðaklett og stefnir beint að hrafna- þinginu. Hröfnunum brá greinilega við þessa heimsókn og tvístruðust þeir þegar örninn lenti á klettinum miðjum. Við vor- um aðeins í um hundrað metra fjarlægð og gát- um því fylgst vel með þessu. Um leið og örninn var sestur komst aftur kyrrð á þingið og hrafn- arnir hópuðust í kringum örninn. Þarna sátu þeir svo og krunkuðu þangað til örninn hóf sig til flugs og flaug inn í hraunið þar sem makinn var á sveimi.“ Viktor segist aldrei hafa séð neitt þessu líkt áður. Eitt arnarpar sé með óðal á þessum slóðum og það haldi oft til í hrauninu. „Við erum alltaf með augun opin og höfum séð ým- islegt skemmtilegt hjá fuglunum en þetta höfum við aldrei séð áður enda er haförninn engra fugla vinur. Það furðulegasta er þeir skuli halda áfram að þinga með örninn í miðju. Það var eins og hann væri með ein- hver mikilvæg skilaboð á þingið. Og okkur datt í hug að þetta kynni að vera fyrirboði um válynt veður.“ Viktor segist gjarna vilja heyra hvort einhver kannist við að hafa séð erni á hrafnaþingi. Örn á hrafnaþingi Morgunblaðið/Jónas Erlendsson ENGAR skýringar hafa komið fram á því hvers vegna Aron ÞH sökk undan Grímsey á mánudagsmorgun. Í Morgunblaðinu í gær segir skipstjór- inn að hann hafi vaknað þegar drapst á vélunum en þá var mikill sjór kom- inn í vélarrúmið. Bátsverjar höfðu engin ráð til að dæla sjónum frá borði og aðrar dælur bárust ekki í tæka tíð. Báturinn sökk um 1½ klukkutíma eft- ir að bátsverjar urðu varir við lekann. Fulltrúar rannsóknarnefndar sjó- slysa hafa rætt við skipstjóra og vél- stjóra Arons og munu kanna teikn- ingar af bátnum. Engar skýringar á lekanum BENSÍNLÍTRINN hækkar um 80 aura í dag. Olíuverslun Íslands, Skeljungur og Olíufélagið gáfu út til- kynningu þess efnis í gær. Þá hækk- ar verð á gasolíu, dísilolíu, skipaolíu og svartolíu um eina krónu lítrinn. Segja olíufélögin hækkunina vera vegna hækkunar á heimsmarkaðs- verði eldsneytis í september. Bensín hækk- ar um 80 aura ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.