Morgunblaðið - 02.10.2002, Síða 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Flís Almonia.
2.495 kr./m2
Rykmottur 60x90.
1.390 kr.
Amadeus.
2.990 kr./m2
Lamella parket
Eik Country Verð 2.890 kr./m2
Beyki Standard Verð 2.990 kr./m2
Merbau Classic Verð 3.995 kr./m2
Mottur
25 til 50% afsláttur,
mikið úrval, margar stærðir.
Alloc Smelluparket.
Verð frá
1.390 kr./m2
Heimilisdúkar
Verð frá 1.150 kr./m2
Barnamottur
30% afsláttur
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
U
S
18
79
0
0
9/
20
02
Gólfefnadagar
25-40% afsláttur
Þú átt þetta nú reglulega skilið, Finnur litli. Þú hefur verið svo góður
starfskraftur, svo duglegur að naga.
Málþing Rannsóknarstofnunar KHÍ
Fjölbreytt mál-
efni til umræðu
Næstkomandi föstu-dag og laugardag,4. og 5. október,
verður haldið málþing í
húsnæði Kennaraháskóla
Íslands við Stakkahlíð. Í
boði er fjölbreytt dagskrá
um rannsóknir, nýbreytni
og þróun í menntamálum
sem Félag um mennta-
rannsóknir og Rannsókn-
arstofnun KHÍ, sem Ally-
son Macdonald veitir
báðum forstöðu, hefur um-
sjón með. Dagskráin er öll-
um opin, kennurum, for-
eldrum, nemendum og
almenningi. Allyson svar-
aði nokkrum spurningum.
– Hvað er Félag um
menntarannsóknir?
„Félag um menntarann-
sóknir, FUM, var stofnað
sl. vor á stofnfundi sem fór fram
samtímis í Reykjavík og á Akur-
eyri. Markmið félagsins er að efla
rannsóknir og þróunarstarf á sviði
menntunar á Íslandi, m.a. með því
að skapa vettvang fyrir faglega
umræðu um rannsóknir og þróun-
arstarf og stuðla að samvinnu við
samtök og stofnanir sem sinna
uppeldis- og menntamálum hér á
landi og erlendis. Aðild að félag-
inu geta átt einstaklingar sem
áhuga hafa á rannsóknum og þró-
unarstarfi í menntamálum. Um
þessar mundir eru félagar um 180
talsins. Nánari upplýsingar um
FUM er að finna á slóðinni http://
rannsokn.khi.is/fum.
Föstudaginn 4. október stendur
Félag um menntarannsóknir fyrir
opinni málstofu í aðalsal KHÍ þar
sem fjallað verður um tengsl
rannsókna og stefnumótunar í
menntamálum.“
– Hvers vegna þetta umræðu-
efni?
„Mikil gróska er í rannsóknum í
menntamálum á Íslandi sem m.a.
má rekja til öflugs framhaldsnáms
sem Kennaraháskóli Íslands, Há-
skóli Íslands og Háskólinn á Ak-
ureyri bjóða upp á. Hátt í hundrað
manns hafa lokið rannsóknar-
tengdu meistaranámi á sl. sex ár-
um. Viðfangsefni rannsóknar-
verkefna hafa verið mjög
fjölbreytileg og má segja að þekk-
ingarundirstaða til ákvarðana-
töku í menntamálum hafi gjör-
breyst á stuttum tíma. Þrátt fyrir
þetta er ekki vitað hvort eða
hvernig stjórnvöld, sveitarstjórn-
armenn og skólastjórnendur taka
mið af rannsóknum þegar stefnu-
mótun fer fram. Sveitarstjórnar-
menn fengu ný verkefni þegar
grunnskólar voru fluttir undir
stjórn þeirra um miðjan síðasta
áratug. Auk þess litu margar nýj-
ungar dagsins ljós í nýjum lögum
og aðalnámsskrá sem gefin var út
á árunum 1995–2000. Þá voru
samþykkt ný lög um háskóla þar
sem kveðið er á um matskerfi til
launa sem gerir auknar rannsókn-
arkröfur til háskólakennara. Þá
má bæta því við að árið 1998 var
starfsemi Fósturskóla Íslands,
Þroskaþjálfaskólans og
Íþróttaskólans færð á
háskólastig og þeir
sameinaðir Kenn-
araháskóla Íslands, þar
sem allir kennarar hafa
rannsóknarskyldu.
Á málstofu á vegum FUM
verða tengsl rannsókna og stefnu-
mótunar skoðuð frá mismunandi
sjónarhornum. Meðal framsögu-
manna verða Júlíus Björnsson,
forstöðumaður Námsmatsstofn-
unar, Jónína Bjartmarz, formaður
Samtaka heimilis og skóla, Anna
Kristín Sigurðardóttir, ráðgjafi
við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur,
og Vilhjálmur Lúðvíksson, fram-
kvæmdastjóri Rannsóknarráðs
Íslands.
Málstofan verður frá klukkan
13–15.“
– Hvenær hefst svo 6. málþing
Rannsóknarstofnunar KHÍ?
„Tómas Ingi Olrich mennta-
málaráðherra mun setja það
klukkan 15.45 í aðalsal Kenn-
araháskólans. Í beinu framhaldi
verður haldin málstofa um lífs-
leikni, námsgrein sem var nýjung
í aðalnámsskrá skólanna sem kom
út árið 1999. Til máls taka Krist-
ján Kristjánsson, prófessor við
Háskólann á Akureyri, Sigrún Að-
albjarnardóttir, prófessor við Há-
skóla Íslands, og Aldís Yngvadótt-
ir, ritstjóri hjá Námsgagna-
stofnun, sem öll hafa komið að
lífsleikni, en með ólíkum hætti.“
– Hvernig er skipulagið á laug-
ardeginum?
„Á laugardaginn 5. október tek-
ur við röð 19 málstofa í sjö lotum
frá klukkan 9 til 15 þar sem 67 er-
indi verða flutt. Mjög fjölbreytt
málefni verða til umræðu, allt frá
lestri ungra barna til kennara-
menntunar. Markmið málþingsins
er að skapa vettvang til kynningar
á rannsóknar- og þróunarverkefn-
um. Í lok dagsins frá kl. 15 til 16
fara fram umræður í svokölluðum
„kaffistofum“ um fimm þemu
tengd efni dagsins. Auk þess
verða um 20 veggspjöld til kynn-
ingar. Málþingið er öll-
um opið og er þátttöku-
gjald 1000 krónur þar
sem innifalið er ráð-
stefnurit og kaffi. Nán-
ari upplýsingar um
dagskrána er að finna á slóðinni
http://rannsókn.khi.is/malthing.“
Verður upplýsingatækni í
skólastarfi til sérstakrar umfjöll-
unar?
„Já, í nokkrum málstofum. Má
nefna íslenskukennslu fyrir nem-
endur erlendis, talmálsbanka,
bókmenntalestur og bókaorma.
Einnig verður m.a. rætt um færni
kennara í upplýsingatækni.“
Allyson Macdonald
Allyson Macdonald er fædd í
Suður-Afríku 1952. Eðlisfræð-
ingur frá Witwatersrand háskól-
ann í Jóhannesarborg 1976 og
doktor í kennslufræði raun-
greina frá Oregon State 1981.
Kennari í S-Afríku til 1983, er
hún flutti til Hóla í Hjaltadal og
starfaði þar við Bændaskólann
og Fræðsluskrifstofu Norður-
lands V. 1992–96 var hún við
þróunarstörf í Malaví. Næstu tvö
ár rak hún Skólaskrifstofu Skag-
firðinga en hefur síðan verið hjá
KHÍ, nú sem forstöðumaður
Rannsóknarstofnunar KHÍ og
formaður FUM. Maki er Tumi
Tómasson og eiga þau 3 börn.
...fjölbreytt
málefni verða
til umræðu