Morgunblaðið - 02.10.2002, Qupperneq 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 17
26. sept.-3. okt. „YKKAR ÆFING - ALLRA ÖRYGGI“
Ráðstefna um öryggismál sjófarenda verður á morgun!
Ráðstefnan er í Rúgbrauðsgerðinni í Borgartúni 6 kl. 9:00-17:00. Aðgangur er ókeypis.
Haustdagar
15-30%
afsláttur
af úrum og
skartgripum
dagana
2.-5. október
Laugavegi 5 og Spönginni
símar: 551 3383 - 577 1660
SALA gos- og vatnsdrykkja hér á
landi hefur aukist um 8,8% und-
anfarið ár. Sala drykkja Ölgerð-
arinnar Egils Skallagrímssonar
hefur aukist um 28% en sala
drykkja frá Vífilfelli stendur í stað
í lítrum talið. Hlutdeild Ölgerð-
arinnar er nú um 37% en var um
31% fyrir ári. Markaðshlutdeild
Vífilfells er 63% og hefur dregist
saman um tæp 5%. Frá þessu er
greint í fréttatilkynningu frá Öl-
gerðinni.
Þessar tölur byggjast á upplýs-
ingum um sölu í stórmörkuðum frá
ágúst 2001 til ágúst 2002, og á
sama tímabili árið árið. Segir í til-
kynningu Ölgerðarinnar að sölu-
tölurnar séu fengnar af strika-
merkingum og teknar saman af
Markaðsgreiningu, umboðsaðila
bandaríska fyrirtækins AC Niel-
sen.
Alls hafi selst um 20,2 milljónir
lítra af gos- og vatnsdrykkjum í
stórmörkuðum hér á landi síðasta
árið en salan hafi numið um 18,5
milljónum lítra árið áður.
Samkvæmt tilkynningunni jókst
sala á drykkjum frá Egils um
38,9% á síðasta ári en sala á
drykkjum Vífilfells dróst saman
um 1% í lítrum talið. Þá segir að
hlutdeild Vífilfells í sölu sykraðra
kóladrykkja (Coca-Cola) hafi num-
ið 80%, dregist saman um 4%.
Hlutdeild Egils á sama markaði
(Pepsi) hafi numið um 20% og auk-
ist um 5% frá fyrra ári.
Sala á sykurlausum kóladrykkj-
um hér á landi jókst um 18% á síð-
asta ári, í lítrum talið, samkvæmt
tilkynningu Ölgerðarinnar. Þar
kemur fram að aukning í sölu
drykkja frá Egils (Diet Pepsi,
Pepsi Max) hafi numið 58,2% en
aukning í sölu drykkja Vífilfells
(Diet Coca-Cola, Tab, Tab X-tra)
hafi numið 4,6%. Alls hafi hlutdeild
Egils á markaði með sykurlausa
kóladrykki aukist um 10,1% og sé
hún nú 39,8%. Hlutdeild Vífilfells á
þessum markaði hafi hins vegar
dregist saman um 7,7% og sé nú
60%.
Fram kemur í tilkynningu Öl-
gerðarinnar að markaðshlutdeild
Egils í appelsínudrykkjum sé
83,3% og Vífilfells 16,3%. Þá sé
markaðshlutdeild Egils á vatns-
drykkjamarkaði 79,2% en Vífilfells
20,6% og hlutdeild Vífilfells á
markaði með límonaði-drykki sé
73,6% en Ölgerðarinnar 25,5%.
Aukin sala á
gosdrykkjum
BURÐARÁS, dótturfyrirtæki Eim-
skips, er stærsti hluthafi í SÍF hf.
með 14,04% hlutafjár og Mundill,
dótturfélag Samskipa, er annar
stærsti hluthafinn með 6,68% hluta-
fjár. Vátryggingafélag Íslands á
6,1% í SÍF og Sjóvá-Almennar eiga
5,9%.
Framleiðendur ehf. eru þriðji
stærsti hluthafi í SÍF með 6,59% en
Framleiðendur ehf. var hluthafi í Ís-
lenskum sjávarafurðum sem sam-
einuðust SÍF árið 1999. Meðal eig-
enda Framleiðenda ehf. eru Ker hf.
og VÍS. Ker hf. er einnig meðal eig-
enda Masturs ehf. sem á 2,01% í SÍF.
Í viðtali við Morgunblaðið um
helgina sagði Finnur Ingólfsson,
verðandi forstjóri Vátryggingafélags
Ísland, að gott dæmi um samstarf
Eimskips og Samskipa og tengdra
félaga væri í gegnum SÍF hf. og hann
væri ekki frá því að þar væru mögu-
leikar til aukins samstarfs.
Þriðja tryggingafélagið, TM, á
einnig hlut í SÍF, sem og margir líf-
eyrissjóðir, auk bankanna Íslands-
banka og Búnaðarbanka. Þá á Skelj-
ungur 3,94% hlut í SÍF en Ker hf.,
áður Olíufélagið, á 1,22%.
&'
('
)'
*'
+'
,'
-'
.'
/'
&0'
&&'
&('
&)'
&*'
&+'
&,'
&-'
&.'
&/'
(0'
2 *% 2 +,-
2 %3
4%
1
# '
8
# '
!"
# '
2B
# '
" # '
45
"
"
5
!
2
"
# '
# '
45
"
8
# '
B
@# '
" 5
"
# '
1A @B
# '
?# '
7# '
EF >?'
B1# ;
9
@2
'
# '
#
8 4
(0/;*
//;+
/.;)
/&;0
--;*
-,;-
-,;(
-*;)
+.;.
)(;-
)0;0
(.;/
(.;(
(-;)
(+;*
();)
&.;)
&+;0
&);+
&(;)
)-*;,
&'*/&;0
&*;0*
,;,.
,;+/
,;&0
+;&/
+;&*
+;&&
*;/.
);/*
(;&/
(;0&
&;/*
&;./
&;.)
&;-0
&;+-
&;((
&;0&
0;/&
0;.(
(+;&)
&00;00
Dótturfélög skipa-
félaganna stærstu
hluthafar í SÍF
ERLENT
RÁÐAMENN í Malasíu sökuðu í
gær Bandaríkin um að sýna „and-
múslimska móðursýki“ eftir að það
fréttist að malasíska varaforsætis-
ráðherranum hefði verið gert að fara
úr skónum í nafni öryggiseftirlits við
komu hans til Bandaríkjanna nýlega.
„Auðvitað er ég í uppnámi. Ég er
hvorki þjófur né hryðjuverkamaður,“
tjáði forsætisráðherrann Mahathir
Mohamad fréttamönnum er hann var
spurður hvað honum þætti um þá
ákvörðun bandarískra stjórnvalda að
setja Malasíu á lista yfir 15 lönd sem
álitin væru líkleg til að vera upp-
spretta hryðjuverka. Á listanum eru
fyrst og fremst ríki í Miðausturlönd-
um.
Safna myndum og
fingraförum ferðafólks
Innflytjendayfirvöld í Bandaríkj-
unum hafa ákveðið að fólk frá þess-
um löndum sem til Bandaríkjanna
kemur skuli ljósmyndað og tekin af
því fingraför áður en það fær að
ferðast frjálst um „land frelsisins“.
Allir ríkisborgarar Írans, Íraks, Sýr-
lands, Líbýu og
Súdans verða
látnir ganga í
gegn um þetta
ferli komi þeir til
Bandaríkjanna.
Þessar nýju regl-
ur tóku gildi í
gær.
„Það er nú þeg-
ar útbreidd and-
múslimsk móður-
sýki í gangi. Vegna athafna fáeinna
manna virðist sem allur músl-
imaheimurinn hafi verið stimplaður,
þannig að allir múslimar séu látnir
sæta sérstöku eftirliti til að ganga úr
skugga um að þeir séu ekki hryðju-
verkamann,“ sagði Mahathir, sem
farið hefur fyrir ríkisstjórn Malasíu
sl. 21 ár.
Lét Mahathir þessi ummæli falla
daginn eftir að hneykslaður malas-
ískur þingmaður hafði upplýst að
Abdullah Ahmad Badawi varafor-
sætisráðherra hefði verið látinn fara
úr skónum og taka af sér beltið við
öryggiseftirlit á flugvelli í Los Angel-
es, þar sem ráðherrann millilenti á
leið á allsherjarþing Sameinuðu þjóð-
anna í New York í síðasta mánuði.
Zulhasnan Rafique, þingmaður
stjórnarflokks Malasíu, mæltist til
þess í þingræðu að bandarískir ráða-
menn fengju sams konar meðferð við
komu þeirra til Malasíu, en þar eru
flestir íbúar íslamstrúar.
Abdullah reyndi hins vegar að
gera lítið úr atvikinu. „Ég var að
ganga í gegnum málmleitarhlið þeg-
ar aðvörunarsónninn fór skyndilega í
gang og mér var gert að fara úr skón-
um. En annars staðar þar sem ég fór
um [í Bandaríkjunum] fór enginn
sónn í gang og ég þurfti ekki að fara
úr skónum,“ tjáði varaforsætisráð-
herrann fréttamönnum í gær.
Kuala Lumpur. AFP, AP.
Mahathir
Mohamad
Sakaðir um „and-
múslimska móðursýki“
Bandaríkjamenn herða reglur um öryggiseftirlit
með ferðamönnum frá vissum múslimaríkjum
DANSKA stjórnin heldur áfram
tilraunum sínum til að fækka
nefndum og ráðum þrátt fyrir
nokkra gagn-
rýni og hefur nú
að þessu sinni
ákveðið að
leggja niður eða
sameina 63
nefndir.
Í þessari
hrinu beinast
spjótin að
nefndum á veg-
um matvæla-,
menningar- og efnahags- og at-
vinnumálaráðuneytanna og verða
26 nefndir lagðar alveg niður.
Kom þetta fram í Jyllands-Posten
í gær.
Í byrjun þessa árs ákvað stjórn-
in að leggja niður 99 nefndir og
var þá harðlega gagnrýnd fyrir að
losa sig við gagnrýna sérfræðinga
án nokkurrar umræðu. Hún hélt
samt ótrauð áfram en aftur á móti
þykir sparnaðurinn við fækkunina
hingað til heldur lítilfjörlegur eða
aðeins rúmar þrjár milljónir ísl.
kr. Engar tölur hafa verið nefnd-
ar um sparnað við þá fækkun, sem
nú stendur fyrir dyrum, og stjórn-
in heldur því fram, að þetta snúist
ekki um peninga, heldur ný og
betri vinnubrögð.
Uppgjör við hugsunarhátt
68-kynslóðarinnar?
Stjórnarandstaðan fullyrðir,
að nefndafækkunin sé fyrst og
fremst af pólitískum rótum
runnin og vísar í því efni beint til
orða Anders Fogh Rasmussens
forsætisráðherra, sem viður-
kenndi fyrir þremur vikum, að
fækkunin væri hluti af uppgjöri
við hugsunarhátt 68-kynslóðar-
innar.
Mesta breytingin með nefnd-
afækkuninni verður í menning-
arráðuneytinu en með stofnun
listráðs hverfa tónlistarráðið,
leikhúsráðið, bókmenntaráðið,
listmálararáðið og alþjóðlega
menningarráðið. Í fjármálaráðu-
neytinu verða lagðar niður ýms-
ar nefndir, sumar, sem hafa ekki
starfað lengi, jafnvel í áratug, og
það sama á við um vísindaráðu-
neytið.
Anders Fogh
Rasmussen
Opinberum nefndum í
Danmörku fækkað enn
ÞRIÐJU umferð kosninganna til
löggjafasamkomu indverska hluta
Kasmír-héraðs á Indlandi lauk í gær
og einkenndist dagurinn af ofbeldi
og óeirðum. Að minnsta kosti átta
voru myrtir þegar menn, sem taldir
eru vera herskáir íslamskir öfga-
menn, réðust á rútu er flutti hind-
úapílagríma. Sjónarvottar sögðu að
mennirnir hefðu verið klæddir eins
og lögreglumenn, hefðu stöðvað rút-
una og er hún nam staðar hefðu þeir
kastað inn í hana handsprengjum og
síðan hafið skothríð. Að minnsta
kosti 19 manns særðust í fyrrinótt og
gærdag er herskáir menn gerðu
árásir á kjörstaði.
Síðasta umferð kosninganna fer
fram á þriðjudaginn og talning hefst
tveim dögum síðar.
Átta hind-
úar myrtir
í Kasmír
Srinagar. AFP.