Morgunblaðið - 02.10.2002, Page 20

Morgunblaðið - 02.10.2002, Page 20
LISTIR 20 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÝNING á tíu minningarmörkum eftir tólf listamenn, verður opnuð í Fossvogskirkjugarði í dag. Forsaga sýningarinnar er sú, að á árinu 2000 stóð Kirkjugarðasamband Íslands, í samvinnu við skipulagsnefnd kirkju- garða, fyrir samkeppni meðal lista- manna um gerð minningarmarka. Áhugi listamanna á þátttöku var mikill og voru 12 listamenn valdir til að skila inn tillögum í keppnina. Dómnefnd skipuð af útboðsaðila og Sambandi íslenskra myndlistar- manna gaf svo umsagnir um tillög- urnar með tilliti til frekari útfærslu og og framkvæmda. Tillögurnar voru kynntar á kirkjudögum í júní á síðasta ári og frá þeim tíma hefur undirbúningur við gerð sýningar- svæðis og frummynda verið í deigl- unni. Um þessar mundir eru liðin 70 ár frá vígslu Fossvogskirkjugarðs og er sýningarreiturinn opnaður af því til- efni. Listamennirnir sem eiga verk í sýningarreitnum eru Helgi Gíslason, Inga Elín Kristinsdóttir, Jónína Guðnadóttir, Magdalena M. Kjart- ansdóttir og Þór Sigmundsson, Ólöf Nordal, Ragnhildur Stefánsdóttir, Rósa Gísladóttir, Soffía Árnadóttir, Þórður Hall og Örn Þorsteinsson. Sýningarsvæðið er kostað af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófasts- dæma og hannað af Guðmundi Rafni Sigurðssyni landslagsarkitekt í sam- vinnu við garðyrkjudeild Kirkju- garðanna. Við opnun sýningarinnar í Fossvogskirkjugarði í dag flytja Karl Sigurbjörnsson, biskup Ís- lands, Jóhannes Pálmason, formað- ur stjórnar Kirkjugarða Reykjavík- urprófastsdæma, Ólafur Jónsson, trúnaðarmaður listamanna, og Þór- steinn Ragnarsson, formaður Kirkjugarðasambands Íslands, ávörp og kvartett Björns Thorodd- sen leikur við athöfnina. Sýningin verður opnuð almenningi á morgun. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæma, segir að almenningi muni gef- ast kostur á að panta eftirmyndir listaverkanna til að koma fyrir á leið- um látinna aðstandenda. „Við köllum þetta minningarmörk, en það er samheiti yfir krossa, legsteina og aðra þá minnisvarða sem settir eru yfir leiði. Verkin sem nú verða til sýnis eru tíu talsins og úr ýmsu efni. Ætlun Kirkjugarðasambandsins með þessu er að auðga listaverka- flóruna í kirkjugörðunum; bjóða upp á meiri fjölbreytni og hleypa nýju lífi í garðana í þessu tilliti. Það er meg- intilgangurinn.“ Alls bárust fimmtán tillögur í sam- keppnina, frá tólf listamönnum, tíu verkanna verða sýnd nú, en hugs- anlegt er að tvö bætist við. Þórsteinn segir að í framtíðinni sé ætlunin að listamenn geti átt möguleika á því að koma hugmyndum sínum á framfæri við Kirkjugarðana og að ný listaverk komi inn á sýningarsvæðið. „Þau listaverk sem við setjum upp núna verða þar ekki til frambúðar, og við reiknum með að geta skipt þeim út fyrir ný verk. Þannig viljum við halda áfram á þessari braut.“ Mikil þörf fyrir nýjungar Þórsteinn segir að sú flóra minn- ingarmarka sem þegar sé í kirkju- görðunum hafi verið einsleit um ára- bil, og að ljóst hafi verið að mikil þörf væri fyrir nýjungar á þessu sviði. „Það er mjög mikill áhugi úti í þjóðfélaginu fyrir því að fá eitthvað nýtt í garðana og við vitum að margir bíða eftir því að geta skoðað þau listaverk sem komu út úr samkeppn- inni. Tillögurnar voru sýndar á Kirkjudögum í júní í fyrra og þær vöktu töluverða athygli þeirra sem sáu þær.“ Styrktaraðilar þessa framtaks eru Reykjavíkurborg, SPRON, mennta- málaráðuneytið, Kirkjugarðasjóður og KGRP. Kirkjugarðasamband Íslands opnar sýningu á minningarmörkum „Er ætlað að auðga listaverka- flóru kirkjugarðanna“ Fjögur minningarmarkanna sem eru á sýningunni í Fossvogskirkju- garði. Þessi verk eru eftir Rósu Gísladóttur, Soffíu Árnadóttur, Ragn- hildi Stefánsdóttur og Jónínu Guðnadóttur. „BÆKUR Snorra Sturluson- ar, Heimskringla, Snorra- Edda og Egils saga, eru grundvallarrit og meðal þess allra besta, sem skrifað hefur verið á íslenska tungu,“ segir Halldór Blön- dal, forseti Alþingis, í for- mála að ritsafni Snorra Sturlusonar, sem kemur út á morgun í myndarlegri þriggja binda útgáfu í fyrsta sinn á Íslandi. Það er Mál og menning, dótturfyrirtæki Eddu – miðlunar og útgáfu, sem gefur verkið út með styrk frá Alþingi. „Hugmyndin að þessari útgáfu er komin frá Halldóri Blöndal, forseta Alþingis, en hann kom til okkar með þessa tillögu í upphafi. Al- þingi veitti síðan 5 milljóna króna styrk til útgáfunnar sem stóð undir kostnaði við myndskreytingu hennar,“ segir Halldór Guðmundsson, forstjóri Eddu. Veglegar myndlýsingar Í ritstjórn hinnar nýju heildarútgáfu eru Helgi Bernódus- son, Jónas Kristjánsson og Örnólfur Thorsson. Að sögn Örnólfs var fimm íslenskum myndlistarmönnum falið að myndskreyta verkið. „Lista- mennirnir eru Jóhann L. Torfason, Jón Axel Björnsson, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Pétur Hall- dórsson og Valgarður Gunnarsson. Þetta er ögrandi og skemmtilegt verkefni sem hver þessara ágætu myndlistarmanna leysir með sínum hætti í fimmtán myndum. Þetta verða því allmargar myndir þegar allt kemur saman og gaman að bera saman ólíka túlkun listamannanna á heillandi sagnaheimi Snorra Sturlu- sonar. Margir muna eflaust eftir veglegum útgáfum Helgafells frá síðustu öld þar sem Halldór Kiljan Laxness gekk frá texta en öndveg- ismálarar myndskreyttu þannig að áhrif hafði á margar kynslóðir les- enda. Vonandi eiga þessar myndir eftir að vekja viðlíka viðbrögð.“ Myndirnar verða til sýnis almenn- ingi í nýjum þingskála Alþingis frá morgundeginum. Að sögn Örnólfs er það ekki von- um seinna að ritsafn Snorra Sturlu- sonar sé gefið út á Íslandi. „Það eru vissulega nokkur tímamót og það löngu tímabær tímamót að nafn Snorra birtist á titilsíðu Egils sögu en það er niðurstaða þeirra mætu fræðimanna sem helst og best hafa rannsakað verkið að eigna það Snorra,“ segir Örnólfur. „Útgáfunni fylgir Halldór Blöndal, forseti Alþingis, úr hlaði en Vésteinn Ólason, for- stöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, skrif- ar ítarlegan inngang að verkinu, fjallar um ævi Snorra, hvert hinna þriggja verka og samleik þeirra. Þá fylgja útgáfunni orðskýringar, kort og skrár sem ættu að geta greitt götu lesenda um veröld Snorra Sturluson- ar.“ Höfuðskáld Íslendinga Í bókarlok eru ítarlegar orðskýringar, landakort ásamt ýmsu aukaefni sem á að geta greitt götu les- enda og aukið þeim skiln- ing á þessum merku rit- verkum. Í kynningu útgáfunnar segir: „Snorri Sturluson er höfuðskáld Íslands að fornu og nýju. Auðmaður, bóndi, stjórnmálamaður og rithöfundur sem skrif- aði einhverjar bestu mann- lýsingar heimsbókmenntanna, sem margir telja að skýrist af því hve samsettur hann var sjálfur. Verk Snorra eru kjölfestan í sjálfsmynd norrænna manna og enginn höf- undur hefur haft jafn mótandi áhrif á sjálfsvitund íslensku þjóðarinnar. Rit Snorra eru auk þess lykilverk í fornri skáldskaparlist og um sögu Noregskonunga væri lítið vitað hefði hann ekki sett þær saman í Heimskringlu. Eða eins og Vésteinn Ólason segir í inngangi: „Snorri fékk því áorkað sem var meira virði en sigrar í erjum Sturlungaaldar eða átökum við konungsvaldið. Hann reisti sjálfum sér og þeirri menningu sem ól hann óbrotgjarnan minnisvarða með ritverkum sínum.“ Fyrsta heildarútgáfa á ritum Snorra Sturlusonar Ein af myndum Jóns Axels við Egils sögu. BÚAST má við að Gunnar Þórð- arson, lagahöfundur og gítarleik- ari, komi víða við á næstunni, en tónleikaferð hans og föruneytis um landið hefst á Hótel Stykkis- hólmi á morgun. Þar verða haldn- ir tónleikar undir yfirskriftinni Söngbók Gunnars Þórðarsonar og hefjast þeir kl. 21. Á föstudag verður Gunnar með tónleika í Bíó- höllinni á Akranesi sem hefjast kl. 21. Á dagskrá tónleikanna eru lög sem Gunnar hefur flutt ásamt hópi tónlistarmanna m.a. í fæðing- arbæ sínum Hólmavík og í Stap- anum í Reykjanesbæ í tilefni af Ljósanótt. Með Gunnari á tónleik- unum verða hljóðfæraleikararnir Haraldur Þorsteinsson á bassa, Halli Gulli á trommur, Þórir Úlf- arsson á píanó, Jón Kjell Selje- seth á hljómborð og sjálfur leikur Gunnar á gítar og syngur nokkur lög. Aðrir söngvarar á tónleikun- um verða þau Guðrún Árný Karls- dóttir, Hjördís Elín Lárusdóttir og Kristján Gíslason. Gunnar segir dagskrána hafa orðið til í kringum tónleika sem hann hélt í Hólmavík, og var hug- myndin að halda órafmagnaða tónleika þar sem lögin sem Gunn- ar hefur samið í gegnum tíðina voru flutt í dálítið nýjum búningi. „Við munum spila þessi lög sem ég hef samið í gegnum árin, og veljum þekktustu lögin, s.s. Bláu augun þín, Himinn og jörð, Þú og ég, Þitt fyrsta bros og Gaggó Vest. Ég æfði dagskrána fyrst fyrir tónleika í Bragganum í Hólmavík í ágústmánuði. Tónleik- arnir voru hugsaðir sem nokkurs konar virðingarvottur við þennan bæ sem ég er alinn upp í og hef verið að gera upp hús í undanfar- ið. Næst var röðin komin að Kefla- vík og flutti ég dagskrána með hópi tónlistarmanna í Stapanum á Ljósanótt. Viðbrögðin hafa verið það góð að ég er að hugsa um að fara um landið með þessa dagskrá á næstu mánuðum. Við verðum sem sagt á Stykkishólmi og Sel- fossi á morgun og föstudag, en síðan býst ég við að verða á ferð- inni á Akureyri um mánaðamótin október/nóvember. Síðan ætla ég að fara út um allt land,“ segir Gunnar Þórðarson að lokum. Gunnar Þórðarson hefur tónleika- ferð á Stykkishólmi og Akranesi Flytur sín þekktustu lög Morgunblaðið/Árni Sæberg Gunnar Þórðarson hyggst halda tónleika víða um landið á næstunni. Mannkostir eru eftir Kristján Krist- jánsson. Bókin fel- ur í sér uppgjör við margar siðferði- legar spurningar, s.s. Hefur mað- urinn eðli? Á að kenna dygðir í skólum? Er til eitt- hvert sammannlegt siðferði? Leið- arljós Kristjáns er veraldarhyggja og heilbrigð skynsemi og svörin velta á því að kostir mannlífsins ráðist af eðli okkar sem jarðarbarna – sem manna. Fyrri tvö ritgerðarsöfn hafa komið út eftir Kristján: Þroskakostir (1992) og Af tvennu illu (1997), og var hið fyrra tilnefnt til Íslensku bókmenntaverð- launanna. Kristján er einnig kunnur á alþjóðavettvangi heimspekinnar fyrir bækur sínar Social Freedom og Justi- fying Emotions. Hann hefur birt fjölda greina um heimspekileg efni. Útgefandi er Háskólaútgáfan. Bókin er 300 bls. Verð 3.690 kr. innbundin en 2.980 kr. í kilju. Siðfræði Vísnaverkefni er eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson, skáld og kennara. Bókinni er ætlað að æfa fólk í að yrkja vísur. Í bók- inni eru 38 verk- efni sem felast í því að raða saman orðum þannig að úr verði rétt gerðar vísur og er hægt að leysa hverja þraut á marga vegu. Þá er til gamans skotið inn neðanmáls á hverri síðu stuttum fróðleiksmolum um bragfræði handa þeim sem áhuga hafa á þeim fræðum. Útgefandi er Bókaútgáfa Hólar. Bók- in er 40 bls., prentuð í Ásprent á Ak- ureyri. Verð: 890 kr. Vísur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.